Alþýðublaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 05.08.1976, Blaðsíða 13
bSa&ð*' Fimmtudagur 5. ágúst 1976. Yngsta kynslóöin kann vel aö meta stökkar kardemommukökur. hveitibrauösdeig. Setjið aðeins meira af smjörliki en uppskrift- in segir og þá verða kökurnar bragðbetri. Bræðið smjörlikið og blandið þvi saman við vatnið sem á að hita þar til það verður 40 gráðu heitt. Þegar deigið hefur lyft sér einu sinni, er það skorið i tvennt og hnoðað úr þvi tvær lengjur. Þær eru settar á plötur og látnar lyfta sér i 30 min. Siðan eru þær bakaðar i 15-20 min við 200 gr. hita. Látið Lengjurnar kólna og skerið þær siðan i sneiðar, sem eru ristaðar við 225 gr. hita. Sið- an er hitinn á ofninum minnkað- ur i 100 gr. og kökurnar látnar þorna þar til þær eru orðnar stökkar. Herragarðsbrauð. Búið til venjulegt sykur- brauðsdeig (eins og notað er i rjómatertubotna) Siöan er marengsinn hrærður,, i hann er sett 2 stifþeyttar eggjahvitur, blandað með 4 matsk. af sykri, 1/2 dl. rifnum möndlum og 1 dl. rúsfnum. Sykurbrauðsdeigið er siðan sett i langt form og bakað i 10 min. við 175 gr. hita. Þá er mar- engsinum bætt ofan á og allt bakað i 10 min. til viðbótar, eða þar til marengsinn er þurr. Þegar kakan er orðin köld, er hún skorin i bita. Ruth gekk til dyra: „Ruth?” Hvað? ?? „A fólkið við hliðina ekki hund eða kött eða svoleiðis?” „Owens-hjónin eiga Weimar- aner, og fólkið hinum megin á Siamskött. Ég hef séð hundinn einu sinni eða tvisvar.” „Wimaraner? Já, þessi draugalegi grái hundur með rauðu augun. Hvað heitir hann?” „Hef ekki minnstu hugmynd um þaö. Hvers vegna spyrðu?” „Ja, bara... bara vegna þess að ég vaknaði i nótt við það, að ein- hver varað kalla á gæludýrið sitt, sem ekki hafði komið heim.” „Hvað var kallað?” spurði Ruth hvasst. „Sko, ég vissi, að þú færir að halda, að hér væri ^einhver gluggagægir á ferðinni! En það var ekkert svoleiðis. Það var ein- hver að kalla á barn eða dýr. Ég vona, að Sam finnist,” bætti hún svo við. „Hann er draugaleg skepna, en hann var vinpjarn- legur, þegar ég talaði við hann gegnum hliðið.” Ruth varkominaðdyrunum, en hún leit um öxl. „Sam? Hundurinn heitir Wolf- gang von Eschenbach, eða eitt- hvað álíka.” „Nú, þá hefur það verið kött- urinn,” sagði Sara rólega. „Ég heyrði nú ekki nafnið vel, en það var ekki Wolfgang o.sl.frv. Það var Sammi, eða eitthvað svo- leiðis. „Komdu heim, komdu heim,” sagði röddin i sifellu. „Komdu heim, Sammi.” II. „Ég heiti Pat MacDougal,” sagöi röddin i simanum. „Óhugsandi,” sagði Ruth ósjálfrátt. „Ég viðurkenni, að þetta er skritið nafn. Eins og hetja i teiknimynd. En ég heiti það nú samt.” „Asni,” sagöi Ruth og roðnaði út að eyrum, þegar einkaritari hennar leitundrandi á hana. „Ég átti við, hvernig fóruð þér að þvi að finna mig hér?” „Ég hringdi i Söru og spurði hana. 1 landbiínaðarráðuneytinu. Hvaðgerið þérþar? Teljið epli?” „Eitthvað álika.” „Það hlýtur að vera leiðinlegt fyrir konu með yðar hæfileika.” „Hvernig vitið þér...” Byrjaði Ruth, en þagnaði i tima. ,,Ég er önnum kafin. Má ég hringja seinna ?” „Nei. Seinna kem ég heim til yðar, ef það er i lagi.” „Það er alls ekki i lagi!” „Andartak, andartak. Við skulum byrja á byrjuninni. Ekki veit ég, hvers vegna þér hafið þessi áhrif á mig...” sagði röddin reiðilega. „Yfirleitt er ég talinn kurteis maður. Frú Bennett, móðir min heldur eitt af þessum boðum sinum i kvöld. Mér skilst, að hún sé kunn fyrir þau i Wash- ington. Ég hef ekki hugmynd um það, þvi að hún er aðalástæðan fyrir, aðég lagði mannfræði fyrir mig. En núna er ég i klipu. Hún bað mig að taka með mér konu, og ég steingleymdi að biðja yður um að koma i gærkveldi. Ég veit, að fyrirvarinn er svo til enginn, en það er mömmu aö kenna, ekki mér. Hún gerir svoleiðis hluti.” Þvi miður,” byrjaði Ruth, en svo siaðist það inn, sem hann hafði sagt. „Móðir yðar ... heitir hún frú Jackson MacDougal?” DÆGRADVÖL |Í:U 1 íl FRETTA- GETRAUN 1. Hver er maðurinn?. 2. Hvar var Matthias Bjarna- son að selja húseign? 3. Eftir hvern er útvarpssagan, sem Axel Thorsteinsson les nú siðdegis? 4. Hvað voru margir á Rauð- hettumótinu, þegar flest var? 5. Hver skoraði jöfnunarmark Islendinga gegn Southamton á Akureyri? 6. Hver skrifar „Skoðun” i Al- þýðubl. i gær 7. Hver er talin bezta nútima- fimleikakona heims? 8. Um hvað er spurt i skoðana- könnun Alþ.bl. i gær? 9. Hve mikil er innvegin mjólk fyrstu sex mánuði þessa árs? 10. Hver er elzt þeirra sovézku fimleikakvenna, sem sýna hér um þessar mundir? Svör ipees tuiAia oi §5) tniui 6‘2S '6 'QJ3AJBU3JQS -JHja sipuapa ijjJBiuns njg '8 nzuiAaa auui 'i UOSSBlJJBI\[ lUJy 9 uosjnQjQ^ Jnjiax 'G 0009 i^so^UBUUiq sauueqof £ IQJIJBSJ Z jnQJOAJfJBUI -SQHSpUBl ‘UOSSUQJ0JS JUJV 'I Notið reið- hjólið Yfirvöld i Tokyo hafa undanfarið beitt sér fyrir þvi að menn noti reiðhjól i stað einkabifreiða. Er þetta gert til að reyna að leysa þau umferða- vandamál sem skapast hafa i Tokyo. Þessi mynd var tekin fyrir skömmu á einum af hinum stóru bilastæðum þar i borg, og er ekki annað að sjá en einkabilisminn sé á undanhaldi. Þessar ráðstafanir hafa þó ekki leyst öll vanda- mál Tokyo búa, þvi nú ráfa menn um að loknum vinnutima og leita að reiðhjólunum sinum. Að sögn lögreglunnar á staðnum eru um það bil 500 reiðhjól skilin eftir i reiðileysi á hverju ári.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.