Alþýðublaðið - 15.09.1976, Síða 7

Alþýðublaðið - 15.09.1976, Síða 7
alþýöu- bS.aðiö Miövikudagur 15. september 1976. ÚTLOWP 7 INGJA Fyrir nokkru var íslenzk kona, Agla Marta Marteins- dóttir stödd i flugvél í milli- iandaflugi. Vegna einhverrar bilunar var áætiun vélarinnar breytt. Þá veitir Agla þvi athygli aö ung norsk kona sem sat við hlið hennar verður skelf- ingu lostin. Er hún var innt eftir þvi hverju þetta sætti sagðist hún hafa verið farþegi i flugvéi Pan Am sem rænt var i milli- landaflugi fyrir nokkrum árum og siðan sprengd I loft upp á flugvellinum f Kairo, aðeins tveim til þrem minútum eftir að siðasti farþeginn yfirgaf hana. Þessi reynsla sagði norska konan að m yndi seint líða sér úr minni. Bréf þaö er hér birtist ritaði norska konan, Björg Föreland, fyrir öglu Mörtu og lýsir hún þar i einstökum atriðum flug- ráninu. Ég heiti Björg Föreland og ég var farþegi i einni af Boeing 747 flugvélum Pan American flug- félagsins á flugleiðinni Amster- dam — New York. A flugvell- inum fundust vopn i fórum tveggja farþega, og þaö varð til þess að leitað var i ölium farangri, en án árangurs. Við stigum þvi upp i flugvélina i þeirri trú að við værum á leiöinni til New York. Eftir að vélin hafði verið ca. einn tima á lofti tilkynnti flug- stjórinn að breytt hefði verið um stefnu og nú stefndi vélin á Beirút i Libanon. Við skildum þegar að vélinni hafði verið rænt. öllum farþeguin á fyrsta farrými var skipaö að fara inn á „túristafar- rými” og vegabréfin voru tekin af okkur. Siðan voru aiiir sem skráðir voru hermenn og einnig nokkrir aörir háttsettir menn úr farþegahópnum færðir afsiðis, og ræningjarnir ræddu við þá um stund. Siðan kom einn ræningjanna, svertingi um 25 ára aö aldri inn til okkar aftur og var með skammbyssu i annarri hendinni og handsprengju i hinni. Hann gekk nú á röðina og spurði hvernogeinn um uppruna hans. Eftir ca. 5-7 tima flug lenti flugvélin á flugvellinum í Beirút i Libanon. Okkur farþegunum var skipað að halda kyrru fyrir i sætunum ellegar yrði hafin skothrið. Tveir eða þrir ræningjanna gengu um meðal farþeganna alvopnaðir. Þannig liðu tveir til þrir klukkutímar, en þá hóf vélin sig á loft á ný og stefndi á Kairo. Rétt fyrir lendingu var okkur sagt að fara úr skónum, og vera tilbúin að fara út um neyðarút- gangana. Farþegar þustu út á örfáum minútum, og ekki liöu meir en tvær minútur frá þvf að sá siðasti yfirgaf vélina þar til hún sprakk i loft upp. Við hlupum eins hratt og fæturnir gátu borið okkur burt frá vélinni og út i eyðimerkur- sandinn. Þar stóðum viðsiðan i einum hnapp og horföum á vélina og farangur okkar brenna til ösku á skammri stundu. Þetta var mikil reynsla, en allir héldu ró sinni. Engin örvæntingarmerki eða uppgjöf. Ahöfn vélarinnar stóð sig með stakri prýði. A flugvellinum I Kairo var tekiðmjög vel á móti okkur. Við fengum mat, hótelherbergi og alla þá hjálp sem við þörfn- Agla Marta Marteinsdóttir ásamt norsku konunni sem var farþegi I einni af flugvélum Pan Am, sem rænt var fyrir nokkrum árum og siðan sprengd i loft upp á flugvellinum i Kairo. uðumst. Næsta dag kom önnur viðtil New York meö viðkomu i Pan Am vél og með henni fórum Róm. í HÖNDUM FLUGRÆN- Olíusnauðu þróunarlöndin MIKILL VIÐSKIPTAHALLI FYRIRSJÁANLEGUR - segir í yfirliti IFC er stytting úr International Finance Corporation, sem er stofnun i Bandarikj- unum, sem ætlað er það hlutverk að annast lánveitingar og aðstoð við einkaaðila og einkafyrirtæki viðs- vegar um heim, enda hafi þau ekki aðgang að lánum frá Alþjóða- bankanum og undir- deildum hans. Fjöldi fyrirtækja, og þó einkum i þróunar- löndum, hefur notið góðs af þessari starf- semi i vaxandi mæli með hverju ári. Stofnunin hefur birt yfirlit yfir aðstoð sina og jafnframt hug- leiðingar um ástand i heimsmálum i viðskiptum og fram- leiðslu. Að þessu er einkum vikið: Kreppan, sem náöi hámarki i heimsviðskiptunum meö viðburðum áranna 1974 og 1975, og hefur verið alvarlegasta áfallið siðan striðinu lauk, hefúr komið harkalega við flesta þó i misjöfnum mæli sé og á mis- jöfnum tima. Þannig kemur i ljós, aö meðan iðnaöarlöndin héldu verulega að sér höndum á árinu 1974, voru þróunarlöndin á þeirri braut að ná vaxandi tökum á fjárhagsaðstöðu sinni yfirleitt. En i ársbyrjun 1975, þegar nokkuö tók aö greiðast úr vanda iðnrikjanna, fengu þróunarlöndin, sem ekki fram- leiða oliu alvarlegt áfall og afturkast, sem lagöist á þau með fullum þunga. Þannig versnuðu viðskiptaskilyrði þessara landa um einn fimmta i hundraðshlutum (%) vegna hinnar glfurlegu hækkunar oli'u- verðs, og þau eru verulega háð oliu til orkuframleiðslu. Þessi aukabiti mun hafa numið i heild um 35 milljörðum dollara, og má sjá minna grand i mat sinum. Að hálfnuöu ári 1975 bentu hinsvegar ýmis leiðarmerki til þess, að struamhvörf væru að verða i iðnríkjunum, einkum Bandarikjunum og Japan, og siðan hefur þessi þróun haldið áfram, þó hægt fari, i flestum iðnrikjanna. Að sjálfsögöu hafði kreppan viðtæk áhrif á heimsviðskiptin. Þannig er talið að viðskipta- veltan haf i minnkað um 6% áriö 1975, og er það i fyrsta skipti, sem lækkunar verður vart siðan árið 1958. Otflutningur oliusnauðra þróunarrlkja minnkaöi um 4% að umfangi, auk þesssem gengi gjaldmiðils þeirra lækkaöi um önnur4%. Þaraöaukivar ýmist horfið frá eða frestað fjár- festingu I námuvinnslu og iðnaði i þessum rikjum. Enda þótt ástand hvetji óhjákvæmilega til meiri var- kárni i fjárfestingu en áöur, er þó sýnt, að ekki dugir aö halda að sér höndum þar i, enda bitnar þaö á heimsbyggðinni allri, þó i misjöfnum mæli sé. Ennþá er ekki ljóst i hve rikum mæli og með hve miklum flýti þarf aö dæla fjármagni til þróunarlandanna, til þess að jafna áhrifin af „viðskiptafelli- bylnum” 1975. En bezt er að hafa það hugfast að hér dugir enginn einstefnu- akstur. Hér kemur það til greina, að iðnríkin þarfnast einnig og eru háð að nokkru inn- flutningi hráefna og einnig markaða i þróunarrikjunum. Hér er þvi um að ræða vixl- áhrif, sem ekki verður séð I bili til hvers leiða. Hin oliusnauöu þróunarlönd horfast nú i augu viö mikinn viðskiptahalla og auk þess veru- lega skuldaaukningu, sem áorkar þvi að bæði lánar- drottnar og þeir, sem leggja vildu fé i fyrirtæki þar, halda fremur aö sér höndum en áður. Jafnvist er svo hitt, að ekki verður um að ræða efnahags- legan bata i þróunarrikjunum, nema þau fái rikulegan aðgang aðfjármagni, bæði rikin sjálf og einkaaðilar innan þeirra. A liðnu ári varð vart mikils fjörkipps i efnahagslifi Evrópu- landa. Þetta hefur áorkað þvi, að slétzt hefur út að tveim þriðju hlutum hallinn, sem varö 1974. Niðurstaðan af þessum bata hefur þýtt, að stórum greiðara hefur verið fyrir þróunarlöndin að fá aðstoð. Að visu hafa kjör lána nokkuð þrengzt, og algengast er að lánstimi sé nú 5 ár i stað 7 ára áður, en þar á móti kemur, að hraði veltunnar eykst, og má jafnvel gera ráð fyrir að greiðslu eldri lána verði einnig hraðað. Ekki verður framhjá þvi horft, að markaðir og fjármagn Evrópulanda inn af höndum geysimikið hlutverk i heims- viðskiptunum og ekki hvað sizt kemur þetta þróunarlöndunum til góða. Það er einnig efalaust, að ef afturkippur kæmi i þessa hluti myndi það ekki aðeins bitna á hinum oliusnauðu þróunar- löndum, heldur einnig fljótlega á iðnrikjunum og þar með fjár- málakerfi heimsins. Hér verða þvi að koma sam- virk öfl, til þess að forða frá yfirvofandi hættu á nýrri kreppu. Segja má, að full nauðsyn sé, að hafa nánar gætur á bæöi markaðs og gjaldeyrismáium Evrópulandanna, þvi aðsvo vel fari, verður hver að styðja annan eins og kostur er, ella má búast við, að hvers eins húsi sé hætt, ef hús grannans brennur. — OS EINU SINNI VAR FAGUR FISKUR í SJÓNUM.... - ( Í-//V/V 74. Norðmenn binda mikiar vonir við útfærslu landhelginnar I 200 milur, en á siðustu árum hafa áhyggjur Norðmanna vegna ofveiði farið stöðugt vaxandi. A þessari teikn igu má sjá hvernig norski teiknarinn Finn Graff telur að ástandið verði, ef rányrkja verður ekki stöðvuð þegaristað og gripið til strangra friðunaraðgeröa.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.