Alþýðublaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER 236. tbl. — 1976 — 57. árg. Áskriftar- síminn er 14-900 ISLENDINGUR AFLAR SER ÞEKKINGAR Á HREINDÝRARÆKT dvelur nú meðal Sama í Finnmörku Hér má sjá mikinn skég af fallegum hreindýrshornum og mörg falleg dýr. Hann er til dæmis tignarlegur tarfurinn sem Stefán Björnsson hefur fangaö þarna úr hjöröinni. Nú er spurningin sú, hvort Stefán á eftir aö eignast sllka hjörö á islandi i framtiöinni. Arbeiderbladet norska greindi frá þvi fyrir skömmu, að ung- ur íslendingur, Stefán Magnússon, hafi dvalið i héraðinu Finnmörku i Noregi siðan i febrúar i þeim tilgangi að til- einka sér hagnýta þekkingu á hreindýra- rækt. Hefur blaðið það eftir Stefáni, að ,,hann telji hreindýraræktina eiga fyrir sér bjarta framtið á íslandi.” Stefán býr hjá Samafjöl- skyldu i Finnmörku, sem feröast um meö hreindýrahjörö sina. Fylgdi hann fjölskyldunni og bústofni hennar á ferð hennar frá vetursetustaðnum i Austmörku, alla leiö til Stjarn- eyjar i Altafirðinum, þar sem dýrin eiga sína sumarhaga. Stefán deilir lifskjörum Sam- anna i einu og ölluj hefur t.d. verið hreindýrasmali i sumar og i haust aðstoðaði hann við slátrunina. Aðspurður kvaðst Stefán hafa i hyggju að hefja hreindýrarækt á tslandi og hefði hann hugsað sér að reyna að fanga nokkra villta hreinkálfa á tslandi. Væru villt hreindýr á landinu á milli 4 og 5 þúsund talsins. Sagði Stefán það vera ætlun sina að hefja búskap með 100 dýr. ,,Ég er bjartsýnn og er i sam- bandi við stjórnvöldin heima. Ég vonast til þess að allt gangi að óskum, þannig að ég geti hafizt handa strax næsta sum- ar”, sagði Stefán i viðtalinu við Arbeiderbladet. Hann bætti þvi svo viö, að aðstæður til hrein- dýraræktar væru ákjósanlegar á tslandi. Þar væru beitilönd nægjanleg, auk þess sem þegar væri of margt sauðfé i landinu. Ekkert vitað Alþýðublaðið hafði samband við fulltrúa Búnaðarfélagsins og spurði um þetta mál, en þar hafði enginn heyrt neitt um ferðir tslendingsins. Þá var haft samband við Menntamálaráðu- neytið og varð þar fyrir svörum Hunólfur Þórarinsson fulltrúi, en hann hefur haft með að gera flest mál er varða hreindýrin á tslandi. Runólfur kvaðst ekki kannast við þetta mál.enda hafi umræddur Stefán Magnússon ekki haft samband við ráðu- neytið.að þvi er hann vissi bezt. Hitt væri ljóst, að Menntamála- ráðuneytið yrði að fjalla um áform Stefáns, ef fótur væri fyrir fréttinni. —ARH Útgerðarmaður M/S Sögu: Sögusagnirnar rógburður einn — Ég mótmæli öllum þessum sögusögnum sem gersamlega staðhæfulausum rógburði og mun leita til dómstóla til þess aö hreinsa mig af þessu, sagði útr gerðarmaður M/S Sögu, . Sig- urður Markússon i samtali við Alþýðublaöiö i gær. En eins og komiðhefur fram i fjölmiðlum, hafa tveir menn frá Nigeríu ásakað yfirmenn Sögu fyrir illa meðferð og- brot á ýmsum samningum. Hefur Sjómanna- samband tslands tekið mál þetta til meðferðar. Sigurður Markússon sagði að venjuleg meðferð mála i tilfelli sem þessu væri sú, að beðið hefði verið u.m rannsókn á ásök-. unum og dómstólar kannað málið, en ekki að hlaupa með þetta i blöðin að ókönnuðu máli. Sigurður sagði að það sem hér væri á seyði væri einfaldlega það, að forseti Sjómannasam- bandsins væri að reyna að slá’ sér upp. á þessu máli. Kvaðst Sigurður hafa b'oðið upp á það að þessu máli yrði lokið á frið- samlegan hátt, en svarið hafi verið það að blása þetta upp i blöðum. „Aldrei haft það eins gott” Sigurður sagði að blökku- mennirnir 5 hefðu upphaflega komið um borð i Port Harcourt og beðið um að fara með skipinu tilDakar. Þeirhefðu siðan beðið um að fara til Rotterdam og far- ið af skipinu þar nema 2, sem útlendingaeftirlitið þar i landi hafi ekki veitt leyfi 'til land- göngu. Sagði Sigurður að full- skipað háfi verið i áhöfn skips- ins, og mennirnir þvi ekki teknir um borö vegna manneklu. Það hafiverið miklu fremur greiða- semi af hálfu skipsmanna. — Þessir menn hafa aldrei haft það eins gott á sinni ævi, eins og um borð i Sögu, það er ég fullviss um. Allar þessar sögu- sagnir i fjölmiðlum eru þvi ein- ber rógur, sagði Sigurður Márkússon. Yfirlýsing frá fram- kvæmdastjórn Sjó- mannasambands islands Alþýðublaðinu hefur einnig borizt yfirlýsing frá fram- kvæmdastjórn Sjómannasam- bands Islands, hún er á þessa leið: A framkvæmdastjórnarfundi i Sjómannasambandi Islands, haldinn mánudaginn 8. nóvem- ber 1976, vegna þeirra skrifa sem fram hafa komið um af- skipti sambandsins af máli áhafnarmanna á m/s Saga vilj- um við undirritaðir stjórnar- menn taka eftirfarandi fram að gefnu tilefni: Undirritaðir stjórnarmenn lýsa þvi hér með yfir að formaður sambandsins hefur unnið að nefndu máli i fullu samráði og samþykki okk- ar allra. Guðjón Jónsson, sign, Jón Kr. Ólsen, sign, Guðm. Hallvarðs- son, sign, Guðmundur M. Jóns- son, sign. —ARH Þetta erekki innsýn í Inferno Dantes. Þetta er Hitaveita Suðurnesja á Svarts- engi við Grindavík. Á laugardaginn var skrúfað frá vatninu í fyrsta áfanga hitaveitunnar, sem er fyrri hluti Grindavíkur, og þá var þessi mynd tekin. Á litlu myndinni sjást kátir Suðurnesjamenn skála í tæru hitaveituvatninu á samkomu, sem haldin var í Festi, eftir að heita vatninu hafði verið hleypt á. Sjá nánar í opnu (AB-myndir — hm) HITAVEITA TIL GRINDAVÍKUR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.