Alþýðublaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 16
Þótt það fyndist ekki á bæjarfógetaskrifstofum Hafnarfjarðar: LEYFI VEIH 1969 - EN ALDREI ENDURNÝJAÐ Rekstur safnins er því fyllilega ólöglegur — Ég veit meira núna heldur en þegar ég talaði við þig siðast, sagði Hörður Zophaniasson stjórnar- formaður Sædýra- safnsins, þegar blaðið hafði samband við hann i gær. Ástæðan var frétt sú, sem birtist i laugardagsblaði AI- þýðublaðsins um að Sædýrasafnið væri rek- ið utan við lög og rétt. — Við fundum um helgina skriflegt leyfi frá Einari Ingimundar- syni þáverandi bæjar- fógeta til reksturs safnsins. Leyfiðerdag- sett 14. april 1969 og er veitt samkvæmt lögum nr. 21 frá 1957, um dýravernd, og er háð þeim skilyrðum að far- ið verði i einu og öllu- eftir lögum um dýra- vernd. Hins vegar hefur það bersýni- lega ekki veriö athugað eftir að reglugerðin frá 1971 var sett, aö sækja um endurnýjun þessa- leyfis, þannig að þarhafa okkur oröið á mikil mistök, sem nú verður að sjálfsögðu kippt i lag. Hörður sagði einnig, að sött . hefði verið um meðmæli frá Dýraverndarfélagi Hafnar- fjarðar- og heföu þau fengizt. Þetta staöfesti Þórður Þórðar- son þáverandi forseti • Dýra- verndunarfélags Hafnfirðinga, þegar'blaðið ræddi viö hann i gær. Las hann fyrir okkur eftir farandi bókun: „Fimmtudaginn 27. marz 1969 kom stjórn félags- ins saman á fund eftir að hafa skoðað fugla- og sæöýrasafn sem áhuga félagsskapur er að rejsa fyrir sunnan Hvaleyri skammt frá sjónum. Tilefni ferðarinnar var bréf sem hafði borizt frá bæjarfógetanum i Hafnarfirði, sem óskaði um- sagnar dýraverndunardeildar- innar á staðnum um álit stjórn- arinnar um þetta efni. Eftir að hafa séð og skoðaö byggingar þar og aðstöðu alla, sjáum 'við ekki neitt þvi til fyrirstöðu að sú starfsemi sem h'afin er og.lofar góðu, veröi byggö, enda verði hún undir eftirliti dýralæknis og þeirra sem eiga þar hlut aö máli og rekstur fyrirtækisins verði i samræmi við rekstur -annarra slikra stöðva sem starfræktar eru hér á landi. Hafnarfirði 27. marz 1969.” Úndir þessa bókun rita Þóröur Þórðarson, Jón 'Gestur Vigfússon, Sigurður Þóröarson, Jón Sigurgeirsson og Erna Friða Berg. Þarna virðist augljóst, áö þótt ekki hafi fundizt af þvi tangur eða tetur, þá hafi bæjarfógetinn i Hafnarfirði Veitt leyfi til starf- semi Sædýrasafnsins. Hins veg- arer það jafnaugljóst, að safnið er eftir sem áður rekiö i leyfis- leysi, þar sem skýrt er fram tekjö i reglugeröinni frá 1971, að • leyfið skuli endurnýjað ekkj sjaldnar en á þriggja ára fresti. Þaö hefur ekki verið gert. Auk þess hefur aldrei verið feitað álits Dýraverndarnefndar, sgm en opinber nefnd, enda hefur hún aldrei fjallað um málefni safnsins. Páll A. Pálsson yfir- dýralæknir hefur staðfest það i samtali við blaðið. Slikt álitá þó að liggja fyrir. 1 annan stað er það enn óhagganleg staðreynd, aö ráð- herra hefur aldrei skrifað up.p á lög félagsins og það er þvi ékki löglegt sem sjálfseignastofnun. — hm. Málmiðnaðarmenn á Akranesi á ferð í Noregi og Danmörku Sitt sýndist hverjum um málm- biendiverksmiðju sveinafélag málmiðnaðar- manna á Akranesi lagði upp i kynningarferð til Noregs i lok októbermánaðar. Fræösluferð þessi var farin til aö kynnast stöðu járniðnaöarmanna á Islandi, m.a. skipasmiði sem mikið hefur verið um rætt hér á siðustu árum. Þátttaka i ferðinni var mjög góð, úr um 85 manna félagi fór um helmingur félaga, þar af 28 frá skipasmiðastöð Þorgeirs og Ellerts. Eiginkonur félaga fengu einnig tækifæri til að vera með og fóru 28 eiginkonur i feröina. Þeir sem greiddu götu málmiönaðarmanna og undir- bjuggu heimsóknir hjá umboðs- fyrirtækjum sinum erlendis voru Vélasalan, Islenzka járnblendi- félagið, Aðalskipasalan, Eimskipafélag Islands og Sementsverksmiðja rikisins." Einnig veitti Iðnþróunarsjóður ágæta fyrirgreiðslu og ségjast málmiðnaöarmenn mjög þakk- látir þessum aðilum. 1 Kristiansand var Elkem Spiegerverket heimsótt og þar fengu málmiðnaðarmenn aö kynnast gangi vinnslunnar hjá fyrirtækinu. Skoðuð var verk-- smiðjan og var þar margt forv itnilegt að s já, sýndist þar sitt hvérjum um þessa nýju verk- smiðju sem væntanlega mun risa hér á landi innan skamms. Verk- smið'ja sú sem hér mun risa mun verða mun fullkomnari en sú er skoðuð var i Kristiansand. .1 Flækkefjord var . skoðuð skipasmiðastöð, sem hefur smið- að mörg skip fyrir okkur Islend- inga. 27. okt. var haldið til Máridal en þar voru skoðaðar þrjár skipá- smiðastöðvar og nýlegt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í smlði ál- báta til fólksflutninga sem var að mestu leyti nýtt fyrir tslending- ana. 1 Alaborg tóku á-móti tslend- ingunum menn frá Alborg værst en það fyrirtæki hefur smiðað mörg af skipum Eimskip og tvö ný varðskip okkar sem kunnugt er. Morguninn eftir var svo skoðað fyrirtækið F.L. Smith, en þaö fyrirtæki hefur séð um allan véla- búnað fyrir Sementsverksmiðju rikisins. Var tslendingunum sér- -staklega kynntur öryggisútbún- aður sem er á mjög háu stigi hjá Dönum. Eru málmiönaðarmenn á Akranesi mjög ánægðir rneð árangur ferðarinnar og telja til- gangi hennar vera fullkom- lega náð. Sfeoðaðar voru margar nýjungar sem að gagni mega koma i framtiöinni. . —AB Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi Mótmæla eindregið álveri í Eyjafirði Stjórnarmenn Sam- taka um náttúruvernd á Norðurlandi og full- trúar samtakanna i Eyjafirði, hafa sent frá sér samþykkt þar sem þeir lýsa yfir eindreg- inni andstöðu við framkomnar hug- myndir um byggingu álbræðslu við Eyja- fjörð. Láta þeir jafn- framt i ljós furðu sina á þeim undirbúningi, sem þar virðist vera í gangi, án þess að við- komandi aðilar hafi fjallað um málið. I greinargerð samtakanna segir, aö á árunum 1965—1970 hafi orðið töluverðar umræöur úm stóriðju á ' íslandi, vegna nýrra hugmynda um virkjun fallvatna og stofnunar ál- bræðslu i Straumsvík viö Hafnarfjörö. Eri.þá heföi jafnvel komiö til greina að sú verk- smiðja yrði reist i Eyjafirði. I tilefni þeirra umræðna samþykkti aðalfundur SUNN ályktun 1970 þar sem bent var á þá ,, miklu hættu lofts og lagar, sem stafa kann af álverksmiðju við Eyjafjörð”. Síðar segir, að hljótt hafi ver- ið um þetta mál, þótt ýmislegt bendi til að unnið hafi verið að þvi á bak við tjöldin. 1 ljós hafi komið, aö könnunarviðræður hafi farið fram milli svonefndr- ar stóriðju annars vegar og norska iðnfyrirtækisins „Norsk Hydro” hins vegar, og hafi það látið f ljó's eindreginn áhuga á að reisa hér álverksmiðju. Nýlega hafi svo þessir aðilar fariö þess á leit viö Rannsóknarstofnun landbúnað- arins og Veöurstofuna aö þær hefji umhverfisrannsóknir vegna fyrirhugaðrar álbræðslu i Eyjafirði. Telja samtökin allan aðdraganda þessa máls mjög einkennilegan og nefna sem dæmi aö ekkert samráö hafi verið haft viö eigendur viökom- andi jarða, sem hafi frétt um fyrrgreindar fyrirætlanir á skotspónum- Enn fremur hafi viökomandi sveitarstjórn og sýslunefnd ekki borizt nein erindi varöandi þetta mál, né heldur hafi verið leitað til Náttúruverndarráðs eða Heilbrigöiseftirlits rikisins með umsögn. Mengunarhætta. Samkvæmt þeim up'plýsing- um, sem féiagið hefur aflað sér er ekki hægt að .fyrirbyggja, að eitthvert magn úrgangsefna frá álverum sleppi út i andrúms- loftið. Séu þau hreins.uð með vatni eða sjó, eins og viöa tiðkast berst mikiö magn þessara sömu efna i sjóinn, og valda spjöllum þar. Þá má gera ráð fyrir óhöppum ýmiskonar, sem valda þvi að hreinsun mistekst i lengri eða skemmri tima, segir enn fremur i greinagerðinni. Er siðan vitnað til upplýsinga frá álverinu Lista i Noregi en framleiðslugeta þess er um 50.000 tonn á ári. Þar eru viður- kenndar aðferðir notaðar við hreinsun, en samt sem áöur fara um 50 tonn á ári af flúor- samböndum út I andrúmsloftið, og um 450 tonn I sjóinn. Siðan benda samtökin á þá staöreynd, að gróðursæld sé •mjög mikil i Eyjafirði og rækt- unarskilyrði góð. Úppbygging stóriöju i firðinum geti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir búskap og hið félagslega umhverfi, sem óhjákvæmilega muni raskast mjög með tilkomu álvers. Helstu niðurstöður. 1 niðurstöðum samtakanna segir m.a. að veðurfar i Eyja- firöi mótist mjög af landslagi og staðháttum, og sé þvi þannig háttað að hætta sé á hægri dreifingu og jafnvel samsöfnum mengunarefna i lofti. Gæti jafn- vel hin minsta loftmengun haft alvarlegar afleiöingar I för með sér, vegna hins rikulega gróðurs er þar vex. Ennfremur að sú rótfesta sem einkennt hefur mannlifiö i Eyja- firði hljóti að vera i hættu éf þar verði byggt álver og íangur timi geti liöiö þar til jafnvægi kæmist á að nýju. JSS ÞRIÐJUDAGUR ■ 9. NÓVÉMBER 1976 alþýðu Jblaöið HÉYRT, SÉÐ 0G HLERAÐ Tekið eftir: Það vakti tals- verða athygli hve margir forystumenn Sjálfstæðis- flokksins, þar á meðal for- sætisráðherra, heimsóttu sovézka sendiráðið á föstu- dag' i tilefni byltingaraf- mælisins 7. nóvember. Þetta hefði kannski ekki vakið verulega athygli nema vegna þess aö i sið- ustú viku gerði -Morgun- blaðið þvi rækileg skil. að 20' ár voru liðin frá innrás sovézka hersins i Ung- verjaland. Þar var þess sérstaklega ninnzt, að islenzkir kommúnistaleið- togar hefðu orðið sér til skammar með þvi að heim- sækja sov'ézka sendiráðiö á meðan sovézki herinn var að 'brjóta á bak aftur byltinguna i Ungverja- landi. A 20 ára afmæli þess- arar byltingar gengu for- ystumenn Sjálfstæðis- flokksins inn i sama hús til að fagna með húsráðend- um. o Lesið: í Alþýðumarininum á Akureyri: „Sjálfstæðis- menn hafa mikinn áhuga á breyttri skipan kjördæma um þessar m.undir og þá helzt á fjölgun þingmanna i Reykjavik og á Reykja- nesi en eins og öllum er kunnugt er t.d. Reykjavik svo sterkt sjálfstæöisvígi að ýmsir Sjálfstæðismenn telja það mundu verða meira áfall fyrir flokkinn aö missa Reykjavik en stjórnarráðið. Þessar hug- myndir um breytta kjör- dæmaskipun eiga þó mis- jöfnu fylgi að fagna á- Framsóknarheimilinu og er hugsanlegt talið að Mad- daman gæti.gerzt nokkuð tannhvöss þegar þessi mál koma til umræðu. o Séð: Að Póst og simamála- stjórnin ætlar að gefa út nýtt- frimerki 2. desember næst komandi i tilefni 60 ára afmælis Alþýðusam- bands Islands. Verðgildi merkisins verður 100'krón- ur og höfundur myndarinn- ar er Edda Sigurðardóttir. Þegar Alþýðusambandið (Alþýðuflokkurinn) var stofnað 1916 voru félagar 600, — nú eru þeir 43 þúsund. (Sjá mynd af

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.