Alþýðublaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 4
4 OR YMSUIVt AJTUIWI Þriðjudagur 9. nóvember 1976 Á það að vera umboðsmaður eða umboðsnefnd Alþingis? Benedikt Gröndal fylgdi i gær úr hlaði á Alþingi, frumvarpi til laga um umboðsnefnd Alþingis. Alþingi hafði áður, eða 1973, fengið til umfjöllunar frumvarp um umboðsmann Al- þingis. Bæði þessi frumvörp lúta að sama viðfangs- efninu, sem er réttar- staða einstaklingsins gagnvart hinu opinbera. Kerfið og einstaklingur- inn — Alþingi og þjóðin Frumvarpið um umboðsmann Alþingis var allnokkuö rætt á sinum tima og virtist svo sem hugmyndin þar að baki vekti al- mennan áhuga alþingismanna. Þegar svo til kastanna kom náði frumvarpið ekki fram að ganga og dagaði uppi i nefnd. Frumvarp Benedikts er aö verulegu leyti sniðið eftir fyrra frumvarpinu. Þó er sú veiga- mikla breyting þar á, aö gert er ráð fyrir sjö manna þingnefnd, sem fær til meðferðar þau verk- efni sem ákveðnum embættis- manni, umboðsmanni Alþingis, er falið samkvæmt fyrra frum- varpinu. Að öðru leyti er frumvarpið um umboðsnefnd byggt á reynslu Vestur-Þjóðverja, en umboös- mannskerfið er hins vegar við- haft meö mismunandi hætti bæði á hinum Norðurlöndunum, í Bret- landi og viðar. 1 umræöunum á Alþingi i gær sagöi Benedikt, að hér væri um aö ræða stjórnskipulagslegt mál sem segja mætti að varðaöi sam- skiptin milli þings og þjóðar. Þau samskipti hefðu ekki veriö mjög góð og mundi þvi umboðs- nefnd Alþingis stuðla að bættum samskiptum við hinn almenna borgara. Að lokinni rasðu frummælanda tók til máls Ragnhildur Helga- dóttir. Hún sagði að hér væri á ný hreyft mjög athyglisverðu og tlmabæru máli. Tilgangur þess væri sá, að auka öryggi einstak- lingsins i viðskiptum hans við rikiskerfið. Sagöi Ragnhildur að hér væri i raun um aö ræða mál, sem allir þingmenn bæru mjög fyrir brjósti, hvar i flokki sem þeir stæðu. Þaö hefði lengst af veriö eitt af aðalverkum þingmanna, að aðstoða og leiöbeina fólki. Þingmenn væru allir umboðs- menn kjósenda sinna og þvi væri eölilegt að hagsmuna þessa fólks yrði gætt svo sem kostur væri. „Það þarf að vanda mjög til þessa máls,” sagði Ragnhildur Helgadóttir. Benti hún á, að hér væri oft um aö ræða viö- kvæm og vandasöm mál, þarsem gæta yrði fyllstu varkárni og viðhafa fullan trúnað. Ragnhildur sagðist hafa hug- leitt þetta mál mikið. 1 fyrstu hefði hún verið þeirrar skoðunar að umboðsnefndin væri ef til vill betra og heppilegra form heldur en umboðsmannsformiö. „Ég er ekki viss um að sjö manna nefnd alþingismanna sé betur hæf til þess að leysa þetta starf heldur en einn embættis- maður, sem algerlega hefur með þetta aö gera,” sagði Ragnhildur og lagöi mikla áherzlu á trúnaöarþáttinn i þessu máli. Að lokum sagði Ragnhildur, að það mætti vel vera aö hún mundi siöar fallast á einhver atriði, sem hún teldi heppilegri heldur en meö þvi að taka aftur upp þar sem frá var horfið með frumvarpi um umboðsmann Alþingis. Sagöisthún telja heppilegast að gera einhverjar breytingar á þvi frumvarpi og fá það samþykkt. Vandamál, tengd hinu flókna velferðarþjóðfél. Benedikt Gröndal tók aftur til máls og þakkaði Ragnhildi fyrir áhuga hennar á málinu. Sagöist hann álíta að Ragnhildur hefði verið helzt til of lögfræðileg i mál- flutningi sinum. Þá vék Benedikt að reynslu Vestur-Þjóðverja af umboðs- nefnd. Sagði hann að trúnaöar- þátturinn væri alls ekki eins mik- ill i þessu máli og Ragnhildur vildi vera láta. „Þetta eru fyrst og fremst vandamál sem eru tengd hinu flékna velferðarþjóðfélagi,” sagöi Benedikt. „Fólk veit ekki um rétt sinn t.d. gagnvart tryggingum og ýmisskonar bótum, sem fólk á rétt á. Mikið af þessum málum eru þvi einskonar prófmál.” „Að sjálfsögðu vil ég ekki gera litiö úr trúnaðarþættinum, enda er vikiö aö þvi atriði I frum- varpinu,” sagði Benedikt Gröndal. Benedikt sagöist ekki vera sammála Ragnhildi Helgadóttur um það að umboðsmaður Al- þingis yrði endilega hlutlausari i störfum sinum gagnvart einstak- íingum heldur en sjö manna nefnd þingmanna. „Eru islenzkir embættismenn hfutlausir?” spurði Benedikt. "„Yrði umboösmaður Alþingis hlutlausari? ” Benedikt sagði að lokum að hann gætifullyrtað t.d. i Vestur-Þýzkalandi væri reynslan sú, að umboðsnefndin væri hafin yfir alla pólitiska flokka. Sama mætti reyndar einnig segja um langflest þau störf sem alþingis- menn ynnu hér á Alþingi s.s. við nefndarstörf. Enginn vafi er á þvi, að al- menningur mun fylgjast af áhuga með framgangi þessa máls. Hvort sem þaö yrði ofan á, að samþykkt yrði frumvarp um um- boösnefnd eða umboðsmann, er hér tvimælalaust um stórmál að ræöa sem þingmenn munu væntanlega gefa sér góðan tima til að hugleiða. Vandamálið sjálft er fjarri þvi aö vera nýtt af nálinni og þing- menn munu flestir hafa kynnt sér fyrra frumvarpið. Frumvarpið um umboðsnefnd er þvi fyrst og fremst viðleitni i þá átt, aö koma málinu endanlega i höfn. Greinargerðin með frumvarpi Benedikts Gröndal Greinargerð frumvarpsins fylgir hér i heild og frumvarpiö sjálft sömuleiðis. Alþingi hefur samþykkt tillögu um að undirbúa embætti umboös- manns, og stjórnarfrumvarp þess efnis hefur verið lagt fyrir þingið. Það var ekki afgreitt og hefur um sinn ekki verið endurflutt. Meö þessu frumvarpi er máliö tekiö upp á nýjum grundvelli. 1 stað þess aö setja upp embætti umboðsmanns Alþingis er hér lagttii, að sérstök fastanefnd Al- þingis gegni hlutverki hans. Hugmyndin um umboösmann er upprunnin á Norðurlöndum og hefur fest rætur I nokkrum lönd- um utan þeirra. Hugmyndin um umboðsnefnd er upprunnin i Vestur-Þýzka- landi. Þar er réttur manna til að snúa sér skriflega til löggjafar- þings meö umkvartanir festur i stjórnarskrá sambandslýðveldis- ins og landanna, og slikar nefndir eru starfandi við sambandsþingið i Bonn og við landsþingin. Umboösnefnd gegnir I megin- dráttum sama hlutverki og um- boðsmanni hefur verið ætlað, þótt óhjákvæmilega sé þar nokkur munur á framkvæmd. Umboðs- nefnd mundi hafa eftirfarandi umbætur I för meö sér: 1) Mannréttindi aukast, þar sem fólki yrði tryggður réttur til að snúa sér beint til Alþingis, ef það telur sig ekki ná rétti sfn- um eða vera misrétti beitt af stjórnvöldum og getur eigi sótt mál sin fyrir dómstólum. 2) Málsmeðferð gæti veriö skjót, einföld og kostnaðariltil. 3) Störf nefndarinnar mundu auðvelda Alþingi að veita stjórnvöldum nauðsynlegt og eðiilegt aðhaid. 4) Nefndin gæti kannað, hvar þörf er nýrrar löggjafar eða breytinga á lögum, og haft frumkvæði um það. 5) Störf nefndarinnar mundu. auka tengsl Alþingis við þjóð- ina og ættu að draga úr tor- tryggni i garð þingsins. Fyrri tillögur. Á 84. löggjafarþingi (1963-1964) flutti KristjánThorlacius tillögu til þingsályktunar um stofnun embættis lögsögumanns meö hliðsjón af norrænni löggjöf um „ombudsmand”. Kristján endur- flutti tiliöguna á 85. þingi ásamt Þórarni Þórarinssyni og á 86. þingiásamt Einari Agústssyni. A 88. löggjafarþingi (1967-68) fluttu þeir enn sömu tillögu, Kristján Thorlacius, Einar Agústsson, Bjarni Guðbjörnsson, Ingvar Gislason, Sigurvin Einarsson og Eysteinn Jónsson. Tillögur þess- ar hlutu ekki afgreiðslu. Á 91. löggjafarþingi (1970-71) flutti Pétur Sigurðsson þáltill. um undirbúning löggjafar um em- bætti umboðsmanns Alþingis og endurfiuttihana á næsta þingi. Þá mælti allsherjarnefnd sameinaðs þings með samþykkt tillögunnar að fengnum umsögnum laga- deildar Háskóla íslands og Dómarafélags Islands, og var til- lagan samþykkt sem ályktun Al- þingis 16. mai 1972. Ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra fól Sigurði Gizurarsyni hæstaréttarlög- manni að semja frumvarp til laga um umboðsmann. Skilaöi hann frumvarpinu með itarlegri grein- argerð i marslok 1973. Haustið eftir var frumvarpið lagt fram, en varð ekki útrætt og hefur ekki veriö endurflutt siðan. Við samningu þess frumvarps, sem hér birtist hefur mjög veriö stuðst við stjórnarfrumvarpið frá 1973, enda þótt ýmislegt breytist vegna eðlismunar, að nú er um umboðsnefnd að ræða. Hér fylgir ekki itarlég greinargerð um for- sögu þessa máls, reynslu hjá ýmsum þjóðum eöa hugmyndir, sem starfsemi umboðsmanna byggist á. Nægir þar aö visa til hinnar itarlegu greinargeröar eftir Sigurð Gizurarson, sem fylgdi frumvarpinu 1973. Reynsla Vestur-Þjóðverja. 1 stjórnarskrá sambands- lýðveldisins Þýzkalands frá 23. mai 1949 er 17. gr. á þessa leiö: „öllum er heimilt, einum eða fleirum saman, að senda viðkom- andi embættum eöa þjóðþingum skriflegar beiönir eða um- kvartanir.” Skipuð var sérstök nefnd I sam- bandsþinginu i Bonn til aö gegna þessu hlut.yerki (Petitionsaus schuss) en jafnframt voru sett svipuð ákvæði i stjórnarskrár landanna og komið upp samskon- ar nefndum i landsþingum. Heimild þessi er ekki takmörkuð við þýska borgara og ekki við fólk á lögræðisaldri. Reynsia varð sú, að landsfólkið sneri sér i vaxandi mæli til þing- anna með ýmis vandamál, sem það taldi sig ekki geta leyst á ann- anhátt. Varð þessi stjómarskrár- réttur mikils metinn og jafnframt talið, að umboðskerfi þinganna væri hin gagnlegasta leiö til að efla traust borgaranna á þing- ræði. Þar kom að rétt þótti að búa betur um hnútana lagalega og vikka nokkuð starfssvið umboðs- nefndanna að fenginni reynslu. Var gerð breyting á stjórnarskrá Sambandslýðveldisins (grein 45 C) og bætt viö ákvæðum um, aö þingin skyldu hafa slikar nefndir, en ákveða mætti starfssvið þeirra með lögum. Tilgangurinn var að veita heimild til lagasetningar um nefndirnar og voru slík lög settlBonnlfebrúar 1965 og einnig i flestum landsþingunum. I sambandi við eflingu umboðs- nefndanna hugieiddu þýskir ráðamenn hið norræna kerfi um- boðsmanna, en komust aö þeirri niöurstööu að betur væri fallið fyrir land þeirra að halda um- boðsnef ndarkerf inu. Þar eö hugmyndir um umboös- mann Aiþingis hafa ekki náö fram aö ganga, þrátt fyrir aug- Ijósan áhuga Alþingis og vand- iega undirbúiö frumvarp, þykir rétt aö leggja fram hinar þýsku hugmyndir og freista þess aö fá Alþingi til aö ihuga, hvort sú lausn muni ekki eiga allt eins vel viö Islenskar aöstæöur og mundi jafnvei geta gert hér meira gagn heldur en embættismaöur meö skrifstofu og starfsiiö umhverfis sig hvar sem hann sæti. Sérstak- lega er rétt aö benda á, aö um- boösnefndarkerfiö mundi bæta sambúö og samstööu milli al- mennings og Alþingis og slik mannréttindi sem Aiþingi stæöi á lifandi hátt vörö um, hlytu aö auka veg þingræöis i iandinu. Rétt er, að fram komi, að flutningsmaður hefur á sama þingifluttfrumvarp um breyting- ar á nefndastörfum Alþingis, þar sem gert er ráð fyrir, að þing- menn sitji I færri nefndum, vegur og áhrif nefnda verði meiri en verið hefur, nefndir hafi meiri starfskrafta og veröi veigameiri þáttur i þingstörfum en áður. Frumvarp um umboðs- nefnd Alþingis. Frumvarpiö um umboðsnefnd Alþingis er svohljóðandi: 1. gr. Heimilt er öllum þeim, sem telja sig eigi ná rétti sinum eða vera misrétti beittir af stjórn- völdum að senda Alþingi um þaö skriflega kvörtun. 2. gr. Umboösnefnd skal vera ein af fastanefndum Alþingis, kosin af sameinuðu þingi samkvæmt ákvæðum þingskapa. Hana skipa sjö alþingismenn. 3. gr. Hlutverk umboðsnefndar er aö styðja menn til að ná rétti sinum, hindra að stjórnvöld beiti nokk- urn mann rangindum og stuðla þannig að góöri, opinberri stjórn- sýslu. Umboðsnefnd tekur viö skrif- legum kvörtunum samkvæmt 1. gr. og fjallar um þær eins og lög þessi mæla fyrir um. Umboösnefnd getur tekið upp mál að eigin ákvöröun eða sam- kvæmt skriflegum óskum al- þingismanna. Þingmálum má visa til nefnd- arinnar, og fjallar hún þá um þau eins og mælt er fyrir um nefnda- störf i þingsköpum. 4. gr. Umboðsnefnd fjallar um opin- bera stjórnsýslu rikis og sveitar- félaga með þeim takmörkunum á verksviði, sem hér greinir: I rikiskerfinu eru eftirtaldar stofnanir undanskildar verksviði nefndarinnar: a) Dómstólar i dómsathöfnum, og b) Þjóðkirkjan um trúarkenning- ar. 5. gr. Kvartandi skal greina nafn sitt og heimilisfang, og er nefndinni óheimilt að taka fyrir nafnlaus bréf. Fylgja skulu kvörtununum öll tiltæk sönnunargögn. Kvörtun skal bera fram innan árs frá þvi stjórnsýslugerningur var framinn eða til lykta leiddur, nema sérstákar ástæður séu til lengri frests. Ef stjórnsýslugerningi má skjóta til æöra stjórnvalds, er ekki unnt aö kvarta undan hon- um, fyrr en æðsta stjórnvald hefur fellt úrskurð sinn i málinu. Þá hefst ársfrestur. 6. gr. Umboösnefnd ákveður, hvort erindi, sem henni berast (önnur en þingmál, sem vlsáð er til hennar), skuli tekin til með- feröar. Samþykki nefndin að taka erindi ekki til meðferðar, skal endursenda þaö og greina ástæðu fyrir synjun. Nefndin ákveður málsmeðferð erinda. Heimilt er að fela tveim nefndarmönnum að rannsaka mál og leggja niðurstöður fyrir nefndina. Skal þá annar þing- maður vera úr stjórnarflokki, en hinn úr stjórnarandstöðuflokki. Heimilt er nefndinni að leita álits löglæröra manna eftir þvi sem þörf krefur. Forsetar Al- þingis ákveða starfslið og starfs- aðstöðu nefndarinnar. Nefndin starfar milli þinga og þarf ekki að taka mál, er henni hafa verið send upp á ný á nýju þingi. 7. gr. Umboðsnefnd á rétt á að stjórn- völd láti henni i té alla tiltæka vit- neskju, sem hún þarf til starfs sins. svo sem meö afhendingu skýrslna, skjala, bókana o.s.frv. Réttur umboðsnefndar til að kref jast vitneskju sætir þeim tak- mörkunum sem taldar eru upp i 2. tl. 125. gr. og 2. og 4. tl. 126 gr. laga nr. 85/1936 og 94. gr. laga nr. 73/1973. Umboðsnefnd getur kallaö menn fyrir til að bera vitni um at- vik, er máli þykja skipta. 8. gr. Nú ákveður umboðsnefnd að taka fyrir kvörtun á hendur stjórnvaldi. Skal þá skýra við- komandi frá efni kvörtunar, nema rannsókn kunni að torveld- ast sökum þess. 9. gr. Svo framarlega sem ekki leiðir annaö af starfi umboðsnefndar samkvæmt lögum þessum, ber nefndarmönnum, og starfsliði nefndarinnar aö gæta þagnar- skyldu um atvik sem þeim verða kunn i starfi, enda þurfi þau eðli máls samkvæmt að fara leynt og séu ekki þegar á álmennings vit- orði. Þagnarskylda helst, þótt menn hverfi úr nefndinni eða hætti störfum fyrir hana. Formaöur nefndarinnar úr- skurðar vafamál er varða þagnarskyldu. Framhald á bls. 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.