Alþýðublaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 2
2 STJÚRNMÁL Þriðjudagur 9. nóvember 1976 bia&a1 Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aösetur ritstjórnar er i Sföumúla 11, simi 81866. Augiýsingadeild, Aiþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánuöi og 60 krónur i lausasölu. ÞEGAR BYSSURNAR TALA Afbrot á íslandi taka á sig stöðugt óhugnanlegri mynd. Þeir atburðir, sem urðu í Reykjavík síðast liðinn laugardagsmorg- un, er lögreglan átti í átökum við tvo vopnaða menn, er einn þátturinn í þeirri válegu þróun, sem fslendingar hafa orðið vitni að á allra síðustu árum. Þessi atburður hefur vakið menn til umhugs- unar um ýmis atriði, sem vert er að gaumgæfa. Ljóst er, að lögreglan hefur engan búnað til að f ást við vopnaða menn, — hún fær enga áhættu- þóknun fyrir störf sín og tryggingar lögreglu- manna eru ákaflega tak- markaðar. — Einnig kemur skýrt í Ijós hve seinvirkt dómskerfið er. Annar þeirra manna, sem lögreglan átti í höggi við, brauzt nýlega inn í sömu verzlun og fyrir skömmu var hann tekinn f yrir aðr- ar sakir. Þrátt fyrir þetta gekk hann enn laus. Þá leiðir þessi atburður athyglina að sölu skot- vopna og skota, og þeim kröfum, sem gerðar eru til seljenda._ Til eru þeir menn, sem áfellast varðstjórann, er tók þá ákvörðun að aka á annan byssumanninn. Hvað hefðu þeir hinir sömu sagt, ef tveir til þrír menn hefðu legið í valn- um eftir átökin. Ætli þeir hefðu ekki sakað lögregl- una um að gera ekki neitt. Aðrir segja, að lög- reglan hefði þegar í stað átt að beita byssum og gera byssumennina óvirka með því að skjóta þá í fæturna eins og tíðk- ast víða erlendis. Slíkar hugleiðingar eru auðvitað hrein f jarstæða. Það er sitthvað að standa frammi fyrir rjúkandi byssuhlaupum og fella dóm í hægindastól inni í stof u. Það væru mikil mistök að vopna íslenzka lögreglu almennt. Að sjálfsögðu geta mál þró- azt svo, að lögreglan þurf i að grípa til vopna og var ekki fjarri að slíkt ástand hefði skapazt á laugardag. Notkun skot- vopna er hins vegar hreint neyðarúrræði og aðeins hvatning til af- brotamanna að beita skotvopnum sjálfir. Slíkt getur haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar í för með sér. Hins vegar er Ijóst að lögreglan verður að eign- ast einhver tæki til að f ást við menn eins og þá, sem komu við sögu á laugar- dag. AAá í þvi sambandi nefna brynvarða bifreið með háþrýstisprautu eða þjálfaða hunda. Það er hrein fásinna, eins og gerðist á laugar- dag, að lögreglumenn skuli þurfa að kljást við vopnaða menn jafn varnarlausir og hver al- mennur borgari. Það er einnig fásinna, að þeir skuli ekki hafa neina á- hættuþóknun fyrir störf sín, sem meðal annars beinast að því að verja aðra borgara fyrir skakkaföllum af völdum hverskonar misindis- manna. Það er sama fá- sinnan að þeir skuli ekki njóta trygginga f ram yf ir það, sem þeir hafa í dag. — Það er þó kannski allra verst, að þeir skuli dag eftir dag og viku eftir viku þurfa að eiga í átök- um við sömu mennina: síbrotamenn, sem ganga lausir vegna þess hve dómskerfið er seinvirkt. Atburðurinn á laugar- dag hlýtur einnig að hafa í för með sér að krafizt verði aukinnar varkárni við sölu skotvopna. í verzluninni, sem menn- irnir brutust inn í, var óvenjuvel gengið frá byssunum, m.a. lásar teknir úr þeim öflugustu. Þá kröfu verður þó að gera, að öll skot séu geymd í skápum, sem ekki verði brotnir upp. Það var ekki byssu- mönnunum tveimur að þakka að þeir urðu ekki margfaldir morðingjar á laugardag. Það væri mik- il fávizka að halda því fram, að slíkir atburðir geti ekki endurtekið sig. íslendingar eru óvanir vopnaburði, nema til veiða, og margir kunna að halda að skotbardagar séu lítið meira og alvar- legra en grjótkast. En það kemur annað hljóð í strokkinn, þegar menn standa óvarðir andspænis drukknum eða óðum manni með hlaðna byssu. Þá vildu líklega fæstir skipta um hlutverk við lögregluna. — Þess vegna verður, því miður, að bæta aðstöðu og búnað lögreglunnar til að fást við slíka menn. Vonandi mælir enginn á móti því með þeirri sígildu afsök- un að byssumennirnir hafa bara verið fullir greyin. ÁG Bifreiðaverðið lækki, bensínverð hækki — sagt frá hugmynd Jóns Ármanns Héðinssdnar sér hvergi nærri ljósa þýöingu bifreiöarinnar i nútfma þjóð- félagi. Ég vakti einnig athygli á hug- mynd minni i sjónvarpsumræöu um fjárlagageröina og þvi er ekki að leyna, að hún hefur vakið mikla athygli og fjöldi fólks hefur haft samband við mig og styður þetta álit mitt, sagöi Jón Armann Héðinsson. • —ARH Börn í Líbanon hjálparþurfi Borgarastyrjöldin i Libanon, sem nú hefur geisað þar á annað ár hefúr að vonum valdið gifur- legu umróti i þjóöfélaginu. Talið er, að um 700 þúsund manns hafi hrakizt frá heimilum sinum og skorti flest, sem þarf til lifsins viðurhalds. Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna, UNICEF, telur að röskur helmingur þessa mikla fjölda séu börn. Unicef hefur beitt sér i vaxandi mæli fyrir þvi, útvega þessu hrjáða fólki aðstöðu til að sinna frumstæöustu þörfum bæði til aö skýla nekt sinni og sefa hungur. Stofnunin hefur á reiöum höndum um 189 þúsund teppi i birgða- stöðvum sinum i Kaup- mannahöfn og Bangkok, sem munu verða send hinum bág- stöddu á vegiím alhióða Rauða krossins. Hundruð tonna af mjólk, mjólkurdufti og flatbaunum hafa veriö send og þv^i dreift um við- feðma dreifikerfi. Einnig hefur verið ákveðiö aö verja um 200 þúsund dollara virði af allskonar nauöþurftum barna, s.s. lyfjum, sáraumbúðum og klæðnaði auk matar. • ' Þá hefur framlag UNICEF til Libanons numið um einni milljón doilara siðap borgarastyrj- öldin hófst. Sölufólk! hlringið til okkar og pantið fjst hverfi til að selja blað® Alþýðublaðið - afgreiðsla sími 14900 Alþýðublaðið hafði sam- band við Jón Ármann Héðinsson alþingismann, vegna hugmynda sem hann hefur sett fram um að útsöluverð bíla verði lækkað, en þess í stað verði verðá bensíni hækkað sem lækkuninni nemi. Jón sagði: — Samgönguráðherra, Halldór E. Sigurðsson, ræddi m.a. um fjármál vegasjóðs við 1. umræðu um f járlög, ogþaðhveilla vegasjóður stæði fjár- hagslega i dag. P)dáis\ i hóptnn Bætist i vaxandi hop nyrra asknfenda Alþyðublaósins. Askrift er odyrari en lausasala og tryggir blaðið heim á hverjum morgni. Ég svaraði samgöngu- og fjár- málaráðherra i ræðu minni i þessum umræðum og sagði það skoðun mina aö rétt væri að lækka bifreiöaverö á Islandi um þriðjung. Þannig myndi bifreiö sem nú kostaði 700 þúsund i inn- kaupi kosta 1.5-1.6 miiljónir frá umboðsaðila hér, i stað 2.4-2.5 millj., eins og nú er. Til að vega upp á móti lækkun- inni, þyrfti að hækka verö á bens- íni um 5-10 krónur per litra. Ég benti á það i þessu sam- bandi, að eðlilegur innflutningur á bifreiðum þyrfti að vera 7.500- 8.000 bifreiðar á ári til þess aö jöfn og eðlileg endurnýjun bifreiðakosts landsmanna væri tryggð. Innflutningur siðustu tveggja ára hefur hins vegar ver- ið á fjórða þúsund bifreiða hvort ár. Ég hefi bent á þá staðreynd, að verð bifreiða á íslandi er með þvi hæsta i heiminum og um leið er bifreiöin ómissandi tæki hverrar fjölskyldu i landinu. Enda kom sú skoðun fram á nýafstöönu þingi FIB, að islenzk stjórnvöld geri < »\

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.