Alþýðublaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Þriðjudagur 9. nóvember 1976 alþýöu blaðið HlaðM1' Þriöjudagur 9. nóvember 1976 FRÉTTIR 9 Heilbrigðiseftirlitið bannar sölu á ákveðinni tegund skordýraeiturs Um nokkurt skeið hefur verið á markaði hér á landi skordýraeitur í sérstökum umbúðum er ber vöruheitið „Vapöna Casette". Er hér um að ræða hylki úr ljósu plasti með f jórum strimlum er hafa að geyma hið virka efni. Vara þessi hefur verið á boðstólum í mörgum bensinafgreiðslustöðvum og nokkrum verzlunum viðs- vegar á landinu. Hylki þessi hafa verið seld án samþykk- is heilbrigðisyfirvalda. Heilbrigðiseftirlit rikisins hefur nú ákveðið að krefjast innköllunar vöru þessarar úr verzlunum. Þar eð efni það sem um er að ræða gæti verið hættulegt fólki, er öll- um þeim er hafa slik hylki undir höndum ráðlagt að hætta þegar notkun þeirra og fjarlægja úr hibýlum sinum. Kennarafundur í Digranesskóla: RÍKISVALDIÐ HEFUR SVIPT BARNAKENNARA VEIGAMIKLUM MANN- RÉTTINDUM Kennarafundur i Digranesskóla i Kópavogi 8. nóv. 1976, lýsir yf ir þvi aö lög landsins beri að virða svo lengi sem þau brjóta ekki i bága viö almenn og viöurkennd mannréttindi i þjóö- félaginu. Hins vegar ályktar fundurinn aö rikisvaldiö hafi ýmist meö valdboöi eða ósveigjanlegri afstööu i kjara- samningum svipt barnakennara á grunnskólastigi svo veigamiklum mannréttindum aö ekki verði lengur við unaö og veröi stéttin að áskilja sér allan rétt til að heimta þau mannrétt- indi úr höndum skammsýnna yfir- valda. Fundurinn krefst þess aö allir kennarar á grunnskólastigi hafi ein og sömu launakjör og sömu vinnuskyldu og ennfremur að hið eldra kennarapróf hafi sama vægi og próf frá Kennaraháskólanum. Fundurinn viðurkennir ekki að til séu neinar þær forsendur er réttlæti það að barnakennarar á grunnskóla- stigi eigi hvort tveggja I senn að búa við lægrilaunog mun meira vinnuálag en kennarar i 7 til 9 bekk grunnskól- ans. Fundurinn leggur aö siðustu áherzlu á að hér er þo ekki einungis um kjara- mál kennara að tefla heldur er hér á ferðinni miklu stærra og alvarlegra mál fyrirallt þjóðfélagið sem bezt sést á þvi að allt að helmingur starfandi kennara úti á landsbyggðinni skuli vera réttindalaus og án allrar kennaramenntunar með þeim af- leiöingum að námsárangri barna fer þar stöðugt hrakandi. Að lokum skorar fundurínn á stjórn S.t.B. að láta nú ekki lengur sitja við orðinn hltit heldur hefja nú þegar virka baráttu fyrir þessum mannréttinda- málum barnakennara og grunnskóla- æskunnar i landinu. FJOLGAR A ATVINNU- LEYSISSKRA Þann 31. október s.l. voru 304 á at- vinnuleysisskrá um land allt, en at- vinnuleysisdagar voru samtals 4.492 i október. 1 kaupstöðum voru 192 á at- vinnuleysisskrá i kauptúnum með 1000 ibtia voru þeir 4, en i öðrum kauptún- um 108. Atvinnuleysingjum hefur fjölgað nokkuð siöan i lok september þá var heildartalan 4.242. Mest hefur fjölgun- in orðið i liðnum önnur kauptún. —ARH GÖNGIN I 0DDSSKARÐI 0PNUÐ NÆSTA HAUST? Framkvæmdir við göngin í Oddsskarði hafa gengið mjög vel/ að sögn Jóns Birgis Jóns- sonar hjá Vegagerð rikisins, og er nú óðum að styttast í, að hægt verði að opna þau fyrir umferð. í vor sem leið hófst jarð- vinnsla við gangamunnann Norðf jarðarmegin, en að henni lokinni, var haf izt handa við að steypa að opinu og er því nú lokið. Hef ur nú verið gengið frá munnunum báðum megin að mestu leyti. Næsta vor verður svo vænt- anlega unnið að því, að steypa styrkingar á nokkrum stöðum í göngunum og eins verða settar hurðir fyrir múnnana beggja megin, og er þeirra hlutverk að halda hita í göngunum og fyrirbyggja um leið hrun- hættu. Auk þess verður komið fyrir öryggisneti innan í göng- unum í sama tilgangi. „Við vonumst til að næg fjárveiting fáist fyrir næsta sumar, svo að hægt verði að Ijúka verkinu þá og opna göng- in fyrir umferð næsta haust, sagði Jón Birgir Jónsson. Við erum bjartsýnir um, að af því verði, þar sem allir hljóta að vera á einu máli um gagnsemi ganganna og þá samgöngubót, sem verður með tilkomu þeirra." - Jss Hitaveitu Suðurnesja hleypt á r laugardag: Gunnar Thoroddsen opnar fyrir heita vatnið til Grindavíkur GRINDVÍKINGAR V0RU FYRSTIR Á laugardaginn varð margra ára draumur Suðurnesjamanna loks að veruleika. Hitaveitu fyrir fyrri hluta Grinda- vikurbæjar var hleypt á. Það var Gunnar Thoroddsen orkumála- ráðherra sem skrúfaði frá hitaveitunni við mik- inn fögnuð viðstadds fjölmennis, sem keppti við gufugný og hávaða i fagnaðarlátum sinum. 1 hófi sem haldið var i félags- heimilinu Festi i Grindavik eftir opnunarathöfnina héldu þeir Ing- ólfur Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri Hitaveitu Suður- nesja, Jóhann Einvarðsson stjórnarformaður, Gunnar Thoroddsen, Matthias A. Matthiesen fjármálaráðherra og Eirikur Alexandersson bæjar- stjóri Grindavikur ræður og lýstu þessari langþráðu hitaveitu. Kom fram i máli þeirra að sparnaður vegna þessarar hitaveitu er reiknaður um 1.660 milljónir króna á timabilinu 1976-1981,' en þa er áætlað að framkvæmdum verði að fullu lokið. Auk þessa er reiknað með sparnaði upp á einn milljarð meö hitaveitusölu til Keflavikurflugvallar. Fyrst borað 1945 Fyrsta tilraun Grindvikinga til að fá hitaveitu var gerð á árunum 1945—46, þegar borað var i til- raunaskyni i hliðum Þorbjörns, en sú borun bar ekki árangur. Bæði var að staðurinn var ef til vill ekki sá heppilegasti og i ann- an stað uröu tækniörðugleikar til þess að ekki var hægt að bora nægilega djúpt. Boranir á Svartsengi hafa hins vegar gefið mjög góða raun og taldi Jóhann Einvarðsson að hér væri um orkuauðugasta svæði landsins að ræða. Fyrsta holan var látin blása 19. desember 1973, og lýsti Eirikur Alexandersson þvi svo fyrir gestum á laugardag- inn að Hitaveita Suðurnesja hefði hafizt á harðahlaupum úti i hrauni þennan dag, og hefði margur byrjað ferð sina hægar. Astæðan fyrir hlaupunum var sú, að þessi fyrsta borhola tók að ryðja úr sér möl og grjóti, en við það brast hugrekki viðstaddra stórmenna og þau hlupu sem fæt- ur toguöu út i hraunið á flótta undan uppspýtingi borholunnar. Auk þess gjaldeyrissparnaðar fyrir þjóöarbúið sem hitaveita þessi leiðir af sér vegna minnk- andi oliukaupa, kemur svo sú hlið sem snýr beint að pyngju húseig- enda. Að sögn Eriks Alexanders- sonar verður verð á hitaveitunni til húseigenda um 65% af verði oliu. Þetta er nokkuö hátt hlutf all, en reiknað er með að verðið fari lækkandi eftir þvi sem timar liða og hitaveitan kemst I fleiri hús. Eignaraðild að Hitayeitu Suð- urnesja eiga rikissjóður og sveitarfelögin á Suðurnesjum Rikissjóður á 40%, en 60% skipt- ast á eftirfarandi hátt: Keflavik 31,04%, Njarðvik 8,70%, Grindavik 8,11%, Miðnes- hreppur 5,55%, Gerðahreppur 3,76%, Vatnsleysustrandarhrepp- ur 2,13% og Hafnarhreppur 0,71%, en allt er óráðið um lagn- ingu hitaveitunnar i siðasttalda hreppinn. — hm. Armenskir menningardagar á Islandi Sýning á verkum armenskra barna Undanfarna daga hefur staðið yfir í Reykjavik og Vestmannaeyjum kynning á Armeniu. Af þvi tilefni kom hingað til lands þriggja manna sendinefnd sovézkra mikilmenna, er hafði hér viðdvöl í u.þ.b. vikutíma. Sendinefnd þessa skipa, aðstoðarmenningarmálaráð- herra Armeniu, Marat Harasjan, Roman Karlovitsj Ovanesjan skáld, stjórnarformaöur i armenska vináttufélaginu sem beitir sér fyrir vináttu og menn- ingartengslum við ibúa annarra landa, og ritari og starfsmaður félagsins Sovétrikin-tsland i Moskvu, Valentin Aleksandor- vitsj Gerasimof. Sendinefndin kemur i boði MIR og kemur auk hennar hópur 17 ferðamanna, þ.á m. 8 listamenn sem haldið hafa skemmtanir hér á landi siðustu viku. A Kjarvalsstöðum hefur verið komið upp sýningu fimmtán flos- mynda og annars vefnaðar eftir armensk börn 13—14 ára. Vænt- anleg er viðbót við þessa sýningu eftir u.þ.b. viku, og verða þar sýndir ýmiss konar listmunir gamlir og nýir frá Armeniu. Stefnt er að þvi að hafa kynn- ingu sem þessa árlega og munu löndin væntanlega verða tekin fyrir eitt á ári. A fundi með blaðamönnum i gærdag, kom fram að armenska sendinefndin hefur hitt forseta Islands og menntamálaráðherra, auk þess sem hún hefur heimsótt Vestmannaeyjabyggð. Sagðist aðstoðarmenningarmálaráð- herra Armeniu hafa mætt mikilli vinsemd og hlýhug Islendinga. — Við vonum að þessir menn- ingardagar skilji eftir sig góðar minningar og þeir verði gagnlegir þeim sem áhuga hafa á menn- ingartengslum landanna, sagði Harasjan aðstoðarráðherra. Sýning á verkum armensku barnanna verður opin út nóvem- bermánuð i kaffistofu Kjarvals- staða. —AB Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn Ekki allt of hressir yfir ástandinu ' ,,islenzka lögreglan hefur aldrei- þurft að gripa til skotvopna i viðureign við afbrota- menn'*, sagði Bjarki Eliasson, yfirlögreglu- þjónn, . i viðtali vð Alþýðublaðið í gær.. Nú um helgina þurfti lögreglan að haf a hendur i hári tveggja byssumanna, sem brotizt höl'ðu inn i verzlunina Sportval. Þar stálu þeir byssum, sem þeir siðan -otuöu óspart á hlaupum sin- um undan lögreglunni. Höfum ekki enn beitt skotvopnum gegn fólki Bjarki Eliasson sagði, að i yiðskiptum lögreglunnar við vppnaða menn gilti fyrst og fremst það sjónarmið að af- vopna og það án þess að beita vopnum. ,,Þaö sem við höfum af vopn- um og tækjum er fyrst og fremst hugsað með það fyrir augum að verjast. Þessi tæki eru fyrst og fremst táragas, stálhjálmar, skotvesti og skotskildir. En auk þess hefur' lögreglan i sínum fórum haglabyssúr, skamm- byssur og riffla. Þessi siðast- nefndu vopn hafa hingáð tilekki verið notuð gegn fólki, en ef þörf krefur getur yfirlögregluþjónn gefið fyrirskipun um að þeim sé beitt," sagði Bjarki Eliasson: 1 viðtali.nu við yfirlögreglu-: þjón kom fram, að i lögreglubil- uiiuin eru skotskildir. Táragas og önnur vopn eða tæki eru ekki i lögreglubilunum og sagðist Bjarki ekki telja ástæðu til aö gera neina breytingu á þvi. Þégar lögreglan væri kölluð út á stað, þar sem vopnaður maður væri fyrir, væri ávallt byrjað á þvi að kanna ástandið áður en táragas og annar bún- aður væri fluttur á staðinn. fara i skaðabótamál við rikið á sama hátt og aðrir. Hinsvegar stæði embætti lögreglustjóra á bakvið þá þegar þannig stæði á. Þá var Bjarki spurður um það hvort lögreglubilarnir, sem þeir hefðu væru viðunandi. Sagðist hann telja að svo væri. Hins vegar væri þvi ekki að leyna, að þessir bilar. entust mun skemur en bilar við önnur störf og þyrfti þvi örari endurnýjun. Hann sagöist ekki telja, að ástæða væri til að fá kraftmeiri bila fyrir lögregluna, enda væri mikil hætt'a sem þvi fylgdi, aö aka með mjög miklum hraða um ibúðahverfi til þess að hafa hendur i hári afbrotamanna. Sibrotamenn, aðalvið- Afbrotin hafa aukizt fangsefni lögreglunnar Bjarki þjónn EUasson, yfirlögreglu- Bjarki sagði að augljóst væri að afbrot hefðu aukizt hér á landi á siðustu árum. Þó taldi hann ekki að timabært væri að gera neinar meiriháttar breyt- ingar á starfsháttum lögregl- unnar. Hann sagði að ýmislegt hefði verið gert til að bæta að- stöðu lögreglumanna og auka öryggi þeirra. Hitt hlytu menn að gera sér ljóst að lögreglu- starfið væri áhættustarf, það færi ekki á milli mála. Allmargir lögreglumenn hafa hlotið varanleg meiðsl við störf og tveir hafa tapað lifi. Bjarki sagði að lögreglumenn hefðu ákveðna áhættutryggingu og ef þeir yrðu fyrir likamlegu tjóni eða hlytu örkuml þyrftu þeir að Að lokum var Bjarki Eliasson spurður að þvi, hvernig það mætti vera, að lögreglan væri sifellt að eltast við sömu menn- ina, sibrotamenn, sem teknir hefðu verið hvað eftir annað og væru umhverfi sinu hættulegir. , ,,Nú skaltu tala við dóms- málaráðherra. Þetta er mál, sem við höfum ekkert með að gera, þvi eins og þú veizt þá er alger aðskilnaður á milli dóms- valds og framkvæmdavaldsins. Þar af leiðandi er það ekki i okkar verkahring að ræða um þessa hlið málsins," sagði Bjarki Eliasson, og bætti svo við: „Að sjálfsögðu erum við ekki alltof hressir yfir þessu ástandi." —BJ Stærsti ullarvöru- samningur sem gerður Frá vinstri: Ovanesjan, skáld, Ivar H. Jonsson, stjórnarformaður MIR, Harasjan, aöstoftarmennta- málaráðherra Armeniu, og Gerazinon, ritari félagsins Sovétrfkin-tsland. hefur verið 1 siðustu viku voru undirritaðir samningar milli iðnaðardeildar Sambands islenzkra samvinnu- félaga, rikisfyrirtækisins V/O „Raznoexport" i Moskvu og sam- vinnufyrirtækisins V/O „Sojus- koopvneshtorg". Hljóða samn- ingarnir upp á sölu á íslenzkum ullarvörum á árinu 1977 að verð- mæti um 840 milljónir króna, og mun þetta stærsti ullarvöru- samningur sem gerður hefur ver- ið til þessa. Þá voru lögð fram drög að öðr- um viðskiptasamningi, við sovézka samvinnufyrirtækið um sölu á ullarvörum og mokkakáp- um. Hljóðar sá samningur upp á 380 milljónir þannig að samanlagt eru samningarnir að verðmæti 1.220 millj. kr. GEK Sókn mótmælir frum- varpi um vinnulöggjöf A fjölménnum fundi i Starfs- stúlknafélaginu Sókn 3. nóv. s.l. voru samþykkt mótmæli gegn frumvarpi um stéttarfélög og vinnudeilur, sem nú liggur fyrir alþingi. Var skorað á rikisstjórn- ina að draga það til baka og semja nýtt frumvarp i samráði við verkalýðshreyfinguna. Þá var mikið rætt um lág laun verkafólks og samþykkt að skora á stjórn félagsins að boðá til almenns fundar láglaunafólks og bjóða Verkamannasambandinu og öðr- um láglaunafélögum þátttöku. Ráðgert er að fundurinn veröi i Hreyfilshúsinu við Grensásveg, sunnudaginn 14. þ.m. kl. 2e.h. Þá var rætt um könnun, sem nú fer fram á vegum félagsins á lifi og störfum Sóknarkvenna. Nám- skeið fyrir Sóknarkonur eru nú byrjuð og er áhugi félagskvenna mikill. Þá kom fram mikill áhugi á starfi Heilsuræktarinnar i Glæsibæ og er i athugun aö félagskonur komist i gigtarlækn- ingar þar. Jafnréttisráð hefur nú til meðferðar mál nokkurra Sóknarkvenna sem vinna á Kleppsspitala og Kópavogshæli fyrir lægri launum en karlar við sambærileg störf. DAGUR FRIMERKISINS 1 dag er Dagur frimerkisins hér á landi. Hefur hann verið haldinn siðan árið 1960. Eins og alltaf áður frá árinu 1961, hefur verið gerður sérstimpill af þessu tilefni af hálfu póst- og simamála- stjórnarinnar. Geta menn fengið sérstimpilinn' notaöan á allar póstsendingar sinar þennan dag. Hafa stimplar þessir oft veriö mjög fallegir. Félag frimerkjasafnara i Reykjavik hefur beitt sér fyrir þessum degi og hverju sinni látið útbúa sérstök umslög til aö minnast dagsins. Eins og áður f'ást þau keypt i frimerkjaverzl- unum borgarinnar. Þá hafa nokkrir félagar i F.F. sett margs konar frimerkjaefni i sýningarramma, sem komið hef- ur verið upp i ýmsum verzlunar- gluggum við fjölfarnar götur og eins i nokkrum pósthúsum borgarinnar. ,A þann hátt geta vegfarendur kynnt sér litillega starfsemi frimerkjasafnara og um leið, hvernig safna má frimerkjum og búa um söfn þeirra. Að þessu sinni og i tilefni dagsins hefur stjórn F.F. tekið upp þá skemmtilegu nýbreytni að gefa félagsmönnum sinum og öðrum frimerkjasöfnurum . kost á að hittast i Gyllta salnum á Hótel Borg i kvöld kl. 20.30 og rabba þar saman um frimerki yfir kaffi- bolla. Er það von stjórnarinnar, að félagsmenn kunni aö meta þessa nýbreytni og fjölmenni á kaffikvöldið. Fjallgöngumaðurinn enn meðvitundarlaus Alþýðublaðinu hefur borizt fréttatilkynning frá Landssambandi Hjálparsveita skáta, þar sem greint er frá að- draganda slyssins við Gigjökul i Þórsmörk. 24 skátar úr Reykjavik, Kópa- vogi og Vestmannaeyjum voru á æfingu á svokölluðum Gigjökli, sem er skriðjökull fyrir ofan jökullónið á leið til Þórsmerkur. Fjórir Vestmannaeyinganna voru komntr all ofarlega i skriðjökulinn, sem er mjög hættulegur og erfiður yfirferöar, þegar tvejmur skrikaði fótur og runnu þeir þá allir á stað. Þar sem slysið átti sér stað voru að- stæður tiltölulega góðar og ekki virtist sérlega mikil hætta á ferðum. Félagarnir fjórir voru eins og vera ber allir bundnir saman i liflinu, og runnu þvi allir saman með feykihraða niður af- liðandi brekku og komu engum vörnum við, þrátt fyrir góðan út- búnað, mannbrodda og isaxir. Skipti það engum togum, aö þeir féllu fram af sex til átta metra háum isvegg. Aðrir hjálparsveitarmenn sem þarna voru nærri komu strax til hjálpar og var hlúð að hinum slösuðu þar til þyrla kom og flutti þá undir læknishendur. Vestmannaeyingar þeir sem slösuðust eru með beztu og reynd ustu fjallgöngumönnum landsins og hafa þeir tekið þátt i mörgum erfiðum hjálparsveitarleið- öngrum svo sem klifið á Mont Black, Matterhorn og Kili- manjaró i Afriku. Þeir eru einnig einu mennirnir sem klifið hafa tindinn Þumal i Vatnajökli. Búnaður mannanna var eins og bezt var á kosið, og höfðu þeir m.a. allir sérsmiðaða fjallgöngu- öryggishjálma á höfði, sem taldir eru hafa bjargað miklu. Þrir hinna slösuðu voru lagðir inn á sjúkrahús á laugardag, eins og komið hefur fram i fréttum. Tveirf engu aö fara heim á sunnu- dag, en siðdegis i gær var liðan þess þriðja alveg óbreytt. Mun hann ekki enn úr allri lifshættu og liggur meðvitundarlaus á gjör- gæzludeild Borgarspitalans. -AB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.