Alþýðublaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 9. nóvember 1976 umrp Þriðjudagur 9. nóvember 7.00 Morgunútvarp Veöurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgun- leikfimikl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgun- bæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Kristin Sveinbjörnsdóttir les framhald sögunnar „Aróru og pabba” eftir Anne-Cath. Vestly (8). Til- kynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Hin gömlu kynnikl. 10.25: Val- borg Bentsdóttir sér um þátt- inn. Morguntónleikarkl. 11.00: Hljómsveitin Harmonien i Björgvin leikur Tvær norskar rapsódiur nr. 1. op. 17 og nr. 2 op. 19 eftir Johan Svendsen, Karsten Andersen stjórnar/ Sinfóniuhljómsveit útvarpsins i Moskvu leikur Sinfóniu nr. 1 i Es-dúr eftir Alexander Boro- din, Gennadi Rozdestvenskí stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til- kynningar. Við vinnuna: Tón- leikar. 14.25 Spjail frá Noregi Ingólfur Margeirsson kynnir norskan djass, þriðji þáttur. 15.00 Miðdegistónleikar Janet Baker syngur „Kindertoten- lieder” eftir Gustav Mahler við ljóð eftir Friedrich Ruckert. Hallé hljómsveitin leikur með, Sir John Barbirolli stjórnar. Filharmoniusveitin i Los Angeles leikur „Dýrðarnótt”, sinfóniskt ljóð op. 4 eftir Arnold Schönberg, Zubin Metha stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.30 Litli barnatiminn Finnborg Scheving stjórnar timanum. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vinnumál, — þáttur um lög og réitá vinnumarkaði Arn- mundur Backman og Gunnar Eydal sjá um þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins Ásta R. Jóhannesdóttir kynnir. 20.40 Frá ýmsum hliðum Hjálmar Arnason og Guðmundur Arni Stefánsson sjá um þáttinn. 21.15 „Sú gata er einn þú geng- ur...” Dagskrárþáttur um Magnús Ásgeirsson skáld. Hjörtur Pálsson talar um Magnús og ævistarf hans. Kristin Anna Þórarinsdóttir og Andrés B jörnsson les úr ljóðum Magnúsarog ljóðaþýðingum og sungin verða lög viö þær. Kynnir: Gunnar Stefánsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Kvöldsagan: „Minningabók Þorvalds Thor- oddsens” Sveinn Skorri Höskuldsson les (7). 22.40 Harmonikulög Henri Coene og félagar hans leika. 23.00 A hljóðbergi Danska leik- konan Clara Pontoppidan rifjar upp gamlar minningar, leikur og les nokkur eftirlætiskvæöi sín. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. SjjónwrF Þriðjudagur 9. nóvember 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Munir og minjar Minjasafn- ið i Skógum Mynd um byggða- safn Rangæinga og Vestur- Skaftfellinga i Skógum undir Eyjafjöllum. Þórður Tómasson safnvörður gengur um safnið og sýnir ýmsa forvitnilega muni. Stjórn upptöku Rúnar Gunnarsson. 21.35 ColumboBandariskur saka- málamyndaflokkur'. úrslita- kostir Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 22.45 Utan úr heimiÞáttur um er- lend málefni ofarlega á baugi. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 23.15 Dagskrárlok SJónvarp Urslitakostir - lögreglusnillingurinn Columbo á ferð Enn einu sinni fer vinur vor Columbo á stjá. Ekki er fullljóst hvaða viöfangsefni hann fær að glima við i kvöld, en ekki tekur það langan tlma frekar en fyrri daginn, hann afhjúpar morð- ingja á nákvæmlega einni klukkustund og tiu minútum. Þátturinn i kvöld nefnist úr- slitakostir. Columbo er sem kunnugt er orðinn heimsfrægur um allt ís- land. A siðastliðinn laugardag kom Asi i Bæ fram i þætti I út- varpinu og ræddi sjónvarpsdag- skrána. Við tökum undir þau orð Ása að Columbo ætti nú að sjá sóma sinn i þvi að fá sér nýjan frakka og jafnvel aö „splæsa” á sig rakstri einu sinni i viku. Viö skorum á lista og skemmtideild sjónvarps að koma þessari á- bendingu áfram til Columbo. Umboðsnefnd_______________4 10. gr. Umboðsnefnd getur lýst áliti sinu á hverju máli sem kemur til meöferðar hennar. Skal birta álitsgerðir sem skýrslur til sam- einaðs þings og prenta sem þing- skjöl, nema ákvæði 9. gr. banni. Umboðsnefnd getur bent á, að . stjórnsýslumanni eða opinberum sýslunarmanni hafi að hennar áliti orðið á mistök{vanræksla, ranglæti eða hvað eina annað, er ábótavant þykir. Komist nefndin að þeirri niöurstöðu, að stjórn- sýslugerningur brjóti i bága við lög, skorti stoð i lögum eða sé ógildur getur hún látið það i ljós. Umboðsnefnd getur látið mál niður falla að fenginni leiðrétt- ingu eða skýringu stjórnvalda. Umboðsnefnd er heimilt aö senda saksóknara eða handhafa ögunarvalds niöurstöður sinar og málsskjöl. 11. gr. , Umboðsnefnd getur lagt fram þirigsályktunartillgöur i sam- einuöu þingi um mál, telji hún niðurstöðu sina gera þings- ályktun nauðsynlega. Ef umboðsnefnd kemst aö þeirri niðurstöðu að meinbugir séu á gildandi lögum eöa reglu gerðum, ber henni að tilkynna þaðforseta sameinaös þings, sem felur málið viðkomandi þing- nefnd til athugunar, svo og ber að tilkynna þaö hlutaðeigandi ráðu- neyti eða sveitarstjórn. Telji meirihluti eða minnihluti nefndarinnar að athuguðu máli að þörf sé breytinga á gildandi lögum eða nýrra lagaákvæða skal fara með þá niðurstööu á sama hátt og greinir i 2. mgr. 12. gr. Ef umboðsnefnd verður áskynja stórvægilegra mistaka eða afbrota stjórnvalds, ber henni að gefa hlutaðeigandi ráöuneyti eða saksóknara sérstaka skýrslu um máliö. Ef um sveitarstjórnar- mál er að ræða, skal á sama hátt gefa sveitarstjórn skýrslu. Umboösnefnd ákveður sjálf, hvort og hvenær gefin er skýrsla um mál samkvæmt 10. gr. eða með opinberri fréttatilkynningu. < Avallt skal láta fram koma hvað viðkomandi stjórnvald hefur fært fram til varnar eða skýringar. 13. gr. Umboðsnefnd setur sér sjálf starfsreglur og skulu forsetar Al- þingis staðfesta þær. Lög þessi taka gildi við setningu næsta Alþingis eftir staðfestingu þeirra. BJ ■ ■. TIL KVOLPS 1 ,,Ætluðum ekki að valda neinu ónæði” Ja r HnRRR ToIIari .....í 66 HRVI jú SRGT, RT VlT iKKi ÉRRft ftT GERft FoRTft'EÐ !l... Eins og menn muna reyndu tveir sænskir „heiðursmenn” að komast til tslands I haust með færeyska skipinu Smyrli og smygia vopnum inn i landið. Þeim var snúið við og sendir til Færeyja þangað sem sænska lögreglan sótti þá. Annar þeirra reyndist eftirlýstur afbrota- maður. Nokkru siðar birtist þessi teikning i færeyska blaðinu Sosialurinn. Þar sjást þeir fé- iagar með bil hlaðinn sprengj- um og vopnum, ræða við toll- vörð. Þeir eru látnir segja: „Já, já herra tolivörður. Ég var bú- inn að segja, að við ætluöum ekki að valda neinu ónæði.” Bílnum hans stolið fjórum sinnum Per Stömner frá Kongsvinger er vafa- laust sá bileigandi i Noregi, sem lánlaus- astur er. Bilnum hans hefur verið stolið fjór- um sinnum. Stömner á Ford Cortinu, árgerð 1966. Hann hefur sjálf- ur fundið bilinn tvisvar sinnum og jafnoft hefur lögreglan hjálpað hon- um. Spurninginer: Hvers vegna einmitt hans bill er svo eftirsóttur af þjófum. Stömner segist ekki hafa hugmynd um það. Hann hefur átt bil- inn i tvö ár, og hefur ekki i hyggju að fá sér nýjan. Hann segist hafa ekið litið, og vilji þvi eiga bilinn eitthvað lengur, ef það takist.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.