Alþýðublaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 14
14 LISTIR/MENNING Þriðjudagur 9. nóvember Minning- arsjóður Magðalenu Guðjóns- dóttur hjúkrunarkonu og hjónanna Kristín- ar Guðjónsdóttur og Sigfúsar Jónssonar Stofnaöur hefur verið sjóður, sem ber heiti ofangreindrar yfir- skriftar og er hlutverk hans ,,að likna og styrkja börn og unglinga undir 15 ára aidri, þá sem þurfa á hjálp að halda vegna sjúkdóma, sérstaklega þá, sem eru i tengslum við barna- spitala Hringsins.” t skipulagsskrá sjóðsins segir, að stofnfé hans sé dánargjöf Sigfúsar Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Morgunblaðsins, samkvæmt arfleiðsluskrá dag- settri 25. september 1971, en Sig- fús andaðist hinn 26. júli 1975. Höfuðstóllinn nemur 6.968.730 krónum. Eru þar með taldarfast- eignir, sem metnar eru á fast- eignamati, en söluverð þeirra er allmiklu hærra og er alls ekki frá- leittaöáætla stofnféð á fjórða tug milljóna. Eignir sjóðsins eru nánar til- tekið einbýlishúsið nr. 68 við Viði- mel i Reykjavik og tveggja her- bergja ibúð að Brekkustig 14 i Reykjavik. Ennfremur lóð i ölfusi, spariskirteini rikissjóðs aö upphæð 1,5 milljón krónur, hluta- bréf i Eimskipafélagi Islands h.f. og Verzlunarbanka íslands h.f., innbú samkvæmt mati að upphæð 1,6 milljónir króna og 1.453 þúsand krónur f peningum. Stjórn sjóðsins skal, skipuö fyrirmælum erfðaskrár þremur mönnum: formanni Kvenfélags- ins Hringsins, yfirlækni Barna- spitala Hringsins og einum af núverandi eigendum Mál- flutningsskrifstofu Guðmundar Péturssonar og Axels Einars- sonar, eða einum af þeim, er siðar eignast Málflutningsskrif- stofuna. Skal sá aðili vera formaður sjóðsstjórnar. Höfuð- stól sjóðsins má ekki skeröa. Sjóðsstjórnin skal leitast við að ávaxta eignir sjóðsins á þann hátt, að rýrnun höfuöstólsins verði sem minnst, t.d. með þvi að ávaxta hann með visitölu- tryggöum skuldabréfum eða fast- eignum. Stjórnin ákveður hverjir hljóta styrk úr sjóðnum. Heilmilt er að hafa samvinnu við stjórn Kvenfélagsins Hringsins og þá er fara með málefni Barnaspitala Hringsins um úthlutun hverju sinni. Afl atkvæða ræður bæði ráðstöfun eigna og styrkveit- ingum úr sjóönum. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið og endurskoöendur hinir sömu og Kvenfélagsins Hringsins. Forseti Islands staðfesti skipu- lagsskrá sjóösins hinn 20. ágúst siðastliðinn. Fræðslumót bindindisráðs kristinna safnaða: ÆSKAN AF HÆTTUSVÆÐINU INN í HLÝJU 0G BIRTU AN VfNS, TÓBAKS 0G EITURLYFJA Bindindisráð kristinna safnaði hélt sitt árlega fræðslumót dag- ana 29.-31. október, i safnaðar- heimilinu við Sólheima. Yfirskrift mótsins var: Æskan á hættu- svæði. Hvað getur kirkjan gjört? Framsögumenn voru sjö, sem fluttu allir mjög merk og itarleg erindi. Þjálfa nemendur i tóm- stundaiðju. Helgi Þorláksson, skólastjóri, talaði um skóla og skemmtanir. Niðurstaða þeirra umræðna var sú, að nauðsynlegt væri að leið- beina nemendum og æfa þá i félagsstarfsemi og tómstunda- iðju, ekki siður en námsgreina- lestri.Húsnæði skólanna þyrfti að nýta til hins itrasta með tilliti til aukinna tómstunda. Framundan er fegri tíð. Sigurður Gunnarsson, kennari, taldi fræðslu um bindindismál og fræðslu um áhrif áfengis, tóbaks og eiturefna hafa verið vanrækta i skólum landsins yfirleitt, þótt lögboðin væri. Fyrir stöðuga bar- áttu bindindisfélags kennara væri nú loks að rofa til. Framundan væri fegri tið. ^ Reykingar tiu ára barna. Hrafnkell Helgason, yfirlæknir á Vifilstöðum, ræddi um auknar reykingar barna allt niður til tiu ára aldurs. Nú væru læknar farnir að gefa gott fordæmi og vara heilshugar við þeirri hættu, sóðaskap og tillitsleysi, sem reykingavenjur nútimans væru. Margir hryllilegir sjúkdómar i öndunarfærum, hjarta og innri liffærum færast i aukana og stafa af reykingum. Reykingar ætti þvi yfirleitt að banna á almanna- færi, bæði i almennisvögnum, samkomustöðum og biðstofum. Námskeið gegn reyking- um. Sigurður Bjarnason, prestur Aðventista, sagði frá skipulagi og framkvæmd svonefndra nám- skeiða gegn reykingum, sem Bindindisfélag Islands hefur gengist fyrir undanfarin ár og orðið mörgum til heilla. Sælgætisát og sjoppu- stöður. Þórný Þórarinsdóttir var full- trúi heimilanna og skólanna i senn, þar eð hún hefur um ára- tugi verið bæði kennari og hús- freyja. Kom hún viða við og taldi hóflaust sælgætisát og sjoppu- stöður oft vera fyrstu sporin inn á hættusvæði æskunnar. Stofnanir til verndar og leiðsagnar æsku- fólki væru þrjár: Heimili, skólfog kirkja. Þær verða að haldast I hendur og vinna inánu samstarfi. Samtök gegn reyking- um. Þorvarður örnólfsson, fram- kvæmdastjóri Krabbameins- félags Islands, sagði frá tilraun til samtaka tólf ára barna gegn reykingum, sem Krabbameins- félagið stofnaði til i nokkrum skólum i fyrra. Skólafólk mótsins, bæði kennarar, nemendur og ráðamenn töldu þetta mjög at- hyglisvert framtak, sem þyrfti að fylgjast með og efla eftir föngum. Hrollvekja um eiturefni. Kristján Pétursson, lögreglu- maður, var siðasti framsögumað- ur fræðslumótsins. Ræða hans var áhrifamikil hrollvekja um eiturmál og fiknilyf, sem hafa fimmtugfaldast i smygli og óleyfi- legum innflutningi hin siðustu ár. Hér væri meiri voði á ferðum en nokkurn gæti grunað. Fyrst og fremst þarf að fræða fólk um þessar hættur, sagði Kristján. Og svo má einskis láta ófreistað, hvorki i tollgæzlu, löggæzlu, læknisráðum og dómsmálum til að koma í veg fyrir voðann og fjarlæga hann eftir föngum. Kynslóðabilið verður að hverfa. Allir virtust sammála um, að brýna nauðsyn bæri til að starf- rækja og jafnvel styrkja, ef ekki vildi betur til, vinlausa skemmti- staði i Reykjavik. Óhugsandi væri að útiloka ungt fólk frá skemmtunum. En gæzla yrði að vera örugg og eftirlit strangt. Skólarniryrðu að sjá um sitt fólk, kynslóðabil i félagslifi yfirleitt ætti að hverfa. Æskan af hættusvæðinu inn i hlýju og birtu, án vins, tóbaks og eiturlyfja. Sr. Arelius Nielsson stjórnaði mótinu, sem lauk á hverju kvöldi með bæn og söng. Þátttakendur voru samanlagt nær 90 manns og þar á meðal 7 prestar. Þorsteinn Halldórsson, prentari Nú er Þorsteinn okkar Halldórsson genginn til náða. Hann kvaddi hljóðlega, viröu- lega, eins og oft i ljóðum sinum: „Og þú ert sjálfur annar en þú varst og annað nú sem vekur hryggð og gleði en forðum meðan æskan átti völd. Þótt allir dagar eigi að lokum kvöld skal eigi bera þungan harm i geði, en standa af sér strauma’ ogbyljakast”. Þorsteinn Halldórsson var borgfirðingur að uppruna, fæddur aldamótaárið að Vörðu- felli i Lundarreykjadal. Fluttist þaðan i Þingvallasveitina og siðan til Reykjavikur árið 1910. Hófprentnám þar 1915 og starf- aði við iðn sina i 60 ár, eða fram til siðustu mánaða, er sjúkdóms þess gætti, sem lagði hann að velli. Þorsteinn lést á Borgar- spítalanum 1. nóvember siðast- liðinn. Þorsteinn fékkst nokkuö við þýðingar, þýddi meðal annars nokkrar bækur eftir Paul Brunton og danska rithöfundinn Martinus. Þorsteinn Halldórs- son var skáldmæltur vel. Hlaut önnur verðlaun fyrir Skálholts- ljóð 1955, og hafa komið út eftir hann tvær ljóðabækur, „Sól- blik”, 1955 og „Hillingar”, 1975 i tilefni 75 ára afmælis höfundar. minning Þar segir Þorsteinn meðal annars á sinn hlýlega máta: „Þú skalt ei gleyma meðan timi er til að tefja um stund og þakka kynni góð þeirra sem hug þinn hresstu bestum yl og hlýddu jafnvel stundum áþin ljóð”. Þorsteinn kvæntist áriö 1929 eftirlifandi konu sinni Söru Her- mannsdóttur á Ketilseyri við Dýrafjörð. Þau eignuðust eina dóttur, Erlu Herminu gift Þor- steini Sigurðssyni verkstjóra og eiga þau 4 börn. Arið 1947 tóku þau Sara og Þorsteinn Halldórs- son kjördóttur, Margréti, gift Benedikt Bachmann sölumanni og eiga þau 2 börn. Systkini Þor- steins voru þrjú og er nú eitt þeirra á lifi, Marel Halldórsson, búsettur hér i borg. Þorsteinn Halldórsson prent- ari stóð aldrei i sviðsljósinu. Hann var hlédrægur að eðlis- fari, drengur góður og greindur vel. En væri brugðið á leik og glens, varð gleðin og leikurinn hans. Þorsteinn vann verk sin af trúmennsku og leikni og vist er um það að vinnan göfgar mann- inn. En Þorsteinn Halldórsson vann sin störf þannig, að gagn- kvæmt var um göfgun milli vinnu og manns. Heyrðust hnjóðs- eða styggðaryrði af vörum Þor- steins Halldórssonar? Ekki heima hjá Söru, aldrei heyrðu dæturnar slikt né vinnufélag- amir. Þorsteinn var vandaður maður til orðs og æðis, frábær heimilisfaðir og félagi. Hans, sem nú er genginn, verður saknað. Þorsteinn gekk ávallttil vinnu sinnar vestan af Fálkagötu þvert yfir Hljómskálagarðinn, — „einnliðuri likamsræktinni”, sagði hann stundum, þegar hann snaraðist inn I hlýjuna, ávallt timanlega á morgnana. Kannski var gaddur og austan- garri.Þá75ára að aldri, keikur i gixigulagi og hress til likama og sálar. Og þrátt fyrir aldur stóðst honum enginn snúning i verkhæfni. Þorsteinn var um skeib i stjórn Hins islenska prentarafé- lags og ritstjóri „Prentarans”, kvað ljóð til söngs og flutnings, tileinkuð HIP, enda nefndur stéttarskáld. Hann var gerður að heiðursfélaga Hins islenska prentarafélags hinn 4. april 1976. Þorsteinn tók aldrei virkan bátt i pólitik, en var sannur jafnaðarmaður eins og hugur hans og upplag stóð til. Þorsteinn Halldórsson var i hópi þeirra stéttarbræðra, sem fyrstir námu land i Miðdal I Laugardal, landnámi prentara. Þar reistu þau hjónin sinn snotra hvfldar- og griðastað og dvöldust þar löngum sumar- langtsíðustu þrjá áratugina. Nú i seinni tið ásamt dætrum sinum, tengdasonúm og barna- börnum. Þetta var hans stolt: sælureiturinn, skikinn, gróður- vinin, hávaxin og beinvaxin trén, sem minntu á sjálfan hann, — þetta var hans jörð. Og nú þegar Þorsteinn Halldórsson hverfur i dag til moldar kveðjum við sannan vin og sómamann. Ég votta eiginkonu hans og fjölskyldu virðingu, samúð og þakklæti. En Þorsteini Halldórssyni óska ég gæfu og heilla á nýrri vegferð. Arnbjörn Kristinsson. Tækni/Yísindi I þessari viku: Virkjun bylgjuorku ]. Veðurfar i mörgum Evrópu- löndum er með þeim hætti, m.a. vegna lægða sem leggja leið sina þvert yfir Atlantshaf og inn yfir meginlandið, að ókleift er að treysta á nýtingu sólarorku. Lönd, sem liggja i réttu loft- lagsbelti, svo sem Israel og Ástralia eiga möguleika á að nýta sólarorku i miklummæli, vegna óvenju margra sólskinsstunda. Mönnum hefur þvi dottið i hug að nýta sólarorkuna, óbeint, þ.e. að nýta þá orku sem fólgin er I bylgjunum, sem sifellt berja strendur Évrópu. Það eru einkum Bretar sem velt hafa þessum möguleika fyrir sér.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.