Alþýðublaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 7
alþýðu* blaöió Þriðjudágur 9. nóvember 1976 VETTVANGUR 7 „..emlega að viðkomandi gerfi- hnetti (geislavidd þeirra er um 0,1 gráða) þarf bæði aflmikinn og nákvæman búnað til að snúa þeim. tsing á hinum stóru loftnet- um jarðstöðva er mjög varhuga- verð vegna þunga hennar, en hún hefur einnig nokkur áhrif á mót- töku merkja. Þess vegna eru loft- netin útbúin hiturum til að bræða is og snjó. Af þessu má sjá, að nauðsynlegt er að hafa hliðsjón af vindum og isingarhættu við staðarval fyrir jarðstöðvar. Þær eru þvi oftast staðsettar á lág- lendi. Tiðnirnar, sem notaðar hafa verið til fjarskipta um Intelsat- hnettina eru svipaðar og notaðar hafa verið um nokkurt skeið á ör- bylgjuleiðum á jörðu niðri og eru radiótækin i jarðstöðvunum svipuð þeim tækjum, sem notuð eru á örbylgjuleiðum burtséð frá hinum næmu viðtækjum. Mik- ilvægustu hlutar tækjabúnaðarins eru oftast hafðir tvöfaldir til vara vegna mikilvægis simasamband- anna, en stöðvarnar eru þar að auki mannaðar. Fyrstu jarð- stöðvarnar höfðu allt að þvi 35 manna starfslið, en á siðustu ár- um hefur verið fækkaö mjög i starfsliði nýrra stöðva og má bú- ast við þvi innan tiðar, að hægt verði að fjarstýra þeim. íslensk jarðstöð A undanförnum árum hefur bygging islenskrar jarðstöðvar oft borið á góma bæði vegna óska um móttöku sjónvarpsefnis og skorts á simarásum til Evrópu en sæstrengurinn milli Islands og Færeyja er fullnýttur. Að ósk Pósts og sima varárið 1973 skipuð nefnd islenskra og danskra sér- fræðinga til að kanna kostnað við lagningu nýs sæstrengs milli Is- lands og Færeyja og ennfremur skipuðu póst- og simamálastjórn ir Norðurlanda nefnd til að kanna möguleika á islenskri jarðstöð og áætla stofnkostnað hennar en áhersla skyldi lögð á að halda kostnaði niðri. Komst fyrri nefndin að þeirri niðurstöðu, að nýr sæstrengur væri svo dýr,að hann gæti alls ekki keppt við jarðstöð. Jarð- stöðvarnefndin komst fyrir sitt leyti að þeirri niðurstöðu, að eng- ir erfiðleikar væru á þvi að reisa jarðstöð á Islandi og áætlaði stofnkostnað slikrar stöðvar 3.5 milljónir dala. Siðastliðið haust endurskoðaði tæknideild Pósts og sima þessa áætlun með hliðsjón af breyttu verðlagi og varð niður- staðan 4,1 milljónir dala eða 750 milljónir króna (miðað við gengisskráningu i lok júni 1976). I áætlanagerð um islenska jarðstöð hefur verið miðað við að hún yrði reist á Suðvesturlandi og helst við sjávarmál til þess að draga úr isingarhættu. I fyrstu mundi hún hafa samband við jarðstöð Norðurlanda í Tanum og jarðstöðvar i Bretlandi og Banda- rikjunum. Kostnaður viðtækis fyrir móttöku sjónvarpsefnis er innifalinn i áætluðu verði stöðvar- innar. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir sendingu sliks efnis héðan, en kostnaður sendis i þvi skyni mundi verða um 40 milljónir króna. Kostir islenskrar jarð- stöðvar. Það fer ekki milli mála, að bygging islenskrar jarðstöðvar mundi valda straumhvörfum i is- lenskum fjarskiftamálum. Stafar það fyrst' og fremst af hinum mikla sveigjanleika i notkun jarð- stöðva, en eins og bent hefur verið á að ofan er mjög auðvelt að setja upp nýjar simaleiðir til annarra landa um gerfihnettina. Nú nota 62 lönd i Evrópu, Litlu-Asiu, Af- riku og Ameriku Intelsathnöttinn yfir Atlantshali. Þá er mjög auðvelt að fjölga rásum milli landa umfram fyrstu þörf og einnig að aðlaga rásirnar breytt- um þörfum eins og t.d. þegar senda á tölvuupplýsingar. 1 öðru lagi mundi gefast mögu- leiki á móttöku sjónvarpsefnis frá útlöndum samstundis þvi að það gerist. Fréttaöflun getur orðið miklu fljótvirkari en nú er. 1 þriðja lagi mundi islensk jarðstöð skapa mikið öryggi i fjarskiftum okkar við útlönd þvi að bæði er rekstraröryggi Intelsatkerfisins að meðaltali 99,9% (og hver bilun mjög stutt) og jarðstöð okkar mundi vera viðs fjarri lendinga- stað sæsstrengjanna Scotice oe Icecan i Vestmannaeyjum og þvi litil hætta á aö báðar leiðirnar yrðu rofnar i einu. Að lokum má segja, að með yggingu islenskrar jarðstöðvar fyrir fjarskifti um Intelsathnett- ina fengju islenskir simamenn tækifæri til að tileinka sér hin nýju tækni- og rekstrarform geríihnattarfjarskifta og þannig fengist nokkur trygging fyrir þvi, aðPóstur og simi verði ekki utan- garðs i hinum miklu breytingum, sem fyrirsjáanlega verða á fjar- skiftasviðinu á næstu áratugum. Kaupió bílmerki Landverndar #/erndum\ I« líf Kerndum %yotlendi/ Færeyjafréttir: SAUÐFÉ FÆREYINGA MISJAFNLEGA FRAM GENGIÐ Sósialurinn hefur eftir Tummas Joensen, sauðfjár- ráðunaut þeirra frænda okkar, að sauðfé hafi gengið misjafn- lega fram í Færeyjum á liðnu sumri. Að visu sé ekki enn búið að slátra öllu, sem slátra á, mestmegnis vegna óhagstæðs veðurs — þoku, á norðurhluta eyjanna. Ráðunauturinn bendir á, að verulegur munur sé á fallþunga þar sem notuð er itala á hög- unum, en það mun vera um það bil helmingur sumarhaga þeirra eyjaskeggja. Þar sem ekki er skipuiag og ekki gætt að þvi að offylla hagana, sé sláturfé stórum rýrara. Aths. Þetta mætti vera ábend- ing til okkar, að hafa meira skipulag á nýtingú sumarhaga en nú á sér stað hér. öllu má of- bjóða. BOEING 737 ÞOTUR A FLUGLEIÐINNI KAUPMANNAHÖFN- FÆREYJAR Flugfélagið Mairsk Air, sem annast flug milli Færeyja og Kaup- mannahafnar og einnig mað viðkomu i Odense, er nú að endurnýja flugflota sinn. Flugfélagið kaupir notaðar Boeing 737 þotur i Bandarikjunum og eiga þær að koma i stað Fokker Friendship véla, sem nú hverfa af flugleiðinni. Verð hverrar vélar er 8 milljónir dollara og þær geta flutt i einu 130 farþega. Áætlað er að þessi skipti komist á fyrir næstu jól. Farvæl til Fokker Friendship Góðan dagin til Boeing 737.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.