Alþýðublaðið - 09.11.1976, Side 3
alþýðu-
bEaöið
Þriöjudagur 9. nóvember 1976
VETTVANGUR 3
FÆREYSK GRAFÍK
í LISTASAFNI ASÍ
merki. Kunnast þeirra er senni-
lega minnismerkið um höfund
færeyska ritmálsins, W.U,
Hammershaimb, en mest áber-
andi i verkum hans eru náttúra
landsins og daglegt starf fólks-
ins þar. Um hann hefur danski
listfræðingurinn Broby Johan-
sen sagt, að það væri,,freistandi
að likja hinum ákveðna og
sterka tjáningarmáta hans við
barnslegan frásagnarstil fornra
skandinaviskra sagna, sem
einnig eru hlaðnar smáatrið-
um”.
Elinborg Liitzen (fædd 1919)
er þekktust fyrir grafikmyndir
sinar, tré- og dúkskurðarmynd-
ir, sem eru hennar aðalvið-
fangsefni. Hún hefur skreytt
fjölda sagna og er dæmi um
þann þátt verka hennar að finna
á þessari sýningu. Um verk
hennar hefur verið sagt, að
„glöggt einkenni þeirra megi
telja kátinu og margslungið
hugarflug.” Elinborg Liitzen
gerir einnig mikið af þvi að lýsa
i myndum sinum færeysku
landslagi.
Zakarias Heinesen (fæddur
1936) er yngsti listamaðurinn i
þessum hópi. Hann stundaði
meðal annars nám hér á ts-
landi, i Myndlista- og handiða-
skólanum, en einnig við listahá-
skólann i Kaupmannahöfn.
Hann sýnir hér, eins og fyrr er
sagt, litþrykk. Heinesen hefur
Zakarias Heinesen: Þrjár atrennur.
Listasafn Alþýðusam-
bands islands hefur nú
opnað sýningu á verkum
þriggja færeyskra
grafíklistamanna. Hér er
um að ræða farandsýn-
ingu á vegum Norræna
myndistarbandalagsins,
NKF, og hefur sýningin
verið á ferð um Norður-
lönd í á annað ár og lýkur
hér.
Þeir listamenn sem hér sýna
verk sin eru þau Zakarias
Heinesen, Janus Kamban og
Elinborg Liitzen. Myndirnar eru
allar skornar i dúk og svart-
hvitar, nema myndir Heine-
sens, sem eru þrykktar i litum.
Sýningin er i Listasafni alþýðu,
Laugavegi 31, 3. hæð og opin
alla daga kl. 14 til 18.
Listamennirnir
Janus Kamban er einn kunn-
asti myndhöggvari Færeyinga
og hefur gert mörg stór minnis-
Elinborg LUtzen: Biskupsstöð.
Janus Kamhan: Kyrrð
gert fjölda stórra veggmynda i veggmálverkin i Hoydal-
opinberum byggingum i heima- menntaskólanum i Þórshöfn.
andi sinu og eru þekktust þeirra —hm.
,Lýðræðislegur sósialismi og kristindómur eru
tvær greinar á sama stofni’
- segir Helge Sivertsen, formaður nefndar sem
norski Verkamannaflokkurinn skipaði, til að
gaumgæfa samband stjórnmála og trúarbragða
Heilög ritning býður beinlinis
að samfélag manna skuli ætið og
æfinlega vera reist á náungans-
kærleika og hjálp við van-
megnuga. Þegar alls er gætt, er
þetta i fullu samræmi við kenn-
ingu lýðræðisjafnaðarmanna um
frelsi, jafnrétti og bræðralag.
Pólitiskt kerfi, sem afneitar bæði
i orði og á borði þessum grund-
vallarsjónarmiðum, er þvi i hróp-
andi mótsögn við sannan kristin-
dóm og siðareglur, svo sem
raun er á um hið kapitaliska
stjórnkerfi. Athugum þetta
nánar.
Kristindómur og kapit-
alismi.
Óheftur kapitalismi byggir
framgang sinn á þeirri megin-
reglu, að mannleg eigingirni sé
aðaldriffjöðrin i mannlifinu.
Þetta þýðir vitanlega, að hver
sem aðstöðu hefur til, eigi að hag-
nýta sér til auðsöfnunar alla
möguleika, tilþess aö arðræna, ef
svo vill verkast, meðbræður sina
og systur. Gildi vinnulýösins
felist einungis i þvi, hversu mikið
megi græða á vinnu hans!
Nú er það mála sannast, að
mjög viöa gengur kapitalisminn
ekki svo hreint til verks, að viður-
kenna opinberlega þessa hug-
myndafræði, sem ' ríkjandi var
fyrr á timum. Varlega skyldi þó
fara i að álykta að hér sé um eitt
hvert fráhvarf að ræða. Hitt er
likara, aðhérséumað ræða, að
vaxandi máttur félagshyggju,
hafi sorfið nokkuð af vigtönnum
kapitalismans úr.
En það þarf ekki langt að leita,
til þess að sjá, að þar sem kapi-
talisminn hefur, eða telur sig
hafa nægilegan styrk, er ferill
hans óbreyttur. Þar er ástandið i
Chile óljúgfrótt vitni.
Kristindó mur og
sósialismi.
Lýðræðislegur sósialismi og
sannur kristindómur er þvert á
mdti algerlega samstiga. Tak-
mark lýðræðissósialisma er ein-
mitt frelsi frá arðráni , frelsi frá
ánauð og skorti, jafnrétti allra og
heiðarleg samvinna um varð-
veizlu friðar i heiminum. Hér
renna saman rætur þessara
tveggja voldugu hreyfinga,
kristindóms og sósialisma. Sós-
ialisminn stefnir beint að þvi að
upphefja mismuninn á fátækum
og rikum, og að skipta gæðum
jarðarinnar sem jafnast milli
jarðarbúa þar sem hver og einn
iefur full umráð vinnu sinnar og
afraksturs hennar.
£
Viðhorf kirkjunnar til
kapitalisma og sósial-
isma.
Samspil kirkjunnar og kapital-
ismans á sér margar orsakir.
Viðhorf kirkjuyfirvalda var
löngum á miðöldum og raunar
langtum lengur tók mið af léns-
skipulaginu, og krafðist fullkom-
innar hlýðni og auðmýktar. Auð-
jöfrar og valdamenn fengu óskor-
aðan stuðning kirkjunnar, og
studdu hann einnig í valdastreitu
hennar gegn lágstéttunum.
A hinn bóginn má ekki gleyma
þvi, að ýmsir innan kirkjunnar
deildu hart á hið kapitalistiska
skipulag, og höfðu til þess stuðn-
ing sistækkandi hópa eftir þvi
sem stundir hafa fram liðið.
Starfsemi þessa fólks hefur
styrkt stórlega baráttu hinna fá-
tæku fyrir jafnrétti og frelsi, sem
einkum hefur aukizt og eflzt á
þessari öld. En samt sem áður
verður ekki framhjá þvi gengiö,
að kirkjan hefur sem heild, verið
á bandi kapitalistanna.
Mismunandi sjónarmið.
í allri sögu sinni hefur norski
Verkamannaflokkurinn barizt
fyrir hugsanafrelsi og umburðar-
lyndi. Flokkurinn hefur kapp-
kostað að sýna trúarskoðunum
fólks, þótt ólikar væru fullavirð-
ingu.
Hann hefur litið svo á, að trú-
málin væru einkamál hvers og
eins, og ekkert i stefnuskrá hans
þurfi að koma i veg fyrir aö menn
geti unnið heilt saman að rétt-
lætismálum. Vitanlega geti
flokksmenn verið ósammála um
einslök atriði án þess að missa
sjónar á aðalmarkmiði. Gott
dæmium það er viðhorf til fóstur-
eyðinga, sem flokkurinn hefur
talið að menn ættu að hafa i friði
sinar sérskoðanir um.
Umþettamál er annars bezt að
segja, að i reynd eru menn meira
sammála en litur út fyrir. Helzt
mætti segja, að hér væri horft á
málið frá mismunandi sjónar-
hornum, þó þau komi ekki alltaf
glöggt fram i hita bardagans,
nema litið sé dýpra i saumana.
Aðalatriðið er, að menn virði
hver annars sjónarmið.
I menntamálum hefur Verka-
mannaflokkurinn lagt þunga
áherzlu á að gera hverjum og ein-
um kleift að njóta meðfæddra
Helge Sivertsen
hæfileika, og flokkurinn hefur
einnig viljað forðast að mismuna
i trúmálum ýmsum sérskoðun-
um, en stutt sérsöfnuði jafnt og
starf rikiskirkjunnar.
Það er alger misskilningur, að
andóf flokksins gegn ýmisskonar
skólastarfsemi sértrúarfldika, sé
vegna þess að flokkurinn vilji
hamia gegn kristindómi.
Aðalmarkmið flokksins I skóla-
málum er, að börn og unglingar
innan sömu aldursflokka geti sem
frálslegast umgengizt
hvert annað og læri að jafnvel i
trúmálum hefur enginn höndlað
allan sannleikann. Þetta, auk
sameiginlegrar fræðslu, á að á-
orka þvi að sameina, en ekki
sundra, eins og hætta væri á i
harðsoðnum einkaskólum reist-
um á grunni tiltekinna játninga.
Verkamannaflokkurinn hefur
lagt áherzlu á, aö nemendur fái
rækilega fræðslu i kristindómi,
eins og hann birtist i ritningunni,
en án þess að draga fram sér-
trúarskoðanir til hvatningar eða
dómsáfellis. Ef litið er á stunda-
skrár skólanna, kemur i ljós, að
nú eru fullar um 2000 kennara-
stöður i kristindómsfræðslu i
grunnskólanum.
Verkamannaflokkurinn hefur
ekki tekið inn i stefnuskrá sina
afstöðu til kristindómsins. Þetta
stafar beiniinis af þvi, að flokkur-
inn er þvi mótfallinn, að spenna
kristindóminn fyrir einhvern
striðsvagn, sem gæti eðlilega
vakið deilur og tortryggni.
Ýmsir hafa reynt að áfellast
flokkinn fyrir þetta fyrr og siðar
og talið hann tvistigandi i
aföstöðu sinni. Mála sannast er,
sem nefndin dregur fram, að hér
er ekki um að ræða afstöðuleysi.
Flokkurinn hefur ætið litið svo á
i heild, að kristindómurinn sé
samofinn lifsskoðunum hans i
reynd, þó allir séu ekki á einu og
sama máli.
En nefndin telur, að þetta sé
samt of mikið feimnismál og að
Verkamannaflokkurinn eigi, að
taka inn i stefnuskrá sina það
meginsjónarmið, að kristindóm-
ur sé svo snar þáttur af menn-
ingararfi Norðmanna, að þar eigi
ekkert að fara milli mála.
Einkaskoðanir manna eigi auð-
vitað að vera friðhelgar, en bæði
hinir trúuðu og trúlausu, eigi að
geta mætzt með fullri virðingu
hver fyrir öðrum á grundvelli
baráttu sósialismans fyrir fegra
mannlifi.