Alþýðublaðið - 12.11.1976, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 12.11.1976, Qupperneq 5
ss&- 'Föstudagur 12. nóvember 1976 OTLÖND 5 Grein eftir John Gardner úr Christian Science Monitor v__--------J „Við getum ekki talað um framtið Bandarikjanna eins og þau væru á annarri jarðstjörnu. Með hliðsjón af þvi tel ég” segir John Gardner i grein i Christian Science Monitor, „að mannkynið þurfi að glima við sexþættan vanda næsta áratuginn”. Árekstrar. Tilgangslaust er að horfa til framtiðarinnar, án þess að viður- kenna vandann af mannlegum árekstrum. A tímabili skynjuðum við hættuna á atómstriði sem að- eins tvihliða, það er milli Banda- rikjanna og Sovétþjóðanna. Þvi fer fjarri, að þetta ástand sé leng- ur fyrir hendi og hættan hefur stóraukizt við tilkomu fleiri kjarnorkuvelda. Við getum sagtað með hverjum deginum, sem líður, aukist hætt- an á þvi að misskilningur eða bl- átt áfram slys, verði þess vald- andi að jafnvægi raskist og slik styrjöld brjótist út. Brátt mun að því reka, að enn óþekkt eyðingaröfl verða upp fundin, sem gætu komizt i hendur hryðjuverkamanna eða geð- veikra. Það er næsta trúlegt, að það verði einmitt einhverjir slikir, sem fleygja næstu kjarna- sprengju i reiði eða æði, án þess að nokkur sérstök þjóð verði við það bendluð. Auk þessa verðum við auðvitað að horfast i augu við margskonar aðra árekstra, ekki aðeins milli þjóða, heldur einnig misjafnt, mannlegt gildismat, svo sem kynþátta- og trúarlega fordóma. I sérhverju lýðfrjálsu þjóð- félagi má kalla allskonar árekstra nauðsynlega, meira að segja æskilega fyrir þjóðarsálina. Þeir þurfa enganveginn að vera sprottnir af mannlegri löngun til valdbeitingar. Stundum geta þeir sprottið af eðlilegri samkeppni, þeir geta orsakazt af allskonar órettlæti, sem þörf er að lagfæra. Ogfrjálstog löghlýðið þjóðfélag á að geta haft á sinu valdi, að lag- færa misfellurnar á grundvelli laga og réttvisi. Ef við gætum okkar, getum við vissulega byggt upp friðasaman heim með þvi að ástunda það eðli- lega hugarfar, sem viðurkennir flóð og fjöru árekstranna og spennunnar i mannlifinu. Vera má, að við náum aldrei þessu takmarki að fullu og öllu, ogþó.. Sérhvertnútima þjóðfélag er bundið við sinar erfðavenjur og staðarlega siði, sem hafa orðið i hugskoti manna einskonar þjóðareinkenni. Með þvi nýja gildismati, að við séum öll ábyrg fyrir framtið jarð- stjörnunnar okkar getur vissu- lega dregið saman, jafnvel á heimsmælikvarða. Mannfjölgunin. Mannkyninu fjölgar með ótrú- legum hraða, sem bezt sést af þvi, að fæðingar eru 200 þúsund fleiri daglega en dauðsföll. Það þýðir að við verðum að horfast i augu við að standast gifurlega aukn- ingu mannfólks á næstu timum — þarf ekki aldir til. Niðurstaðan af þessu hlýtur að vera hætta. á auknum þjáningum og efnahags- legum þrengingum. Menn hafa rætt fram og aftur — án þess að komast að raunhæfri niðurstöðu, hvort heldur eigi að leggja áherzlu á skynisamlegar áætlanir um fjölskyldustærð, aukna upplýsingu, aukna fram- leiðslu o.þ.h. Ég tel eina skynsamlega svarið vera: Allt þetta. Við vitum ekki nálægt þvi eins vel og skyldi, hvaða möguleika við höfum til aukinnar fram- Hlutverk Bandaríkj- næstu áratuginn anna leiðslu á jarðargróða, en það eru sterkar likur á, að ef okkur tekst að lyfta þeim, sem lægst standa og þar með koma þeim i hóp neyzluþjóðfélaga, muni þeir möguleikar brátt þrjóta. Liffræðin. Okkur er ljóst — sumum vel, sumum miður — að liffræðilegur forði okkar er ekki ótæmandi. Við vitum um hætturnar sem búnar eru loftslagi okkar, jarðvegi og vatnsforða, og hættur, sem geta ógnað efri loftlögum og orsakað allskonar hitabreytingar. Ý msir eru þeirrar skoðunar, að vel menntar þjóðir stefni að út- rýmingu mengunarvalda, hvað sem það kostaði hagvöxtinn, en vanþróaðar þjóðir meti hagvöxt- inn öllu ofar. Þetta er að einfalda málíð um of. Hugsandi menn i öll- um þjóöfélögum leita yfirleitt ráða til þess að ganga ekki um of á liffræðilegan forða jarðar. Þvi skal samt ekki neitað, að alltof litill gaumur er þessu gef- inn i iðnrikjunum, og vissulega eiga Bandarikjamenn sinn stóra og óafsakanlega þátt hér i. Hvað sem öðru liður verða iðnaðarveldin að taka sig hér rækilega á. Einstaklingurinn og þjóðfélagið. Þaulskipulagt þjóðfélag er að- eins huglægur möguleiki, eins og sakir standa. Ef kröfur sam- félagsins eru nýttar til að þrengja að frelsi og einstaklingshyggju um skör fram, er um leið sett stifla i sköpunar- og endur- nýjunarfarveginn. A hinn bóginn, ef einstaklingshyggjan leiðir til stjórnleysis og einskonar frum- skógahyggju, hlýtur það þjóð- félag að úrkynjast. Hérkomum við að grundvallar- vanda. í fyrsta lagi, að þjóðfélag- ið sé þess umkomið að skapa ábyrgðartilfinningu þegnanna og setja sér lög samkvæmt þvi, en það er eina vonin til að ekki verði stýfður vaxtarbroddur sköpunar- máttarins. 1 öðru lagi, hvernig hæfileg einstaklingshyggja standistþá raun, að skipulagning ráðamanna taki i æ rikari mæli fram fyrir hendur manna, og fram komi litlaus og nafnlaus múgur. Þetta er verðugt Ihugunarefni. Jafnrétti til lifsins gæða. Umræður um jafnrétti munu seint taka enda. Auðvitað er borin von að allir menn verði nokkru sinni jafn skynsamir, jafnstórir, jafngóðir, eða jafn hamingjusam- ir. En við viljum trúa þvi, ef við stefnum markvisst að og vinnum ósleitilega, að við getum gert alla jafna fyrir lögunum, getum gefið öllum jöfn tækifæri og ef við leggjum verulega hart aö okkur, gefið öllum tiltölulega jafnan að- gang að gæðum lifsins, svo sem uppfræðslu, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóls og matar. Þetta er löng leið. Enda þótt létt væri af þrúgun vankunnáttu, kyn- þáttamisréttis, kúgunar kvenna o.s.frv, mundi þó eftir standa veigamikið atriði — fátæktin. Við vitum, að fátæktin er hér meira og minna landlæg, og ef við skyggnumst viðar um bekki, ligg- ur þetta á borðinu: I þrónunarlöndum, sem hafa um 2000 milljónir ibúa eru um 40%, eða 800 milljónir, sem aðeins hjara, og einu sinni varla það. Það erákaflega erfitt fyrir fólk, sem lifir — þó ekki sé nema við bærileg lifskjör, að skilja ógnir hins algjöra allsleysis, hungur þessa fólks, andlega og likamlega vangetu, sem bæði stafar af næringarskorti og skorti á heil- brigðiseftirliti. Við slikar aðstæður eru umræð- ur um jöfn tækifæri sem hljóm- andi málmur og hvellandi bjalla — innihaldslaus. Gildismat og trú. Bæði dýr og menn gefa svörun við umhverfi sinu. En hér ganga mannlegar verur lengra. 1 þeirra valdi er, að einka sér allskonar huglæga hluti, svo sem táknmál, þjóðtrú, imyndunarafl. drauma hugsýnir og heimshyggju, sem þeir snúast jafnt við og umhverfi sinu. Meginhlutann af þessari öld hafa fjölmargir af bezt upp- fræddu einstaklingum okkar trú- að þvi (eða látist trúa þvi) að þessir eiginleikar væru á engan hátt þýðingarmiklir. En nú, undir lok aldarinnar, hefur þetta orðið rikara ihugunar- efni, og menn hafa glimt við spurningar sem þessar: Þurfum við nýtt gildismat? Þurfum við nýja trú? Svarið hlýt- ur að vera „Nei”. Eigum við að hverfa aftur til þess sem var, og aftur svörum við neitandi. Nútima verðmæti og þar með talin trúmál, eiga rætur sinar að rekja til þess sem vár. Það getur hafa tekið margháttuðum mynd- breytingum, en er samt undirrót- in. Við getum ekki horfið til for- tiðarinnar, fremur en við megum vanmeta hana. Lífið gengur sinn gang. Latneska máltækið „Natura non facit saltus,” segir réttilega að náttúran byggi ekki á stökk- breytingum, þvi síður stekkur hún afturábak. Or þeim arfi, sem fortiðin hefur skilað okkur i hend- ur, spinnum við nýtt, sem sam- hæft er aðstöðu liðandi stundar. Ef það bregzt er skammt til enda- lokanna. —

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.