Alþýðublaðið - 21.12.1976, Síða 16

Alþýðublaðið - 21.12.1976, Síða 16
DOMUR í KLÚBBMÁLINU KVEÐ- INN UPP í SAKADÓMI í GÆR - Sigurbjörn dæmdur í sex milljón kr. sekt - Magnús sviptur veitingaleyfum í gær var kveðinn upp i 'Sakadómi Reykjavikur dómur i máli sem ákæruvaldið höfðaði hinn 27. febrúar síðast liðinn, á hendur þeim Sigurbirni Eiriks- syni, veitingamanni og Magnúsi Leopoldssyni, framkvæmdastjóra, vegna ætiaðra skatt- svika og bókhaldsbrota við rekstur veitinga- hússins Glaumbæjar og veitingahússins að Lækjarteigi 2. I ákæru var þeim báöum gefiö aö sök aö hafa á timabilinu 1. janúar 1970 til 1. oktober 1972 svikiö undan söluskatti samtals aö f járhæö kr. 3.484.694. Þá var Sigurbirni gefiö aö sök aö hafa vanrækt skil á launa- framtölum til skattstjóra á lög- boönum skýrslum (launafram- tölum) um starfslaun i veitinga- húsunum árin 1970 og 1971, þar meö talin laun framleiöslu- manna og námu þessi laun sam- tals kr. 29.596.605 samkvæmt ákærunni. Einnig var Sigurbirni gefiö aö sök aö hafa vanrækt aö telja fram til tekjuskatts og eigna- skatts fyrir skattárin 1970 og 1971 og meö þvi komizt hjá greiöslu tekjuskatts og útsvars samtals aö fjárhæö kr. 4.745.499. 1 niöurstööum slnum fjallar dómurinn fyrst um refsiábyrgð hinna ákærðu á rekstri framan- greindra veitingahúsa, en hún var sögö meö ýmsum hætti. Taldi dómurinn aö aöild og þátt- taka Sigurbjörns I rekstrinum hafa allan umræddan tima veriö meö þeim hætti að full refsi- ábyrgö yrði á hann lögö, en breytingar á rekstriaraöild hans beri keim af þvl aö þær hafi verið til málamynda. Þannig beri til dæmis aö llta á timabil er sambýliskona Sigur- björns rak Glaumbæ. Varöandi Magnús taldi dómurinn ekki unnt aö leggja á hann refsiábyrgö á þeim tima er reksturinn var á nafni Sigur- björns eöa sambýliskonu hans. Hins vegar var hann talinn ábyrgur vegna söluskattsskila á þeim tima er Bær h.f. var aðili aö rekstrinum, þar sem hann var i varastjórn félagsins og prókúruhafi auk þess aö vera virkur þátttakandi i daglegu starfiog aö sjá aö verulegu leyti um gerö söluskattsskýrslna á þessum tima. Niðurstöður dómsins. Taliö var sannaö aö um undanskot söluskatts á öllu timabilinu heföi numið eigi lægri fjárhæð en kr. 2.939.290.-. Var Sigurbjörn talinn ábyrgur fyrir allri þeirri fjárhæö, en Magnús fyrir kr. 590.129.-. Töldust þeir hér hafa gerzt brot- legir við 26. grein laga nr. 10.1960 sem I gildi var er brotin voru framin. Refsing sam- kvæmt þeirri grein er varðhald eða sekt allt aö kr. 100.000.-. Þá var talið sannað aö meö þvi aö vanrækja aö telja fram til tekjuskatts og eignaskatts fyrir skatt árin 1970 og 1971 hafi Sigurbjörn komizt hjá greiöslu tekjuskatts sem næmi eigi lægri fjárhæö en kr. 929.492,- og út- svars kr. 762.435.- eöa samtals kr. 1.691.927,- Aö lokum var Sigurbjörn fundinn sekur um bókhaldsbrot þar sem mikil óreiöa hafi veriö á öllu bókhaldi hans og jafn- framt hafi ýmsum gögnum veriö haldið skipulega undan viö færslur. Voru þessi brot talin varða viö refsingu samkvæmt 262. grein almennra hegninga- laga nr. 19,1940. Varðandi þá sakargift i ákæruskjali, að Sigurbjörn hafi vanrækt skil á launaframtölum til skattstjóra samtals aö upp- hæð kr. 29.596.605, taldi dómur- inn sannað aö svo væri. Taldist þaö varöa viö 3. m.gr. 48. grein laga um tekjuskatt og eigna- skatt. Viö ákvörðun refsingar vegna þessa brots var hins veg- ar tekið tillit til þess, að ekkert annaö haföi komiö fram í mál- inu,en að viðkomandi starfsfólk hafi greitt opinber gjöld af laun- um þessum og þvi hafi brot þetta ekki leitt til tjóns fyrir hiö opinbera svo sannaö væri. Refsing Sigurbjörns var ákveöin varöhald i 4 mánuöi og sekt i rikissjóö, kr. 6.000.000.- og komi varðhald 110 mánuöi i staö sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna. Refsing Magnúsar var ákveö- in varöhald i 40 daga skilorðs- bundið og sekt í rikissjóö kr. 90.000.- og komi varðhald I 25 daga i hennar stað verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna. Leyfissviptingar Þá haföi rikissaksóknari gert þá kröfu aö ákæröu yröu sviptir vinveitinga- og veitingahúsa- leyfum. Varöandi þá kröfu kom fram, aö Sigurbjörn hafði ekki lengur nein slik leyfi þar sem hann hafði ekki endurnýjaö þau er þau runnu út, þannig aö slik leyfissvipting kom ekki til greina. Hins vegar var Magnús Leopoldsson sviptur bæöi vin- veitinga- og veitingahúsaleyf- um sem hann hafði fengiö áriö 1974. Aö lokum voru ákæröu dæmdir til aö greiöa málskostn- að þar meö talin málsvarnar- laun verjenda sinna. öðrum málskostnaöi var skipt þannig á milli þeirra aö Sigurbirni er gert að greiöa 3/4 hluta hans en Magnúsi 1/4 hluta. Dóminn kváöu upp Haraldur Henrýsson, sakadómari og meðdómsmennirnir Ragnar Ólafsson hrl. og Ami Björnsson hdl. —GEK Kosið í bankaráð ríkisbankanna STJÓRNARFLOKKARNIR STÓÐU SAMAN 1 gær fóru fram á Alþingi kosn- ingar i bankaráö rikisbankanna. Sjálfstæöisflokkur og Fram- sóknarflokkur stiiltu upp sam- eiginlegum lista og tókst þannig aö fá fjóra menn kjörna i öll bankaráöin. Auk þeirra náöi einnig kosningu einn bankaráös- maður i hvert bankaráö, og voru þeir studdir af þingmönnum stjórnarandstööunnar. Enda þótt kosningarnar hafi farið á þann veg, sem hér segir, var vitaö aö alimikil átök uröu um máliö innan Sjálfstæðis- flokksins áöur en til kosninga kom. Niöurstöður kosninganna uröu sem hér segir: Búnaðarbanki tslands. Af Alista: Friöjón Þóröarson, Stefán Valgeirsson, Gunnar Gislason og Agúst Þorvaldsson. Af B lista var kjörinn Helgi Selj- an. Varamenn voru kjörnir: Pálmi Jónsson, Jón Helgason, Steinþór Gestsson og Magnús ólafsson af A lista og Svavar Gestsson af B lista. A listi hlaut 42 atkvæði en B listi 11 atkvæöi. Þá var borinn fram listi skipuöum Karli Arna- syni og hlaut hann 6 atkvæöi. Einn seöill var auður. Landsbanki íslands Af A lista: Arni Vilftjálmsson, Kristinn Finnbogason, Kristján G. Gislason, Margeir Jónsson. Af B lista var kjörinn Einar Olgeirs- son. Varamenn voru kjörnir, af A lista: Matthias Á.Mathiesen, Her- mann Hansson, Daviö Sch. Thor- steinsson og ómar Kristjánsson. Af B lista var kjörinn Lúövik Jósepsson. A listi hlaut 41 atkvæði og B listi hlaut 18 atkvæöi, einn seöill var auöur. Seðlabanki íslands Af Alista: Sverrir Júliusson, Jón Skaptas* Pétur Sæmundssen og Halldór Asgrimsson. Af B lista var kjörinn Ingi R. Helgason. Varamenn voru kjörnir, af A lista: Olafur B. Thors, Geir Magnússon, Jón G. Sólnes og Ei'*- rikur Tómasson. Af B lista var kjörinn Haukur Helgason. A listi hlaut 42 atkvæði, B listi 18 at- kvæði. tJtvegsbanki islands. Af A lista hlutu kosningu: Ólafur Björnsson, Alexander Stefánsson, Guölaugur Gislason og Jón Aöalsteinn Jónsson. Af B lista var kjörinn Halldór Jakobs- son. Varamenn voru kjörnir, af A lista: Gisli Gislason, Páll Guð- mundsson, Valdimar Indrióa son og Ólafur Þóröarson. Af B lista var kjörinn Garðar Sigurös- son. —BJ Öryggismál Reykjavíkurhafnar: Nefnd til starfa eftir áramótin t Nýlega var samþykkt á fundi hafnarstjórnar Reykjavikurhafnar, að skipa nefnd til að gera tillögur til úrbóta i öryggismálum hafnar- Nokkur blaða- nefningum lyki stuttu upp úr ára- mótum, og myndi nefndin þá þeg- ar taka til starfa, en hún á aö fara yfir þaö sem fram hefur komiö um öryggismál hafnarinnar og vera til ráðuneytis hafnarstjórn- inni i þeim málum. Þeirsem fulltrúa eiga aö skipa, eru Verkamannafélagiö Dags- brún, Sjómannafélag Reykja- vikur, Farmanna- og fiskimanna- samband Islands, Slysavarnafé- lag Islands, öryggiseftirlitiö, Lögreglan I Reykjavik og Hafnarstjórn. —hm. mnar. skrif hafa verið um það öryggisleysi sem þar rikir eftir að vinnu á hafnarsvæðinu lýkur og hefur Alþýðubiaðið gert úttekt þar á og birt greinar um málið. Blaöiö haföi samband viö Gunnar B. Guömundsson hafnar- stjóra nýlega og spurðist fyrir, hvaö liöi skipun fulltrúa i þessa nefnd. Hann kvaö málið vera nánast á byrjunarstigi og enn væri ekki búið aö fá tilnefningu frá öllum þeim, sem eiga aö hafa fulltrúa i nefndinni, en undirtektir hefðu hins vegar veriö góðar. Sagðist Gunnar búast við aö til- ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976 alþýðu blaðið Lesið: 1 Alþýðumanninum á Akureyri: „Þessi visa kom fram á hinum fræga Maraþonfundi ASÍ þings, en eins og allir vita urðu miklar sviptingar á þeim fundi i sambandi við miö- stjórnarkjör: Atkvæðasmali út um sali oft fer brokkandi. Hrund og hali hann tekur tali með tilboö lokkandi.” Séö: Aö lögð hafa verib fram i bæjarráöi Kópavogs fyrstu drög aö fjárhags- áætlun fyrir næsta ár. Samkvæmt þeim eru niður- stöðutölur 1276 milljónir króna, en voru á áætlun þessa árs 932 milljónir . Hækkunin ^pemur 344 milljónum krona, eöa rúm- lega 35 af hundraði. Talið er, aö fjárhagsáætlunin verði ekki afgreidd i bæjar- stjórn Kópavogs fyrr en i febrúar. Tekiö eftir: Að útflutningur á æöardúni hefur meira en tvöfaldast frá þvi I fyrra. í ár nemur útflutningurinn 1271 kilógrammi, en i fyrra var hann 622 kilógrömm. Eftirspurn eftir æöardúni erlendis hefur veriö mikil. Lesiö: t Sambands- fréttum: Aö horfur séu á þvi að bókfæröar iðgjalds- tekjur Liftryggingafélags- ins Andvöku fari yfir 100 milljónir króna á þessu ári. Þaö er um 50% aukning frá þvi i fyrra. Hlutafé i Endurtryggingafélagi Samvinnutrygginga h.f. hefur verið aukiö úr 20 milljónum króna I 40 milljónir. Jafnframt hefur félagiö fest kaup á einni hæö i húsinu Austurstræti 12 I Reykjavik. Tekið eftir: Að á sama tima og heildarskatttekjur hins opinbera, sem hlutfall af vergri þjóðarfram- leiðslu, hafa hækkað frá meðaltali áranna 1960-’64 úr 27,4% i 36,1% á yfir- standani ári, hafa bætur lifeyristrygginga og niður- greiðslur, sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu, lækkað úr 7,1% I 5,8% og er spáð enn meiri lækkun á næsta ári.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.