Alþýðublaðið - 11.01.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.01.1977, Blaðsíða 1
STEFNUMÖRKUN RÍKISSAKSÓKNARA BYGGÐ Á MISSKILNINGI — segir Hrafn Bragason umboðs- dómari í ávísanamálinu Eins og skýrt hefur veriö frá, sendi Hrafn Bragason umboös- dómari 1 ávisanamálinu svo- kallaöa, rfkissaksóknara gögn varöandi þaö mái, meö ósk um umsögn saksóknara og stefnu- mörkun viö frekari rannsókn þess. Þessari málalcitan svaraði rikissaksóknari siðan meö bréfi dagsettu þann 5. janúar s.l. þar sem krafizt er áframhaldandi rannsóknar málsins auk þess sem henni er mörkuö stefna i 4 liöum. NU hefur Hrafn sent fjölmiðl- um eftirfarandi orðsendingu þar sem hann skýrir frá þvi, að stefnumörkun sú sem fram kemur i bréfi rikissaksóknara sé ekki byggð á þeim gögnum sem hann sendi embættinu, heldur á bréfum Seðlabanka ís- lands frá 9. ágúst og 3. septem- ber s.l. og varði stefnumörkun rikissaksóknara þvi at.riði sem þegar hafa verið framkvæmd. Orösending Hrafns Bragason- ar til fjölmiöla: „Svo sem kunnugt er af frétt- um sendi ég undrritaður umboðsdómari svokölluð keðjutékkamál til umsagnar Rikissaksóknara þann 27. f.m. svo hann gæti sagt fyrir um hvort rannsókn þeirra skyldi haldið áfram og þá hvaða stefnu taka skyldi um þá rannsókn. Mérhefur nú þegar borizt svar Rikissaksóknara og hefur það verið birt i fjölmiðlum að hans tilstuðlan. Af fyrri fréttum er kunnugt að málið er mjög um- fangsmikið, en aðeins litill hluti gagnanna var sendur Rikissak- sóknara i samandregnu formi svo auðveldara væri að gera sér grein fyrir aðalatriðum. Jafn- framt var boðin fram aðstoð við heildarkönnun málsins. Móti von minni hefur embætti Rikissaksóknara ekki gefið sér tima til að kanna hvað gert hef- ur verið i málum þessum frá þvi er ég tók við þeim, heldur byggir stefnumörkun sína á bréfum Seðlabanka íslands frá 9. ágúst s.l. og 3. september s.l. en bréf þessi eru frumgrund- völlur málsins. Stefnumörkun Rikissaksóknara varðar þvi það sem þegar hefur verið fram- kvæmt. Fullur einhugur rikir Hrafn Bragáson. um þessa stefnumörkun og fullt samræmi er milli stefnu Rikis- saksóknara og þess sem hingað til hefur verið unnið. Hins vegar var málið sent Rikissaksóknara nú til þess að takmarka mætti rannsóknina við raunhæf úr- lausnarefni þar sem komið er að páttaskilum. Sett voru upp i nokkrum liðum þau atriði sem að minu mati verður að taka af- stöðu til. Einhvern veginn hefur sá leiði misskilningur orðið að rann- sóknin væri enn á algjöru frum- stigi. Af þessum sökum og þar sem alveg er óhjákvæmilegt að takmarka nú þegar áframhald- andi rannsókn að umfangi og við raunhæf úrlausnarefni hefi ég i dag itrekað borið málið undir embætti Rikissaksóknara og gert ákveðna valkosti um áframhaldandi rannsókn verði hún talin nauðsynleg. Ég hefi jafnframt boðið l'ram alla að- stoð við könnun gagna málsins svo ekkert fari þar lengur á milli mála.” 10 bátar með 3830 tonn af loðnu Slæmt veður hefur verið á loðnumiðunum undanfarna tvo daga, en i fyrrakvöld lægöi nokkuð og var orðið gott veiði- veöur um birtingu i gærmorgun. Flestir báta.voru i höfn meðan á óveðrinu stóð, en fóru út i fyrri- nótt til leitar. Frá miðnætti i gær til klukkan fimm höfðu tiu skip tilkynnt um einhvern afla, . samtals 3830 tonn. Aflahæstur þeirra báta, og sá eini sem fór yfir 500 tonn, var Gisli Arni meö 520 tonn. Löndunarstaðir eru aöallega Raufarh. og Krossanes, en auk þess fór einn bátur til Siglu- fjarðar, þar sem áætlað er að þróarrými losni i dag, en þar hefur ekki verið hægt að taka á móti eins miklum afla og venju- lega, vegna tæknilegra örðug- leika. —hm Jarðskjálftahrinan bráðunn í hámarki: Mjög hefur dregið úr orku í tíundu holu Ekkert lát ætlar aö verða á öllu þvi óláni, sem eltir framkvæmdir við Kröfluvirkjun. Alþýðublaðið hefur það eftir áreiðan- legum heimildum, að mjög hafi dregið úr afli holu 10, sem miklar vonir hafa verið tengdar við. Þrýstingurinn i holunni hefur minnkað úr 20 kiló- grömmum á fersentimetra og niður i 5 kilógrömm. Þá er gasmagnið mikið i holunni. Gasið er reiknað i „pörtum” af milljón, en það er nú um 10 af hundraði, sem er miklu meira en gott þykir. Úr holum 6 og 7 kemur sára- litil gufa. Nú virðist hafin ný skjálftahrina við Kröílu, og er stöðvarhúsið i sömu stöðu og það var ummánaðamótin október/- nóvember. A næstu vikum má ætla, að hraunkvikan sem safnast undir svæðinu, taki á rás og er þá vonandi að undanhlaupið verði i áttina að Gjástykki, eins og verið hefur, en ekki upp i gegnum þunna skorpuna, eins og ýmsir óttast. Þrátt fyrir þetta er unnið af fullum krafti við virkj- unina og ráðamenn virða allar viðvaranir að vettugi. Skýrsla Axels Björnssonar, jarðeðlis- fræöings, um ástandið á Kröílusvæðinu lá til dæmis i 10 daga i iðnaðarráðu- neytinu áður en hið háa ráðuneyti tók afstöðu til hennar. „SÖFNUN A 77" AÐ HEFJAST Alþýðuflokkurinn gerir átak til greiðslu gamalla skulda Framkvæmdastjórn Alþýðuf lokksins hefur nú samþykkt, að hef ja f jár- söfnun til þess að greiða gamlar skuldir flokksins, sem einkum hafa orðið til vegna útgáfu Alþýðu- blaðsins. Þessi söfnun er nú að hef jast, og nefnist hún Söfnun A 77. 8,4 milljónir í Auglýsingu um söfnunina segir: ,,Á þingi Alþýðuf lokksins síðast- liðið haust var gerð ítar- leg úttekt á eignum, skuldum og fjárhags- legum rekstri flokksins. Var þetta gert á opnum fundi, og fengu fjölmiðl- ar öll gögn um málið. Hefurenginn stjórnmála- f lokkur gert f járhagslega hreint fyrir sínum dyrum á þann hátt, sem þarna var gert. Það kom í Ijós, að Alþýðuflokkurinn ber all- þunga byrði gamalla skulda vegna Alþýðu- blaðsins. Nú um áramótin námu þær 8,4 milljónum króna að meðtöldum van- greiddum vöxtum. Happdrætti flokksins hefur varið mestu af ágóða sínum til að greiða af lánum. Það hefur hins vegar valdið því, að mjög hefur skort fé til að standa undir eðlilegri starfsemi flokksins, skrifstofu með þremur starf smönnum, skipu- lags- og fræðslustarfi. Samþykkt framkvæmdastjórnar Framkvæmdastjórn Alþýðuf lokksins hefur samþykkt að hefja söfnun fjár til að greiða þessar gömlu skuldir að svo miklu leyti sem framast er unnt. Verður þetta átak nefnt ,,Söfnun A 77" og er ætlunin að leita til sem flestra aðila um land allt. Stjórn söf nunarinnar annast Garðar Sveinn Árnason, f ramkvæmdastjóri flokksins. Má senda framlög til hans á skrif- stofu flokksins i Alþýðu- húsinu, en framlög má einnig senda til gjaldkera flokksins, Kristínar Guðmundsdóttur eða for- manns flokksins, Bene- dikts Gröndal. Það er von fram- kvæmdastjórnarinnar, að sem flestir vinir og stuðningsmenn Alþýðu- flokksins og jafnaðar- stefnunnar leggi sinn skerf í þessa söfnun svo að starfsemi flokksins komist sem fyrst í eðli- legt horf." SÍÍ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.