Alþýðublaðið - 11.01.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.01.1977, Blaðsíða 2
2 STJÚRNMÁL Þriðjudagur 11. janúar 1977 fflSS" alþýóu' blaöiö Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Hekstur: Heykjaprent hf. Hitstjóri og ábyrgöarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er i Síðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Áskriftarverð: 1100 krónur á mánuöi og 60 krónur i lausasölu. Er litsjónvarp lausnin? Útvarpsráð hefur nú tekið ákveðna afstöðu í litsjónvarpsmálinu. Ráðið vill, að Sjónvarpinu sé gert kleift að eignast búnað til útsendinga í lit og að þær verði hafnar í áföngum. Ráðið byggir þessa afstöðu sína meðal annars á áliti sérfræð- inga, sem telja, að á þessu ári og þeim næstu, þurfi að endurnýja mestan hluta tækja- búnaðar sjónvarpsins. Hins vegar gæti nú vax- andi erfiðleika á öflun varahluta til svart-hvítra útsendingartækja. Einnig megi búast við, að elztu sjónvarpstækin, sem nú eru í notkun, fari að ganga úr sér. útvarpsráð hefur einnig beint þeim til- mælum til stjórnvalda að þau heimili frjálsan inn- flutning lits jónvarps- tækja, og að tolltekjum verði varið til kaupa á lit- sendingartækjum, auk þess að standa undir frekari útfærslu og endurbótum á dreifingar- kerfi Sjónvarps. Það er að mörgu leyti tímanna tákn í íslenzku þjóðfélagi, að þegar kreppir að í ríkis- búskapnum skuli á það lögð áherzla að þjóðin fái litsjónvarp. Óhjákvæmi- lega verður kostnaðurinn við þessa breytingu mik- ill, þótt ætlunin sé að málið nái f ram að ganga í áföngum. Að öllum likindum verður komið litsjónvarp á íslandi áður en Útvarpið fær sómasam- legt húsnæði, áður en útvarpið nær truflana- laust til allra landsmanna og áður en svart/hvítu sjónvarpsútsendingarnar komast sómasamlega til notenda víða um land. Þetta er æði undarleg þróun, en líklega reynist ekki unnt að sporna við henni. Staðreyndin er sú, að islendingar eru orðnir svo háðir tæknilegum breytingum erlendis á þessu sviði, að ekki verður hjá því komizt, að taka ákvörðun um litsjón- varp innan tíðar. Þegar reist hefur verið jarðstöð hér á landi, og verði sjón- varpinu fjárhagslega kleift að taka við send- ingum viða að úr heim- inum, verða þær allar í lit. ísland er komið í þjóð- braut á þessu sviði og framhjá því verður ekki komizt. Stjórnvöld taka endan- lega ákvörðun um litsjón- varp. Þegar sú ákvörðun verður tekin þarf um leið að tryggja, að sú fyrir- ætlun breyti engu um aukna og bætta dreifingu útvarps og sjónvarps um landið. Eins fljótt og auðið er þarf að hefja framkvæmdir við smíði nýja útvarpshússins, enda fyrir löngu orðið stjórnvöldum til skamm- ar hvernig búið er að þeirri stofnun. Hún hefur verið á flakki á milli húsa, sem tekin hafa verið á leigu, og dýr- mætar og óbætanlegar eigur stof nunarinnar: hljómplötur, leikrita- handrit og bækur geymdar í kjöllurum og öðru leiguhúsnæði víðs- vegar um borgina. Því verður líklega ekki á móti mælt, að ýmsar aðstæður neyði Ríkisút- varpið og stjórnvöld til að hefja breytingar frá svart/hvítum útsend- ingum sjónvarps til lit- sjónvarps. En bitni það á öðrum þáttum útvarps- rekstursins er ver af stað farið en heima setið.-AG- Ritgerð um íslenzka verkalýðshreyfingu 1920-1930: „Bændur gerðust traustari banda menn borgarastéttar og embættismenn en verkalýðsins" Út er komiö ritið „tslenzk verkalýöshreyfing 1920-1930” eftir Svan Kristjánsson, lektor. Þetta er annað verkið i ritröð- inni „tslensk þjóðfélagsfræöi”, sem Félagsvisindadeild Háskóla tslands og Bókaút- gáfan örn og örlygur standa að. Rit Svans skiptist i eftirfar- andi kafla: Efnahagsgrund- völlur og verkalýöshreyfing: atvinnuhættir og stéttir, Atvinnuástand við sjávarsið- una. — Barátta verkalýöshreyf- ingar: Hugmyndafræði, Viður-, kenning á samningsrétti, Kauptaxtar, Réttur til vinnu, Félagatala verkalýðsfélaga, Verkföll, Niöurstaða. Formáli. Formáli ritsins hefst á til- vitnun i Karl Marx: „Mennirnir skapa sjálfir sögu sina, en þeir skapa hana ekki að vild sinni, ekki við skilyrði sem þeir hafa sjálfir valið, heldur við þau skil- yrði sem þeir hitta fyrir sér, þeim eru fengin, þeir hljóta i arf. Arfur allra liðinna kynslóða hvilir sem farg á heila lifenda”. Siðan segir Svanur Kristjáns- son: „Fyrstu drög að þessu riti voru samin veturinn 1974-1975 til umræðu innan starfshóps Nor- ræna sumarháskólans. Hópur- inn fjallaði um verkalýðshreyf- ingu á Norðurlöndum og hafði Ólafur R. Einarsson umsjón með starfinu. Þetta er ekki heildarsaga verkalýðshreyfingarinnar á ár- unum 1920-1930. Ég ákvað ein- ungis að birta þennan tiltekna hluta rannsóknarinnar i von um að vekja áhuga og umræður um þróun og hlutverk samtaka is- lenzks verkalýðs. Nokkuð hefur örlað á slikri umræðu vegna 60 ára afmælis ASt en heimildir hefur skort, sem glöggva skilning á árangri og mistökum islenzkrar verka- lýðshreyfingar: Einnig er ihug- unar-og áhyggjuefni, að verka- lýðsfélögin og Háskóli íslands hafa vanrækt sögu verkalýðs- samtakanna. 1 ritinu er ekki gerð grein fyrir uppruna og viðgangi auð- magnsins á íslandi né heldur áhrifum þess á þróun verka- lýðshreyfingarinnar. Þetta er veigamikill galli. Hins vegar varpa ég fram þeirri tilgátu, að þróun kapitalismans á tslandi hafi veriö sérstæð. I Noregi, Danmörku og Englandi hafði um aldamótin 1900 safnazt um- framfjármagn, sem var fjárfest að hluta á tslandi. t upphafi var tögaraútgerðin að mestu leyti kostuð af erlendu fé og frjálsri innlendri fjárfestingu en bygg- ist ekkiá fjármagni, sem kúgað var út úr islenzkum landbúnaði. Sennilega er þetta ein höfuð- ástæða þess, að þróun auðvalds- skipulags á íslandi olli tiltölu- lega litlum stéttarátökum og þess, til dæmis, að bændur gerð- ust traustari bandamenn borgarastéttar og embættis- manna en verkalýðs. Um þesar getgátur má deila. En ég er þess fullviss, að rannsóknir á upphafi auðvaldsskipulags á Islandi er forsenda aukins skilnings á þróun islenzks þjóðfélags á tuttugustu öld”. Þannig kemst Svanur Kristjánsson að orði i formála sinum að þessu nýja riti. Innan skamms kemur út þriðja verkið i ritröðinni „íslenzk þjóöfé- lagsfræði”. Ber það heitið „Tvær ritgerðir” og eru eftir Harald Ólafsson, lektor. Rit- gerðirnar fjalia um sálnahug- myndir, trú og galdur. EIN- DÁLKURINN Hver er munurinn? I júnimánuði siðastliðinn var tveimur tollvörðum vikið úr starfi i Reykjavik, vegna þess að þeir voru sannir að þvi að hafa þegið „flösku i vasann”, eins og það var kallað, af skipstjórnarmönnum og skipverjum á millilandaskip- um sem afgreidd voru i Reykja- vikurhöfn. Þessir tveir menn hafa ekki tekið við störfum á ný, þar sem unnið er að rannsókn á hugs- anlegri aðild þeirra i smygli. „Flaska i vasann” væri þá hrein- lega mútur, ef um aðild þeirra aö smygli væri að ræða. Tollþjón- arnir 2 hafa allan þennan tima haldið fullum launum, sem verð- ur að telja harla eðlilegt, þar sem sektþeirra er alls ekki sönnuð, og staðreyndin mun vera sú, að flöskugjafir til tollþjóna munu vera nokkuð algengar án þess að þar liggi að baki neitt saknæmt athæfi. Vissulega ættu starfs- menn á borð við tollþjóna að sjá sóma sinn i þvi að þiggja ekki slikar gjafir, starfs sins vegna, það eri rauninni spurning um sið- ferðislega afstöðu. Hins vegar verður að telja hæpið að um sak- næmt atferli sé að ræða þegar slikt er gert. llaukur Guömundsson var settur frá störfum i siöasta mánuöi og hefur nú veriö sviptur hluta af launum sinum. Toliþjónar þeir sem settir voru frá störfum i júni i fyrra meðan rannsökuð væri hugsanleg aðild þeirra að smygli halda enn sihum fullu launum. Hver er munurinn? Þvi er á þetta minnzt, að i Visi i gær er sagt frá þvi, að Haukur Guðmundsson rannsóknarLög- reglumaðuri' Keflavik hefur verið sviptur hluta af launum sinum, frá og með siðustu áramótum. Haukur var settur frá störfum i siðasta mánuði og enn hefur ekki verið fullyrt að hann hafi gerzt sekur um ólögmætt athæfi. Hins vegar hefur handtaka Guðbjarts Pálssonar og félaga hans valdið talsverðum úlfaþyt og að þvi er virðist hjartslætti sumsstaðar, eins og raunar fleiri athafnir Hauks og félaga hans Kristjáns Péturssonar, án þess að farið verði nánar út i það hér. Hjá hinu verður ekki komizt, að gera samanburð á meðferðinni á þessum þremur mönnum og þeim mun sem þar er á. Tollvörðunum tveim annars vegar og Hauki Guðmundssyni hins vegar. Um lögmæti þeirrar ákvörðun- arað svipta Hauk launum sinum verður ekki rætt hér. Þetta getur bæði verið löglegt og rétt. En gilda ekki svipaðar reglur um alla opnbera starfsmenn? Eru þeir ekki undir sama hatti, toilverðir og lögreglumenn? pað væri sannarlega fróðlegt að fá skýringu hlutaðeigandi aðila á þessari mismunun. —hm.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.