Alþýðublaðið - 11.01.1977, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 11.01.1977, Blaðsíða 14
14 LISTSR/MENNING Þriðjudagur 11. janúar 1977 SKfö" ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Einn fremsti leikstjóri Breta leikstýrir Lé l'&tmmSír tonung'1 ' Þjóðleikhúsinu Nýlega hófust æfingar i Þjóðleik- húsinu á leikriti Shake- speares, Lér konungur. Einn af þekktustu yngri leikstjórum i Bretlandi, Hovhanness I. Pilikian stjórnar verkinu, en leikmynd gerir Ralph Koltai, sem er yfirleikmynda- teiknari við Royal Shakespeares Company i London. Lér Konungur hefur aldrei áður verið fluttur hér á sviði, en þetta er einn kunnasti harm- leikur Shakespeares og almennt talinn hinn vandasamasti. Lér hefur hins vegar verið fluttur i útvarp. Steingrimur Thorst- einsson þýddi fyrst leikinn fyrir tæpri öld, sú þýðing hefur aldrei verið leikin. Það er þýðing Helga Hálfdánarsonar sem hér veröur leikin, eins og i út- varpinu um árið. Stefán Baldursson er aðs toðarleikst jóri, Rúrik Haraldsson leikur Lé konung, Baldvin Halldórsson fiflið, Er- lingur Gislason Jarlinn af Gloster og Kristbjörg Kjeld, Anna Kristin Arngrimsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir dæturnar, Goneril, Regan og Kordeliu. Leikst jórinn, Pilikian, hefur staðið fyrir ýmsum mjög umræddum sýningum i Bret- landi undanfarin ár, t.d. i hátiðarleikhúsinu i Chichester og á Edinborgarhátiðinni. Koítai er i hópi fremstu leik- myndateiknara" heimsins um þessar mundir og fékk m.a. fyrstu verðlaun á alþjóðastef nu leikmyndateiknara i Prag i fyrra. Frumsýning á Lé konungi er fyrirhuguð 2. marz. Myndin er af leikstjóranum Hovhanness I. Pilikian. „Rotturnar deyja á gangstétt- um úti” Bölverkssöngvar heitir nýút- komin ljóðabók eftir Erni Snorra- son. Titill bókarinnar, Bölverks- söngvar, er að sögn höfunda „órökstudd þýðing á nafninu Maldoror” sem Isidore Ducasse orti um. Um hann segir i formála: „Isidore Ducasse, öðru nefni greifinn af Lautreamont, er sem næst óþekkt skáld á islenzku. Það sem hér er ritaö um hann er ekki hugsað sem kynning á skáld- inu. Oðru nær. Sennilega er ekki ráðlegt að kynna neinum ljóð hans eða hugsanir, þ.e. hann verðurekkikynnturneinum. Hins vegar er hugsanlegt að leggi menn upp i langa ferð, að þeir komi fram á veðurbarða vörðu á hæð nokkurri reista i minningu þessa óbilgjarna ungmennis. Frá þessum stað má sjá mannlifið i undarlegu ljósi”. í lok formálans segir svo um innblástur höfundar og hugmynd hans aö verkinu:,,."L’homme approximatif” eftir Tristan Tzara var oft við höfðalag mitt er Bölverkssöngvar voru ritaðir. Þetta var um jólin 1968 að kvöldi dags, að kráka barði óvægilega væng sinum við glugga minn, sá ég hana siðan hverfa upp i myrk- an klukkuturninn á klaustri heil- ags Mauritiusar, i Clervaux, þar sem ég dvaldi um þær mundir. Þessi kráka var aflvaki þessara söngva. Hafa þeir legið óhreyfðir hjá útgefanda siðan 1970, að þeir eru nú dregnir fram til birtingar. •■Híannski vegna þess að þeir timar eru komnir að rotturnar fara að skriða úr holum sinum og deyja á gangstéttum úti fyrir augliti manna”. Bölverkssöngvareru 32 blaðsiður að stærð, útgefandi er Helgafell. —ARH „Embættismannalýðurinn og kampavínsdtykkjan” Á næstunni munu af og til birtast i Alþýðu- blaðinu hugleiðingar eftir höfund, sem notar dulnefnið Orion XXX. — í þessum greinum verður fjallað um ýmislegt á stjómmála- sviðinu, og líklega ekki skafið utan af hlut- unum. Hér á eftir fer fyrsta greinin: Það er orðin nokkuð gömul venja, að formenn stjórnmála- flokkanna rita langhund við lok hvers árs og fjalla um ýmis helztu mál á hinu pólitiska sviði ársins, sem er að kveðja. Einnig bregður fyrir vangaveltum um hvað sé framundan, þótt þessir garpar gerist ekki beinir spá- menn, sem varla er von til. Hvað gera broddarnir. Það skein i gegnum þessar greinar allar, að margt hefur farið ömurlega hér á nýliðnu ári. Eini ljósi punkturinn er veruleg verðhækkun á erlend- um markaði á fiskafurðum okk- ar, einkum þó i Bandarikjunum. Þessi verðhækkun erlendis hefur stuðlað að þvi, að veruleg minnkun á viðskiptahalla er nú likleg, ef sómasamlegt aðhald er fyrir hendi. Vonandi læra landsfeðurnir af reynslunni. Ef þeir gera það ekki eru þeir ekki ásetjandi til frambúðar. Nú er búið að sökkva landinu eða þjóðinni i slikar ofsa skuldir að ekki verður meira að gert að sinni. Það er ofviða hverri þjóð að greiða fimmtu hverja krónu til lengdar af gjaldeyristekjum sinum.þetta verða þessir menn að skilja og taka mið af, hvað sem liður kennisetningum ein- hvers flokks. Það er stöðugt nuddað á þvi, að allur almenn- ingur verði að herða ólina, en sýna þessir broddar einhver merki um það, að þeir geri slikt hið sama? Það væri fróðlegt að fá um það dæmi. Embættismannalýður- inn. Fróðlegt var að heyra i þremur æðstu mönnum okkar um áramótin, þ.e.a.s. forset- anum, biskupnum og forsætis- ráðherranum. Biskupinn hélt stórmerka predikun kl. 11 á nýársdag eins og gömul venja er En kirkjugestir voru að þessu sinni sárafáir. Ekki eru boðskort send út hjá biskupi eins og gert er hjá forsetanum sama dag kl. 13. En þar kom embættismannalýðurinn og mætti vel og sparaði ekki kampavinið, enda billega fengið, borgað af almenningi þessa lands. Að mati greinar- höfundar og sennilega margra annarra, hefðu þó margir hverj- ir embættismannanna haft gott af þvi að hlýða á biskupinn og muna orð hans. Forsætisráð- herrann hóf mál sitt með þvi að vitna til þessara orða i „Gullna hliðinu”;Það er löng leið frá Is- landi til himnarikis. Það má nú segja”. Himnariki. Já, það má nú segja og meira en það. Litt virðist hún vera háð breytingum til hins betra, ef dæma má eftir atburðum sein- ustu ára. Að visu eru komin ný lög frá Alþingi um rannsóknar- lögreglu og meira fjármagni er veitt til lögreglunnar en áður hefur verið. En spyrja má: Er þetta leiðin að himnariki? Varla mun meirihluti þjóðarinnar hallast að þeirri skoðun. Betra væri fyrir landsfeðurna og ýmsa aðra áhrifamenn að hlúa meira að margvislegri starfsemi hinna ýmsu félaga i landinu, svo sem iþróttafélaga og leikfélaga. Það er til skammar hve Alþingi sýnir þessum málum litinn ræktarhug. Unglingavanda- málið svonefnda, væri vart til, ef hinir velöldu unglingar gætu eytt orku sinni við iþróttir og leiki og aðra holla skemmtan. Hvergi er meiri sjálfboðaliðs- vinna en hjá iþróttahreyfing- unni og ber að meta þetta starf að verðleikum. Það er engin fyrirmynd til hjá embættis- aðlinum i þessu efni og þvi tæp- ast með réttu unnt að áfellast unglinga, er hvergi geta unað við heilbrigða skemmtan eða starf. Hér þarf til að koma grundvallar breyting hjá opin- berum aðilum. Verði þessi breyting, má ætla, að skammt sé i þau orð að segja megi að við nálgumst himnariki með góðri hegðan, hvað sem veglengdinni h'ður. ORION Útreikningar sýndu að þyngd þessa hlutar var allt að 1000 tonn, v ar hér á ferðinni einhvers konar risavopn. Tækni/Vísindi í þessari viku: Jörðin: Fljúgandi ruslatunna -1. Árið 1972 urður radarstöðvar i Bandarikjunum vararvið gifur-t lega stóran hlut sem fór á mik-| illi feröi gegn um frá austri til| vesturs. Menn biðu i ofvæni eftir þvi livar þessi ókennilegi hlutur myndi lenda. En allt i einu þcg- ar liann átti einungis eftir 58 km til jarðar tók hann strikið út i geiminn. Sérfræðingar álita ná að þarna hafi verið á ferðinni loftsteinn, sem hcfði getað vald-i ið gifurlegu tjóni, ef hann hefði lent á iörðinni. Þarna skall hurð nærri hæl-| um. En þetta minnir á þá stað-l rcynd að jörðin er eins ogj fljúgandi öskutunna. Arlegaf lenda hér um það bil 16000 tonn j af geimsteinum og geimrykil sem verða á vegi jaröarinnar á | Indngsólihennarumgeiminn. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.