Alþýðublaðið - 11.01.1977, Blaðsíða 11
wa&d*' Þriðjudagur 11. janúar 1977
OTLÖNDll
Samábyrgð og samheldni er
meginmarkmið sósíalista
- nýársviðtal „Aktuelt”
við Willy Brandt
Blm. „Það kemur fram i nýút-
gefnum bréfaskiptum þinum við
Bruno Kreisky og Olof Palme,
að þú leggur mikla áherzlu á
raunhæfa fræðslu um hina
sósialisku hugmyndafræði.
Hvers vegna?”
Brandt: „Auðvitað gerum við,
evrópskir sósialistar okkur
ljóst, aðþar er grunnurinn undir
starfi okkar og skoðunum, mis-
jafnlega ljóst þó. En það er bara
viða um heimsbyggðina, sem
þetta er mönnum ekki eins inn-
gróið og þvi verðum við að
leggja aðaláherzlu á fræðsluna
og samræmingu, sem gerir
sósialistum allra landa mögu-
legt að starfa að samræmdum
markmiðum.”
Blm: Nú virðist vera um að
ræða verulega pólitiska hægri
sveiflu hér i Evrópu, þráttfyrir
ötula og áhrifarika baráttu
sósialista fyrir velferðarmálum
fólksins. Kapitalisminn virðist
standa traustum fótum. Litur
þúsvoá, að þetta sé ósigur fyrir
hinn lýðræðislega sósialisma?”
Brandt: „Þessuverðuraðsvara
bæði játandiog neitandi. Gerum
okkur grein fyrir, að kapital-
ismi nútimans er alls ekki hinn
sami og sá, sem Karl Marx
skilgreindi. Hann er orðinn
mjög blandaður, meðal annars
af okkar hugmyndum og þessi
blöndun virðist falla mörgum
vel i geð, miklu betur en eðlilegt
væri að halda, þegar allt kemur
til alls, miðað við fyrri skil-
greiningar á kapitalisma. Þetta
mál kann að lita öðruvisi út frá
bæjardyrum okkar Þjóðverja
en frá ykkar Skandinava.
Stéttaaðgreining hjá okkur
var áður fyrr miklu djúðstæðari
en f Danmörku og Sviþjóð og
hinn breiði grunnur okkar fólks I
lágstéttunum var verr upplýst-
ur. Annars er ekki svo ýkja
langt siðan Skandinavar urðu að
gh'ma, auk nokkurs stéttamun-
ar, einnig við fátæktina. Ef
þetta er rifjað upp, tel ég það
stórafrek, að hafa unnið veru-
leganbugá fátæktinni og nú býr
almenningur við tiltölulega
svipuð lifskjör og jafnrétti. Þá
er ekki hvað sizt mikilvægt að
við þokumst verulega i áttina að
atvinnulýðræði.
Það á ekki neitt skylt við böl-
móð, þó ég telji að okkur sé full
þörf á að gera okkur grein fyrir
og ræða um framhald velferðar-
þjóðfélagsins.”
Blm: „Hvernig telur þú, að
standa eigi að þeim umræð-
pm? ”
Írandt: „Samábyrgð og sam-
eldni, eins og við sósialistar
skilgreinum það hugtak er
tengiliðurinn milli frelsis og
réttlætis. Aðeins með þvi að
rækja það og rækta i hugum
fólksins getum við náð mesta
hugsanlegu réttlæti og samfara
þvi mestu einstaklingsfrelsi.
Lykillinn að þessu er, að með æ
betur þroskaðri ábyrgðartil-
finningu, geti einstaklingsfrels-
ið þróast með sjálfsaga. Sam-
ábyrgð, eins og hér er rætt um,
verður ekki lögboðin, þaðan af
siður þvinguð fram. Uppspretta
hennar verður aö vera i hug-
skoti fólksins, og það er eitt
þýðingarmesta verkefni okkar
nú að styðja að þeim skilningi.
En það skal tekið fram, að
með samábyrgð og samheldni
er alls ekki átt við að stefna eigi
að ágreiningslausum heimi,
siöur en svo. Þetta mál verður
ekki leyst i eitt skipti fyrir öll.
Það verður að vera í stöðugri
þróun og samhæfingu. Þetta er
skiljanlegt þegar litið er á hið
mikla djúp, sem enn er staðfest
milli hinna bezt og verst settu af
þjóðum heims.”
Alþjóða vinnumálastofnunin:
Konur látnar
hætta fyrst
- og eru þær síðustu sem eru ráðnar að nýju
Talið er að samdrátturinn und-
aníarin ár i iðnvæddu löndunum
hafi valdiðþviað um sjömilijónir
kvenna hafi misst atvinnuna, að
þvi er segir i skýrslu sem töl-
fræðideild Alþjóða vinnumála-
stofnunarinnar birti fyrir
fáeinum vikum. Þessi skýrsla er
byggð á upplýsingum, sem
fsngnar voru frá 18 löndum i
Vestur-Evrópu, Bandarikjunum,
Kanada, Japan, Astraliu og Nýja
Sjálandi.
Konur eru um 40 prósent þeirra
sem atvinnulausir eru i þessum
löndum en eru þó ekki nema 35%
vinnuaflsins. Með örfáum undan-
tekningum sýna tölurnar fram á
það, að konunum er yfirleitt sagt
upp á undan karlmönnunum. 1
Sviþjóð var það til dæmis þannig i
júli, að helmingur allra þeirra,
sem voru á atvinnuleysisskrá
voru konur. 1 Belgiu voru helm-
ingi fleiri konur atvinnulausar en
karlar. I Frakklandi fjölgaði
atvinnulausum körlum frá þvi i
mai 1975 og þar til i mái 1976 um
rúmlega 26 þúsund, en á sama
tima fjölgaði atvinnulausum
konum um 88 þiisund. 1 Japan er
talið að fjölmargar konur hafi
„dregið sig i hlé”, eins og það er
orðað. Með öðrum orðum, hætt að
vinna og láta ekki einu sinni skrá
sig atvinnulausar.
Þegar atvinnuástandið fer svo
batnandi á nýjan leik, þá hefur
það sýnt sig aö körlum er það
auðveldara en konum að komast i
vinnu eftir að hafa gengið
atvinnulaus. Það er ekki bara að
konurnar séu með þeim fyrstu
sem sagt er upp, heldur eru þær
lika með þeim siðustu sem eru
endurráðnar.
Frá þvi i jUli 1975 til jafn-
lengdar 1976 var það þannig i
Vestur-Þýzkalandi að hlutfali
kvenna meðal hinna atvinnulausu
hækkaði Ur 44 prósentum i 50
prósent á þessu timabili.
Atvinnulausum konum fjölgaði á
þessu timabili um 107 þúsund, en
á sama tima fækkaði atvinnu-
lausum köblum um 17 þúsund.
Svipuð hefur þróunin verið i
Bandarikjunum. Frá þvi i ágUst
1975 og þar til i ágúst 1976 fækkaði
atvinnulausum körlum um 425
þúsund, en atvinnulausum konum
fjölgaði hinsvegar um 80 þúsund.
Hvað Bretland snertir þá var
það þannig á timabilinu frá þvi i
júli 1974 til júli 1975 að atvinnu-
lausum körlum fjölgaði um 64
prósent. Hjá kvenfólki i Bretlandi
varð aukningin á þessu sama
timabili hinsvegar 127 prósent.
Næsta ár þar á eftir varð heldur
minni aukning en munurinn hélst,
— 37 prósent hjá körlum, 94
prósent hjá konum.
Skortur á menntun
og tækifærum
Það sem gerir það að verkum,
að velflestar konur lenda i keim-
likum störfum byggist á þróun,
sem hefst snemma á skólaskeið-
inu, að þvi ersegir i nýrri bók frá
ILO, „Women Workers and
Society”. Skólakerfið mótar það
strax i upphafi talsvert i hvaða
störf konur fara.
i Sviþjóð þar sem verulegt átak
hefur verið gert til að breyta
þessu og jafna þann mun sem
þarna hefur verið og er á aðstöðu
karla og kvenna er það samt svo,
að almennt má segja að konur
geti valið milli 25 starfa, en karl-
menn milli 300 starfa.
En það er ekki aðeins skortur á
tækifærum, sem veldur mörgum
konum erfiðleikum. Þar kemur
einnig menntunarskorturinn til.
Niðurstöður rannsókna, sem
nýlega voru gerðar i Frakklandi
leiddu i ljós, að tæplega helm-
ingur þeirra kvenna sem voru
atvinnulausar höfðu hætt skóla-
námi sextán ára gamlar eða jafn-
vel ennþá yngri.
Það er eftirtakanlegt, að ýmis
störf sem áður voru sérgreinar
karlmanna, en einhverra hluta
vegna gefa nú ekki eins góða
tekjumöguleika og áður, eru nú
skyndilega talin vera við hæfi
kvenna. Þetta á til dæmis við um
latasaum. Störf þar sem vænta
má glæstrar framtiðar eru hins-
vegarennþá yfirleittöll á sérsviði
karlmanna. Þegar tölvutæknin
kom fyrst til störfuðu margar
konur við forskriftir, en þegar
þessi störf urðu betur launuð og
þar sköpuðust betri möguleikar á
að hækka i starfi, þá fór strax að
bera á þvi að þessi störf þættu
ekki eins við hæfi kvenna. t mörg-
um tilvikukm er það svo nú, að
konum er beinlfnis ráðið frá þvi
að fara að starfa á þessum vett-
vangi.
1 þessari bók, sem að oían er
getið, eru fjórtán greinar eftir
höfunda Urýmsum hlutum heims,
og allir halda þeir þvi fram að á
öllum stigum samfélagsins sé
stöðugt verið að taka ákvarðanir
er varði konur, án þess að þær séu
hiö minnsta spurðar álits. Þvi er
mælt með þvi að konur eigi sina
fulltrUa i öllum nefndum og
ráðum sem annast samning og
ákvarðanatöku, ekki aðeins á
vinnumarkaðinum og i einstökum
fyrirtækjum heldur einnig' i
skólum og menntastofnunum.
KOSTABOÐ
á kjarapöllum
KJÖT & FISKUR
Breiðholti
Simi 7 1200 — 7 1201
<*%
>* *@
P0STSENDUM
TRULOFUNARHRINGA
jtoliomcs icnssou
it.uia.iucai 30
ss'imi tí> 200
DUDA
Síðumúla 23
^ími 04900
Heimiliseldavélar,
6 litir - 5 gerðir
Yfir 40 ára reynsla
Rafha við Óðinstoig
Simai 25322 og 10322
Birgir Thorberg
málarameistari
simi 11463
Onnumst alla
málningarvinnu
— úti og inni —
gerum upp gömul húsgögn