Alþýðublaðið - 11.01.1977, Síða 9

Alþýðublaðið - 11.01.1977, Síða 9
JJHjJS1' Þriðjudagur 11. janúar 1977 Útvarpsráð vill fá litsjónvarp! Útvarpsráð hefur ein- róma samþykkt ályktun, þar sem tekin er ákveðin afstaða í litasjónvarps- málinu. Vill ráðið að Sjón- varpinu sé gert kleift að eignast búnað til útsend- inga i lit og að þær verði hafnar í áföngum. Á fundi sinum 7. þessa mánaðar samþykkti útvarpsráð einróma eftirfarandi ályktun: „Útvarps- ráð telur eðlilegt að Sjónvarpinu sé gert kleift að eignast búnað til útsendingar i lit og slikar útsend- ingar verði hafnar i áföngum. bað er álit ráðsins, að ákvörðun um litasjónvarp sé timabaer nú, og með henni sé stigið mikilvægt skref i átt til betri dagskrárgerö- ar samkvæmt nýjustu tækni. A þessu ári og þeim næstu telja sérfræðingar að endurnýja þurfi mestan hluta tækjabúnaðar sjón- varpsins, en vaxandi erfiðleika gætir við öflun varahluta til svart- hvitra útsendingartækja. Auk þess má búast við, að elztu sjón- varpstækin, sem nú eru i notkun fari að ganga úr sér. Útvarpsráð beinir þvi þeim til- mælum til sjórnvalda að þau heimili frjálsan innflutning lit- sjónvarpstækja, og tolltekjum verði varið til kaupa á litsending- artækjum, auk þess að standa undir frekari útfærslu og endur- bótum á dreifingarkerfi Sjón- varps. Útvarpsráð vekur athygli á þvi, að viðast hvar eru afnotagjöld af litsjónvarpstækjum hærri en af svarthvitum og bendir á þann möguleika, að auknum tilkostn- aði við litútsendingar og endur- bætur á dreifikerfi verði mætt með slikum hætti.” Herrakvöld Lions- klúbbsins NJARÐAR n.k. föstdagskvöld Arlegt Herrakvöld Lions- klúbbsins Njarðar veröur haldið i Lækjarhvammi, Hótel Sögu föstudaginn 14. janúar og hefst kl. 19.00. A Herrakvöldinu fer fram aö venju málverka- og listmuna- uppboð. Boðin veröa upp málverk m.a. eftir eftirtalda aðila: Svein Björnsson, Pétur Friörik, Kristján Daviðsson, Kára Eiriksson, Steinþór Sigurösson, .Orlyg Sigurðsson, Sigurð Steins- son, Einar Hákonarson og Karl Kvaran. bá verða seldir happ- drættismiöar og verður dregið um marga glæsilega vinninga. Ræðumaður kvöldsins er Friðfinnur ólafsson forstjóri og Guörún Á. Simonar og Ómar Ragnarsson munu skemmta. Veizlustjórn annast Sveinn Snorrason. Agóði af Herrakvöldinu rennur óskertur til liknarmála, má nefna aö Njörður hefur gefið Háls-, nef- og erynadeild Borgarspitalans sérstök heyrnamælingatækisem ekki hafa verið til hér á landi, og eru þessi tæki væntanleg til landsins um næstu mánaöamót. Verð þeirra er um 3 milljónir kr., aö frádregnum tollum og aðflutningsg jöldum. beir sem áhuga hafa á að taka þátt i Herrakvöldinu snúi sér til Sigurðar Jónssonar i sima 86144, Helga Sigurðssonar i sima 38500 eöa Björns Theódórssonar I sima 27800. FRÉTTIR 9 Slökkviliðið narrað 11 sinnum á síðasta ári Á siöastliðnu ári voru sjúkraf lutningar á vegum slökkviliös- stöðvarinnar i Reykjavík alls 10177. Þar af voru flutningar innanbæjar alls 9217, en utanbæjar samtals 150. Flestar voru ferðirnar farnar í des- ember, en þann mánuð voru þær samtals 984. Útköll slökkvilibsins á árinu urðu alls 325. 1 268 skipti reyndist eldur vera laus, en i 73 tilfellum var um að ræða grun um eld, eða linusnertingu. Ellefu sinnum reyndist vera um gabb að ræða. Flest urðu út- köllin i desember, eða alls 36. Orsakir eldsvoðanna mátti yfirleitt rekja til ikveikju, eða i 101 skipti, en 38 sinnum kviknaði i af völdum rafmagns. Langflest uröu útköllin i Reykjavik, eða alls 240. Næstur i röðinni kom Kópavogur, en þangað var slökkviliðið kvatt 23 sinnum á árinu. 1 tuttugu skipti reyndist vera um eld að ræða. —JSS GREIÐENDUR vinsamlega veitið eftirfarandi erindi athygli: Frestur til að skila launamiðum rennur út þann 19. ianúar. Það eru tilmæli embættisins til yðar, að þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á miðana og vandið frágang þeirra. Með því stuðlið þér að hagkvæmni í opin- berum rekstri og flrrið yður óþarfa tímaeyðslu. RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.