Alþýðublaðið - 11.01.1977, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
& I pyou*
Þriðjudagur 11. janúar 1977 ssiaóið
Ungur Frakki sem nefndur hefur verið
Marco Polo nútímans,
er staddur á íslandi
- sýnir kvikmynd og flytur erindi um heimshornaferðalag sitt
Laugardaginn 15.
janúar kl. 3 mun Frakk-
inn André Brugiroux sýna
á Hótel Loftleiðum
tveggja klukkustunda
mynd/ sem hann hefur
tekið og lýsir 18 ára
ferðalagi hans í gegnum
135 lönd.
André Brugiroux sem af
evrópskum dagblöðum hefur
verið nefndur Marco Polo vorra
tima, var 17 ára þegar hann
yfirgaf Paris með 2 dollara i
vasanum, i þeim tilgangi að
ferðast kringum heiminn. Ekki
var það ætlun André að ferðast
sem túristi, heldur var tilgang-
urinn með ferðalagi hans að
fræðast um mannkyniö, eðli
þess og háttu.
Að loknum 9 árum i ýmsum
Evrópulöndum, þar sem hann
lærði 5 tungumál og eftir
þriggja ára dvöl i Kanada þar
sem hann safnaöi fyrir ferða-
kostnaði, hóf hann ferðalag sitt
með það fyrir augum að upp-
götva heiminn á eigin spýtur.
Hann ferðaðist sem putta-
lingur á öllum hugsanlegum
farartækjum og lifði oftast nær
á einum dollara á dag.
André ferðaðist um þvera og
AA heimshornaflakkinu loknu.
endilaga Ameriku, eyjarnar i
Kyrrahafinu, Suð-austur Asiu,
Siberiu, Austurlönd nær, Ind-
land, Iran og Afriku.
í kvikmyndinni sem André
sýnir á laugardag, gefst áhorf-
endum kostur á að fylgja honum
til Alaska, þar sem hitastig fer
allt að 45 gráðum niður fyrir
frostmark, á eyðimerkur
Ástraliu þar sem hitinn fer aftur
á móti i 60 gráður upp fyrir
frostmark, til hausaveiðara i
Borneo, buddamunka i Bang-
kok, yogaiökenda á Indlandi, á
samyrkjubú i tsrael og siðast en
ekki sizt i fangelsd i Boliviu, en
þar var hann tekinn i mis-
gripum fyrir skæruliða Che
Guevarra.
Að eigin sögn komst André
Brugiroux smátt og smátt aö
þeirri niðurstöðu vegna reynslu
sinnar i samskiptum við allt það
ólika fólk sem þessa jörð
byggir, að jörðin sé eitt land og
lýsir hann þessari skoðun sinni i
samnefndri bók. ,,Að þessum
átján árum liðnum, segir hann,
veit ég ekki lengur hvað útlend-
ingur er, þvi ég horfi beint til
hjarta fólksins...”
—GEK
André Brúgiroux er á þessari mynd staddur I Indonesiu og
hér situr hann i indonesiskum leigubll eða rickshaw.
•Wtotaiitidilii
«|||f m
'°V i'/ 1 Mj
Baif — !■*•■*****• Mrnámm
RITGERÐARSAMKEPPNI
SKÓLABARNA
UM UMFERÐARMAL
A vegum Menntamálaráðu-
neytis, i samvinnu við Umferðar-
ráð, hefur kennurum allra 11 ára
skóíanemenda verið kynnt rit-
geröarsamkeppni sem standa
mun til 26. febrúar n.k. Nemend-
ur geta valið um eftirfarandi rit-
efni:
1. Hvernig get ég orðið góður
vegfarandi?
- 2. Minnisstætt atvik úr umferö-
inni.
3. I ófærð.
Áður en nemendur velja um rit-
efni er gert ráö fyrir aö umræöur
fari fram um viöfangsefnið.
Kennarar og skólastjóri velji síö-
an 2-6 bestu ritgeröirnar i hverj-
um skóla og sendi þær til um-
sjónarmanns keppninnar, Guð-
mundar Þorsteinssonar, skrif-
stofu umferðarráðs.
Tilgangur með ritgerðarsam-
keppni sem þessari er m.a. að
vekja nemendur til umhugsunar
um þá fræöslu sem þeir hafa
fengið, einnig að tengja um-
ferðarfræðsluna við aörar náms-
greinar.
Góð verðlaun eru i boöi:
1. Reiðhjól, S.C.O. 26”
(danskt). Gefandi: Reiöhjóla-
verzlunln ^örnínn, Reykjavik.
2. Borvél — Bosch eða raf-
magnshárbursti S.H.G. eftir vali.
Gefandi: Gunnar Ásgeirsson h/f
Reykjavik.
3.-5. Nýja fjölfræðibókin, út-
gef. Setberg. Gefandi: Setberg,
Reykjavik.
Þá er gert ráð fyrir að þrjár
beztu ritgerðirnar verði lesnar i
barnatima útvarpsins.
Dómnefnd skipa: Haukur Isfeld
kennari, tilnefndur af Umferðar-
ráði. Herdís Egilsdóttir kennari,
frá S.I.B. og Indriði Gislason,
námstjóri i islensku, frá Mennta-
málaráðuneytinu.
Á s.l. skólaári var efnt til
teiknimyndasamkeppni meðal 9
ára skólabarna og var þátttaka
mjög góð.
YFIR ATTfl HUNDRUÐ
SKILNAÐARMflL AF-
GREIDD FRfl BORGAR-
DÓMARA fl LIÐNU flRI
A siðasta ári voru af-
greidd samtals 5627 mál
við Borgardómaraembætt-
ið í Reykjavik/ sem eru
nokkru færri afgreiðslur
en árið þar á undan/ en þá
voru afgreidd 5886 mál.
Langflest þessara mála
voru flutt skriflega, eða
5204 mál, en munnlegur
málflutningur fór fram í
423 málum.
Þessar upplýsingar koma fram
i yfirliti um afgreiðslur mála viö
Borgardómaraembættið áriö
1976.1 þessu yfirliti vekur athygli
hinn mikli fjöldi skilnaðarmála
sem kemur til afgreiðslu em-
bættisins ár hvert.
Þannig voru á siðasta ári veitt
188 leyfi til skilnaðar að borði og
sæng auk þess sem önnur 652
skilnaðarmál voru afgreidd,
samtals 840 mál. Sambærilegar
tölur fyrir árið 1975 eru, 195 leyfi
til skilnaðar að borði og sæng auk
724 mála þar sem fullur skilnaður
er veittur, samtals 919 mál.
Þá má geta þess að á sama
tima og 840 skilnaðarmál voru af-
greidd frá embætti Borgar-
dómarans i Reykjavik, fram-
kvæmdi sama embætti 181 hjóna-
vigslu.
—GEK