Alþýðublaðið - 11.01.1977, Blaðsíða 6
I
VETTVANGUR
Þriðjudagur 11. janúar 1977 i3SSX"
Mcrki Happdrættisins ári6 1*77
Dregift I fyrsta sinn <1934) Myndin sýnir happdrættisráft og starfsmenn Happdrættis Háskóla Islands.
Börnin eru Ingigerftur Jónsdóttir og Jónas Gufibrandsson.
A vinningaskrá eru
2268 milljónir kr.
100 þúsund króna vinningum fjölgar um
Á föstudaginn hafði
stjórn Happdrættis Há-
skóla íslands boð inni
fyrir blaðamenn og
nokkra vinningshafa
frá siðasta happ-
drættisári. — bá voru
meðal gesta þau Ingi-
gerður Jónsdóttir og
Jónas Guðbrandsson,
sem drógu út vinninga
við fyrsta útdráttinn i
Iðnó árið 1934.
Guðlaugur Þorvalds-
son, háskólarektor,
gerði nokkra grein fyr-
ir starfi happdrættisins
og greindi frá þvi
hvernig tekjum þess
hefði verið varið. Það
helzta, sem fram kom i
greinargerð hans, fer
hér á eftir:
Fjárhæð vinninga
hækkuð. Miðaverð
hækkað. 70% veltu i
vinninga.
Nú er hafið 44. starfsár Happ-
draettis Háskóla íslands.
A vinningaskránni eru nú 2268
milljónir i boði en það er 25%
hærri upphæð en i fyrra. Jafn-
framt hækkar verö miða um
25% þannig að mánaðarlegt
endurnýjunarverð venjulegs
miða verður 500 krónur i stað
400 króna og trompmiða 2500
krónur i stað 2000 króna.
Happdrættið greiöir nú sem
endranær 70% veltunnar i vinn-
inga, og er það hæsta vinnings-
hlutfall, sem vitað er um i
heiminum, svo sem alkunna er.
Nýir 100 þús. króna
vinningar. Fjölgun 50
þús. króna vinninga.
Nýjungin á vinningaskrá árs-
ins 1977 er sú, að 3.060 100 þús.
króna vinningum er bætt við.
Einnig er 50 þús. króna vinning-
unum fjölgað úr 6.660 i 11.115.
Hins vegarfækkar 10 þús. króna
vinningunum litið eitt. Það er
von Happdrættis Háskóla Is-
lands, að 50 og 100 þús. króna
vinningarnir með möguleika á
allt að niföldun þeirra, verði
vinsælir hjá almenningi.
óbreytt fjárhæð hæstu
vinninga. — Fjölbreyti-
legir möguleikar til
spilamennsku. Vin-
sældir trompmiðans.
Hæstu vinningar verða eins og
áður niu 1 milljón króna vinn-
liðlega 3000
ingar mánaðarlega nema i
desember niu 2 milljón króna
vinningar.
Nú eru liðin nokkur ár, siðan
hæstu vinningamir voru siðast
hækkaðir, þó að mjög miklar
verðhækkanir hafi orðið i þjóð-
félaginu á þessum tima. Happ-
drætti Háskóla Islands hefur
þannig reynt að taka mið af
skoðunum viðskiptavina sinna
sem hafa haldið þvi fram að of
mikil áherzla hafi verið lögð á
háa vinninga. Sá hópur við-
skiptavina, sem kýs að spila
djarft um háa vinninga, hefur
samt sem áður möguleika á þvi
með þvi að kaupa trompmiða og
fimmfalda vinningsfjárhæðina
eða jafnvel nifalda hana með
þvi að kaupa trompmiða ásamt
E, F, G og H miöum, sem hver
um sig gefur einfalda vinnings-
fjárhæð.
Af framangreindu er ljóst, að
viðskiptavinunum er það að
töluverðu leyti i sjálfsvald sett,
hve háa vinningsfjárhæð þeir
spila um. bessi fjölbreytni sem
boðið er upp á, hefur greinilega
fallið igeö, þvi að annars vegar
er nú orðið litið til af lausum E,
F, G og H miðum og jafnhliða
hefur sala trompmiðanna geng-
ið mjög vel.
Háu vinningarnir litill
hluti heildarupphæðar
vinninga.
Nú fara tæplega 8% af
heildarupphæö vinninga i hina
svokölluðu „háu vinninga”, þ.e.
500 þús. króna, 1 millj. króna og
2millj.króna vinninga, tæplega
1% i 200 þús. króna vinninga, en
yfir 91% i lægri vinninga, þar af
um 55% i 10 þús. króna vinn-
inga.
Tölvutækni við útdrátt
vinninga
Snemma á árinu 1976 hafði
Happdrætti Háskóla Islands
forgöngu um samvinnu stóru
happdrættanna um notkun tölvu
við útdrátt vinninga, svo sem nú
tiðkast um allan heim i sam-
bærilegum happdrættum. Full-
vist má telja, að þessi tækni-
breyting gefi góða raun.
Útdráttur i tölvu breytir ekki
þvi, að enn sem fyrr er það til-
viljanakenndur útdráttur sem
ræður þvi hvaða miðar hljóta
vinning. Einasta breytingin er
sú, að tölvan skrifar út þau
númer, er fá vinning.
Velta Happdrættis Há-
skóla íslands 1968-1977.
Meðfylgjandi tafla sýnir
glögglega þá aukningu sem
orðið hefur i veltu Happdrættis
Háskóla tslands undanfarin ár.
Ar Söluverðmæti miða
1968 ............ 112,5 millj. kr.
1969 ............ 142,6 millj. kr.
1970 ........... 212,2 millj. r.
1971 ............ 236,3 millj. kr.
1972 ............ 379,3 millj. kr.
1973 ............ 405,8 millj. kr.
1974 ............ 638,1 millj. kr.
1975 ........... 875,6 millj.kr.
1976 ........... 1201,1 millj. kr.
1977 ........... 1359,0 millj. kr.
Ekki endanleg tala. Áætlun á
fjárlögum.
Hagnaður af rekstri
Happdrættis Háskóla
Islands.
Reikningar ársins 1976 hafa
ekki verið gerðir upp ennþá en
gera má ráð fyrir þv-i að
heildarhagnaðurinn af happ-
.drættisrekstrinum verði um 250
milljónir króna.
Hvað er gert við
hagnaðinn?
Allt að þvi 50 milljónir króna
(eða 20% hagnaðarins) renna i
rikissjóð og er þeim hluta ein-
göngu varið i þágu bygginga-
framkvæmda fyrir rannsókna-
stofnanir atvinnuveganna (þ.e.
sjávarútvegs, landbúnaðar,
iðnaðar og byggingastarfsemi).
bannig njóta hagnýtar rann-
sóknir i þágu atvinnuveganna
beint Happdrættis Háskóla Is-
lands. Auk þess nýtur þjóðin öll
beint og óbeint happdrættis-
hagnaðarins, þar sem 80% hans
renna til framkvæmda Háskóla
tslands.
Arlega er gerð framkvæmda-
áætlun fyrir Háskóla Islands,
þar sem ráðstöfun fjárins er
ákveðin. Auk happdrættis-
hagnaðarins rennur nú nokkur
fjárhæð úr rikissjóði til fram-
kvæmdanna. Fulltrúar Háskól-
ans vinna ásamt fulltrúum
ráðuneyta menntamála og fjár-
mála að undirbúningi þessarar
framkvæmdaáætlunar.
Nýbyggingar, viðhald
húsa og lóða, búnaður
og tæki, skipulag
Langmestur hluti fjárins fer i
nýbyggingar, en með fjölgun
húsa fer vaxandi hluti eðlilega i
viðhald húsa, lóða og alls kyns
búnaðar, auk þess sem tækja-
kaup háskólans og kaup innri
búnaðar eru fjármögnuð af
happdrættisfé.
Unnið hefur verið að skipulagi
háskólalóðarinnar, en þar er
enn mikið verk óunnið, og til
þess verður að kosta nokkru fé.
A næstu árum mun töluverður
hluti nýbyggingarfjárins renna
til framkvæmda á Landspitala-
lóft, sem bæði verða i þágu Há-
skólans og Landspitalans. Jafn-
hliða er ætlunin að halda áfram
byggingum á háskólalóftinni og
er nú unnið kappsamlega að
undirbúningi ákvörðunartöku
um næstu byggingar þar.
Nokkrar helztu fram-
kvæmdir, sem kostað-
ar hafa verið af happ-
drættisfé.
Frá stofnun Happdrættis Há-
skólans fyrir 43 árum hafa
margvisleg mannvirki risið,
Framhald á bls. 10
Agófti af veltu Happdrettis Háskóla lslands rennur til uppbyggingar Háskólans, beftl tll nýbygginga og
einnig til vifthalds og tækjakaupa.