Alþýðublaðið - 11.01.1977, Blaðsíða 5
ð3&T Þriöjudagur 11. janúar 1977
VETTVANGUR 5
Garðar Sveinn Árnason skrifar:
Á flokksþingi Jafnað-
armanna í Portúgal
11 setti svo formaður flokksins
(en staða formanns er valda-
laus virðingarstaða) gamall
maður og elskulegur, þingið.
Siðan sté aðalritari flokksins,
Mario Soares i ræðustól og hélt
aðal setningarræðu þingsins.
Talaði hann i hálfa þriðju
klukkustund. Þótt ekki væri
fyrir að fara skilningi á orðum
hans h já undirrituðum, var ekki
hægt annað en hrifast af ræðu-
mennsku hans. Hvað eftir annað
stóð þingheimur upp og hrópaði
slagorð flokksins þegar stig-
andinn i ■ ræðunni reis sem
hæst. Undir þeirri ræðu varð
fyllilega ljóst hversvegna til-
tölulega illa skipulagður flokkur
jafnaðarmanna vann i fyrstu
frjálsu kosningunum yfirburða-
sigur yfir hinum einræðis-
sinnaða og vel skipulagða flokki
kommúnista. Þar unnu saman
annarsvegar persónutöfrar og
ræðusnilld Soaresar og stefnu-
skrá sem féll vel i geð almenn-
ingi i landinu, og hins vegar
hræðsla Portúgala við einræði
kommúnista sem þar i landi
þora að viðurkenna markmið
sitt. Þingið var haldið i Iþrótta-
höllinni i Lissabon, og liklega
verður það ógleymanlegast frá
setningarathöfninni, þegar
mannfjöldinn i þessu mikla húsi
reis á fætur og söng, með
hendur á lofti, Internationalen.
Iþróttahúsið er gömul bygging,
ein af þeim sem setja sérstakan
svip á borgina. Áhorfenda-
svæðin eru upphækkaðir tré-
pallar, og um leið og gengið var
inn var öllum afhent sessa til að
sitja á, og var að sjálfsögðu ekki
farið i neitt manngreinarálit.
Mátti þar sjá jafnt, með sessu i
annarri hendi, portugalska
verkamenn og virðulega gesti
og ráðherra sins heimalands.
Portúgalir eru miklu opnari
þjóð en við Islendingar. Þetta
gerir þing þeirra miklu
skemmtilegri á að horfa, en
okkar, þar sem þeir eru
ófeimnir við að standa upp,
klappa og hrópa slagorð ef þeim
likar eitthvað vel sem sagt er,
eftir frekari stuðningi jafnaðar-
mannaflokka um heim allan við
þá baráttu. Hins vegar var
ávarp Anselmo Sule fyrrum
ráðherra istjórn Allende i Chile.
Rakti hann fyrst hvernig
ástandið er þar i landi eftir
þriggja ára ógnarstjórn en
siðan snéri hann máli sinu til
Portúgala, skoraði á þá að
leggja af innbyrðis deilur og
snúa sér að þvi af alefli að
byggja upp nýtt og betra land.
Að öðrum kosti væri hætta á að
samskonar ástand skapaðist i
Portúgal og nú er i Chile, og
mátti heyra samskonar ótta á
ýmsum ræðumönnum á
þinginu.
Ástandið i Portúgal
En hvernig er- svo ástandið I
Portúgal?
Efnahagsástand landsins er
mjög bágborið, enda hefur það
nú misst allar sinar nýlendur,
sem það áður byggði svo mjög
afkomu sina á. Ennfremur
hefur framleiðni i iðnaði
minnkað mjög, eða um 38%.
Stafar það fyrst og fremst af þvi
hversu tið verkföll hafa verið i
landinu allt frá þvi að byltingin
var gerð. Seinni vikan sem ég
var i landinu mun hafa verið
fyrsta vikan i tvö ár sem ekkert
verkfall var i landinu.
Ennfremur hefur það valdið
miklum erfiðleikum að yfir hálf
milljón manna fluttist frá
fyrrum nýlendum. Margt af
þessu fólki kom blásnautt til
landsins og engin atvinna var til
fyrirþað, svo það hefur komið i
hlut rikisstjdrnarinnar að sjá
þessu fólki fyrir húsaskjóli og
nauðsynum. Þá virtist ótti
mikill vera meðal almennings
um valdarán hersins ef um stór-
fellt fylgistap jafnaðarmanna
yrði að ræða i bæjarstjórnar-
kosningunum i desember, en
sem kunnugt er héldu jafnaðar-
menn velli og vonandi er þessi
hætta nú liðin hjá.
Mikið vöruúrval er i verzl-
unum og standa ýmsar þeirra
ekkert að baki þvi sem best sést
i nágrannalöndum okkar.
Verðið virðist ekki ýkja hátt
þrátt fyrir verðbólgu þá er
geysað hefur þar að undanförnu
og hefur sprengt öll evrópsk
mörk, nema auðvitað okkar.
Uppbygging iðnaðar er hafin
og binda ráðamenn miklar
vonir við að Portugal geti i
framtiðinni orðið voldugt og virt
iðnriki, enda eru portugalskar
vörur samkeppnisfærar bæði að
verði og gæðum.
Ljóst er samt að um gifurlega
erfiðleika verður að ræða i
landinu á næstu árum, en
vonandi tekst þessu yngsta
lýðræðisriki Evrópu að standa
af sér þá storma og byggja upp
betra og réttlátara þjóðfélag.
Vingjarnlegt viðmót
Portúgalar eru mjög viðmóts-
þýðir og hjálpsamir. Þvi til
sönnunar vil ég nefna tvö dæmi:
Það var eitt kvöld i Lissabon
að við fengum okkur gönguferð
um kvöldið, tveir félagar. tstað
þess að ganga eftir breið-
strætum borgarinnar gengum
við inn i fyrstu hliðargötu og
létum siðan ráðast hvaða götu
við gengum. Um miðnætti
vorum við komnir eitthvað
langt inn i borgina og að sjálf-
sögðu orðnir rammvilltir. Þá
bar okkur þar að sem f jölskylda
stóð við bifreið og var að tala
saman. Ég snériméraðþeim og
nefndi nafn hótelsins i þeirri von
aðþau gætu visað okkur leiðina.
Eftir vingjarnlegt svar sem ég
að sjálfsögðu skildi ekki, ákvað
ég að nota næstum alla mina
portugölsku málakunnáttu til að
gera gleggri grein fyrir okkur.
Það gerði ég á eftirfarandi hátt.
„Partido Socialista Congresso
— Islandia Bakkalá” (Þing
Jafnaðarmanna — tsland salt-
fiskurí.Eftir þessar upplýsingar
var ekki við annað komandi en
við settumst inn i bilinn og þetta
vingjarnlega fólk ók okkur beint
heim á hótelið, og að sjálfsögðu
mátti það ekki heyra minnst á
borgun.
Þegar við vorum staddir i
Oporto var það einn morguninn
að við vorum að skoða i verzl-
anir sem voru i grennd við
hótelið. 1 einni verzluninni var
ung stúlka sem gat talað ensku,
annars virðist það fátitt. Við
spurðum hana m.a. að þvf hvort
ekki væri einhver söfn i
grenndinni, eða gamlar bygg-
ingar sem áhugavert væri að
skoða. Hún kvað það vera en
bauðst jafnframt til að koma á
hótelið eftir vinnu og sýna okkur
þá það sem merkilegast gæti
talist. Og það gerði hún svika-
laust, þvi það var ekki fyrr en
undir miðnætti semhún taldi sig
vera búna að sýna okkur það
markverðasta. Ög auðvitað lá
við að hún móðgaðist þegar
borgun var boðin fyrir allt þetta
ómak, enda þáði hún hana alls
ekki.
Viöskipti landanna
Portúgal er, næst á eftir
Ba n da ri k ju nu m , stærsti
kaupandi útflutningsvara
okkar, enda fer lang mestur
hluti alls saltfisks sem hér er
verkaður, þangað og er það þvi
mikið kappsmál fyrir okkur að
þessi góðu viðskipti geti haldið
áfram. Það er samt ekki hægt
að sjá að islenzkum innflytjend-
um sé mikið i mun að efla þessi
viðskipti. Að visu hefur eitthvað
verið flutt inn af netum og
öðrum Utgerðarvörum, eitthvað
mun vera af vinum hér en aö
öðru leyti munu hér vart finnast
portugalskar vörur. Þeir ráða-
menn sem ég talaði við þar
lögðu allir mikla áherzlu á
aukin viðskipti af hálfu
Islendinga. Ennfremur bentu
þeirá þann möguleika að ferða-
skrifstofur okkar reyndu að
beina sólþyrstum Islendingum
til landsins i framtiðinni. I þvi
sambandi er eitt vist. Það
verður enginn fyrir vonbrigðum
sem til þessa fallega lands
kemur og gefur sér tima til að
kynnast þvi vingjarnlega og
opinskáa fólki sem þar býr.
A INTERN ATIONAL
Þessum sundurlausu þönkum
um Portúgal vil ég ljúka með
Internationalnum á portu-
gölsku.
A pé ó vitimas da fome
Nao mais nao mais a servidao
Que já nao há forca que dome
A forca da nossa razao
Pedra a pedra rua o passado
A pé trabalhadores irmaos
Que o mundo vai ser trans-
formado
Það var komið myrkur þegar
flugvélin sveif inn yfir landa-
mæri Portúgal svo aðeins ljósin
niðri á jörðinni gáfu til kynna
hvar bæir og borgir voru. Eftir
að hafa svifið góða stund suður
yfir landinu var lent á flug-
vellinum skammt utan við
Lissabon.
Þegar ég fór þar i gegnum
vegabréfsskoðunina þótti eftir-
litsmanninum full ástæða til að
rannsaka skjöl min örlitið
nánar, þar sem á vegabréfinu
stóð ísland, en ég hafði skrifað
Iceland á útfyllingarskjöl þau er
afhent voru i flugvélinni. Þetta
bjargaðist samt fljótt, þar sem
portúgalskur farþegi útskýrði
fyrir varðmanninum að þetta
hvorttveggja væri eitt og hið
sama landið, þ.e. Islandia. Var
þetta ekki i siðasta skiptið sem
þetta glaðværa og elskulega fólk
kom til aðstoðar óbeðið, ef það
sá að um einhver hugsanleg
vandræði væri að ræða.
Flokksþingið
Flokksþing Jafnaðarmanna-
flokks Portúgals hófst klukkan
10 að morgni laugardagsins 30.
okt. meðjivi að lúðrasveit hóf að
leika 'baráttulög, og Mario
Soares heilsaði hinum erlendu
gestum er voru um 150 frá
liðlega 70 löndum. Um klukkan
og að sama skapi stappa i gólfið
ef eitthvað er sagt sem þeir
eru mótfallnir. Ekkert framboð
kom fram gegn Soares i stöðu
aðalritara flokksins, enda
virtist hann njóta óskoraðs
traustsallra flokksmanna, en til
kjörs annara fulltrúa i fram-
kvæmdastjórn komu fram tveir
listar, annar borinn fram af
Soares en hinn borinn fram af
ungum mönnum og virtist aðal-
skoðanamunur þessara tveggja
hópa liggja i afstöðunni til þjóð-
nýtingar stórbýla. Vann listi
Soaresar yfirburðasigur, enda
stóð hann sjálfur i fararbroddi
baráttunnar og flestir aðrir ráð-
herrar fylgdu honum mjög að
málum.
Erlendir gestir
Eins og fyrr er sagt, sat þing
þetta mikill fjöldi erlendra
gesta, og fluttu ýmsir þeirra
ávörp á þinginu. Þeirra á meðal
voru Willy Brandt, Olof Palme,
Bruno Kreisky, Kalevi Sorsa,
Francois Mitterrand. Tvö ávörp
vöktu þó tvimælalaust mesta
athygli: Avarp Felipe Gonzalez,
aðaíritara spænskra jafnaðar-
manna, sem skýrði frá baráttu
spænskrar alþýðu fyrir auknum
lýðréttindum. Þakkaði hann
'portúgölskum jafnaðar-
mönnum stuðning þeirra við
flokk sinn og óskaði jafnframt
Mario Soares, leiðtogi portúgalskra jafnaðarmanna
Por nossas por nossas maos
Bem unidos facamos
Nesta luta final
Uma terra sem amos
A INTERLANIONAL.
Þeir voru á þinginu:
Willy Brandt
Francois Mitterand
Olof Palme
Bruno Kreisky