Alþýðublaðið - 11.01.1977, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 11.01.1977, Blaðsíða 16
Hótel Hofi hefur verið lokað Eigendumir telja að Framsókn hafi svikið samning Rekstur Hótels Hofs hefur nú legið niðri frá þvi fyrir jól. Astæðan mun vera sú að eigend- um hótelsins, þeim Sigurði Haraldssyni og Haraldi Sigurðs- syni, var gert að rýma húsnæðið um áramót, þó með þeim skil- málum, að þeir hefðu forgangs- rétt á leigu þess eftir þann tima, ef þeir vildu. Forsaga þessa máls er sú, að þegar leigusamningur um hús- næðið að Rauðarárstig 18 var gerður milli þeirra Haraldar og Sigurðar annars vegar og Hús- sjóðs Framsóknarflokksins hins vegar, voru i samningum ákvæði um ásigkomulag hússins. Hús- sjóðurinn stóð ekki við þessar skuldbindingar, þannig að á miðju siðasta sumri hætti hótelið að greiða leigu, vegna þessara vanefnda. Samningaviðræðum Húsbygg- ingasjóðs Framsóknarflokksins og hóteleigenda vegna þessa lauk Ekki er ákveðið enn hvort Tíminn flyzt í húsnæðið i desember sl. með samkomulagi þess efnis, að leigusamningur skyldi falla úr gildi frá og með áramótúm, hóteleigendur féllu frá kröfum á hendur Húsbygg- ingasjóði og sjóðurinn frá kröfum sinum um húsaleigu á hendur hótelhöldurunum. 1 samkomulag- inu var siðan ákvæði þess efnis, að húsnæði þar sem hótelið er i skyldi rýmt, ef til kæmi, en hins vegar hefði Hótel Hof, eins og fyrr er sagt, forgangs leigurétt á húsnæðinu. Rétt fyrir jól fékk svo Sigurður Haraldsson, hótelstjóri fyrirmæli þess efnis, að hann skyldi rýma húsnæðið um áramót. Það var eert. enda var fullyrt af hálfu Húsbyggingasjóðs, að dagblaðið Timinn ætlaði að flytja i húsnæð- ið. Siðan hefur komið i ljós, að það hefur enn ekki verið ákveðið i blaðstjórn Timans. Hóteleigendurnir hótuðu nú skaðabótamáli vegna úthýsingar sinnará þeim forsendum, að þótt Timinn væri að visu eign Fram- sóknarflokksins, þá væri fjárhag- ur þessara tveggja aðila aðskilinn og Timinn þvi i raun þriðji aðiii i málinu. bvi bæri Húsbygginga- sjóði Framsóknarflokksins að láta fara fram tilboð i húsnæðið, og leggja það i hendur hóteleig- endanna hvort þeir vildu greiða hærri húsaleigu en Timinn. Ingvar Björnsson lögfræðingur þeirra Haraldar og Sigurðar sagði i viðtali við Alþýðublaðið i gær, að nauðsynlegt væri að láta reyna á réttmæti úthýsingarinn- ar, vegna forleiguréttar Hótels Hofs. Hins vegar væru eigendurn- ir reiðubúnir til að opna hótelið aftur með nokkurra daga fyrir- vara. —hm. Námsmenn lierða sóknina STEFNAYFIRVÖLDUM FYRIR BÆJARÞING í DAG Krefjast þess einnig að hluti stjórnar LÍN segi af sér í dag verður lögð fram i bæjarþingi Reykjavikur stefna á hendur stjórn Lánasjóðs islenzkra námsmanna, mcnnta- málaráðhcrra og fjármála- ráðherra. Er stefnan grund- völluð á þeirri staðreynd, að ekki sé tekið tiliit til fram- færsluþunga og fjöiskyldu- stærðar, þegar upphæð náms- lána er reiknuð út, heldur aðeins við ákvörðun um, hversu mik- inn hluta tekna skuli draga beint frá námslánum. Ákvæði laganna t fréttatilkynningu, sem kjarabaráttunefnd námsmanna sendi frá sér i þessu tilefni er vitnað til 3. greinar laga um námsián og námsstyrki. Þar segirm.a. aðstefna skuli að þvi, að opinber aðstoð við náms- menn skv. lögum þessum nægi hverjum námsmanni til að standa straum af eðlilegum náms- og framfærslukostnaði, þegar eðlilegt tillit hefur verið tekið til tekna námsmanns og maka hans, fjölskyldustærðar og framfærslukostnaðar i þvi landi þar sem nám er stundað, lengdar árlegs námstima og annarra atriða er áhrif kunna að hafa á fjárhagsaðstöðu námsmanns. Ennfremur segir að i úthlutunarreglum, sem samdar eru af rikisfulltrúum í sjóðs- stjórn, og undirritaðar af ráð- herra, sé ekki farið að þessum fyrirmælum laganna. Til að mynda fari úthlutun námslána þannig fram, að sama lánsupp- .hæð sé ákveðin á alla náms- menn, sem dveljast á sama stað án tillits til barnafjölda, tekna maka, lélegra sumartekna o.s.frv. Frá upphæð þessari séu siðan dregnar allar tekjur námsmanna og maka hans sem fara upp fyrir vissa upphæð. Hér sé svo fyrst tekið tillit til fjölskyldustærðar á þann hátt að námsmenn með börn á fram- færi megi hafa nokkru hærri tekjur en aðrir, áður en farið sé að draga þær frá námsláni. Ljóst sé að „tiílit” sem þetta nýtist engum nema þeim, sem hafi tiltölulega há laun með námi eða i sumarleyfum. Þeir sem af einhverjum ástæðum geti ekki unnið sér inn nema litið yfirsumarið, og sá hópur sé mjög stór, fái ekkert tillit tekið til f jölskyldustærðar sinnar. Stefnandi i máiinu Sá sem stefnir stjórnvöldum fyrir hönd námsmanna er Egill M. Guðmundsson, en hann stundar nám i húsgerðalist i Osló i Noregi. Egill er kvæntur og á eitt barn. Eiginkona hans stundar nám i Osló í hjúkrunar- fræðum, en til þess náms lánar lánasjóður námsmanna ekki. Þau hafa verið i Noregi siðan haustið 1972 og búa i leiguhús- næði. S1 sumar og með námi hafði Egill kr. 403 þús. i tekjur, en eiginkona hans 57 þúsund. Framfærslukostnaður þriggja manna fjölskyldu i Noregi er kr. 150.000 á mánuði skv. útreikn- ingum lánasjóðs. Til að komast af þurftu þau hjón þvi um kr. 1.050 þúsund yfir sumarið og haustið, en Egill fékk kr. 230 þúsund i haustlán. Ráðstöfunar- féþeirra sjö mánuði ársins voru þvi 690 þúsund, eða 98,5 þúsund á mánuði, sem er tæplega 2/3 þess sem þurfti. 1 nóvemberlok þurfti Egill þvi að hætta námi, en fara i stað þess út i atvinnulifið og telur hann að þar með seinki námi hans um eitt misseri, beinlinis af völdum sjóðsins. Kröfur i málinu 1 stefnunni setur Egill fram kröfur sinar svo og annarra námsmanna i þrem liðum. ,,Að stjórn islenzkra náms- manna f.h. sjóðsins verði með dómi skylduð aðallega til að endurskoða og breyta úthlutun námslána til stefnanda, þannig að i stað láns að fjárhæð 230.000 skuli stefnanda úthlutað láni að upphæð 360.000, en til vara að sami aðili verði með dómi skyldaður til að endurskoða og breyta úthlutun námslána til stefnanda þannig, að i stað láns að fjárhæð 230.000 skuli stefn- anda úthlutað hærra láni, þar sem tekið sé eðlilegt tillit til fjöl- skyldustærðar stefnanda og tekna maka. Þá er einnig gerð krafa til að stefndu, menntamálaráðherra og fjármálaráðherra f.h. rikis- sjóðs verði dæmdir, skyldir til að gera þær ráðstafanir, sem gera þarf til að dómkröfur á hendur Lánasjóðs islenskra námsmanna verði fram- kvæmdar. Loks gerir stefnandi kröfu um að honum verði greiddur málskostnaður að mati dómsins. Fleiri málssóknir i kjölfarið 1 tilkynningu frá kjara- baráttunefnd segir enn fremur að nokkur atriði i úthlutunar- reglum, reglugerð og fram- kvæmdarreglum sjóðsins brjóti i bága við lög, að áliti náms- manna. Verði þessum ólöglegu ákvæðum beitt, muni náms- menn ekki hika við að hleypa af stokkunum öðrum prófmálum, þar sem þeir hafi öðlazt þá dýr- keyptu reynslu, að til litils sem einskis sé að leita til valds- manna um leiðréttingar. I stjórn Lánasjóðs islenzkra námsmanna eiga sæti 6 fulltrúar, og jafn margir til vara. Þrir fulltrúar eru til- nefndir af námsmönnum, en hinir þrir af rikisvaldinu. Hinir siðarnefndu eru Jón Sigurðsson, skipaður af menntamálaráð- herra og formaður sjóðsins, Arni Ólafur Lárusson tilnefndur af f jármálaráðuneyti og Stefán Pálsson, tilnefndur af mennta- málaráðuneyti. Þessir menn samþykktu þær úthlutunar- reglur, sem námsmenn telja ólöglegar og hafa hinir siðar- nefndu sett fram þau tilmæli, að þeir viki úr sjóðsstjórn, og vara- menn þeirra taki við, þar til kannað hefur verið fyrir dóms- stólum, hvort embættisverk þeirra séu lögbrot. Jafnframt mun kjarabaráttunefnd rita menntamálaráðherra bréf þar sem farið er fram á að hann viki þeim úr stjórninni, á meðan á málaferlum átandi, leggi þeir ekki sjálfviljugir niður störf. Ekkert bréf borizt ennþá Alþýðublaðið hafði samband við Vilhjálm Hjálmarsson menntamálaráðherra vegna siðasta atriðis i kröfum náms- manna, og innti hann eftir þvi, hvort hann hyggðist vikja þrem mönnum úrstjórn LIN, meðan á málaferlum stæði. Kvaðst ráðherra ekkert bréf hafa fengið frá námsmönnum enn sem komið væri, og gæti þvi ekkert um málið sagt á þessu stigi. ,,En það mun vera staðreynd, að málið verður dómtekið á morgun”, sagði hann, „enda er það i hæsta máta eðlilegt, að menn reyni að leita réttar sins, ef þeir telja að brotin hafi verið á þeim lög.” —JSS ÞRIÐJUDAGUR 1 l. JANÚAR 1977 alþýðu blaðið HEYRT, SÉÐ 0G HLERAÐ Séð: Alþýðublaðinu hefur borizt eftirfarandi visa: Battaverndin bannsett er búin nærri að kála Hauki. Til sýnis kroppa hafði her, hýrudregur þar að auki. Frétt: Að stjórnvizka og óskammfeilni Kröflu- nefndar riði ekki við ein- teyming. Fyrir jólin sendi Kröflunefnd jólakort, eitt það glæsilegasta, sem hefur sézt hér á landi. 1 þvi ertextiá íslenzkuog ensku, kortið er gullslegið með lit- mynd af mannvirkjunum. Allir þingmenn fengu þetta kort og ráðherrar fengu tvö: eitt fyrir þingmanninn og annað fyrir ráðherrann. A sama tima og ljóst er, að virkjunin mun sligast af stað með vorinu, kannski með einum sjötta fullra af- . kasta, er verið að undirbúa skreytingar á stöðvarhúsið og rándýr jólakort eru send út og suður. Eru engin tak- mörk fyrir þvi hve langt má ganga áður en einhver ,'rumskar. Eða notuðu .Kröflunefndarmenn eigið 'fé til. að greiða jólakortin •með? Lesið: Einnig i Suðurnesja- tiðindum: Að Hilmar Jóns- son, bókavörður, vinni nú að stofnun samtaka, sem eigi að veita dómsvaldinu aðhald með heilbrigðri gagnrýni og að styðja þá ejnstaklinga, sem vilji berjast gegn spillingu. Hilmar segir fyrsta skerfið i þessa átt, að nokkrir þekktir borgarar hvar- vetna á landinu skori á almenning að mynda sam- tök gegn glæpum. Kveðst Hilmar byrjaður að safna undirskriftum og segir hljómgrunn góðan. Hann gerir ráð fyrir að vera með 20 til 30 nöfn á þessum lista. Þegar búið verði að ganga frá áskoruninni verði unnið skipulega að þvi að safna félögum og siðan verði samtökin formlega stofn- uð. Heyrt: Að kaupin á bila- flutningaskipinu margum- rædda geti haft talsverð á- hrif á ferðir færeysku ferj- unnar Smyrils til íslands. Ætlunin er, að ferðamenn geti sent bila sina með bíla- flutningaskipinu til Bret- lands eða meginlands Evrópu, og farið sjálfir með flugvélum. Ætlunin mun vera, að tengja ferðir bilaflutningaskipsins ein- hverjum ódýrum flugferð- um, sem ferðaskrifstofur sæju um.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.