Alþýðublaðið - 11.01.1977, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.01.1977, Blaðsíða 7
Árið 1975 voru skráð- ir 35 brunar í skjala- safni rafmagnseftirlits rikisins. í 15 tilfellum var talið vist eða senni- legt að kviknað hefði i af völdum rafmagns. Verður hér getið nokk- urra þessara bruna og liklegra orsaka fyrir þeim. I febrúar kom upp eldur i herbergi á Hótel Holti. Næturgestur i þessu herbergi fann brunalykt og gerði hann næturverði viðvart. Við athugun á staðnum kom i ljós, að tengill, sem var á veggnum bak við rúmið var bil- aður. Tengillinn var án hlifðar- snúru, en með málmloki, sem ekki var jarðtengt. Hefur hann losnað i grindinni, sem hélt hon- um föstum og ýzt inn i tengil- tengd i tengli, sem lagt var frá lampastæði i þvottahúsi, og er talið að eldurinn hafi átt upptök sin i raflögn við lampa- stæðið. I júni kviknaði i herbergi á rislofti þriggja hæða timbur- húss i borginni. Að sögn leigjanda i herberginu, varð hann var við brunalykt og við nánari athugun sá hann að reyk lagði út úr rofa við dyrnar á herberginu. Reyndi hann að skvetta vatni á rofann, en sá þá að eldur braust út við dyra- karminn, og i horni og lofti her- bergisins. Urðu nokkrar brunaskemmd- ir i tveim herbergjum og á ris- lofti i norðausturhorni hússins. Er talið, að einangrunarbilun i raflögn hafivaldið útbreiðslu til jarðar og lögnin hitnað svo, að eldur varð af. Eldur i þjóðleikhúsinu. Margir muna liklega eftir Framlengingarsnúrur geta verið stórhættulegar ef þær eru skildar eftir í sambandi að notkun lokinni ekki síst ef úttaksendinn er gallaðureinsog á myndinni að ofan Myndin að ofan til hægri sýnir hverjar afleiðingarnar get'a orðið ef fyllstu varkárni er ekki beitt Slys í heimahúsum af voldum rafmagns - vitað er um ellefu tilfelli árið 1975 sig hafa brúað með skrúfjárni milli fasa á botnssnerlum tveggja sjálfvirkra vara. Þessi vör reyndust vera spennuhafa og við rafneistann á milli þeirra brenndist maðurinn á hendi. Kældi hann hendina i vatni, og leitaði siðan læknis. Við athugun kom i ljos, að rof- inn, sem talinn var höfuðrofi, rauf ekki allar greinar töflunn- ar. að konan hélt með annarri hendi við arm ljósakrónunnar, en meö hinni hendinni þrýsti hún skermi niður á kertaperuna á arminum. Þá vildi svo til að neðsti hluti skermklemmunnar snerti málmskúf perunnar, með þeim afleiðingum að konan fékk gegnum sig straum með 220 volta spennu. Va r hún nokkra stund að j af na sig eftir raflostið og fallið, en æær Þriðjudagur 11. janúar 1977 VIDHORF 7 dósina, þegar tengilkvisl var svo stungið i tengilinn, gekk hún ekki fyllilega inn, en náði þó sambandi við snerturnar. Snertu tindarnir málmlok teng- ilsins við minnstu hreyfingu, og mynduðu þar rafneista, sem kveikti i rúmdýnunni. Eldur i lampastæði. Seinna i sama mánuði kom upp eldur i kjallara húss við Bröttugötu. Varð hans vart við lampastæði i kjallaraganginum, og biti sem lampinn hékk á reyndist litillega sviðinn, þegar að var gáð, og loftið umhverfis hann sótugt. Samkvæmt frásögn heimilis- fólksins i húsinu var litil Hoover-þvottavél i notkun þeg- ar eldsins var vart. Var vélin þegar eldur kom upp i kjallara þjóðleikhússins. Kvaðst Svanur Ágústsson, veitingamaður hafa kveikt undir feitispotti og stillt bæði feitishólfin á 50 gráður. Skömmu síðar urðu menn varir við eld i eldhúsinu og reyndist vera kviknað i feitispottinum, klæðningu og loftræstistokkum. Nokkrar skemmdir urðu viða um húsin, og við nánari rannsókn reyndist hitastillir fyrir annað hólfið i feitispottin- um vera bilaður. Um jólaleytið 1975 sló eldingu niður i loftnet fyrir útvarpssendi á Vatnsendahæð. Talsverðar skemmdir urðu af völdum eld- ingarinnar, svo sem verulegt tjón á loftnetsútbúnaði stöðvar- innar. I lágspennuraflögnum urðu hins vegar aðeins minni háttar skemmdir, i töfluskáp og magnaraherbergi. Slys i heimahúsum. Nokkur brögð munu vera að þvi, að fólk skaðist, þegar það hyggst lagfæra ýmis rafmagns- tæki- eða leiðslur i heimahús- um. Arið 1975 bárust rafmagns- eftirliti rikisins tilkynningar um 11 slysatilfelli af völdum raf- magns, og verða nokkur þeirra rakin lauslega hér á eftir. 1 marsmánuði bar það til að nemi i rafvirkjun brenndist á hendi, er hann var að vinna við dreifitöflu á logsuðuverkstæði i skólanum. Ætlaði hann að skipta um sjálfvirkt i töflunni. Sló hann af höfuðrofa fyrir töflunni og spennuprófaði i vörum við hlið þess vars sem hann ætlaði að skipta um, reyndist spenna á þeim vera rofin. Hóf maðurinn siðan að losa tengingu og telur Gölluð einangrun. Ofter það, að einangrunarút- búnaður raftækja lætur á sjá eftirmargra ára notkun og mis- jafna meðferð tækjanna. Er skemmst að minnast þegar 14 ára stúlka i Reykjavik tók i hönd sér borðlampa úr málmi og hugðist bera hann upp á háaloft. Við stigann greip hún með lausu hendinni um vatnspipu, i miðstöðvarlögn og fékk þá straum i gegnum sig. Krepptist önnur höndin um lampann en hinum pipuna. Einhvern veginn tókst stúlkunni að losa sig, og varð henni ekki meint af. Við athugun kom i ljós, að lampinn var með gallaða einangrun, og segir sagan að hann hafi hafnað i sorptunnunni eftir þetta óhapp. 1 desember henti það óhapp að kona fékk raflost, þegar hún var að skrúfa i perur og festa skerma á ljósakrónu i ibúð sinni. Rafvirki sem staddur var i ibúðinni heyrði að konan rak upp hljóð, og féll niður af stól sem hún hafði staðið á. Þegar að var gáð, kom i ljós, varð að öðru leyti ekki meint af. Eftir þetta atvik voru ljósa- krónur af þessari tegund teknar til athugunar i rafmagnsprófun Rafmagnseftirlits rikisins og krafa gerð um úrbætur eða stöðvun á sölu. Elding i háspennulinu. Svo bar til i febrúar ’75, að eldingu laust niður i háspennu- linu skammt undan bænum Skörðum i Miðdölum, að talið er. Næsti bær við Skörð eru Hamraendar. 1 fjósinu i þeim bæ voru sjö nautgripir, en þegar komið var i fjósið um kvöldið, lá ein kýrin dauð á básnum. Taldi bóndi að greina hefði mátt litinn brunablett á grönum kýrinnar. Má gera ráð íy rir að hálsband kýrinnar, sem var úr málmi hafi haft leiðið samband við vatnspipulögn fjóssins. Má og telja sennilegt að eldingin hafi valdið hækkandi spennu i raf- lögnunum og á hlifðarjarðtaug- inni i fjósinu, og að kýrin eða hálskeðjan hafi snert vatns- pipulögnina um leið og spennu- hækkunin varð, með fyrrgreind- um afleiðingum. —JSS Opin perustæði, einstaklega freistandi fyrir litla fingur Prjónar sem liggja á gólfinu eru freistandi leikföng í augum litla barnsins, ekki síst ef í veggnum rétt hjá eru tvö lítil göt sem virðast eins og sniðin fyrir prjónana

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.