Alþýðublaðið - 11.01.1977, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.01.1977, Blaðsíða 3
alþýðU’ .Þlaöió Þriðjudagur 11. janúar 1977 8-10% aukning iðnaðarfram- leiðslu fyrstu 9 mánuði 76 1 hagsveifluvog iðnaðarins, fyr- ir 3. ársfjórðung 1976, sem nýlega er komin út, benda niðurstöður til þess að talsverð aukning hafi orð- ið i iðnaðinum á 3. ársfjórðungi 1976 miðað við 3. ársfjórðung 1975. Ætla má, samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem bárust um hlut- fallslega breytingu framleiðslu- magnsins, að aukningin frá fyrra ári sé 8-10%, en það er meiri aukning en undanfarin tvö ár. Framleiðslumagnið var einnig heldur meira á 3. ársfjórðungi 1976 en á 2. ársfjórðungi ársins, en sumarfri falla aðallega á 3. ársf jórðung og dregur þvi nokkuð úr framleiðslunni af þeim sökum i ýmsum iðngreinum. Nú er búist við nokkurri aukn- ingu framleiðslumagnsins á 4. ársf jórðungi ársins 1976 og er það i samræmi við reynslu fyrri ára. Fyrirliggjandi pantanir voru i samræmi við þetta talsvert meiri við lok 3. ársfjórðungs en um mitt ár 1976. Salan á 3. ársfjórðungi 1976 virðist hafa aukist mun meira en framleiðslan, hvort sem miðað ef við 3. ársfjórðung 1975 eða 2. árs- fjórðung 1976. Birgðir fullunninna vara minnkuðu i samræmi við þetta, en hins vegar jukust birgð- ir hráefna nokkuð. Nýting afkastagetu var talin betri i iðnaðinum i heild i byrjun október en á miðju ári 1976, og áhrifa sumarleyfa virðist gæta minna á árinu 1976 og oft áður. Starfsmannaf jöldi var litið eitt minni við lok 3. ársf jórðungs 1976 en um mitt ár, en á móti kom að venjulegur vinnutimi var nokkru lengri. Búist var við auknum starfsmannafjölda á siðustu mánuðum ársins. Talsvert meira var um fjár- festingaráform fyrirtækja á 3. ársf jörðungi 1976 en á sama tima árið 1975 og huggðu fyrirtæki með yfir 50% mannaflans á fjárfest- ingu á móti tæpum þriðjungi árið 1975. Þær upplýsingar sem bárust um magnbreytingu gefa tilkynna áð aukning miðað við árið áður hafi mest orðið i kexgerð, ullar- iðnaði, plastiðnaði, veiðarfæra- iðnaði og sælgætisgerð. Sam- dráttur eða kyrrstaða er hins vegar i drykkjarvöruiðnaði, prjónavöruframleðslu og kemisk- um iðnaði. Hagsveifluvogin er tekin sam- an af Félagi islenskra iðnrek- enda og Landssambandi iðnaðar- manna. Aðalheiður Ölafsdóttir gerir athugasemd: „Vildu fá 66% álag á tímann’’ Smá athugasemd við grein sem birtist i blaði yðar4. jan. ’77 undirfyr- irsögn: ,,Sagt upp vegna baráttu sinnar”. Þar sem ekki er farið rétt með staðreyndir, hið sanna er, að Umferðamiðstöðin er ekki i Sambandi veit- inga og gistihúsaeig- enda, og þvi ekki hægt að taka sérsamninga við Umferðamiðstöðina upp i heildarsamninga. Kristrún Guðmundsdóttir, segist hafa farið fram á 33% á kaup, hið sanna er að þær fóru fram á: 1. Að greitt verði 66% álag á tim ann frá kl. 24.00-07.00 hjá þeim stúlkum sem vinna bæði á dag og næturvöktum. 2. Að stúlkur sem vinna eingöngu á álagstimum fái 40% álag á fastakaup. Þetta mun gera mun meira en 4.000.- kr. pr.m. Kristrún veit vel að 33% álag er á timanum sem fellur utan tímamarkanna 08.00- 18.00 á mánudögum til föstudags að báðum meðtöldum. Ég held að ekki sé hægt að banna atvinnurekendum að segja upp starfsfólki, ef uppsagnar- frestur er löglegur. Hrefna kvartar um að formað- ur snúi sér til atvinnurekanda. Hvert á hann að snúa sér til að bera fram kvörtun ef ekki til þeirra? Ef það er að vara þá við, þá eru margir formenn sekir um sama brot, þvi án kvartana er ekki hægt að laga samningsbrot. Ef einhver veit betra ráð er það vel þegið. Ég hélt að þegar stúlkur vinna á verksviði matsveina, væri það félag þeirra sem ætti að kvarta. Kristrún Guðmundsdóttir, er varla fær um að dæma hvað gert hafi verið til að gera F.S.V. að raunhæfu stéttarfélagi. Hún hefur verið i félaginu frá þvi i febrúar ’76 þá fyrst sem aukameðlimur, þar eð hún fór að vinna á okkar verkssviði i október ’75 og getur þvi ekki sagt hvað gert hefur ver- ið til að breyta félaginu, eða held- ur hún að hægt sé að breyta og lagfæra alla galla á einum degi. Það er ekki nóg að félagsmenn vilji breyta lögum eins félags heldur verður A.S.l. að sam- þykkja þau og Verkamannasam- bandið lika. Þær benda á að formaður hafi setið i 8 ár. Það mun ekki vera af þvi að stóllinn sé svo góður, held- ur af hinu að enginn hefur viljað taka sæti i stólnum, enda van- þakklátt starf. Hefði mér þótt skemmtilegra, ef þessar ásakanir sem þær stöll- ur bera fram, hefðu verið bornar undir Indriða Halldórsson, eða einhvern sem hefur þekkt félagið fyrr og nú, og hefði réttar upplýs- ingar, þvi margt hefur verið gert, þó margt sé eftir. Þær upplýsingar sem hér eru, hef ég fengið með þvi að tala við gjaldkera F.S.V. og séð afrit þvi til sönnunar. Ég þekki félagið nokkuð vel, þar sem ég hef verið formaður þess. Aðaiheiður ólafsdóttir. VETTVANGUR 3 A þingi Alþýðuflokksins siðastliðiö haust var gerð itarleg úttekt á eignum, skuldum og fjárhagslegum rekstri flokksins. Var þetta gert á opnum fundi, og fengu fjölmiðlar öll gögn um málið. Hefur enginn stjórnmálaflokkur gert fjárhagslega hreint fyrir sinum dyrum á þann hátt, sem þarna var gert. Það kont i ljós, að Alþýðuflokkurinn ber allþunga byrði gamalla skulda vegna Alþýðu- blaösins. Nú um áramótin námu þær 8,4 milljónum króna að meðtöldum vangreiddunt vöxtum. llappdrætti flokksins hefur varið mestu af ágóða sinum tii að greiða af lánunum. Það hefur hinsvegar valdið þvi, að mjög hefur skort fé til að standa undir eðlilegri starfsemi flokksins, skrifstofu með þrjá starfsmenn, skipulags- og fræðslustarfi. Framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins hefur samþykkt að hefja söfnun fjár til að greiða þessar gömlu skuldir að svo miklu leyti sem framast cr unnt. Verður þetta átak nefnt „Söfnun A 77” og er ætlunin að leita til sem flestra aðila um Iand allt. Stjórn söfnunar- innar annast Garðar Sveinn Arnason framkvæmdastjóri flokksins. Má senda framlög til hans á skrifstofu flokksins i Alþýðuhúsinu, en framlög má einnig senda til gjaldkera flokksins, Kristinar Guðmundsdóttur eöa formanns flokksins, Benedikts Gröndal. Það er von framkvæmdastjórnarinnar, að sem flestir vinir og stuðningsmenn Alþýðu- flokksins og jafnaðarstefnunnar leggi sinn skerf i þessa söfnun, svo að starfsemi flokks- ins komist sem fyrst i eðlilegt horf. Alþýðu flokkurinn söfnun | Auglýsið í Alþýðublaðinu j Motorcraft toVVte Wf5 HEILDSALA — SMASALA umboösmaöur Autolite/Motorcraft vörur Þ. Jónsson & Co., Skeifan 17, Reykjavik. símar 84515 — 84516.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.