Alþýðublaðið - 13.04.1977, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.04.1977, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 13. apríl 1977 FBÉTTIR3 Dr. LeClair Bissel Þann 17. aprfl er væntanleg til landsins Dr. LeClair Bissell lækn- ir. Mun hún dveljast hér I viku- tima I boði Freeport-klúbbsins. Dr. Bissell er forstööumaður af- vötnunar- og endurhæfingar- stöðvarinnar Smithers Alco- holism Treatment and Training Center sem starfrækt er viö Roosevelt sjúkrahúsið I New York. Hún mun flytja nokkra fyrirlestra hér á landi og veröa þeir nánar auglýstir sfðar. Dr. Bisseil lauk BA-préfi við Colorado háskóia og MS og MD prófum við Columbia háskóla og er þar nú aöstoöarprófessor I klfniskri læknisfræði. Hún hefur ritað mik- ið um ofdrykkjuvandamáliö og fer úrdráttur úr grein eftir hana hér á eftir: Ég — alkóhólisti? Þegar fólk heyrir orðið „alkóhólisti” dettur þvf strax f hug „utangarðsmaður” sem hef- ur yfirgefiö fjölskyldu sina, vinn- ur ekki og slangrar um meö vin- flösku 1 pappirspoka. 1 raun og veru eru það aðeins 3 til 5% alkóhólista sem enda þannig. Langflestir alkóhólistar stunda enn vinnu sina — hafa aldrei lent á sjúkrahúsi, veriö sagt upp vinnu né verið fangelsaðir vegna drykkju sinnar. Þeir viðurkenna samt að hjóna- bandiö sé ekki of gott, lifið sé ekki alveg eins og það ætti að vera, stöðuhækkun f starfi ekki eins og við var búizt, sambandiö viö börnin ekki i góðu lagi... Það er bara að makinn skilur þá ekki. vinnuveitandinn skilur þá ekki og flest annað fólk skilur þá ekki. En barþjónninn og aörir drykkju- menn skilja þá. Alkóhólismi birtist sjaldan á einni nóttu. Fyrstu einkennin geta varað tiu ár, og f byrjun er ein- staklingurinn og hans nánustu óafvitandi um hvað er að gerast. Smám saman fer áfengið að verða mikilvægara og að hafa áhrif á alla lffshætti drykkju- mannsins. Hætt er að umgangast þá vini sem ekki drekka, og slðan þá sem drekka lítið. Drykkju- maðurinn flýtur að lokum í drykkjuheimi alkóhólmenningu og samfélagi sinna lika. Þegar merki um drykkjuvandamál fara að koma f ljós, fer drykkjumaöur- inn að taka ákvarðanir um „næsta skipti”. „Ég læt þetta ekki koma fyrir aftur, núna veit ég hvað ég má bjóða sjálfum mér.” Loforö sem sjaldnast er staðið viö. Og afsakanir fara að skjóta upp kollinum. Til að losna við rifrildi við makann afneitar drykkjumaðurinn sopanum sem hann fékk sér um morguninn, eða þessir þrír tvöföldu sem hann fékk sér á heimleiðinni verða aö „einum litlum”. Skeleggar afneitanir eru notaðar: „Ég var alls ekki fullur, ég vissi alveg hvað ég var að gera.” Akveðin tilraun er gerð til aö fela fyrir sjálfum sér hversu drykkja hans er frábrugöin drykkju annarra. Þegar drykkjumaður er aðvar- aður um aö til vandræöaihorfimeð alkóhólneyzlu hans, svarar hann: „Blessaöur vertu, ef ég lendi f vandræðum þá hætti ég, ég ræö við þetta.” Það er rétt að flestir alkóhólistar geta stoppað alveg. Þeir eru þurrir í nokkurn tima til að sanna að þeir geti það. Þetta er hættuleg sjálfsblekking fyrir alkóhólistann þvf hann lætur áfengi sjaldnast eiga sig til fram- búöar.Næáta tilraun hans til að sanna að hann sé ekki alkóhólisti veröur ekki að halda bindinidi áfram, heldur aö sýna og sanna að hann geti farið með áfengi. En Dr. LeClaire í boði Freeport-klúbbsins Heldur fyrirlestraum alkóhólisma það sem alkóhólisti getur ekkier aö fá sér þrjá sopa á hverjum degi f þrjá mánuöi og fá sér aldrei hvorki meira né minna. Þegar ástandið versnar fá flestir drykkjumenn sitt fyrsta „black-out”. Þetta er ekki aö „deyja”, „black-out” er missir minnis, sem gerist hvort sem drykkiumaðurinn viröist vera drukkinn eða ekki á þeim tfma. Læknar nota aöallega þrjú likamleg aðaleinkenni til að greina alkóhólisma og þau eru: „black-out”, mikið drykkjuþol og fráhvarfseinkenni. „Black-out” hafa þegar verið rædd. Mikiö drykkjuþol er venjulega talið vera ein til ein og hálf flaska á dag af brenndu vinu. Fráhvarfs- einkenni sýna ekki aðeins fram á alkóhólisma heldur geta þau einnig veriö lífshættuleg, Þau eru annaö og meira en venjuleg þynnka. Alkóholisti getur fengiö krampa, tremma (delerium tremens sem er t.d. skjálfti, skynvillur og ofskynjanir), mik- inn hita og hjartslátt. Það er oft erfitt að fá alkóhólista til að sætta sig viö sjúkdómsgreininguna, þvi þá kemur fram hræðsla um að þaö sé verið aö lfkja honum við „utan- garösmann”. Þessvegna veröur að sannfæra sjúklinginn um að alkóhólismi sé sjúkdómur sem hægt er aö ráöa við. Þá fyrst er hægt að hjálpa honum. Markmið meðferöar er algert bindindi. Hóf eða meöalvegur er ekki til. Jafnvel þótt alkóhólisti haldiaöhann vilji „bara einn” þá getur hann aldrei veriö viss um aö hann fái sér „BARA EINN”. Þegar sjúlkingurinn hefur sætt sig við sjúkdómsgreininguna (alkóhólisma) og lausnina (bind- indi) er hægt að hefja meöferö. Tvö grundvallaratriöi með- feröarinnar eru að afvatna sjúklinginn og að halda honum frá þvi að fá sér fyrsta sopann. Afvötnun þýðir aö stööva öll hugbreytandi lyf — róandi töflur sem alkóhól. Ef alkóhólisti er tek- inn af alkóhóli og settur á önnur lyf er hann ekki afvatnaður. Til að halda sjúlkingum frá alkóhóli eru AA-samtökin ráö sem hefur gefizt hundruöum þúsundum manna og kvenna vel. Þegar drykkjan hættir kemur upp tómarúm sem AA-samtökin hjálpa til að fylla á raunhæfan hátt. Ég ráölegg sjúklingum min- um að sækja fundi af opnum huga og gefást ekki uppheldur reyna nokkra fundi og kanna hvort þeir finna ekki eitthvað við sitt hæfi. Alkóhólismi hefur verið kallaö- ur fjölskyldusjúkdómur vegna hins gifurlega álags sem sjúklingurinn leggur á sina nánustu. Til að hjálpa þeim eru Al-Anon og Alateen góðar leiöir, Framhald á bls. 10 VOLKSWAGEN ER VESTUR-ÞÝSK GÆÐAFRAMLEIÐSLA ALLT ER ÞEGAR ÞRENNT ER og þér leysið flutningaþörfina með VOLKSWAGEN Ef þér hafíð atvinnu af flutningum, þá kynnist þér fljótlega hve hagkvœmt það er að nota einu og sömu tegundina. Þér fáið fullkomna hagkvœmni og nýtingu með hinum fljótvirka flutninga-flota Volkswagen. ÞAO ER LiKA EITT, SEM ER SAMEIGINLEGT MEÐ ÞEIM ÖLL- UM. ÞEIR ERU TRAUSTIR, AREIÐANLEGIR OG ENDINGAGÓÐ- IR EINS OG ÞÉR HAFIÐ FYLLSTA RÉTTTIL AÐ BÚASTVIÐ FRA VOLKSWAGEN-VERKSMIÐJUNUM. VOLKSWAGEN viðgerðo- og varahlutaþjónusta VW-SENDIBILUNN (Rúgbrauðið) Er eins-tonns bill með þægind- um fólksbiis, fljótur I förum, þægilegur i umferö og fjöihæfur. Þegar hafa 4 miilj. verið seldar og er hann mest seldi sendibill heims. HINN NYI VOLKSWAGEN LT. Er stór sendibfll, sem sameinar kosti vörubils og venjulegs sendibils. Hann getur flutt þungavöru sem er allt frá 1 1/4-1 3/4 tonn. PASSAT VARIANT Passat Variant er þægilegur bill með stórri lyftihurð að aftan og rúmgóðu hleðslurými fyrir skyndiflutninga á fyrirferða- miklum vörum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.