Alþýðublaðið - 13.04.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.04.1977, Blaðsíða 6
6 FBÉTTIR Miðvikudagur 13. apríl 1977 Fáar sýningar á Endatafli DAS kynnir starfsemi næsta árs: A&atvinningur næsta árs: Einbýlishiisið aö Hæöabyggö 28, Garöa- bæ. (AB-myndir: GEK) Baöherbergiö er teppalagt, hvorki meira né minna. Tvö einbýlis- hús á vinninga Stjórn Happdrættis Dvalar- heimilis aldraöra sjómanna kynnti starfsemi félagsins næsta happdrættisár á fundi meö fréttamönnum sl. miöviku- dag. Fundurinn var haldinn i aðalvinningi næsta árs, ein- býlishúsi aö Hæöabyggö 28 I Garöahreppi. Þaö hús er hiö fyrsta scm teiknaö hefur veriö og byggt sérstaklega fyrir happdrættiö og var þaö Kjartan Sveinsson sem teiknaöi þaö, en Arnar Sigurösson sá um bygg- inguna. Baldvin Jónsson fram- kvæmdastjóri DAS sagði, að á næsta ári yrðu tvö einbýlishús i vinning i happdrættinu. Það sem fundurinn var haldinn i, en um það verður dregið að ári, og auk þess annað á næstu grösum, að Furulundi 9 i Garðabæ, en um það verður dregið i 3. flokki, 5. júli næstkomandi. Auk þess er mánaðarlega dregið um ibúða- vinning að upphæð 3 og 5 millj- ónir króna, en það á aö vera innborgun á ibúð i kaupum. Þá eru bifreiðavinningar mánaöarlega lika, auk þess sem 3 valdir bilar verða á árinu, Mazda 121 coupe, dregin út i mai, Simca 1508 GT sem dregin verður út i ágúst og Ford Capri S sem dregin verður út i októ- ber. Þá er að vanda mikið af hús- búnaðar- og utanlandsferða- vinningum i öllum flokkum árs- ins. Dvalarheimili vígt á sjómannadaginn Pétur Sigurðsson alþingis- maður kynnti fyrir fréttamönn- um framkvæmdir við dvalar- heimili aldraðra sjómanna i Hafnarfirði. Hann kvað verkið vera komið vel áleiðis, þótt taf- izt hefði, og væri stefnt að þvi að vigja það á sjómannadaginn og vonir stæðu til að fyrstu ibúar gætu flutt inn i september næst- komandi. 1 húsinu verður rúm fyrir 87 vistmenn á þrem hæðum og verða um eins- og tveggja- manna ibúðir að ræða, allar með sér eldhúsi og baði. Þá verður i húsinu aðstaða fyrir ■ V Hér sést úr stofu fram I „holið vinnu, tómstundastarf og hvild. Ibúðir i Hafnarfjarðarheimilinu verða helmingi stærri en á Hrafnistu i Reykjavik, 57 tals- ins. Þá veröa tvær sundlaugar þar, sjólaug og ferskvatns. Heilsugæzludeild verður á heimilinu og tekin verður upp dagvistun, það er að menn geta komið að morgni en búið heima hjá sér um nætur og helgar. Slikir geta einnig fengið mat með sér heim til að hafa yfir helgar. —hm Gunnar Eyjólfsson Skúlason I Endatafli. og Helgi LEIÐRÉTTING Meðfyigjandi mynd af henni Nönnu Pétursdóttur, nemanda I Hliöarskóla birtist I blaöinu stuttu fyrir páska, meö þessum dæmalausa myndatcxta:,,En þaö eru fleiri farnir aö undirbúa sig undir páskana en verzlunareigendur og meöal þeirra þessi ungi maöur i Hliöaskóla”. Þetta leiöréttist hér meö um leiö og beöið er velviröingar á pennaafglöpum. Auglýsingasími blaðsins er 14906 Hið fræga leikrit Nobelsverð- launahafans Samuel Becketts Endatafl hefur nú verið sýnt i nokkur skipti á Litla sviði Þjóð- leikhússins en þetta er i fyrsta skipti sem verkið er flutt á sviði hérlendis. Endatafl var samið fyrir 20 árum og þykir eitt af timamótaverkum nútimaleikrit- unar. Asamt öðru verki Becketts, Beðið eftir Godot og fyrstu verkum Ionescos er það talið eitt af grundvallarleikritum absúrd- ismans eða fáránleikastefnunnar i leikritun. Sýning Þjóðleikshússins hefur hlotið góðar viðtökur þeirra, sem séð hafa en aðsókn að verkinu hefur verið minni en ætla mátti og þvi einungis unnt að hafa fáar sýningar i viðbót. Astæða er til að hvetja fólkað sjá þetta sérstæða leikrit meðan tækifæri gefst. Leikstjóri sýningarinnarer Hrafn Gunnlaugsson og er þetta frum- raun hans sem leikstjóra i Þjóð- leikhúsinu. Leikmynd gerir Björn G. Björnsson en með hlutverkin fjögur fara nokkrir helztu leik- arar Þjóðleikhússins, þau Helgi Skúlason, Gunnar Eyjólfsson, Arni Tryggvason og Guðbjörg Þorbjarnardóttir, en tvö þau siðastnefndu hafast við i ösku- tunnum alla sýninguna. nœstukjötbúð Hakkað ærkiöt kílóverÖ kr.550,- ^ p ft/rir gróéan mat hGSÐI S KJÖTIDNAÐARSTÖD SAMBANDSINS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.