Alþýðublaðið - 13.04.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.04.1977, Blaðsíða 5
£83» AAiðvikudagur 13. apríl 1977 VETTVANGUR 5 adalstödvarnar f Brussel sammála um, aö þeir kæmu þarna daglega, svo mikil sem þau ókjör voru, sem lit gengu af skip- inu. Aö visu gleymdist aö spyrja um öskuhaugana. Engin lyfta, ha? Þegar upp á skipiö kom stóöu fyrir tignarmenn i rööum og heilsuöu aö hermanna siö. Gættu íslendingar þess vandlega aö gera ekki þá reginskyssu aö heilsa meö handabandi aö is- lenzkum siö, en gengu hvatlega framhjá heiöursfylkingunni og inn á lágþrýstisvæöi þar sem and- nlmsloftiö var léttara og afslapp- aöra. Siöan var skipiö skoöaö hátt og lágt. „Hvers vegna hafiö þiö ekki lyftu i skipinu?” varö einum landanum aö oröi þegar halaróf- an var búin aö labba upp sex stiga. Auövitað datt engum i hug að svara svona kjánalegri spurn- ingu, þvi herskip eru jú fyrst og fremst byggö fyrir hermenn en ekki fyrir makráöa stjórnmála- menn og þungstiga blaöamenn of- an af Islandi. Þar meö var þaö mál útrætt. Fljótandi karlasamfélag Skipshöfnin , þ.e.a.s. ibúar flugvélamóðurskipsins John F. Kennedy eru rúmlega fimm þús- und talsins. A islenzkan mæli- kvaröa þykir þaö nokkuö myndarlegt sveitarfélag sem hef- ur fimm þúsund ibúa. Eitt vakti þó snemma athygli manna um eöli þessa samfélags, en þaö var kvenmannsleysiö. Þarna var sem sagt engin kona. Þetta þótti mönnum illt - fyrir- komuleg, og yfir matboröi i borö- sal yfirmanna geröust Islending- ar háværir um þaö, aö nauösyn- legtværiað ráöa konur (females) á skipið. Aömirálarnir og kaf- teinarnir tóku þessum tillögum Islendinga mjög illa, og sögöust aldrei mundu llöa þaö, aö konur yröu ráðnar til starfa á sjötta flotanum. Fyrir þessu voru meöal annars færö þau rök, aö konur væru ekki eins miklar aö buröum, og væri erfitt aö reka þær áfram og ávita á sama hátt og gert væri viö karl- menn. Báru tslendingar þá fram til- lögu um aö konur yröu ráönar til starfa i eldhúsi, við hjúkrunar- störf og við gólfþvott. Tillagan var felld og máliö tekiö út af dag- skrá. Allt upp i morð Á svona stóru flugvélamóöur- skipimá finna ailt milli himins og jaröar. Þarna er bakari, sjoppa, iþróttavöllur, pósthús, lögreglu- stöö, og reyndar allt, sem eitt fimm þúsund manna byggöarlag þarf á aö halda. ,,Og við höfum meira aö segja glæpi i þessu byggöarlagi, allt upp i morö,” sagði einn leiösögu- maöurinn. Aö visu eru moröin ekki algeng, sem betur fer. Al- gengustu afbrotin á skipinu eru þjófnaöir, likamsmeiöingar og ýmisskonar árekstrar, svipaö þvl sem hendir fólk, sem býr á þurru landi. Spurðir spjörunum úr Aömirálarnir og kafteinarnir voru spuröir spjörunum úr. Þeir voru spurðir um allt milli himins og jaröar, sem á einhvem hátt var hægt aö tengja við drekana sjálfa (skipin), sjötta flotann eöa Nató almennt. „Hvar eru eldflaugarnar? Hvað eru þær margar? Hve ná- kvæmar eru þær?” Þannig létu menn dæluna ganga. Og aðmirálarnir og kafteinarnir vissu þetta allt. Þeir vissu hvar eldflaugarnar voru. Þeir vissu hvað þær voru margar og þeir vissu hve nákvæmar þær voru. En þeir vissu lika miklu fleira. Þeir vissu nákvæmlega hvar ein- stök skip sjötta flotans voru þessa og þessa stundina, hvar hver ein- astikafbátur var á gægjum, hvar flugvélarnar voru og hvar eld- flaugastöövarnar voru. Svo kom þaö sem ýmsum þótti fréttnæmt. Þeir vissu lika ná- kvæmlega fjölda og staðsetningu herskipa, kafbáta og flugvéla Varsjárbandalagsins. Og ekki nóg meö þaö, þeir viöurkenndu aö kollegar þeirra hjá Varsjár- bandalaginu vissu lika allt um fjölda og staðsetningu herskipa, kafbáta og flugvéla á vegum Nató. Eitt stykki eldflaug Menn geröust nú spurulir um náttúru eldflauga og flugskeyta. Menn vissu reyndar aö þessum græjum var skotiö upp frá kjarn- orkukafbátum eða herskipum og flugvélum. A hinn bóginn vissu menn ekki svo gjörla hvaö til bragös skyldi taka ef Varsjármenn kæmust aö þvi aö tslendingar væru meö hóp manna um borö I stærsta flug- vélamóöurskipi heims, og tækju upp á þvl aö senda frá sér svona eitt stykki eldflaug. Einn sérfræöingurinn sagöi aö þessum eldflaugum væri stjórnað af radar og skipti þvi engu máli, svo framarlega sem hægt væri að skjóta eldflauginni þá vegalengd sem til væri ætlazt. Þá kom einnig fram, að hvort „herveldiö” um sig, Nató og Varsjárbandalagiö, getur yfirhöfuö skotiö eldflaugum eins langt og þurfa þykir ef til hernaöarátaka kemur. Sovézkur kjarnorkukafbátur Kafbátur ekki á dagskrá Þá stóö upp einn Islendingur og sagöi: „Hvaö gerum viö ef Var- sjármenn skjóta nú á okkur radarstýröri eldflaug?” Þaö brá þögn yfir mannskapinn og allir litu á aðmirálinn. Aömir- állinn leit upp, brosti vingjarn- lega og sagöi : „Þá skjótum við þá niður.” Mönnum létti stórlega viö þess- ar upplýsingar, og fannst aö þekking sin á hernaöartækni heföi aukizt verulega. „Þetta er kjarnorkuknúinn kaf- bátur” sagöi einn blaöamaöurinn og benti á heljarmikiö grátt fer- liki sem lá I hálfu kafi úti i þok- unni skammt frá skipinu. Þar með vildu allir fá aö sjá kafbát. En þá komu leiðsögumenn hóps- ins til skjalanna og sögöu aö kaf: bátur væriekki á dagskránni. Þar meö var þaö mál afgreitt. Einhver nýr skilningur Veörið var afskaplega ljúft á ttaliu þessa daga, sem Islend- ingarnir voru þarna. Það var komið vor i loftið þótt marzmán- uður væri rétt byrjaður og appel- sinurnar héngu i affri sinni þyngd á trjánum og hrifu augu og at- hygli ferðalanganna frá Islandi. En það var ekki til setunnar boðið, og að kvöldi hins 8. marz, nánar tiltekið klukkan 18.05, lenti hópurinn á flugvellinum i Brliss- Framhald á bls. 10. Atlantshafsflotinn vib æfingar Nató æfingar I Noröur-Norcgi. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.