Alþýðublaðið - 13.04.1977, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.04.1977, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. apríl 1977 iUSTIB^MttHWC 7 Nemendaleikhúsið sýnir: Tvo ein þáttunga eftir Brecht Úrræðið í fyrsta skiþti hér á landi Þann 18. april næst komandi mun Nemendaleikhúsið frum- sýna tvo einþáttunga eftir Bert- hoit Brecht, úrræðið og Undan- tekningin og reglan. Svo sem kunnugt er standa að Nemenda- leikhúsinu, fjórða árs nemendur Leiklistaskóla tslands, hverju sinni, og þetta skiptið saman- stendur hópurinn af niu nem- endum sjö stúlkum og tveimur körlum. Bæði leikritin eru þýdd af Er- lingi Halldórssyni, en tónlistin sem flutt er, er samin af Fjólu ólafsdóttur, sem einnig annast undirleik og nýtur þar ágætrar aðstoöar ungs trymbils, Kormáks Geirharðssonar. Leikstjóri Nemendaleikhússins er aö þessu sinni, Petr Milcka, tékkneskur að ætt, en hefur siðan 1961 verið búsettur i Banda- rikjunum. Micka sem lokið hefur .masterprófi i listfræöi (master og fine arts) kom gagngert hingaö til lands til að stjórna þessari upp- færslu Nemendaleikhússins. Undantekningin og reglan hefur áður verið flutt á sviði hér- lendis, en þetta mun hins vegar i fyrsta skipti sem islenzkur leik- flokkur ræðst i að setja Úrræðið á svið. A þeim tæpu fimmtiu árum sem liðin eru frá þvi Brecht skrifaði Úrræðið hefur það ein- ungis verið sett á svið innan viö tiu sinnum, þar af hefur það einu sinni verið sýnt i Bandarikjunum. Ekki veröur fariö út i þá sálma hér að rekja efnisþráð þessara verka, heldur eru menn eindregið hvattir til að láta ekki þessa at- hyglisverðu sýningu Nemenda- leikhússins fram hjá sér fara. 1 leikskrá getur að lesa eftirfar- andi hugleiðingu: „Spurningin er: Geturðu lifað, starfað og fengið einhverju áorkað annarsvegar eingöngu með tilfinningum — ástriðum, eða hinsvegar með skynsemi og rökum? Spurningin er: Standast kenningarnar þegar út í framkvæmdina er komið og hversu mikið er þá hægt að styðj- ast við þær? Úrræðið er skrifað upp úr gömlu japönsku No-leikriti. Þar var málsstaðurinn ekki kenningarnar — flokkurinn, heldur trúarlegs eðlis. Þar sam- þykkti ungur maður dauða sinn fvrir trúnn 1 Undantekningunniog -lr.eglunni er aftur á móti maður drepinn gegn vilja sinum. Það sem er óraunverulegt i þessu raunverulega leikriti Úrræöinu er, aö að lokum samþykkir stjórnarkórinn úrræði áróðurs- mannanna, það er að segja iflát eins ungs félaga þeirra, stað þess að dæma þá morðingja eða loka þá inni, eins og iðulega gerist þegar valdhöfum er sýnt fram á að kenningar þær sem veldi þeirra er byggt upp á veröa ekki svo auðveldlega framkvæmdar og að ýmsu þarf að kosta til...” —GEK

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.