Alþýðublaðið - 13.04.1977, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.04.1977, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 13. apríl 1977 alþýðu' blaðió „TÚRISTAGLADN Ferdamann hækkar um í gær ákvað viðskipta- ráðuneytið að hækka gjaldeyrisskammt þeirra sem fara i skemmtiferðir til útlanda úr 50.000 kr. i 75.000 kr. á mann. Jafn- hliða þessari hækkun voru heimildir ferðaskrifstofa til að selja matarávisanir og kynnisferðir gegn greiðslu i íslenzkum krón- um felldar niður. í samtali viö Björgvin Guðmunds- son, formann gjaldeyrisnefndar bankanna kom fram, aö ýmsar ástæöur eru til þessarar hækkunar. Hótelkostnaöur erlendis hefur hækk- Óheimilt að borga matog kynraisferðir í íslenzkum krónum Siglufjörð um páskana „Þetta tókst ágætlega, held ég að mér sé óhætt að segja, að visu vorum við svolitið óheppnír með veður, ” sagði Ómar S. Hauksson, blaðafull- trúi Skiðamóts íslands, en það var sem kunnugt er haldið á Siglufirði um páskana. Um eitt hundraö keppendur tóku þátt i mótinu, en auk þeirra taldi ómar aö á milli sex og sjö hundruö gestir heföu dvalist á Siglufirði um páskana vegna mótsins. Þótt hótelrými á staðn- um sé frekar litið, gekk bærilega að koma öllum mannskapnum fyrir. Mjög margir gistu i heimahús- um, en einnig var fjölda fólks komið fyrir i barnaskólanum á staðnum. Á mótinu var keppt i skiöa- stökki og er Ómar var spuröur hvernig aðstaöan til stökks væri, sagði hann að hún væri góð. Til- tölulega stutt væri siöan að upp- götvast heföi um hina ákjósanleg- ustu aðstööu, frá náttúrunnar hendi, til skiðastökks vestur i Dölum, á svokölluöum Dala- bakka , en þangað er um 15 minútna akstur frá bænum. Þar hefði verið stokkið lengstað þessu sinni 56,5 metrar. Er ómar var inntur eftir fjár- hagsafkomu mótsins sagði hann að það lægi ekki ljóst fyrir ennþá, enda ekki byrjað á uppgjöri. Nánari grein verður gerð fyrir úrslitum Skiðamóts Islands hér i blaðinu einhvern næstu daga. —GEK Heilsugæzlustöð Árbæjar- hverfis tekin í notkun: Straumhvörf Frá Siglufirði Á áttunda hundrað manns heimsóttu í heimilislækn - ingum og heilsugæzlu t gær var tekin i notkun heilsu- gæzlustöð fyrir Arbæjarhverfi i Reykjavik. í ávarpsorðum Páls Gislasonar formanns heilbrigðis- máiaráðs Reykjavikurborgar við opnun heilsugæzlustöðvarinnar i gær kom fram, að hér værium að ræða fyrstu heilsugæzlustöð sinn- ar tegundar sem reist væri i höfuðborginni. Sagðist Páll vona að þetta væri byrjun á uppbygg- ingu heilsugæzlustöðva i öðrum hverfum borgarinnar. Þvi næst tók til máls borgar- læknir Skúli Johnsen. 1 upphafi ræðu sinnar sagði borgarlæknir: „Við opnun fyrstu heilsugæzlu- stöðvarinnar hér i Reykjavik verða straumhvörf i málefnum heimilislækninga og almennrar heilsugæzlu hér i borginni. Þær breytingar sem hér er ver- ið að hrinda af stað eiga sér all- langan aödraganda, sem ekki verður rakinn hér, aö öðru leyti en þvi, að nú eru að koma til framkýæmda tillögur um breyt- ingar á skipan heilbrigðisþjón- ustu utan sjúkrahúsa, sem eru i aðal atriðum samhljóða itarleg- um tillögum, sem samþykktar voru i borgarstjórn árið 1967.” 1 ræðu borgarlæknis kom fram að heildarkostnaður við byggingu heilsugæzlustöðvarinnar nemur nú um 65 milljónum króna, en gera mætti ráð fyrir að heildar- kostnaður yrði um 85 milljónir. Heilsugæzlumiðstöðin er til húsa i Hraunbæ 102, og er húsnæðið um 600 fermetrard hæð og 110 fermetrar ikjallara. Húsið, sem heilsugæzlustöðin er i var byggt fyrir ýmisskonar þjónustu- starfsemi, og er staðsett i þjón- ustu- og verzlunarmiðstöð Árbæjarhverfis. Þá kom fram i ræðu borgar- læknis að með starfsemi heilsu- gæzlustöðvarinnar yrði svokallað númerakerfi lagt niður og Árbæjarhverfi yrði sjálfstætt heilsugæzlusvæði þar sem ibúar hverfisins fengju Wna ýmsu þjón- ustu. Meðal gesta við opnun heilsu- gæzlustöðvarinnar voru borgar- stjóri, Birgir Isl. Gunnarsson, ■ ráðuneytisstjórinn i heilbrigðis- ráðuneytinu og borgarfulltrúar. —BJ Aðiin yor og haustfaig „alm

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.