Alþýðublaðið - 13.04.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.04.1977, Blaðsíða 2
2 STJORNMÁL Miðvikudagur 13. apríl 1977 alþýöu- Útgefa.idi: Alþýðuflokkurinn. Reksiur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Aðsetur ritstjórnar er i Síðumúla 11, simi 81866. Augiýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askr ftarsfmi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. Við seljum ekki heilsuna Hvort sem fólk dvaldist heimavið eða var á ferð- um í fersku lofti um páskahelgina, munu þús- undir taka vel eftir þeim umskiptum sem það er að koma aftur á vinnustað. Sérstaklega munu þeir, sem vinna erfiðustu störfin, taka eftir, hve óvistlegir vinnustaðirnir eru, hve víða er mengað loft eða óhóf legur hávaði, ef ekki bein óhollusta. Sjaldan hefur fyrir. spurn á Alþingi vakið eins mikla athygli og spurning Jóns Ármanns Héðins- sonar um vinnuskilyrði í álverinu í Straumsvík. Skýrsla heilbrigðisyf ir- valda kom eins og köld gusa yfir þjóðina, og mörgum varð Ijóst, að þarna hafði veigamikill þáttur í kjarabaráttu launþega verið vanrækt- ur. Auðvitað er þessum málum áfátt á f leiri stöð- um en í álbræðslunni og vinnustaðir þurfa ekki að vera sérlega stórir til þess að þeir geti verið bæði óvistlegir og var- hugaverðir hvað hollustu snertir. Alþýðuf lokkurinn hef- ur flutt á undanförnum þingum og flytur enn í vetur tillögu þess efnis, að sett verði fullkomin löggjöf um vinnuvernd og starfsumhverfi. Flokkur- inn hefur bent á, að vist- legir og heilbrigðir vinnu- staðir séu sjálfsögð krafa hjá þjóð, sem býr við svo góð lifskjör sem íslend- ingar. Tillaga þingmanna Alþýðuf lokksins er á þá lund, að með nýrri lög- gjöf skuli tryggja öllum landsmönnum starfsum- hverfi, þar sem ekki er hætta á líkamlegu eða andlegu heilsut jóni, en vinnuskilyrði eru í sam- ræmi við lífskjör þjóðar- innar og tæknilega getu, stuðla að virðingu vinn- unnar og starfsgleði. Þá á ný löggjöf að gera ráð fyrir eðlilegum íhlut- unarrétti vinnandi fólks varðandi starfsumhverfi sitt, en stefna að því, að verkefni og vandamál á þessu sviði verði sem mest leyst í vinsamlegu samstarfi verkafólks og vinnuveitenda. Núgildandi löggjöf um öryggi á vinnustöðum er rúmlega aldarf jórðungs gömul, en hefur verið mjög góð á sínum tíma, enda vafalaust samin eftir norrænum fyrir- myndum. Hins vegar hef- ur alla tíð skort mikið á, að þessi löggjöf væri framkvæmd til hlítar, og hefur vinnandi fólk því ekki notið þeirrar vernd- ar, sem það á kröfu á samkvæmt henni. Sem dæmi má nefna, að ekki eru nema örfá ár síðan sett var mikilvæg reglu- gerð, sem lögin gerðu ráð fyrir, um atvinnuhús- næði. öryggiseftirlit ríksins er skipað ágætum og áhugasömum mönn- um, en það hefur aldrei fengið þann stuðning ríkisvaldsins, sem það þurfti. Þetta verður að breyt- ast. Alþýðuf lokkurinn stefnir að vakningu með- ai alls verkafólks í þess- um efnum og nýrri sókn til þess aðgera vinnustaði í hinum ýmsu starfs- greinum sem bezt úr garði og fjarlægja alla óhollustu, sem þar fyrir- finnst. Þetta er stórmál. Það sjá allir aðilar í sam- bandi við iðnað eins og ál- bræðsluna eða hina fyrir- huguðu járnblendiverk- smiðju. En vandamálið er til í f jöldamörgum öðr- um iðngreinum, þótt smærri séu. Atvinnusjúk- dómar eru mun útbreidd- ari og alvarlegri hér á landi en fólk gerir sér grein fyrir, enda hefur legið i landi sú trú, að við þeim sé ekkert að gera, þá verði að umbera í brauðstritinu. Þetta er hrapalegur misskilning- ur. Launþegar selja at- vinnurekstrinum vinnu sína, en ekki heilsuna. Málefni járnblendi- verksmiðjunnar á Grundartanga í Hvalfirði verða til umræðu á Alþingi í þessari viku. Þá munu þessi mál koma frekar til umræðu og munu þingmenn Alþýðu- flokksins í því sambandi leggja fram tillögur um að lögbinda íhlutunarrétt verkafólks um þessi mál og leggja til, að kerfi trúnaðarmanna verði á vinnustöðum til að fylgjast sérstaklega með þessum málum. Mikilvægast er þó, að tillaga alþýðuf lokks- manna um gagngera endurskoðun á löggjöfinni um vinnuvernd og starf sumhverf i verði samþykkt, og slík endur- skoðun hafin hið fyrsta. Allan þennan áratug hef- ur verið unnið að nýrri löggjöf á þessu sviði á hinum Norðurlöndunum, en íslendingar eru langt á eftir. Það mun koma í Ijós á næstu vikum, hvort þing- lið ríkisstjórnarinnar hefur skilning á þessu máli og samþykkir tillögu Alþýðuf lokksins — eða hvort málið verður svæft i nefnd, eingöngu af því að það er flutt af stjórn- arandstæðingum. Þau ör- lög hafa mörg góð mál hlotið á Alþingi, nú eins og áður. BGr Hér sjást Þörunn Vaidi- marsdóttir formaöur Verka- kvennafélagsins Framsóknar (t.h.) og Ragna Bergmann vara- formaöur (t.v.) á aöalfundi Kven- réttindafélagsins. (Mynd: Kr. Ben.) Kvenréttinda- félagid: 25. þús. kr. A aöalfundi Kvenréttinda- félags tslands, 16. marz s.l. aö Haiiveigarstööum afhenti Þórunn Valdima rsdóttir, formaöur Verkakvenna- félagsins Framsókn, KRFl 25 þús. kr. aö gjöf I tilefni 70 ára afmælis félagsins 27. janúar. Þórunn sagöi m.a.: „Framsókn á KRFl tilveru sína aö þakka og vill sýna þakklætisvott fyrir lif- gjöfina.” Verkakvennafélagiö var stofnaö fyrir tilstuölan Kvenréttindafélagsins 25. okt. 1914. Sólveig Olafsdóttir var endur- kjörin formaöur, aðrar i stjórn eru Björg Einarsdóttir, vara- formaður, Asthildur ólafsdóttir, Aðalheiður Bjarn- freösdóttir, Brynhildur Kjart- ansdóttir, Erna Ragnarsdóttir, Geröur Steinþórsdóttir, Kristin Guðmundsdóttir, Guðrún Gísla- dóttir, Þóra Brynjólfsdóttir, Júliana Signý Gunnarsdóttir, og Guðrún Sigriður Vilhjálms- dóttir. Guöný Helgadóttir, fyrrv. formaöur og Anna Sigurðar- dóttir, forstöðumaður Kvenna- sögusafns Islands, voru kjörnar heiöursfélagarj fluttar voru skýrslur frá norrænni ráðstefnu og alþjóðaþingi kvenna, er tveir stjórnarmenn höfðu setið; söfnun til minningar um stofnanda félagsins fór myndarlega af stað og mun standa út árið og siðan renna i Menningar- og minningarsjóð kvenna; viðstaddir voru þrir af fjórum fyrrverandi formönnum KRFl. 10 manns gengu i félagið, átta konur og tveir karlar, flutt var sérstök afmælisdagskrá i umsjón önnu Sigurðardóttur, Valborgar Bentsdóttur, Ernu Ragnarsdóttur og Elfu Bjarkar Gunnarsdóttur og var gerður góður rómur aö. Framundan er mikið starf hjá félaginu, sérstaklega er brýnt aö bæta starfsaöstöðuna að Hallveigarstöðum og mun nauösynlegt aö gera sérstakt fjáröflunarátak i þvi skyni. Ársrit KRFl „19. júni” kemur út I vor. Næsti félagsfundur veröur væntanlega 26. april og mun fjallaö um: Jafnrétti innan fjöl- skyldu —jafnrétti á vinnustað. Trimmað í Blá- fjöllum Skíðafélag Reykjavíkur gekkst fyrir trimmgöngu í Bláfjöllum(í fyrradag, annan dag páska. Alls tóku þátt í þessari göngu um 100 manns á aldrinum 6-74 ára. Skíðafæri var ágætt, en gengnir voru rúmlega 3 km. Páll Kristmannsson, hjá Skíðafélagi Reykjavíkur og Magnús Guðjónsson hjá Skíðadeild Fram, lögðu brautina og sáu um framkvæmd göng- unnar, sem heppnaðist í alla staði eins og bezt verður á kosið. —GEK

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.