Vísir - 20.08.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 20.08.1971, Blaðsíða 2
móðgaður : v/ð Dani | • a Nýlega var kvikmyndin „Catcfa • 22“ eða „Klásúla 22“ frumsýnd í • Kaupmannahöfn. Aöalhiutverkið í J þeirri ágætu mynd leikur Alana Arkin, en meðal annarra !eik- J enda eru Orson Welles og söngva arinn Art Garfunkel. • Alan Arkin hafði gefið vilyrðij fyrir því, aö hann kæmi til Dan-« merkur og yröi viðstaddur frum-J sýninguna. Úr því varð þó ekki,« og sumir hafa grun um, að Arkin a hafi ekki haft áhuga á að rifjaj upp kynni sín af Kaupmannahöfn, • en þar dvaldi hann um hríð fyrir * um það bil tíu árum, áður ena hann varð frægur, og vann þá fyr a ir sér með því að syngja á léleg- * um skemmtistööum — og átti þá, ekki sjö dagana sæla. • Það er erfítt að verða leigubílstjóri í Tjað tók Allen Rosen 13 langa og stranga mánuði að læra að þekkja næstum því hverja einustu götu í höfuðborg Eng- lands til þess að fá leyfi til að gerast þar leigubílstjóri í Lund- únum þurfa menn aö gangast undir mikið próf til að fá at- vinnuleyfi til þeirrar iðju. Rosen er Bandaríkjamaður frá New York en þar þurfa menn aðeins að svara 20 einföldum spurn- ingum til að fá leyfi til aö aka leigubifreið. Lundúnabúar, sem aka með Rosen, eru yfirleitt hissa, þegar þeir komast að því, að bílstjór- inn er Amerfkani, og þeir eru ennþá meira hissa þegar þeir kom ast að því, að þessi Ameríkani þekkir heimaborg þeirra ennþá betur en þeir sjálfir. „Margir segja mér, að þeir þekki London eins og buxnavas- ann sinn“. segir Rosen, „en þegar maður fer’ að spyrja þá út úr eru þeir eins og álfár út úr hól.Leigu bí'.stjórar hér þekkja borgina út og inn. Hvergi í heiminum er eins erfitt að fá réttindi til leiguakst urs“. T> osen talar af reynslu. Hann — ■^og hver sá er ekur leigubíl i Lundúnum — verður aö þekkja hverja götu, sem er innan sex mílna frá Charing Cross brautar stöðinni í miðborginni, og þar að auki er nauðsyniegt að vera sæmi lega kunnugur 1 úthverfunum. Þegar þeir eru að læra fara „nemendumir" á mótorhjóli um borgina. í hverjum mánuði gang- ast þeir undir próf, þar sem kann að er hvemig þeim sækist námið. Prófin verða sífel'.t þyngri, og að munnlegum prófum loknum verð- ur bílstjóraefnið að gangast undir sérstaklega erfitt aksturshæfni- próf hjá lögreglunni. 1500 manns reyna árleg'a við prófið, og að- eins helmingur þeirra stenzt það. Sá h'.uti Lundúna, sem bílstjór arnir verða að þekkja, er 750 fer- mílur aö flatarmáli, og á þvi svæði rúmast margar götur. Rosen. sem er 29 ára gamall, er ánægður með starf sitt. Áður var hann hermaður í bandaríska hernum, en nú er hann kvæntur enskri konu og setztur að V Eng- landi. „Hér er gott að vera“, segir hann.,,Hér er lítið um að leigubíl stjórar séu rændir, og allt með meiri menningarbrag en í New York. Svona líta leigubílarnir í Lundúnum út. V osen ségist vera ánægð ur með starfið, sem er ekki eins áhættusamt og í New York, heimaborg hans. Hinn fyrrverandi bandaríski hermaður, Allen Rosen, er orð inn leigubílstjóri í Lundúnum, og þekkir staðinn betur en inn fæddir. >•••••••••••• •••«••••••! ••••••••••.••••••••••••••••••••••••••••* ••»••••« Ást í meinum — milli frægs nautabana og skólastelpu Patricia Lieben, 15 ára skóla- stúlka, er umtalaðasta ste’.pan í sínum bekk um þessar mundir, því að hún hefur orðið sér úti um „spennaridi" vonbiöil, og sá er enginn annar en hinn frægi spænski nautabani E1 Cordobes. Patricia er komin af rólegheita fólki í Hollandi, og faðir hennar, sem er forstjóri verzlunarfyrir- tækis vi'.l ekki heyra minnzt á trú lofun. „Komdu aftur eftir sosum fimm ár“, á hann að hafa sagt við Ei Cordobes, hetju þeirra Spánverja. Allt þetta byrjaði með því, að Patricia var í frii ásamt foreldr- um sínum og dvaldi á hóteli á Suður-Frakklandi. E1 Cordobes bjó á sama hóte’.i. Þar kynntust þau, og allt fór fram með mjög miklum sóma, foreldrar Patriciu sáu um það. En innan sólarhrings frá þvl að Lieben-fjölskyldan var komin heim til Hol’.ands. stóð E1 Cordo bes á húströppunum og hringdi dyrabjöllunni. Hann hafði elt þau í einkaþotu sinni. En faðir Patriciu var ósveigjan legur: „Þér eruð velkomnir í mínum húsum sem fjölskylduvinur, en þér verðið að koma fram eins og sómakær maður gagnvart dóttur minni". Nú verður Patricia að ’.áta sér nægja gullkeðju, sem hinn spánski vinur hennar gaf henni. „Hann segir, að þetta sé hlekk ur til marks um tengslin okkar á milli", sagði Patricia við eina skólasystur sína. Lengstu eyru í heimi Victor Edwards, sem er þriggja ára gamall Englendingur, er ekki óvanur því að leika sér við eyrna langar kanínur. Faðir hans, sem býr í Berkhamstead í Englandi ræktar hjá sér með kynbótum eyrnastórar kanínur af Lop-kyni. Þessar kanínur eru einkarvin- sælar meðal þeirra. sem hafa á- huga á því að ciga dýr, og faðir Victors getur hvergi nærri haft undan eftirspuminni. Hérna á myndinni sýnir Victor eyrnaprúðustu kanínuna, sem föð ur hans hefur tekizt að rækta, en frá eyra til eyra mældist hún tæp ir 70 sentimetrar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.