Vísir - 20.08.1971, Blaðsíða 4

Vísir - 20.08.1971, Blaðsíða 4
4 V í S IR . Föstudagur 20. ágúst 1971 áfc, SKIPAUTGCRB RÍKÍSllTs Ms. Hekla ffef austur um land til Akureyrar 25. þ.m. Vörumóttaka fimmtudag, föstudag, mánudag til Homafjarð- ar, Djúpavogs, Breiðdalsvikur, Stöðvarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, — Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norð- fjarðar, Seyðisfjarðar Borgarfjarð ar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar Húsavík- ur og Akureyrar. r Nútíma . í skrautmumr, I menoghálsfestar. SKÓLA^ÖRÐUSTÍG13. Hreint vatn Gott sumar fyrir þær líka. Það eru ekki bara þið mann fólkið, sem hafið fagnað góðu sumri, segir hún þessi. Við hitt um hana niður á Tjörn í gærdag. Hún sagði að endurnar, stöllur hennar, hefðu líka átt náðuga daga í sól og sumri. Síðustu dag ar hafa verið heldur votir við- urkenndi hún, en rétt um það bil brutust sólargeislar fram úr skýjunum og nú lítur út fyrir að sumarið haldi áfram í sama „stíl“ og fyrr i sumar. Tekjuöflun sveitar- félaga Félagsmálaráðherra, Hanniba! Valdimarsson, hefur hinn 16. þ. m. skipað nefnd til að endur- skoða gildandi löggjöf um tekju stofna sveitarfélaga og er nefnd inni falið að lokinni þeirri endur skoðun, að semja frumvarp ti! laga um þær endurbætur á tekju öflunarkerfi sveitarfélaganna, sem hún telur rétt og nauðsyn- legt að gera. j. nefndinni eig'a sæti; Alexander Stefánsson, oddviti, Ölafsvík, Jóhann Hermannsson, bæjarfull trúi. Húsavík, Steinunn Finnbogastóttir, borg- arfulltrúi, Reykjavík, Ólafur Jónsson, framkvæmda- stjóri Kópavogi. Hjálmar Vilhjálmsson, ráðuneyt isstjóri, sem jafnframt er for maður nefndarinnar. Biskup vísiterar Biskup íslands visiterar Barða strandarprófastdæmi dagana 24. ti! 29. ágúst n.k. Verður visitazi unni hagað sem hér segir: Þriðjudaginn 24. ágúst kl. 3 e. h Flatey, miðvikudaginn 25. ágúst kl. 2 e. h. Gufudalur, — sama dag kl. S e.h. Skálmar- nessmúli, fimmtudaginn 26. ágúst kl. 1 e.h. Brjánslækur, — sama dag k!. 5 Hagi, föstudag- inn 27. ágúst kl. 1.30 Sauðlauks- dalur, — sama dag kl. 5 Breiða v’ik, laugardaginn 28. ágúst kl. 2 e.h. Selárdalur, — sama dag kl. 6 e. h. Bílduda'.ur sunnudag inn 29. ágúst kl. 2 e.h Patrek fjörður, — sama dag kl. 5 Stóri- Laugardalur. Guðsþjönusta verður í öllum kirkjunum, svo og viðræður við sóknarnefnd og söfnuð. Bretar með í fyrsta sinn á vörusýn- ingu hér Alls 31 brezkt fyrirtæki mun eiga aðild að brezku deildinni í alþjóðlegu vörusýningunni, sem hefst í Reykjavík 26. ágúst n.k. Þetta er í fyrsta sinn sem Bret ar eru með f sýningu hér á landi að sögn London Press Ser vice. Bretar munu sýna mjög fjölbreytilegan varning, t. d. gólfteppi, bakpoka, matvörur, snyrtivöirur þvottavélar, skrúf- ur, leikföng gúmmívörur, reið- hjól, rúm, strauborð, skyrtur og ullarpeysur, — svo eitthvað sé nefnt. Þá sýnir British Leyland hinn nýja Range Rover í fyrsta sinn á íslandi. 5300 sh'ðaðir hjá HÆ-samtökunum á síðasta ári AMs voru 5300 manns skoð- aðir á síðasta starfsári í rann- sóknarstöð Hjartaverndar, lands samtaka hjarta og æðaverndar félaga í Lágmúla 9. Rannsókn höfst í febrúar s. 1. á Akureyri á vegum samtakanna og lögðu einstaklingar, félög og firmu þar nyrðra 2 millj. króna til rannsóknarinnar. Sigurður Sam úelsson, formaður samtakarma sagði á aðalfundi Hjartaverndar að hann vonaðist til að undir- búningur á rannsókn fólks á Suöurlandsundirlendi gæti haf- izt f náinni framtíð. Á fundin- um afþenti dr. Guðrún P. Helga dóttir,1 formaður utanfararsjóðs Hjartaverndar stjórninni sjóð- inn, nær 2 milljónir, en samkv. lögum eru sjúklingar nú styrkt ir til utanfararinnar og sjóðs ins ekki lengur þörf. 85 ræðismenn af 130 þiggja boð um íslandsferð Utanrfkisráðuneytið hefur boð ið ræðismönnum íslands til ráð stefnu í Reykjavfk. Af um 130 ræðismönnum koma 85, og verða eiginkonur flestra þeirra með þeim. Fundir verða í Loft- leiðahútelinu 25. og 26. ágúst n. k. og flytja þar erindi Einar Ágústsson, utanrfkisráðherra, er mun m. a. ræða landhelgismálið, og Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra. — Sýnd verður íslandskvikmynd, flutt verða erindi um efnahags- og viðskiptamál, sýnd atvinnufyr- irtæki í Reykjavfk, og ýmsir fulltrúar atvinnulífsins verða á fundi með ræðismönnunum. — Föstudaginn 27. ágúst verður farið að Gullfossi og Geysi og til Þingvalla. Flestir ræðismann anna koma til landsins 24. ágúst og fara aftur 28. ágúst, en nokkrir koma fyrr og verða lengur. Tilgangur ráðstefnunnar er að kynna ræðismönnunum landið, ekki sízt efnahagsmál þess og viðskiptamöguleika. Trésmiðjan Víðir auglýsir Seljum næstu dugu lítið gulluður kommóður múluður hvítur — ruuður — blúur 25% afsláttur Verzlið í Víði Laugavegi 166 — Sími 22229

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.