Vísir - 20.08.1971, Side 3

Vísir - 20.08.1971, Side 3
3 Ví SIR. Föstudagur 20. ágúst 1971. í MORGUN UTLONDI MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLOND I MORGUN UTLOND Gjaldeyrismarkaðir opna á mánudag: Umsjón: Haukur Helgason Frakkar neituðu að hækka frankann — Slitnaði upp úr fundi EBE i nótt — Sumir fíjóta, aðrir með tv'ófalt gengi? — Japanir ánægðir og telja sig ekki þurfa að hækka Tilraun Efnahagsbanda- latgsríkjanna til að komast Stóri Minh vill ekki „vera með í skrípaleik“. að samkomulagi um stefnu í gengismálunum fór al- gerlega út um þúfur, og er Frökkum kennt um. Frakk ar neituðu að hækka gengi franska frankans gagnvart dollar. Fundurinn rann út 1 sandinn klu'kkan t-vö í nótt eftir 16 kilukku stunda setu manna. Blaðamenn gátu strax lesið þar af andlitum fjármálaráðherranna og sérfræðing anna, að aílt hefði mistekizt. Sum ir fuMtrúanna töluðu um „hrun“. Japanska rikisstjómin er sögð hafa látið i ljós ánægju með þessi mistök Efnahagsbandalagsins, því að nú séu betri möguleikar fyrir «&r- THIEU EINN I FRAMBOÐI — „Stóri" Minh dregur sig til baka Minh, sem var ekti keppinautur Thieus forseta Suður-Víetnam í forsetakosningunum, hef- ur nú afturkallað framboð sitt. „Stóri" Minh, eða Duong Van Minh hershöfð ingi var eitt sinn forseti, og hann hefur alla tíð átt mik ið fylgi í landinu. Nú segir hann, að Thieu beiti brögð um í kosningabaráttunni. Minh ritaði hæstarétti Suður- Víetnam og sagði, að sá ótti hafi ekki reynzt ástæðulaus, að Van Thieu mundi beita svikum og falsa kosningarnar. Hann drægi sig til baka af því að hann vildi ekki eiga neinn þátt í skrípaieik sem þessum. Áður haföi Ky núverandi vara- forseti Suöur-Víetnam oröiö að hætta við framboö í forsetakosn- ingunum, af þvi að honum tókst ekki að fá nægilega marga meðmæl endur úr röðum sveitastjórnar- manna. Kosningalög krefjast á- kveðinna meðmælenda úr þeim hópi. Ky segir, að Thieu hafi beitt kúgun til að hindra, að menn mæltu með andstæðingum hans. „Stóri“ Minh hafði hins vegar fengið nægilega meðmælendur. „ . . OG EFTIR VAR ÞA EINN“. Thieu er nú einn um hituna — Ky varaforseti hans (með yfirskeggið) og stóri Mlnh saka Thleu báðir um svindl. Japani að komast hjá að hækka gengi jensins. Þrátt fyrir margendurteknar yfir- lýsingar um, að EBE yrði bæði af stjórnmálaiegum og efnahagslegum orsökum að ná samkomulagi iim afstöðu til aðgerða Nixons, þjUpitu fjármálaráðherrar EBE, þegar á hóiminn kom, ekki orðið sammála um annað en að gjaldeyrismarkað- urinn f EBE-löndum skyldi opnað- ur að nýju á mánudag. Annars eru Efnabagsbandalagslöndin óbundin og getur hvert farið sína eigin leið í gengismálunum. Þau lönd, sem kunna að kjósa að láta gengið „fljóta“ geta gert það að viil’d. Frakkar vilja hafa „tvöfalt gengi“, annað til að greiða venjuleg vöruskipti, hitt fyrir önn ur viðskipti, sem bera meir keim spákaupmennsku. Það var almennt talið í Briissel að fundur fjármálaráðherra EBE hefði verið sögulegur viðburður og einstætt tækifæri ttl að taka for ystuna í tilraun til að koma nýrri skipan á peningamálin í heimin- um. Jafnframt hefði hann átt að vera tækifæri fyrir EBE til að kom ast nær stofnun eigin gjaldeyris bandalags. Þetta tækifæri hefurnú fariö út um þúfur, að minnsta kosti er kominn hnútur sem ekki leys ist um sinn. Flestir kenndu í morg un Frökkum um aðhafarofið sam komuílag. ítalski fjármálaráðherr- ann Ferrari-’Agvradr sagði é - blaða mannafundi, að ekki væri efi á, að Frakkar hefðu tekið afstöðu, sem hefði verið algerlega frábrugðin af stöðu annarra þjóða. Hinir fimm bandamenn Frakka í EBE gátu komið sér saman um afstöðu, sem byggist á tillögum Vestur-Þjóðverja, em gengu f aö- alatriðum út á það, að gjaldmiðl- ar EBE-ríkja skyldu ekki iengur miðaðir við dollar í gengi, heldur hver við annan og meiri sveigjan- leiki skyldi vera við gengisskrán- ingu dollarans gagnvart öðrum ríkj um en verið hefur Þetta kerfi yrði því ,,hál.ffljótandi“. Fjármélaráðherrar EBE voru sam mála um, að þeir skyldu hittast aftur 13. september. Japanir óttuðust, að árangur yrði Ríkisstjórn Japans er sögð hafa óttazt, að árangurinn yrði góður og samkomulag næðist á fundi EBE í Brtlssel. og jafnframt mundi verða samkomulag á fundi fulltrúa 10 helztu iðnaðarríkja Vestur-Evrópu um málið. Nú varpa ráðherrar í Tðkíó öndinni léttar. Þeir telja, að hinn misheppnaði fundur muni nú gera kleift, að Japanir og Banda ríkiamenn semji sín á milli um málið, en út úr því gera Japanir sér betri vonir. Stjórnvöld í Japan vi'lja ekki hækka gengi jensins eða láta það f'ljóta frjálst. 10-landa fundurinn september. verður 19. Gjaldeyrismarkaðir opna eftir helgi Gjaldeyrismarkaðir f ríkjum Efnahagsbandalagsins opna á mánu dag. Jafnframt sagði brezki fjár- málaráðherrann Anthonv Barber eftir Brusselfundinn, aö gjaldeyris markaðir á Bretlandi mundu vænt anlega opna á mánudag. Gjaldeyrismarkaðir lokuðu eftir ræöu Nixons og yfirlýsingar hans um aðgerðir í efnahagsmálum í byrjun vikunnar. „Yið höldum, að hér séu brezkir hermenn44 — sögðu árásarmennirnir og hleyptu af Grímuklæddir og vopnaðir menn brutust i gær inn í hús í kaþólska hluta Belfast og skutu á þrjá menn. Tveir hinna særðu munu hafa ver ið brezkir hermenn. Mennimir særð ust alvarlega, einkum einn þeirra. Þeir höfðu setið og horft á sjón varp þegar vopnaðir menn brutu upp dyr og hrópuðu: „Við höldum, aö hér séu brezkir hermenn“. Hleypt var af, og síðan hurfu á- rásarmennirnir brott. _@,Torrez er valtur. Neyðarástand í Bólivíu — eftir uppþot hægri manna Hin vinstri sinnaða rík- isstjórn í Bólivíu lýsti yfir neyðarástandi í landinu í gærkvöldi eftir átök í bæn um Santa Cruz. Jorge Gallardo innanrikisráö- horra sagði, þegar liann tilkynnti um nevðarástand, að hægri menn f bænum hefðu staðið bak við upp þot, sem þar urðu. Santr r’’-uz er miðstöð G'líuvinnslu í ' dl ardo sagði í útvarpsr; rík isstjórn Juan Torrez he.ó. engu að síður fulla stjórn á málunum. Stjórnvöld höfðu áður skýrt frá því, að einn hefði beðið bana og tveir særzt, þegar lögreglan dreifði hópi stjórnarandstæðinga, sem höfðu ráðizt á útvarpsstöðina 1 Santa Cruz. Eftir árásina á út- varpsstöðina, handtók lögreglan 30 manns. Fjórtán hinna handteknu var seinna sleppt, en íyrrverandi yfirmaður herskólans í La Paz, Hugo Banzer hershöfðingi, var fluttur til höfuðborgarinnar, og hin ir fimmtán eru 1 fangelsum í Santa Cruz. Þeir hafa al'lir verið ákærð ir fyrir neðanjarðarstarfsemi gégn ríkisstjórninni.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.