Vísir - 20.08.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 20.08.1971, Blaðsíða 7
VfSIR. Föstudagur 20. ágúst 1971. 7 Reikna með beztu korn- uppskeru til þessa — ftetkna með crð fá 30 tunnur af byggi at hektaranum á Þorvafdseyri Tilraunir, sem gerðar hafa ver ;ð með kornrækt undir Eyjafjöll um hafa gefizt mjög vel og í sumar virðist ætla að verða bezta uppskeruárið til þessa. 4 tímabili höfðu sex bændur korn rækt meðfram öðrum búskap, en nú er aðeins ræktað korn á tveimur bæjum. Eggert Ólafsson bóndi á Þor- valdseyri sagði við blaðamenn, sem heimsóttu hann í gær, að hann reiknaði _með að fá um 30 tunnur af byggi af hektaran um í haust, en hann sáöi í 7 hektara lands í endaöan apríl í vor. Eggert sagðist búast við að uppskeran yröi um mánaðamót- in september—október. Til samanburðar má geta þess að í fyrra fengust aöeins 10—11 tunnur byggs af hektaranum á ekrum á Þorvaldseyri, en korn ið þroskaðist þar hins vegar þrátt fyrir óhagstætt tíðarfar. Eggert sagöist nota allt sitt korn sjálfur og 80% af upp- skerunni hefur venjulega farið til þess að fóðra svín. —,TH Heykögglar geta komið i stað erlends kjarnfóðurs — Tilraunir sýna að kýr mjólka ekki siður af beim en mjöli — Heykögglaframleiðslan 2000 lestir i ár Heykögglaverksmiðjurnar tvær á Rangárvöllum munu skila allt upp undir 2000 tonn um af heykögglum í sumar og er það mesta heykögglafram leiðsla, sem hingað til hefur átt sér stað hér á landi. — Kögglaverksmiðjan í Gunnars holti hefur hingað til ekki náð 1000 lestum á sumri, en hún hefur starfað í nokkur ár, hins vegar er ve.ksmiðj- an á Stórólfsvallabúinu hjá Hvolsvelli ný en starfaði áð- ur sem heymjölsverksmiðja. Að sögn Hjalta Gestssonar virð ast rannsóknir benda til þess að heykögglar jafngildi erlendu kjarnfóðri til fóðrunar kúa. Athuganir em geröar hafa veriö bæði á tilraunabúinu að Laugar dælum og eins á tilraunastöð landbúnaðarins á Akureyri sýna að kýr virðast mjölka jafn vel, þótt þær fái heykögglana ein- vörðungu með heyinu eins og ef þeim er gefið erlent kjarn- fóður. Virðast heykögglarnir því geta leyst erlenda kjarnfóðrið af hólmi að verulegu leyti. En fóðurinnflutningurinn nemur um 60 þúsund lestum á ári. Samband íslenzkra samvinnu- félaga hefur flutt út 9 lestir af heykögglum til Þýzkalands í til raunaskvni og fékkst þar mjög gott verð fyrir þessa vöru, eða 10 kr. fyrir kílóið, en köggl- arnir hafa verið seldir hér inn anlands fyrir 9 kr. kg. og eru þá flutningsgjöld ekki innifalin í hvorugu tilfelli. Leitað hefur verið eftir markaði fyrir hey- köggla víðar og virðist vera grundvöllur fyrir útflutningi á heykögglum í talsverðum mæli. Bændasamtökin í ýmsum landshlutum munu hafa mikinn áhuga á að koma upp slíkum verksmiðjum og er verið að at- huga möguleika á aö koma upp slíkri verksmiðju f Dölum, Eyja firði og víðar. —JH t Miklar til- færslur i utanríkisvið- skiptum ■ Meiri tilfærslur hafa orðiðl í utanríkisviðskiptum ís-1 lands en annarra EFTA-ríkja , fyrstu mánuði ársins. Útflutn- ingur fslands til annarra EFTA- ‘ landa drðst saman um 43,8 ( prósent í maí miðað við sama j mánuð í fvrra. Ilins vegar jókst innflutningur fslands frá Banda' ríkjunum um 114,3 prósent í maí ( miðað við sama mánuð í fyrra. | ■ Útflutningur ísfands til j EFTA-ríkjanna var í mai um 360 milljónir króna. Til' landanna í Efnahagsbandalag- ( inu var tUílutningurinn um 140 milljónir, og til Bandaríkj I anna um 420 milljónir. Þetta | var 23,1% aukning á útflutn-, ingi til EBE og 29,7% aukn- ing til Bandaríkjanna. i ”9 Innflutningur íslands frá ( EFTA jókst um 71,2% miðað við j sarrta mánuð í fyrra, frá EBE, var aukningin 38,2% og frá' Bandarikjunum 114,3%. —H l-I I Félag heiðursmanna og alþingismanna 100 ára Rétt rúm 100 ára eru liöin siðan „nokkrir heiðursmenn ... tóku sig saman um að hvetja landsmenn til aö sýna í verkinu, að þeir hefðu þrek og samheldni að vera sjálfstætt þjóðfélag og vinna sér þau réttindi, sem þar til krefðist að h'alda þeim.“ Hiö íslenzka þjóðyinafélag var svo stofnað 19. ágúst 1871, og voru stofnendur þess 17 þjóðkjörnir al- bingismenn, Stofnun félagsins átti sér nokkurn aðdraganda, fyrst á alþingi 1869 fyrir forgöngu Tryggva Gunnarssonar og síðar á sýslu- fundi Suður-Þingeyinga 8. júní 1870, er „heiöursmennirnir tóku sig saman um að hvetja lands- menn ...“ Tilgangur félagsins var þannig í upphafi stjórnmálalegur, og fyrsti formaður þess var Jón Sigurðsson. Félagið efndi t. d. tii þjöðfundar á Þingvöllu-i 1873, og sumariö 1874 stóð það fyrir þjóðhátíð þeirri, er haldin var í minningu þúsund ára byggöar á íslandi. Brátt sneri félagið þó af stjómmálavettvangi og hóf útgáfu ýmissa rita svo sem Andvara og hins fræga Almanaks Þjóðvinafélagins. Næstu daga mun standa sýning á ritum Þjóövinafélagins og verður hún í húsakynnum Bókaútgáfu Menningarsjóös og Þjóðvinafélags- ins að Skáíholtsstig 7. —GG Tækjamaður I Vanur maður öskast á BR0YT skurðgröfu. — Uppl. í síma 31155 eöa 32756. Kíktu á Ingólf og tízkufötin „Ooooooo, viö erum bara að verzla pínulítið. Það er svo ösköp eitthvað skemmtilegt, að labba í miðbænum á svona dögum og verzla p£nulítið,“ sögðu þær og píröu augunum framan i ljósmynd arann okkar, hann Ástþör, á meðan hann mvndaði þær baki brotnu. „Nei, nei. Viö ætlum ekki aö kaupa nein ósköp. Bara rétt nóg til að sýnast. Við erum búnar að kíkja á það nýjasta í pop-verzlun- um og núna ætlum við aö feikja rétt se msnöggvast á hann Ingólf Arnarson og hina á hólnum Iians,“ bættu þær við og voru svo búnar að snúa sér' á hæl og trítlaöar af staö áður en ljósmyndarinn gat fengiö þær til að segja til nafns. .... —ÞJM Maður óskast á loftpressu. — Uppl. í síma 40519. Keflavíkurvöllur Laugardag kl. 3 Miðasala frá kl. 1. I. B. K.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.