Vísir - 20.08.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 20.08.1971, Blaðsíða 8
V1S1R. Föstudagur 20. agusi itr/i. Ctgefandi: Keyklaprenr nt. Framkvœmdast ión Sveiun R Ev|6Wssoo Ritstjóri- Jónas Krístjánssun Fréttastjórí: Jón Birgit Péturgson Ritstjórnarfulltrúi Valdimar H. lohannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Augiysingar: Bröttugötu 3b Slmar 15610 11660 Afgreiösla Ðröttugötu 3b Simi II66C Ritstjórn: Laugavegi 178 Slmi 1166C f5 ifnur) Áskríftargjald kr. 195.00 ð mánuði innarilands I lausasölu kr. 12.00 elntakifl prentsmiöja Vtsls — Eddr hl Mikið verk crð virma f^engi hefur það staðið ferðamálunum á íslandi fyrir orifum, hve stutt vertíð atvinnugreinarinnar hefur verið. Þorri hinna erlendu ferðamanna er hér í júlí og ágúst. Um vetrartímann eru þeir hins vegar sára- air. Hótel og samgöngutæki nýtast illa utan anna- címans og eru því lítt arðbær mikinn hluta ársins. Ferðamálamenn hafa sett sér það markmið að auka árlegar, hreinar gjaldeyristekjur af ferðamönn- um um einn milljarð króna næstu 10 árin meö því að þrefalda ferðamannastrauminn. Spáð er, að til þess þurfi að byggja hótel fyrir 200 milljón krónur á ári næstu tíu árin. Er þó gert ráð fyrir, að hægt verði að lengja vertíðina frá því, sem nú er. En flest bendir til þess, að enginn hægðarleikur sé að fá hingað ferðamenn utan hásumarsins. Árangurs hafa menn helzt vænt af viðleitni til að færa ráðstefn- ur af sumri yfir á vor og haust. En árangurinn virðist enn vera lítill. Með tímanum ætti þó að takast að breyta þessu. Ef ísland verður jafnframt vaxandi ráð- stefnuland, ætti þessi grein ferðamennskunnar að geta orðið afar hagkvæm. Ekki nægir þó að byggja hótel og sali til að fá hingað ráðstefnur. Haraldur J. Hamar benti í erindi á síðustu ferðamálaráðstefnu á, að lítið væri hægt að sjá úti á landi á vetuma og að ferðamenn væru í mesta lagi hálfan annan dag að sjá það, sem þeir vildu sjá í Reykjavík. Hann benti á þann möguleika, að hér yrði reist veg- legt Leifs Eiríkssonar safn, minnisvarði um sókn Evrópumanna vestur yfir Atlantshaf. Ennfremur, að reist verði hof helgað eldi í iðrum jarðar og þá vænt- anlega bæði eldfjöllum og hverum annars vegar og hins vegar margvíslegri hagnýtingu jarðhitans. Eirm- ig nefndi hann vandað og sérstætt sædýrasafn. Vísi að slíku safni höfum við í Hafnarfirði, en það mun kosta mikið fé og mikla fyrirhöfn að færa það í því- líkt horf, að útlendingar hafi dhuga á að skoða það. Áður hafa menn rætt ýtarlega um möguleika á að gera ísland að landi skíðaíþrótta og heilsulinda. Stutt skref hafa verið stigin á þeirri braut. Þeir, sem hafa séð skíðaaðstöðuna í Alpalöndunum, gera sér þó grein fyrir því, að það mun kosta marga tugi milljóna króna að, koma upp þeirri lágmarksaðstöðu sem geti dregið hingað ferðamenn. Um kostnaðinn í sambandi við heilsulindir er svipað að segja. Allt, sem hér hefur verið nefnt, kostar verulegar fjárupphæðir. Ekki þýðir þó að horfa í það, því að hagnaðurinn á móti er margfalt meiri, ef unnt reyn- ist bæði að auka fjölda ferðamanna og jafna straum þeirra yfir árið. Sumt af þessu, fyrst og fremst söfnin, eru á verksviði ríkis og sveitarfélaga, en ann- að á verksviði einkaaðila og samtaka þeirra. Hér er mikið verk að vinna. Raunveruleg gengis jVlxon forseti Bandaríkjanna hefur nú tvisvar sinnum á aðeins mánaðartíma komið skyndilega fram fyrir banda- ríska alþjóð á sjónvarpsskettn- inum til þess að skýra frá stór- lega mikilvægum og óvæntum ákvörðunum. Fyrst var það hin óvænta yf- irlýsing hans um fyrirhugaða heimsókn til Iíína og hálfgild- ings sættir við kinverska komm únista. — og nú síðastliðinn mánudag tilkynning hans urn róttækar aðgerðir í efnahags- málum landsins, sem hefur áhrif út um víða veröld. Yfirleitt hefur Nixon haft þaö orð á sér að hann væri lihalds- samur og hægfara stjómmála- maður, Þær skoðanir hljóta nú að breytast, Með þessum harð- skeyttu aögerðum er hann nú tvímaelalaust orðinn einhver djarfasti og róttækastj forseti sem verið hefur í Bandaríkjun- um frá því Roosevelt var uppi. Það virðist nú auðséð, að honum hefur tekizt með einbeitnj sinni að leysa Víetnam-vandamálið, svo aö það mun engin áhrif hafa f forsetakosningunum á næsta ári. í stað þess hafa innanríkis- mál iandsins, vaxandi verðbólga, minnkandi framleiðslu og at- vinnuleysi orðið viðkvæmustu vandamálin. Nú ætlar Nixon líka að grípa þar rösklega í taumana, þó enginn fái enn séö, hver áhrif af því verða, meðal annars hversu alvarlega afleið- ingarnar verða í alþjóöaviðskipt um og í efnahag annarra þjóða. ITöfuðatriöið ) ráðstöfunum Nixons er sú ákvörðun að leggja 10%, innflutningstoljwá nær allar vörur, sem fluttar eru til landsins. Fyrst og fremst beinist þetta ákvæöi að því að styrkja inn'endan iönað. sem hefur átt í mjög ströngu að strfða vegna síaukins innflutn- ings á ódyrum erlendum iðn- vamingi. Vissar vörutegundir, sem ekk; er talið aö herði að bandarískri framleiðslu eru þð undanbegnar þessum tolli svo sem olía. kaffi, kakaó. kjöt, fiskur, sykur og mjólkurafurðir. En einnig eru to’lfriar bómullar- vörur og ýmls konar hráefni. Vegna þessa munu ýmsar þróun- arþjóðir sleppa létt frá tolla- hækkuninni og við ís'endingar, sem flytjum aðallega fisk þang- að, erum í hópi þeirra, sem sýn- ast I íVrstu komast létt úr þessu. Þær þjóðir, sem verða verst úti í þessum tollahækkunum eru iðnaðarþjóðir Evrópu og Japan, sem mjög hafa notfært sér verð- bólguna í Bandaríkjunum að unéanförnu til að auka innflutn- in sinn til Bandaríkjanna. Sér- staklega mun þetta snerta hart bifreiðainnflutning til Banda- rikjanna. Samtímis þvf sem þýzkar og japanskar bifreiðir hafa að undanfömu flætt yfir bandaríska markaðinn hefur bíla iðnaðurinn í Detroit átt við slfka erfiðleika að etja, að hann hef- 1 ur verið að hrunj kominn. Hann varð á s.l. ári fyrir miklu áfalli. hinu mikla verkfallj hjá General Motors. sem lauk með stórfelld- um launahækkunum. Afleiðingin varð, að verð á heimagerðum bifreiðum hækkaöi, og æ fleiri hafa snúið sér aö þýzkum og japönskum bifreium, meðan sala bandarískra bifreiða dróst stórlega saman. Hér var orðiö Dollarinn var veikur. Nixon reynir að lækna hann með inn- flutningstollum, sem jafngilda gengislækkun gagnvart iðnað- arþjóðum Evrópu og Japan. við svo stórfelld vandamál að ræða, að Nixon hefur álitið, að 10% to!lurinn nægði ekki einu sinni, heldur hefur hann ákveðið um leiö að fella niður 7% sölu- skatt á heimagerðum bifreiöum. Með þessu vonar hann aö banda- ríski bifreiðaiönaðurinn verði veröi reistur við. en það kemur aftur tij með aö hafa mjög alvar leg áhrif á bifreiðaiðnaðinn í öðr um löndum ■VTið skulum aðeins lita á, ~ hvernig viðskiptj Vestur- Þýzkalands hafa verið við Banda rikin. Bifreiðaútflutningur Þjóð- verja vestur útn haf hefur numiö um 100 milljöröum ís- lenzkra kröna á' ári. Fremstar í útflutningnum hafa veriö Fólksvagna-verksmiðjurnar, sem einar út af fyrir sig hafa selt hálfa milljón bifreiða f Banda- ríkjunum og er það um þriðj- ungurinn af ársframleiðslu þeirra. Annar vélaútflutningur Þjóð- verja til Bandaríkjanna hefur numið álika miklu áríega eða uppundir 100 milljörðum króna. Þá hefur þýzkur efnaiðnaður flutt út til Bandaríkjanna fyrir 25 milljarða króna, þar af er gervivefnaður fyrir um 10 mill- jarða króna. Þaö er ekki enn hægt að sjá fyrir, hver afleið- ingin af tollahækkuninni verður, einhver hluti af henni getur kom ið fram í hækkuðu verði á inn- anlandsmarkaði, að minnsta kosti eftir að þriggja mánaða verðstöðvun er lokið. En hitt er þó augljóst, að hér verður um að ræöa stórkostlegt áfall fyrir þýzkan iðnað, beint fjárhags- tjón hans kann að nema um 20 milljörðum króna á ári, og það sem er enn alvarlegra, hann hættir ef til vill að vera sam- keppnisfær og útflutningurinn dregst saman. Má nú vera að alvarlegir efnahagserfiðleikar hefji innreið sVna í Þýzkaland á næstunni. Tjó að hér hafi verið gripið til innflutningstolla, þá er því ekki að leyna, að þaö sem hér er að gerast er í eðli sínu geng- islækkun dollarans. Þessi aðferð hefur verið valin sennilega að- eins vegna þess, að bein geng- islækkun dollarans var tækni- lega óframkvæmanleg, þar sem hann er undirstaða undir öllu gengiskerfi heimsins. Þótt forseti Bandaríkjanna sé voldugur mað- ur, þá getur hann ekki lýst þvf yfir, að gengi dollarans sé lækk að um 10%, því aö þá fyigja allar aðrar heimsins myntir ein- faldlega eftir og allt situr við það sama, Tæknileg gengislækk- un dollarans verður því ekki framkvæmd, nema með þvV' að aðrar myntir séu hækkaðar og ákvörðunarvald um það er í höndum ríkisstjóma hinna ein- stöku ríkja. Það má að vísu segja, að hægt hefði verið að lækka gengi doll- arans gagnvart gulli, en þa8 hefur verið um geysiiangt skeið. allt frá því á kreppuárununt fyrir heimsstyrjöld verið ákveð- ið 35 dollarar á únsu af gulli. En forseta Bandaríkjanna er 6- heimilt að breyta því upp á eig» in spýtur og þarf lagasetningu til þess. Það getur nú hugsazt að Bandaríkjaþing taki sVðar á- kvörðun um það, en það skiptir ekki öllu máli, ef gengi annarra þjóða fylgir á eftir. En enn ein ástæða er fyrir þvi að sú Ieið hefur verið valin a6 leggja á Innflutningstolla. Hún er sú, að koma í veg fyrir gróða ..spákaupmanna. Hið skráða gengi dollarans breytist ekki 1 skyndi, svo þeim veröur örðugra að innheimta hagnaö sinn. Það er þó yfirleitt litið á tolla- hækkunina sem bráðabirgðaráð- stöfun, sem er til þess ætluð að knýja aörar iðnaðarþjóðir til að hækka gengi sitt svo sem Þýzkaland. Frakkland og sér- staldega Japan. Þessar þjóöir hafa hagnazt á verðbólgu og efnahagserfiðleikum Bandaríkj- anna og aukningin á útflutningi beirra til Bandarikjanna orðið óeðlilega mikii og á kostnað bandarísks iðnaðar. Það er fyrir þetta, sem Nixon hyggst einmitt setja stoppara. rf~kfan á verðbð’guvandann hafa ^ Bandaríkin átt við ýmis önnur vandamál að striða. Þeir hafa verið að hefja margvislegar kostnaðarsamar frumaðgerðir í félagsmálum, sem veita ekki beinan arð í þjóðarbúið, þar sem þær auka ekki framleiðslu( í staöinn hefui verið dregið úr útgjö'dum tii hergagnaiönaðar, flugvélasmíði og tunglferðaáætl-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.