Vísir - 20.08.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 20.08.1971, Blaðsíða 1
jiíltn ■.jrf Átóy. VISIR Er hægt að stjórna Geysi? — Var látinn gjósa tv'ivegis i gær „Ég tel að allt bendi til að við getum ráðið við Geysi,“ sagði Hallgrímur Björnsson, verkfræð ingur í viðtali í morgun vió Vísi, en í gær tókst enn að láta Geysi gjósa, meira að segja tvi vegis sama daginn. ,Gos?ð i gærkvöldi um hálftólfleytið var stórkostlegt,“ sagði Hallgrímur. „Gossúlan myndaðist tvívegis og naut gosið sín vel, uppljómað í bílljósunum þar sem það bar við stjörnubjartan himin.“ Sogpipur úr plasti voru settar 'i Geysi og vatnið sogað þannig úr skálinni, taldi Hailgrímur þessa að- ferð góða og að með tímanum gæti svo farið að mönnum tækist að Ekki dregið úr évissunni segrr Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, eftir fundinn i Stokkhólmi „Óvissan er mikil, og ekki hefur úr henni dreg ið við fund fjármálaráð- herra Efnahagsbanda- lagsins,“ sagði dr. Jó- hannes Nordal seðla- bankastjóri í morgun, en hann kom heim í gær- kvöldi frá fundi seðla- bankastjóra og fjármála ráðherra Norðu**anda. Dr. Jóhannes taldi lík- legast, að gjaldeyris- markaðir hér og á öðr- um Norðurlöndum mundu opna á mánudag inn, eí EBE-Iönd og Bretlaná opnuðu, eins og líklegt er talið. „t>að kemur væntanlega ekki í ljós fvrr en seinni hluta helg arinnar, hvort opnað verður og þá með hvaða hætti," sagði seðla bankastjóri. Eftir að fundur EBE „sprakk“ í nótt, er útséð um sameiginlegar aðgerðir EBE, ög fer nú hver að leita að lausn í sínu horni. Algjör vafi er um endanlega niðurstöðu, eftir að samkomulag tókst ekki milli V.-Þjóðv., og þeirra er þá studdu, annars vegar og Frakka hins vegar. Margar tillögur hafa komið fram um, að gengi „fljóti" eöa séu tvöföld“, eins og nánar er fjallað um á bls. 3. Dr. Jóhannes sagði um Norð- urlandafundinn, aö menn hefðu skipzt á skoöunum um ástandið og afráðið að fylgjast að um aðgerðir, eftir því sem unnt reyndist. Ástand væri enn of óljóst til þess, að unnt hefði ver ið að ákveða neitt endanlega um afstöðu og viöbrögð. Ef opinber gengisskráning hæfist að nýju hér á landi á mánudag, mundu seðlabanki og rfkisstjórn þá aö sjálfsögðu hafa ákveðið, með hvaða hætti geng- isskráning og gjaldeyrisviðskipti færu fram. Þetta væri ekki unnt að gera, fyrr en séð yrði, hvað aðrar þjóðir gerðu um helgina. —HH Koma hey- kögglarnir i stað erlends kjarnfóðurs? I sumar er von á ai'lt upp undir 2000 lestum af heyköggl- um frá verksmiöjunum á Rang- árvöllum. Rannsóknir sýna að fóðurgildi graskögglanna jafn- gildi erlendu kjamfóðri til fóðrunar kúa. Gæti hér orðið verulegur gjaldeyrissparnaður af framleiðslunni. — sjá bk. 7 Ást / meinum Nautabaninn heimfrægi, E1 Cordobes, er orðirm ástfangkm af 15 ára skólastúlku f Hollandi. Þetta sam'band hefur vitaskuid ^haft í för með sér ýmis vamd- kvæði. Sjá bls. 2 // Síldveiði aftur mikilvæg við ísland — Norski sjávarútvegsráðherrann telur út- færslu landhelginnar geta skaðað Norðmenn Norska ríkisstjórnin fylgist gaumgæfilega með þróun landhelgismála íslendinga eft ir ákvörðunina um útfærslu í 50 mílur. Norski sjávarútvegs málaráðherrann, Knut Hoem, lætur í Ijós nokkrar áhyggjur um afleiðingar útfærslu ís- lendinga í viðtali við blaðið Finnmark. Norski ráðherrann segir, að sem stendur hafi norska stjórn- in ekki gert neitt ákveðið í málinu og hún muni bíða meö að taka endanlega afstöðu, þar tij alþjóðaráðstefan, sem er fyr- irhuguð árið 1973, hefur „fjallað um þjóðréttarlegan grundvöll slíkrar útfærslu". Á þessari ráðstefnu á að taka fyrir á breiðum grundvelli rétt þjóða tii útfærslu fiskveiðilög- sögu sinnar, og verða 80 þjóðir þátttakendur í ráðstefnunni, segir ráðherrann. Hann segir ennfremur, aö væntanleg útfærsla fiskveiðilög- sögu íslands f 50 sjómílur muni koma við „mjög verulega fisk- veiðahagsmuni Norðmanna". Norskir fiskimenn stundi veiðar á því svæði, sem útfærsla Is- lendinga tekur til, og norskir togarar veiði á miðum þarna. Hins vegar sé það síldveiðin, sem útfærslan komi þyngst við, segir ráðherrann. Að visu skipti þetta ekki mjög miklu nú vegna minnkunar síldarstofnsins, en með þeim aðgerðum, sem nú séu gerðar til að byggja upp sildar- stofninn muni Islandsveiðin aft ur geta oröiö mjög mikilvaeg fyrir Norðmenn eftir nokkur ár. Veruleg útfærsla fiskveiðilög- sögu Islands muni því „þýða, að norskir síldveiðimenn veriS útilokaðir frá sínum hefðbundnH veiðisvæðum," segir Kn»t Hoem, sjávarútvegsráðherra t viðtalinu. ' — HH framkalla gos nokkuð regluiega. I gær rétt upp úr þrjú gaus Geysir stuttu og litlu gosi. Hverinn var mjög heitur að söign Hall- gríms, — 97 gráður á yfirborði og um 123 gráður á 10 metra dýpi. Þá hafði yfirborðið lækkað um eina 25 sentimetra og greiniiegt að gos ið vat á hverri stundu. Um kvöldið var greinilegt um 8-leyt,ið að Gevsir var ekki búinn að ljúka sér af og vildi giósa á nv. Þeir Hallgrímur og Þórir Sigurðs- son voru við skálina og voru með kassa fullan af sápu, þegar hver- inn ræskti sig. „Við rétt komumst upp úr skálinni og Þórir brenndi sig líti'lsháttár, en sápuna tók hver inn frá okkur," sagði Hallgrímur. Þetta var kl. 11.15 og gaus Geys- ir tignarlegu gosi í 35—40 minútur og var tafevert af fólki viðstatt og fólk sótt á næstu bæi til að sjá gösið. Hallgrímur sagði í morgun, að samkvæmt útreikningum Sigurðar Hal'issonar efnaverkfræðings væri ekki fjarri lagi að Geysir ryddi úr sér einum 170 t.il 180 tonnum af vatni í fu'Mkomnu gosi. —JBP Það er dýrt að ferðast um Is- land, segja margir þeirra ferða- manna sem sett hafa svip á bæjar lifið að undanförnu. Það er ekki sízt unga fólkið, námsfólk og bak- pokaförumenn, sem kvarta undan verðlaginu. Margir reyna þó að bjarga sér á ódýrasta máta. Hún hefur til dæmis ekki verið mjög dýr máltíðin hjá þessum ungu mönnum, sem fengu sér miðdegis- verð í Austurtræti nú á dögunum. Þeir fóru ekki inn á Hressó, eða Nautið, heidur snæddu máltíð sína í miðri „traffikinni“ á gangstéttinni og máltíðin var ein mjólkurhyrna, sem þeir sjást hér vera að bisa við að opna. Sökin ekki öll okkar, segja kaup- menn Að undanfömu hefur Visir gert athuganir á geymslu græn metis og ávaxta í búðum héri Reykjavík. Niðurstaðan var lé leg fyrir búðirnar, og þá vitan- lega neytendur. En við eigum ekki alla sökina, segja kaup- menn, og benda á ýmislegt um þessi mál í grein i biaðina i dag. S/ó bls. 13 Raunveruleg gengislækkun Þorsteinn Thorarensen fjallar um aðgerðir Nixons Bandaríkja forseta í dag í föstudagsgrein sinni í blaðinu. Sjá bls. 8

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.