Vísir - 20.08.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 20.08.1971, Blaðsíða 13
13 VÍSIR. Föstudagur 20. ágúst 1971. BÆHEIMS kristall geymsluþol hinnar „Stóra rófan er pínd í.fram með áburðargjöf, hún endist mánuðinn er fram í aprilmánuð.“ Hugsum áður en við hendum © glæsilegt úrval KRISTALL Skólavörðust. 16 - S.: 13111 [ — Kaupmenn finna ýmislegt aðfinnsluvert i sölu og innflutningi grænmetis og ávaxta Kartöflur frá grænmetisverzluninni og kartöflur úr kaupmannsgaröi. Víða er pottur brotinn Tiiða er pottur brotinn“. Þessi málsháttur getur verið' summan úr viðræðum, sem Fjölskyldusíðan átti við kaupmenn um ýmislegt varð- andi grænmeti, ávexti og aðra viðkvæma matvöru í þessum matvöruflokki. Fyrr í vikunni birtist grein á síðunni um grænmetið I verzl- unum, sem neytendur eiga kost á að kaupa. Einar Bergmann, fonmaður Félags matvörukaup- hanna hafði samband við Fjöl- skyldusíðuna í því tilefni, og hitti Fjölskyldusiðan síðar nokkra kaupmenn, sem gerðu grein fyrir ýmsum erfiðleikum sínum varðandi verzlun með fyrrgreinda matvöru. í þeim við- ræðum kom það fram að lýs- ingu þá, sem gefin var á geymslu grænmetis í matvöru- verzlunum var ekki hægt að hrekja. Hins vegar telja kaup- menn sig eiga við ýmislega erf- iðleika að etja, sem kemur fram hér á eftir „Ég vil taka það fram í byrj- un, að ég álít eftirlit og gagn- rýni bráðnauðsynlega," sagði Einar Bergmann. Síðan drap hann á ýmislegt, sem betur mætti fara.og kom með sönnun- argögn því til vitnis. Hann sýndi tvo kartöflupoka. í öðrum voru kartöflur frá Grænmetisverzlun landbúnaðarins en í hinum kart- öflur úr hans eigin garði. í kartöflupoka grænmetisverzlun- arinnar voru kartöflur óhreinar, grænar í endann, sem sýndi það, að þær hafa staðið upp úr tnold- inni og sól skinið á þær, raki var í pokanum, sem var úr plasti. í hinum pokanum voru kartöflur, sem voru hreinar og að því er virtist ekkert athuga- vert við. Hann sýndi einnig gúrku, sem var pakkað inn í plastfilmu, plast, sem andar sem andstæðu við innpökkun Sölufélags garðyrkjumanna á þessu grænmeti. Loks tók hann tvær rófur sem dæmi. var önn- ur í meðallagi stór en hin mjög stór eins og sést á mynd, sem fýlgir. Sumarkartöflumar í smárúöupoka eða net- poka Kaupmennírnir voru. sam- mála uro, \ 0' sumackartöflur sem „ánda“ frá sér eigi tví- mælalaust að paééa inn í net- poka eða svokallaða smárúðu- poka í stað plastpokanna, sem ekki veiti útgufuninni útrás. Þá fannst þeim flokkun kartafln- anna ábótavant og fundu að kerfinu með kartöflur þar sem grænmetisverzlunin hefði al- gjöra einkaaðstöðu. „Þetta hefur m. a. í för með sér, að ef ég er ekki búinn að panta kartöflur fyrir klukkan tólf á hádegi á föstudag þá fæ ég þær ekki fyrr en eftir helgi. Á mánudögum er keyrt út, en það þarf enginn að segja mér að hægt sé að koma kartöflunum til allra kaup manna sem þess æskjá þann dag. Kaupmaður verður að kaupa inn á föstudag, ef hann á að hafa vöruna tij á mánudag og þýðir þetta lengri geymslu kartaflanna í verzlunum. Það má lika geta þess, að áður en grænmetisverzlunin tók við pökkun á kartöflum var hent ’i okkur kartöflunum í sekkjum og okkur neitað um uppvigtun- argjald. Eftir að grænmetisverzl unin tók við kom uppvigtunar- gjaldið fyrst á. Annars flokks tegund seld sem fyrsta flokks Þessar kartöflur, sem eru hér eru ekki fyrsta flokks kartöflur heldur annars flokks kartöflur vegna tegundarinnar. Hvað stendur utan á pokanum? ,.Nýj- ar kartöflur". Það sést að kart- öflur í mismunandi gæðaflokki eru seldar á sama veröi. Það vantar flokkunina á vörunni,. básði hjá grænmetisverzluninni og Sölufélagi garðyrkjumanna. Bændur, sem eyða stórfé í kældar kartöflugeymslur hjá sér hér fá heldur enga umbun umfram hina, sem engar geymsl ur hafa. Um innflutta hvítkálið, sem grænmetisverzlunin hefur flutt inn er það að segja, að það . er farið með það eins og skít. Meðhöndlunin er þannig, við höfum séð menn kasta pokun- um til og frá og troða á þeim. Yztu blöðin verða skítug og við verðum að taka þau utan af og við þetta léttist hvítkálið. Ávextir í kössum með kúptu loki Ávaxtainnflutningurinn er kapítuli út af fyrir sig, Epli sem flutt eru inn frá ArgentVnu koma í trékössum meö kúptu loki vegna þess að of mikið magn er í kassanum Það þýðir það að eplin merjast. Við höf- um séð menn hlaupa á kössun- um og það hefur komið fyrir að ávextirnir hafa verið í loft- þéttu plasti innanundir. Ávextir eru einnig fluttir frá Rotterdam með kæliskipum. Þegar hingað kemur eru þeir ekki settir í kæli og það tekur mislangan tíma að koma þeim í verzlanir. Við mat á grænmeti má varpa fram þeirri spurningu hversu miklum þroska gulrófa má ná til þess að hún falli i sama gæðaflokk og önnur sem er mun minni. Grænmeti er hér drifið áfram með áburðargjöf. Þeir setja útlendan áburð á og aftur útlendan áburð — væri ekki til? valið að láta Háskólann rann- saka hvaða áburð má nota til þess að það komi ekki niður á gæðum? Minni rófan t. d hefur geymsluþo] fram í aprílmánuð næsta ár. Þessi stóra er búin að vera eftir mánuð Plastfilma sem andar utan um gúrkur Það má einnig varpa fram þeirri spurningu hversu lengi grænmetið er f kælí hjá Sölufe- laginu áður en það er sent í verzlanir. Kaupmenn fá ek)ki alltaf fyrsta flokks vöru frá Sölufélagi garðyrkjumanna. Fœ sölufélaginu fáum við t. d. gús%:- ur, sem pakkaðar eru inn í ó- gataða plasfcpoka Þessar gúrkur verða að graut eftir stuttan tíma. Réfctara er að pakka þær inn í plastfilmu, sem „andar“. Erlendis gerist það, að grænmeti er á hreyfanlegu verði, um leið og fer að sjá á því er það selt á lægra verði. Hér er það ekki ‘ til nema kaupmaðurinn taki upp á því sjálfur. Við fengum gúrk- ur V sumar, sem voru bognar og snúnar og þær voru seldar sem fyrsti flokkur. Og það má taka það fram, að það er refsi- vert að kaupa grænmeti frá öðr- um aðilum en þeim, sem við höfum getið um, Grænmetis- verzlun land'búnaðarins og Sölu- félagi garðyrkjumanna. Verzlunarskólafölk fer ekki í verzlanir ef tir nám 1 sambandi við eftirlit í verzl- unum má nefna það, að Mjólkur- samsalan ætlar að ráða sérstak- an mann. sem á að fara í verzl- anir þar sem mjólkurafurðir eru seldar, og hann á að gefa leið- beiningar um vöruna. Þetta var rætt á fundi þar sem viðstaddir voru fimm kaupmenn og fögn- uðu þeir þessu mjög Um menntun starfsfólks má segja þetta. Fólk, sem fer í Verzlunarskólann fer ekki í verzlanir eftir nám. Við höfum beint þeim tilmælum til Verzlun- arskólans að hann taki upp nám skeið eða nám fyrir verzlunar- fólk. Það má einnig benda á það. að Verzlunarmannafélagið hefur ekki efnt til námskeiðs - fyrir verzlunarfólk. Borgarstjórn kemur einnig inn í þetta mál. Söluhraði dreifist mikið þar sem eru margar verzl- anir á litlu svæði. Um þaö er ekkert hugsað Qg hverjum sem er veitt verzlunarleyfi, jafnvel á lóð andspænis verzlun, sem fyrir er í hverfinu. Kaupmenn eru ekki látnir vita um úthlutun verzlunarleyfa. Fyrir skömmu birtist auglýsing um úthlutun lóða i Breiðholti EH, þegar sú auglýsing blrtist var búið að út- hluta matvöruverzlununum - SB Ódýrari en aárir! 44-46. SlMI 42600. KIMSTALS- GIAFAVARA ma <$?, IIj | : : | 1 % f "4 - V ^ :V"v" '

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.