Vísir - 20.08.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 20.08.1971, Blaðsíða 16
Föstudagur 20. ágúst 1971. Geta búizt við úföllum 60°jo kennara sækja nám- skeiö í sumar- leyfum sínum — Um 1000 kennarar á 20-30 námskeibum i sumar Fjöldi kennara á bama- og gagnfræðaskólastiginu, sem stunda nám í sumarleyfinu sínu hefur aldrei verið meiri en í sumar. Um eitt þúsund kenn- arar af 1700 starfandi kennur- um, eða 60% kennara, sækja þessi námskeið í sumar. Námskeiðin sem kennararnir taka þátt í eru milli 20 — 30 og í flestum greinum, sem kennd eru f skólastigi þeirra. Stefán Ólafur Jónsson, nám- stjóri sagði í viðtali við Vísi í morg- un, að þátttaka kennaranna þýddi heilmikið strit fyrir þá, og um leið merktu námskeiðin að kennslu í ýmsum námsgreinum sé gjörbreytt. Hann sagði, að fjöldi þeirra kenn- ara sem taekju þátt V námskeiðun- um ykist alltaf og nú sé metsum- ar hvað það snerti. Námskeiðin standa yfir í ýmist 2—3 vikur all- flést. Sum þeirra eru haldin úti á landi þannig, að kennarar þurfa ékki alltaf að yfirgefa heimabyggð sína tii að sækja námskeiðin, en þeim er gefin frjáls kostur á því hvort þeir sækja námskeiðin eða ekki „f>etta er mikill skóli, sem kenn- arar ganga á,“ sagði Stefán Ólafur Jónsson. „og sum þeirra eru keðju- námskeið, sem hefur það í för með sér, að kennarar sækja námskeiðin =umar eftir sumar.“ Nú stendur yfir fjöldi námskeiða hér í Reykjavik og einnig úti á landi. Eitt fjölmennasta námskeið- ið er námskeið fyrir handiðakenn- ara, sem 150 þátttakendur eru skráðir á, einnig stendur núna yfir dönskunámskeið með 70 þátttak- ehdum o. fl. námskeið. — SB Ríkisstjórnir stöðvi mengun Norðmenn hafa borið upp álykt- unartillögur um aðgerðir til að hindra mengun sjávar. Jens Even- sen einn fulltrúa Norðmanna, bar tillöguna fram á fundi hafsbotns- 'sfndar í Genf. 1 tillögunni er gert ráð fyrir, að illsherjarþing Sameinuðu þjóðanna •kuli skora á aðildarríkin að gera ' egar i stað ráðstafanir til að stöðva ina vaxandi mengun sjávar. Skuli einstakar ríkisstjórnir í fyrstu lotu •;era ráðstafanir til að hindra, aö 'vrirtæki í landi þeirra mengi haf- ð með úrgangi. Ríkin skuli setja reglur sem hindri. að eiturefnum sé fleygt í sjó eða öðrum úrgangi, sem valdi mengun. >á skuli r’ikin setja ákveönar reglur um rannsókn og vinnslu auð- æva á landgrunni þeirra. Norðmenn leggja áhrezlu á, að bessar tillögur séu tij bráðabirgða, méðan ekki fáist varanlegri lausn •nálanna, Megi ekki bíða alþjóða- ráðstefna í framtíðinni heldur verði eitthváð að gera strax í mengunar- málum. — Ýmsir. fulltrúar studdu norskú tillöguna strax eftir að hún kom •f»am. — HH / haust af flúoreitrun — Grunur um flúoreitrun i kvigum i Gnúpverjahreppí 0 Hálfgerð ódöngun hefur verið í ung- um nautgripum á nokkr- um bæjum í Gnúpverja- hreppi í sumar, en þeir bæir urðu hvað mest fyr ir öskufallinu frá Heklu í fyrra. Óttast menn að þarna sé ef til vill um flúoreitrun að ræða. Að sögn Páls Pálssonar, yfir dýralæknis má búast við áföll um á búpeningi þar á öskufalls svæðunum, ekki sízt á ungu ■fé, en þessar skemmdir koma ekki fram fyrr en við slátrun í haust. — Við vonum þó að ekki veröi mikil brögð að þessu, sagði Páll. Flúoreitrunin kemur fyrst fram á tönnum, sem eru í vexti og kemur skemmdin fram um leið og tennurnar koma fram úr holdinu á ungu fé. — Flúor- eitrunin getur líka komið fram á beinum, sem eru að vaxa. Kvígur, sem fengu þennan sjúk ' dóm vorii i gamla daga kallað- ar fætlur. Yfirleitt mun ekki unnt að setja þann kvikfénað á, sem fengið hefur flúoreitrun, ef eitt hvað kveöur að henni að segja. Talsverð aska og ryk var í því heyi, sem gefið var á ösku fallssvæðinu í vetur og hefur fénaðurinn oröið fyrir einhverj um truflunum af þeim völdum, en flúoreitrun getur verið nokk uð lengi aö koma fram og þess vegna ekki vitaö enn hvort mik ið kveður aö henni. —JH Aðeins karl- menn sóttu um starfið • Fjórir sóttu um skólastjóra stöðuna við hinn nýja skóla í Fossvogi þar sem kennt verður aldursflokkum 7, 8, og 9 ára bama tll að byrja með auk þess, sem þar verður forskóli fyrir sex ára börn. Þessi skóli er byggður þannig, að þar er hægt að koma á skólakerfi, sem kallað hefur verið „opinn skóli“. • Embætti skólastjóra við hinn nýja skóla freistaði ekki kvenna, sem nú em meira en tveir þriðju hluti kennara við bamaskólana í Reykjavík. Aðeins karlmenn sóttu um starf ið. —SB . Hraðbraut austan Flosa- gjár á Þirtg- völlum Sfeypumagn í tíu Búrfellsvirkjanir Milljónasti teningsmetirinn af steypu var framleiddur hjá Steypustöðinni hf. í morgun. Allt magnið samsvarar því að steyptar hafi verið 25 þúsund íbúðir eða 10 Búrfellsvirkjanir. — Steypustöðm hf. var stofnuð 1947 og greiddi fyrsta árið 6.544 kr. í vinnulaun en árið 1970 námu vinnulaunagreiðslur yfir 20 milljónum króna. Fyrirtækið rekur umfangsmikla starfsemi á sviði jarðefnavinnslu, efnis- flutninga, hellugerðar og verktöku auk steinsteypuframleiðslunnar. — Árið 1964 kom fyrirtækið upp nýrri steypustöð með mjög vel útbúinni sjálfvirkni. — Á myndinni er milljónasti tennings metrinn og Halldór Jónsson forstjórr, og Árni Oddsson yfirverkstjóri. —SB HUNDRAÐ ÞUS. MANNS NJÓTA NÚ HITAVEITU — Seltirningar „Við reiknum með að hleypa heitu vatni á fyrsta áfanga hitavcitu hér á Seltjarnarnesi i október,“ sagði Sigurgeir Sig- urðsson, sveitastjóri á Seltjarn- arnesi Vísi í morgun. „Framkvæmdirnar hafa geng- ið fullkomlega samkvæmt áætl- un og við reiknum með að halda áfram með hina áfangana tvo næsta ár og þar næsta, þ.e.a.s. ef lánsfé fæst“. Sagði Sigurgeir að þess hefði næstir að fá heitt vatn verið gætt viö lagningu í fyrsta áfangann, að hafa ekki lagnirnar Y götunum. heldur undir gang- stéttum, þannig að ekkj þyrfti að brjóta upp götur, þótt við- gerð þyrfti að fara fram. - Þegar heita vatninu verður hleypt á á Seltjarnarnesi I okt- óber í haust, munu um 1300 manns njóta yls af borholuvatn- inu af Nesinu Magnús Guðjónsson, fram- kværr^lastjóri Sambands Sveit- arfélaga, tjáði Vísi í morgun, að sennilega hefði orðið meira en til kyndingar helmingur landsmanna nú hita- veitu, því auk Reykjavíkur, Sel- tjarnarness, bæja á Suðurlandi, þ e. Selfoss og Hverageröis, er nú komin hitaveita á Sauðár- króki, Ólafsfirði, Dalvík og Húsavík. „Einnig í kísilgúrþorpið við Mývatn og svo á sveitabæi sem eru rétt við bæina sem hita- veitu hafa, eins og t.d. hér kring um Reykjavík,‘‘ sagði Magnús, „sennilega njóta nær 100.000 manns hitaveitu“. — GG „Þeir eru hér að gera veg austan við Flosagjá tll þess að létta á umferðinm yfír brúna þar sem fólk stanzar gjaman til að kasta peningum niður i gjána“, sagði séra Eiríkur J. Eiríksson, þjóðgarðsvörður, er Vísir hafði af honum tal í morg un. ,,Umferð er alltaf að þyngjast yfir gjána, og stórir áætlunarbilar eiga í miklum erfiðleikum að kom- ast þarna út úr beygjunum. Það var hald sérfraeðinga, að ekki dygði annað en að gera beinan og greiðan veg þarna austan við gjána — það verður nokkurs konar hrað- braut, engin brú þar, enda farið yfir Flosagjá á nokkurs konar jarð- brú. Raunar hafa engin slys orðið á fólki þarna við Flosagjá á brúnni, en umferð er mikil þama yfir, og ekki gott að segja hvað getur gerzt. Svo er lika hitt, að möl og sand- ur sópast niður í gjána af brúnni — hún er víðast 28 m djúp, en undir brúnni er hún aðeins 8 m — talað er um að þurfi að hreinsa gjána“ — Verður þá brúin tekin af? „Það er ekki ákveðið enn — alla vega verður reistur þama út- sýnispallur fyrir fólk og bætt að- staða að leggja bílum. Menn hafa Iika í huga, aö árið 1974 verður mikið tilhald hér, og þá þarf um- ferð að vera greið hér niöur í þing- helgina." — GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.