Vísir - 20.08.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 20.08.1971, Blaðsíða 9
♦ í SIR. Fðstudagur 20. ágúst 1971. 9 lækkun unar, svo að atvinna hefur stór- kostlega dregizt saman í þessum greinum. Mjög alvarlegir hlutir hafa verið aö gerast í flugvélaiðn aðinum, þar sem hinar risastóru Lockheed verksmiðjur hafa rambað á barmi gjaldþrots og oröiö að segja upp nærri 100 þúsund starfsmönnum Sama hefur verið að gerast í hergagna- iðnaðinum um allt land, tugþús- undum starfsmanna hefur veriö sagt upp starfi og atvinnuleysið hvarvetna fariö vaxandi. Á sama t’ima hafa sterk verka- lýösfélög knúið fram hækkuö laun og er það mjög áberandi, að hæstlaunuðu starfsmenn í ýmsum greinum hafa knúiö fram mestar hækkanir, allskyns tæknimenntaðir sérfræðingar og læknar og aðrir sérfræðingar hafa knúið fram hækkanir meiri |' en þekkzt hafa nokkru sinni áö- | ur. Á fimm ára tímabili hefur | kostnaður við hvers kyns þjón- | ustu hækkað um 35% vegna | launahækkana. Og það er til | dæmis mjög áberandi hvað iðn- | verkamenn í bifreiðaiðnaðinum sem eru hinir hæstlaunuðu 1 Bandaríkjunum knúðu fram mikl ar hækkanir á s.l. ári. Afleiöing in varð hækkun á verði inn- lendra bifreiða, sem stöðvaði söluna, svo nú þarf ríkisstjórnin að fella niður 7% söluskatt af bifreiðum, en það verkar bein- Pinis sem fjárgreiðsla frá hinu opinbera til hinnar hæstlaunuðu stéttar iönverkamanna. Tafnframt þessari tollahækkun " tilkynnti Nixon að nú skyldi hafin nýsköpun bandarisks iðn- aðar og atvinnulífs Hún á aö hefjast með þriggja mánaða launa og verðstöðvun meðan verið er að koma málunum á réttan kjöl. Þegar þessum Þriggja mánaða tíma lýkur er búizt við lengri aðhaldstíma. >á verður ekki komið á föstu verð- lagskerfi, en hið opinbera mun beita ýmiskonar refsiaðgerðum gegn verkalýðsfélögum og fyrir- tækjum, sem þá knýja fram hækkanir. Samtímis tilkynnti Nixon að skattar yrðu lækkaðir á fyrirtækjum til að þau gætu endurnýjað vélakost og aukið framleiðsluna og búizt er við að tollahækkanirnar auki kaup- máttinn innanlands um 350 milljarða króna á ári, og talið vafalaust að þessar aðgerðir muni verða til að efla stórlega atvinnulíf BandarYkjanna, en kannski á kostnað annarra pjoða. 17ins og fyrr segir snerta þess- ar aðgerðir okkur Islend- rm^a sára lítið beint, þar sem *»skinnflutningur er að mestu ndanþeginn tollahækkuninni. En þegar frá líður ef aörar iðn- iðarþjóðir hækka gengi sitt, get- 0>r ekki hjá því farið, aö þessar aðgeröir snerti okkur al'.óþyrmi- lega. Ef við fylgjum áfram doll- aranum meðan Evrópumyntir hækka, þá er óhiákvæmilegt að afleiðingin verði raunveruleg gengislækkun krónunnar okkar, sem mun valda verulegum verð- hækkunum innanlands. Hér mun verða úr vöndu að ráða fyrir okkur, en ótrúlegt er það þó að hin nýja ríkisstjórn sem dró hæst upp loforðiö um „enga gengislækkun", láti það verða meðai sinna fyrstu verka að láta gengi krónunnar lækka gagnvart gjaldmiðlum helztu við skiptaþjóða okkar í Evrópu og þv*i snerta obbann af öllum okk- ar innflutningi og erlendum neyzluvörum Þorsteinn Thorarensen. Bændur í Þykkvabænum lifa góðu lífi á kartöflurækt sinm, sem er orðin mjog oflugur búskapur. Landið væri allt hægt að rækta upp að jökulrótum segir sandgræðslustjóri — Spjallað um fram- farir og nýjar greinar i landbúnabi á Suðurlandi Þetta mikla góðæri, sem nú er, skapar að vissu leyti ný vandamál fyrir landbúnaðinn, sagði Hjalti Gestsson ráðunautur og framkvæmdastjóri Bún- aðarsambands Suðurlands á ferð með blaðamönn- um um Rangárvelli í fyrradag. Þó að bændum hafi fækkað síðustu ár, kallar hin mikla tækni í landbúnaðinum á aukna fram- leiðslu, ekki sízt, þegar vel árar. Og hvað á að gera við þá framleiðsluaukningu? Tporráðamenn hafa mikið búnaðarmála I^nn eru aðeins starfandi tvær rætt um það hevkögglaverksmiðjur 1 upp á síðkastið að auka þyrfti . iandinu, í Gunnarsholti og á verkaskiptingu t ' lápdbunaÖi;-’stór81fsVkMáb'úmu vH5f,i W'öl£> §-} þannig að meiri fiöíbreytni ná- velli. Hins vegar má búast við . , . . , , .......... W “ að aítótó^VWmiðjum^'fjö^A^i^^VJ^1.® SufVr mikiö á næstunni. landsundirléndíhu munu ekki heyið eins vel og kostur er. Það fer svo að segja beint af ljánum í vinnslu. Vélarnar sem slá gras ið eöa hafrana, moka því jafn óðum upp á vagna, sem siðan aka þvi beint í verksmiðjuna, þar sem það er þurrkað, þar til rakastig þess er komið niður i 7%. GeymsluþO'l kögglanna er líka mjög gott. . Einnig hefur komið til tals að nota venjulega töðu til hey- köigglagerðar og bæta þá í hana mjölva til þess aö auka fóður- gildið. Margar fleiri hugmyndir hafa raunar komið fram um grasnýt ingu. Til dæmis hafa komið frarn hugmvndir um þilplötuverk- smiðju á Rangárvöllum, en slfk verksmiðja myndi framleiða þil plötur úr höfrum. u ist og landið verði nýtjáð með tilliti til þess, hvers konar bú- skap er hagkvæmt að reka á hverjum stað. Upplýsingastofnfm landbún- aöarins bauð blaðamönnum í ferð með formanni og fram- kvæmdastjóra Búnaðarsam- bands Suðurlands ura Rangár- velli í fyrradag til þess að sýna þá viðleitni, sem á sér þar stað til nýrra búskaparhátta. Það er ekki sjálfsagöur hlutur lengur að bændur framleiði ein- vörðungu kjöt og mjólk. Menn hafa bitra reynslu af mjólkur- fjöllum og kjötfjöllum, sem hrúgast upp. þar sem markað- urinn er takmarkaður. Margir bændur hafa til dæmis einvörö- ungu snúið sér að grasrækt og selja töðu á haustin. Þessir bænd ur verða raunar fyrir barðinu á góðærinu, þar sem heyskapur hefur verið svo góöur hvarvetna, að hvergi skortir þar á. Heykögglaverksmiðjan f Gunn arsholti mun nú framleiða um 1000 lestir af heykögglum. Verk smiðjan hefur 300 hektara lands og Stórólfsvallaverksmiðjan ann að eins. Eins og sakir standa eru fluttar inn um 60 þúsund lestir af kjarnfóðri inn í land- ið. — Ég efast ekki um að við gætum minnkaö fóöurinnflutn- inginn verulega með því að nota heykögglana, sagöi Hjalti Gestsson í viðtali við frétta- menn. Viö gætum notað mil'li 20—30 lestir af graskögglum ár lega. Það má vel gera ráð fyrir því að hér á Suöurlandi veröi áöur en langt um líður komnar fjórar heykögglaverksmiðjur. Og þær munu rísa vfða um land. Heykögglaverksmiðjumar nýta nema á að gizka 10% vera full nýtt. Ræktunarmöguleikamir eru því æði miklir. Hins vegar hefur Sandgræðslan sýnt fram á það að það er mjög teygjan- legt hugtak, hvað kalla má rækt anlegt land. Að sögn Páls Sveinssonar, sandgræðslustjóra f Gunnars- holti hefur tekizt að hefta út- breiðslu uppblástursins í byggð, þó að á afréttum sunnanlands sé uppblásturinn enn meiri sums staðar heldur en það sem grætt er upp. — Viö gætum, sagði Páll hins vegar, grætt upp allt landið, alveg að jökulrótum, ef nægjan legt fjármagn fengist til þess. Eins og sakir standa er fjárveit ing til Sandgræðslunnar 18 miUj. króna á ári. Hún þyrfti aö vera 100 milljónir, ef gera ætti stór átök í þessum efnum. Uppgræðsl an á Hólssandi sýnir að hægt er að græða öræfin upp. — Óneitanlega væri það ánægju- legt að sjá hina víðáttumiklu auðn öræfanna, eins og til dæm is Sprengisand uppgróna. Þá § þyrfti ekki að kvfða hagleysi né grasleysi. — Eins og sakir standa eru afréttarlönd Sunn- lendinga víða ofbeitt. Fénaður inn hjálpar þar eyðingaröflun- um til. ^ustur undir Eyjafjöllum hef- ur verið gerö merkileg til raun með kornrækt. Þessi rækt- un hefur gefizt mjög vel, t. d. á Þorvaldseyri, en þar munu í haust fást 30 tunnur byggs af hektaranum. Kornrækt er atvinnugrein, er átt hefur erfitt uppdráttar t, hér. á.. 'andi,, enda) 'hafa flestir bændur, sem bjígaö hafa á henni gefizt úpp fljótlega. — Ég er sannfærður um, að það svæði, sem hvaö heppilegast til komræktar hér á landi er undir Eyjafjöllum, sagði Hjalti Gestsson, þegar blaðamenn komu aö Þorva’.dseyri f fyrra- dag, til þess að líta yfir korn- akra Eggerts bónda Ólafssonar þar. Hér er sumar hvað lengst á landinu. en það er eitt af frumskilyrðum þess að hægt sé að rækta korn aö það fái sem lengstan vaxtartíma. — Það ætti því ekki að vera svo frá- leitt að hugsa sér það að bænd ur undir Eyjafjöllum sneru sér almennt að kornrækt, líkt og bændur í Þykkvabæ hafa snúið sér að kartöfluræktinni með á- gætum árangri. Að sögn Eggerts bónda á Þorvaldseyri hefur kom ræktin reynzt honum arðbær — þátt í smáum stjl sé. — JH Þegar ekið er austur sveitir má víða sjá stóreflis hey uppi- standandi við hlöður. Margir bændur hafa að mestu lokið sín- um heyskap og hirða ekki um hána, sem vfða er þegar orðin vel sprottin. Hins vegar hafa augu manna opnazt fyrir því að hægt er að nýta grasið á annan hátt, entil þurrkunar. Reynslan sem fengizt hefur af rekstri hey- kögglaverksmiðjunnar í Gunn- arsholti bendir til þess aö hægt sé að nýta íslenzkar grastegund ir að verulegu leyti í stað erlends kjamfóðurs, með þvf að breyta því í heyköggla. Fóðurgildi hey kögglanna er litlu minna en fóöurmjölsins, sem flutt er til landsins og samkvæmt tilraun- um viröast kýr skila sömu af- urðum, ef þeim em einvörð- ungu gefnir heykögglar sem fóðurbætir éins og þær skila ef þeim er gefið erlent kjamfóður. Frá vinstri: Ingi Tryggvason, blaðafulltrúi upplýsingadeildar landbúnaðarins, Hjalti Gestsson, ráðunautur og Stefán Jasonárson, formaður Búnaðarsambands Suðurlands með Páli Sveins- syni sandgræðslustjóra, þar sem hann er að sý na þeim gróðurtllraunir, sem gerðar hafa ver- ið með áburði í landi Ketilhúshaga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.