Vísir - 11.01.1972, Side 13

Vísir - 11.01.1972, Side 13
VlSIR . Þriðjudagur 11. janúar 1972. 73 „Við verðum að taka gæði fram yfir magir' — segir yfirmaður ménningar- og kennslu- máladeildar Evrópuráðsins, sem hefur samið áætlun um neytendafræðslu i skólum. „JJvernig stendur á að svona margar uppþvottavélar geta verið þær beztu, sem völ er á?“ spyr undrandi barnið.o í því augnamiði að skýra út hinar einkennilegu þversagnir í neyzluþjóðfélaginu hvöttu hin 17 aðildarlönd Evrópuráðsins, en meðal þeirra er ísland, ráöið til að taka upp neytendafræðslu í skólum. Það var fyrir fjórum árum. Nú hef ur verið gerð áætl- un um þessa neytendafræðslu í skólum og höfum við sagt lítil- lega frá henni áður hér á síð- unni. í blaðinu „International Her- ald Tribune" er meira sagt frá þessari neytendafræðslu. Þar stendur m. a., að Evrópuráðið telji að mest aökallandi vanda- mál, sem liggi fyrir ráðinu að leysa séu neytendafræðsla og umhverfisvernd. Flestdr munu skilja nauðsyn hins síöarnefnda, en ef til vill hafa augu almenn- ings ekki opnazt eins fyrir nauð syn fy.rra atriðisins. Dernhard von Mutius, sem er yfirmaður þeirrar deildar Evrópurá'ðsins, sem fjallar um menningarmál og kennslumál segir: „Aðildarlöndin telja að aðstaða neytandans sé mjög bágborin“. Hann segir einnig. „Við greinum milli þess, sem kall að er neytendaupplýsing og neyt endafræðsla. Um neytendaupp- lýsingu fjalla bæði einkaneyt- endahópar og opinber nejdenda- félög og rannsóknastofnanir en þessi fræðsla nær aðeins til lítils fjölda íbúanna. Þar að auki er erfitt að veita hinum fulloröna neytanda næga ffæðslu ef Tiann hefur ekki fengið einhverja lág- marks neytendafræðslu 1 okóla. Þess vegna verður að þroská gagnrýnisgáfu barnsins mjög snemma og eina leiðin til að ná til ailrar þjóðarinnar er í gegn- um skólakeríið." að var árið 1968, sem Evrópu ráðið birti fyrstu skýrslu sína um neytendafræðslu f að- ildarlöndum sínum. Grikkland, sem er ekki lengur aðili, beitti sér gegn áætluninni um neyt- endafræðsluna á þeim forsend- um að gagnrýnin neytenda- fræðsla myndi hafa þau röngu áhrif á börn, að þjóðfélagið væri samsetningur óheiðarlegs fólks. Hin aðildarlöndin voru áhuga- söm um þessa neytendafræðslu. Það kom í ijós, sem okkur þarf ekki að furða. að Norður- lönd og Holland standa fram- arlega, þegar um ræði.r fræðslu handa ungum neytendum. Din- mörk skýrði frá því, að dönsk böm væm þjálfuð í sjálfsaga hvað viðkæmi eyðslu og í sið- menntuðum lifnaðarháttum ... borða ... drekka o. s frv. og í Svíþjóð leika nemendur í barna- skölum nýjan búðarleik: 1 stað- inn fyrir að skipta einfaldlega á leikfangapeningum i staðinn fyrir vörur þá séu þau þjálfuö til að spyrja sjálf sig og „búðar manninn" spurninga um vöruna, sem þau ætla aö kaupa í smá- atriðum Kennslan, sem Evrópuráðið mun standa að ‘mun veröa inn- limuð í kennslugreinar þær, sem fyrir eru kenndar. Þannig mun meðferð fæðunnar lesning á vörumiða, lyf og umhverfi verða sett inn I náttúrufræðikennál- una. I efnafræðinni mundu nem endur læra um meðferð skor- dýraeiturs, o. fl. í stærðfræði um heimilisbókhald og þar að auki verða þeir þjálfaðir I gagn rýninni afstöðu gagnvart þörf- um bæði sjálfra sín og sam- félagsins. jyjutius segir Evrópuráðið þeg ar hafa orðið fyrir gagn- rýni auglýsenda á þeim forsend- um, að enginn neyði fólk til að kaupa tiltekna hluti, það sé frjálst í vali sínu. Þessu svarar Mutius. „Það er einmitt vanda- málið. Neytandinn hefur ekki lengur frjálst val. Til þess að verða frjáls verður að þjálfa gagnrýnisgáfu hans. Hann verð ur að greina frá metnaöatákn þjóðfélagsins og beita skynsem inni, þegar hann ætlar að full- nægja þörfum sínum.“ Hann segir einnig: „Það hef- ur orðið svo, að við lítum á lífið fró sjónarhóli þess, sem tekur magn fram vfir gæði og notum peningana sem mat á hluti. Við verðum að snua aftur til þess að taka gæðin fram yfir. Undir þessu er það komið hvort við lifum af eða ekki þegar nöfð er í huga mannfjölgunin í heimin- um.“ — SB Neytendafræðsla í skólum er á dagskrá hjá Evrópuráðinu. Hér hefur fyrsta sporið verið stigið með heimilisfræðslu, sem tilraun var gerð með í Álftamýrarskóia. Laust embætti, er forseti Islands veitir: Prófessorsembætti í lyfjaefnafræði og lyfja- gerðarfræði í læknadeild Háskóla íslands er laust til umsóknar, og er umsóknarfrestur til 7. febrúar 1972. | Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna \ ríkisms. ' :f Umsækjendur um prófessorsembætti þetta skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og náms- ■, feril sinn og störf. = Menntamálaráðuneytið, 7. janúar 1972. f Stúlka vön afgreiðslu- störfum óskast Ekki yngri en 18 ára. Uppl. á skrffstofu Sæte- Café, Brautarholti 22 í dag og naés4a dagjp • VYT-’.n-.' li r \ . • ■ ■ ” Þvottahúsið Hrafnisfu vantar duglega stúiku strax, hekzt eittiwað vana þvottahúsvinnu. Uppí. á staðnam. Forstöðukona þvottalmssms. ■■ Auglýsingadefld VfSIS ER TIL MfSA AÐ HVERFISGÖTU 32 Opið aHa virka daga kl. 9*18 nema laugardaga kl. 9-12 SÍMAR 11660 og 15410 i

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.