Vísir - 15.06.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 15.06.1972, Blaðsíða 1
VÍSIR 62. árg. — Fimmtudagur 15. júní 1972 —133. tbl. „Hér hef ég frið og ró" Hér hef ég friö og ró, segir Ashkenazy i viðtali við Vfsi I dag. Það segir hann vera aöal- ástæðuna fyrir þvi að hann flytzt hingað. Hann segist mundi ráðleggja öðrum iista- mönnum að setjast hér að, ef þeirspyrðu hann.-Ashkenazy er þó ekki að fullu sáttur við til veruna. Rússar neita föður hans þráfaldlega um fararleyfi, þrátt fyrir tilraunir fslenzkra til hjálpar honum. „Utanríkisráð- herra hefur reynt allt, sem hann getur.” SJA BLS 2 740 stúdentar útskrifast — voru 583 í fyrra Loks er stóru takmarki náö hjá stúdentunum okkar. Flestir eru þeir út- skrifaðir í dag og fá þá hvítu kollana, en á einstaka staö eru skólaslit ekki fyrr en á morgun. Um 740 stúdentar útskrifast á landinu þetta árið, en siöasta ár voru útskrifaðir 583 stúdentar. Menntaskólinn á Laugarvatni r útskrifar i ár 24 stúdenta og fóru skólaslit fram i gær, en i fyrra útskrifaðist þar 31 stúdent. Frá Menntaskólanum i Reykjavik útskrifast nú 301 stúdent á móti 192 i fyrra, og fara skólaslit fram i Háskólabiói kl. 2 i dag. Mennta- skólinn við Hamrahlið útskrifar 146 stúdenta, en 142 i fyrra og fóru skólaslit fram i morgun kl. 10.30 i skólanum. Menntaskólinn við Tjörnina út- skrifar ekki neina stúdenta þetta árið, ekki fyrr en á næsta vori. Frá Verzlunarskóla tslands, útskrifast i ár 57 stúdentar og er aukning þar frá þvi á siðasta ári sem og i öðrum skólum, en þar luku prófi 35 stúdentar i fyrra. Fara skólaslit fram i dag kl. 2 i skólanum. Ekki höfðu fengizt alveg öruggar tölur úr Kennaraskóla tslands, er blaðið fór i prentun, þar eö eftir var aö reikna út sjúkrapróf og annað, en það er nokkurn veginn áreiðanlegt að þaöan verða útskrifaöir 90 stúdentar á morgun kl. 2 á móti 70 i fyrra. I fyrramálið kl. 10.30 fara svo fram skólaslit i Menntaskólanum á Akureyri og eru að þessu sinni útskrifaðir 122 stúdentar en i fyrra luku prófi 113. Eftir þeim upp , lýsingum, sem blaðiö hefur aflað sér i skólum landsins virðast piltarnir vera i meirihluta meðal stúdenta þetta árið, sem og áður. EA Þeir Pétur Gunnarsson , Svanur Magnússon en þeir höföu afrekað fjo'rum jafnstórum og Magnús Guömundsson við eina af hrúgunum, hrúgum fyrir hádegið. Gera hreint í sveitinni Það voru hressir og reglulegir dugnaðarstrákar, sem Visismenn hittu uppi I Mofelissveit i gærdag, þarsem þeir foru að tina saman ýmiss konar dót og drasl, sem safnazt hefur saman á ýmsum stööum, en nú skal fleygja. „Þetta er fjórða vikan okkar hérna I sumar, en svona hreingerningar eru gerðar á ári hverju” sögðu þeir, um leið og þeir roguðust með ónýtt dekk, og bættu því á stóra hrúgu af rusli sem þeir höfðu safnað saman. „Þetta er allt saman gert á vegum hreppsins, og við erum 43 strákar i þessu til samans, en við skiptum okkur auðvitað i flokka”. Þeir langyngstu i hópnum hætta þó um 17. júni, en þeir starfa að mestu leyti við að hreinsa og gera hreint og þokka- legt fyrir þjóðhátiðardaginn. Ekki sögðust strákarnir hafa verið við þessar hreingerningar áður, en þetta væri samt alveg prýðis sumarvinna. Já, og þeim fannst það alls ekki svo fráleit hugmynd að safna saman nógu miklu drasli yfir vetrartimann, fleygja þvi siðan út um hvippinn, og hvappinn, og þar með væru þeir öruggir um næga sumar- vinnu næsta sumar. —EA Algengasti sjókdómur kvenna Það þvkir kannski ekki sér- iega fint að fjalla mikið um þvagfærasjúkdóma opinber- lega. Við ætlum samt að leyfa okkur að minnast lítil- iega á þessa sjúkdóma vegna þess að þeir viröast oft vera feimnismál. Þetta eru þó þeir sjúkdómar, sem helzt ná að plága konur, og eru hreint ekkert skemmtilegir. A Inn-siðu i dag er þvi fjallað um helztu einkennin og hvað er hægt að gera. SJABLS9 Ekki aðeins fyrir snobbara Mcnn greinir oft á um það, hvaðsé aðvera snobbi. Þrátt fyrir þessa óljðsu merkingu, er ekki talið gott að vera siikur maður. Einn lesandi blaðsins fann sig tilknúinn að mótmæla þeim röddum sem halda þvi fram að Listahá- tiðin sé aðeins fyrir snobbara. — Ekki vitum við 'það. Hitt er þó ljóst eins og fram kemur i frétt i blaðinu i dag, að snobbarnir eru margir á islandi, ef allir þeir, sem hafa sótt skemmti- atriðin, eru slikir menn. Kannski er bara gott að vera snobbi. SJA BLS 2 „Listnautnar- hugarfar" Ein er sú stétt, auk byggingarmanna, sem hefur mátt hafa sig alla i frammi undanfarna daga. Það eru gagnrýnendur, sem hafa þurftað skrifa um allan þann fjölda atriða, sem fluttur hefur verið á Listahátfð. i dag er fjallað um högg- myndasýningu, ballett og tónlist. Ekki er þó ljóst, hvort allir gagnrýnendur komast i svona vertið i «list- nautnarhugarfar”, i hvert skipti. SJA BLS 7 Villigötur íhaldsseminnar „Þeir, sem syrgja það, sem þeir kalla fornar dyggðir, svipast auðvitað um eftir sökudólgi, er ófarnaðurinn sé að kenna. Sumir hafa ekki yfirsýn yfir hið sögulega samhengi málsins. i þeim liópi eru menn, sem telja varnarliðið á Keflavfkurvelli vera sökudólginn. Þeir ala þá von i brjósti, að brottför þessi létti möru af þjóðar- sálinni og endurlifgi fornar dyggðir.” Svo segir i leiöara Visis i dag, en þar er fjallað um breytingar, sem orðið hafa á islenzku þjóðlifi. SJA BLS 6 Fá 700 þús. fyrir klœðaleysið Af hverju skyldu þessar huggulegu og sætu stúlkur láta taka af sér svona mynd- ir? Þannig spyrja margar „töntur”, þegar þær rekast óvart á myndir úr banda- riska blaðinu Playboy eða öðrum slikum glaumgosarit- um. — Nú er skýringin kom- in. Fyrir réttu stúlkuna er greitt allt að 700 þús. krónur, svo framarlega sem hún er fús til að fækka fötum. Það er blaðið Men Only sem borgar svo vel. Playboy borgar alit að 250 þús. kr. — Sjá bls.13________ „Kannski hefur Evrópa lœrt af ykkur Sjó viðtal við Luns ó baksíðu Ferðamólaróðs- maður fœr ekki herbergi Það er ekki rióg að vera einn aðalmaður ferðamálaráðs, — jafnvel slikur getur ekki útvegað átta blaðamönnum hótelherbergi dagana 2.-4. júli n.k. Það er Albert Guö- mundsson, formaöur KSt sem hér er um að ræða. t gærmorgun fékk hann skeyti frá danska knattspyrnusam- bandinu þar sem óskað var eftir þvi að hann útvegaði blaöamönnunum hótelher- bergi þessa daga vegna landsieiksins við Dani i Reykjavik. En þvi miöur, — ekkert hótelherbergi að fá, jafnvel einkaherbergin eru ckki fyr- ir hendi. 10 kg af hassi fyrir 10 milljónir og 10 óra fangelsi 10 miltjónir isl. króna höföu þeir upp úr krafsinu, hass-smyglararnir i Noregi — en þvi til viðbótar lika allt að 10 ára fangelsi, þvi norska lögreglan hcfur nú upplýst feril alþjóðlegs smyglhrings, sem á tveimur árum hefur smyglað 10 kilóum af hassi til Oslóar. Sjá bls 5 KR-ingar í góðum félagsskap KR-ingar fara i æfingabúðir á Greifaströnd i námunda við Kaupmannahöfn nú eftir helgina. Þar mæta þeir ein- um dýrasta atvinnumanni Dana i leik gegn Köge, topp- liði 1. deildar, — en þjálfarar liösins verða tveir af þekkt- uslu þjálfurum Danmerkur. Sjá iþróttasiður i opnu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.