Vísir - 15.06.1972, Blaðsíða 10

Vísir - 15.06.1972, Blaðsíða 10
Einn dýrosti atvinnumaður Dana keppir við KR-krakkana - en Arne Sörensen og Henning Enoksen sjó um þjólfunarhliðina í œfingabúðum liðsins í Köge í nœstu viku Þaö kemur sér oft vel aö vera ungur, t.d. þegar flogið er til útlanda. Þannig fengu flestir KR- inganna, sem halda utan í æfingabúöir eftir helgina, farmiða á sérstökum ung- lingafargjöldum og fengu þannig ódýra utanferð, — meðalaldur leikmann- anna 18, sem fara utan er undir 21 ári. Engin furða þótt við hofum tekið upp nafnið ,,KR-krakkarnir" á þetta Ijónspræka lið. KR-liðið, sem hefur staðið sig vel í 1. deildinni ætlar að brúa eyðu, sem myndast i 1. deildar- keppninni næstu dagana, heldur til Grevestrand sem er við Kögeflóa í um 30 kílómetra fjarlægð frá Kaupmannahöfn. „Viö leggjum aöaláherzluna á æfingarnar, sem munu standa frá 10 á morgnana til 6 á dag- inn”, sagði Bjarni Felixson, einn af fararstjórunum i þessari för, en með honum verða þeir örn Steinsen og Baldur Marias- son. t Grevestrand eru það sann- kallaðir fótbolta,,greifar”, sem taka á móti liöinu, landsliðs- þjálfarinn Arne Sörensen, einn bezti þjálfari Danmerkur, og ekki má gleyma Köge-liðinu, sem um þessar mundir er efst i 1. deildinni i Danmörku ásamt B 1903 með 15 stig eftir 11 leiki, en deildarkeppnin er þarmeð hálfnuð og leikmenn fá sumar- fri. En þaö eru fleiri i sumarfrium en danskir knattspyrnumenn, þar á meðal verður kappinn Jörgen Kristensen i leyfi heima i Höge og að sögn Bjarna Felix- sonar stendur til að Kristensen verði með Köge-liðinu i leiknum á móti KR á þriðjudagskvöldið. Verður hann þá tryggður fyrir 200 þús. danskar krónur, eða hátt á þriðju millj. isl. króna fyrir þann leik einan. Kristensen var nýlega seldur Feyenoord i Hollandi frá Spörtu, sem einnig er hollenzkt liö. Við þá flutninga gat Daninn lagt nær 16 milljónir isl. króna inn á bankareikninginn sinn. Enoksen þjálfar Þá er eftir að geta hins þjálf- ara KR-inganna, Henning Enoksens, hins fræga knatt- spyrnumanns úr silfurliðinu á Olympiuleikunum i Róm. Hann hefur siöan getið sér gott orð sem þjálfari og skrifað og rit- stýrt bókum um knattspyrnu, sem komið hafa ÚtvTöa um lönd, m.a. hér á Islandi (knatt- spyrnuhandbókin, sem kom út i hitteöfyrra). Annan leik mun KR-liðið leika. Farið verður til Abenrá á Jótlandi og leikið þar við úr- valsliö s-józka knattspyrnusam- bandsins þriðjudaginn 27. júni. Hætti landsliðsæfingum fyrir KR-ferðina Allir leikmenn KR, nema Halldór Björnsson, munu fara utan. Magnús Guðmundsson, markvörður gaf landsliðsæfing- ar m.a. upp á bátinn til að kom- ast heldur með félögum sinum i þessa ferö. „Þetta er fjárfesting upp á framtiðina”, sagði Bjarni Felixson, „við erum meö ungt liö i mótun og hugsum fyrst og fremst um framtiðina”. —JBP Jörgen Kristensen er hér 1 landsieik Dana og Finna fyr- ir viku, — hann skorar hér annaö mark Dananna, sem unnu 3:0, neglir framhjá markverði Finnanna og öðr- um bakverðinum. „Lifum á víxlum til að reka sumarstarfið" - Húsafellshátíðin skilur kassann hjá UMSB eftir í 800 þús. kr. skuld Húsa fellshátiðin hefur mörgum virzt álitlegur tekjustofn fyrir íþrótta- fólkið i Borgarfirði. „Betra að svo væri", sagði Vil- hjálmur Einarsson, for- maður UMSB i samtali í gær. „Við lifum á víxlum þetta sumar til að geta haldið úti eðlilegu starfi". Vilhjálmur kvað skuldir sam- bandsins vera um 800 þúsund krónur, m.a. vegna þeirra fimm Húsafellshátiða, sem sambandið hefur gengizt fyrir. Vilhjálmur kvaöst hafa gefizt upp á að stjórna mótinu áfram, 5 slik mót væru hverjum manni nóg, en mótið yrði haldið áfram á sama grundvelli og fyrr, enda hefur UMSB varið miklu fjármagni til mannvirkjagerðar þarna efra og að sögn Vilhjálms þyrfti litiö sem ekkert að gera I sumar til að halda þar gott mót. Borgfirðingarnir hafa lagt tals- vert fé i mannvirkjagerð á Varmalandi, þar á þeirra „stadion” að standa I framtiðinni og stendur sú mannvirkjagerð nokkuö vel, en þarna á að koma ágætur grasvöllur fyrir knatt- spyrnu auk hlaupabrauta og annars sem til þarf. LEIKA ÞJÓÐVERJARNIR RÚSSA ENN JAFN GRÁn? - liðin mœtast í úrslitum Evrópubikarsins Það verða V-Þjóðverjar og Sovétmann, sem berjast um Evrópubikaratignina í ár, — lið þessara þjóða unnu leiki sina i gærkvöldi i undanúrslitunum i Brussel og Antwepen. Og óneitan- lega virðast Þjóðverjarnir sterkari eftir að þeir unnu Rússana með 4:1 i vigslu- leik Olympíuleikvangsins í Munchen á dögunum. V-Þjóðverjarnir áttu annars i meiri vandræöum meö Belgana en gert hafði verið ráð fyrir og 60 þús. áhorfendur sem fylltu leik- vanginn fengu að sjá spennandi leik. Það var Gerd Miiller sem tryggði liöi sinu aðgöngumiðann að úrslitunum. Hann skoraði á 24. minútu og aftur á 72. minútu. En heimamenn áttu þó góð tækifæri á að jafna eftir fyrra markið, en tókst ekki. 1 seinni hálfleik sóttu Belgarnir enn meir en fyrr og undir lok leiksins var stöðug Fó brúna litinn á íþróttaskólanum Ekki amalegt að sjá, — þarna eru nokkrir krakkar I Iþróttaskólanum þeirra Höskuldar og Vilhjálms Einarssonar í Reykholti I Borgarfirði að fá sér sinn skerf á sólbrúnku. Ain er aö visu dálitið köld fyrst I stað, en svalar prýðilega. Þeir félagar leggja mikla alúð við að kenna krökkun- um undirstööuatriöi Iþrótta, og hafa um árabil átt miklum vinsældum að fagna, en nú er 12. ár þeirra félaga I þessari grein að hefjast. pressa á v-þýzka markið. 1 fyrri hálfleik var þessu öfugt varið, þá var eins og B num væri stillt upp við vegg g á þeim dundi stöðug skothrið. Einkum var það þýzki fyrirliðinn, Franz Becken- bauer sem stýrði liöi sinu og var uppistaðan i liðinu i fyrri hálfleik. Mark Belganna var skoraö þeg- ar 6 minútur voru eftir af leiknum af Poglenius. 1 leiknum i Brussel var þaö Anatolij Konkov, sem skoraði sigurmark Rússanna gegn Ung- verjum. Markið skoraði hann eft- ir 9 minútna ieik i seinni hálfleik eftir misheppnaða sendingu til markvarðarins ungverska. Ann ars voru það Ungverjarnir, sem sóttu meira i þessum leik. Ekki hvað sizt sóttu þeir i seinni hálf- leik. Rothöggið á liðið kom þó þegar vitaspyrna fór i súginn og aðeins 4 minútur voru eftir af leiknum. Ahorfendur i Brussel voru aðeins um 4000 talsins. NÁMH) FYRST - AFREKIN SVO - segir danski tugþrautarkappinn Steen Smidt-Jensen sem nú er meðal þeirra beztu í heiminum Nafnið Steen Schmidt Jensen þekkja margir áhugamenn um frjálsar iþróttir hér á landi. Fyrir 3-4 árum kom hann hingað á Norðurlandamót i tugþraut og keppti við Valbjörn Þorláksson. Þá voru þeir keppinautar, en i dag er Steen Smidt einn af beztu tugþrautarmönnum i heimi. Um siöustu helgi setti hann nýtt danskt met i tugþraut, 7754 stig, sem er eitthvert mesta af- rekið i dönskum frjálsíþróttum frá upphafi vega. Og þetta gerir hann án þess aö lita á iþróttir sem aðalatriðið, — það er námið sem er i fyrsta sæti hjá honum. Þjálfari Steen Schmidts, Kai Steendahl segir m.a.: „Ég lagði á það áherzlu við Steen að hann hugsaði fyrst og fremst um námið, þvi hann á nær tvö ár eftir i læknanámi og stendur frammi fyrir erfiðu prófi.” A Olympiuleikunum i Mexikó hafnaði Daninn i 8. sæti en fyrir þá leika þjálfaði hann i marga mánuöi tvisvar á degi hverjum og skömmu fyrir leikana allt aö 6-10 tima á dag. Og hvað um Munchen? „Með 7754 stig verð ég varla framar en i 15.-20. sæti. Hins- vegar vildi ég gjarnan vera kominn yfir 8000 stig og i Múnchen geri ég mér vonir um 8150 stig. Hvort þetta er raun- hæft, verður timinn einn að skera úr um”, sagði Steen Schmidt-Jensen. Metið sem Steen setti um helgina i Arósum var ekki sett við sem ákjósanlegust skilyrði. Fyrri daginn var ausandi regn, og engum datt annað i hug en að góður árangur væri úr sögunni. Samt stökk hann 2.03 metra i hástökkinu og I síðustu greininni, 1500 metrunum erfiðu, þurfti hann 4.36.0 til að slá metið, — og i mark kom hann á 4.27.2 staðráðinn i aö bæta metið enn i næstu keppni við betri skilyrði. FRÁ BOTNI f KVÖLD? Enn einn spennandi leikur i 1. deildinni er I kvöld, — það er Laugar- dalsvöllurinn sem verður vettvangur leiks Vikings og Vals. Vikingar hafa til þessa ekki sýnt mikla snilli i leikjum sinum, en vitað er að liöið býr yfir betri leik en fram hefur komið. Spurning hvort liðið fer ekki aö berjast af meiri krafti nú, þegar það er farið að sjá fram á fallbaráttu? Valsmenn eru reyndar ekki langt á undan Vikingum á stigatöflunni með aðeins 2 stig, Vikingar með eitt og einir i neösta sætinu. Ekki er óliklegt að Valur og Vikingur sýni okkur hörkuleik, um mikiö er at tefla, þvi vinni Valur, hefur félagiö kvatt hættusvæðiö i bili a.m.k. og er komið meðal efstu liðanna að stigum. Staðan er annars þessi: Keflavik 3 2 1 0 6:2 5 Fram 3 2 1 0 4:1 5 Akranes 3 2 0 1 6:3 4 KR 4 2 0 2 6:6 4 Breiöabl 4 1 1 2 5:10 3 Valur 3 0 2 1 4:5 2 Vest.m. 3 1 0 2 4:5 2 Vikingur 3 0 1 2 0:3 1 < ■ ■' ■ ■■m. Vikingar geta sótt eins og hér i Eyjum, — én i kvöld verða þeir aí skora sin fyrstu mörk. ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA - EDA SUMA? Iþróttirá (slandi eru ekki leng- ur bundnar við stjörnurnar ein- göngu. Keppnisíþróttir eru ágætar og nauðsynlegar, en íþróttir eiga að vera almenn- ingseign. En eru þær það? Vissulega er langt frá því að svo sé. Norræna sundkeppnin hefur í sumar gert stórt strik í reikn- inginn. Fjöldi manns stundar sund daglega eða oft i viku og fær sitt trimm á þann hátt, en þó er einn hópur manna, sem hefur gleymzt í þessu tilliti, — það eru þeir ógæfusömu sem stríða við lömun eða fötlun. I öllum menningarlöndum heims er fyrir löngu farið að keppa í íþróttum fyrir lamaða og fatlaða. Þeir geta stundað vissar greinar sér til mikillar ánægju og gagns. SKILUR BIKAR EFTIR HJÁ GOLFMÖNNUM Einn þeirra golfmanna, sem mjög hefur verið iðinn við golfvöllinn undanfarin sumur er bandariski ambassadorinn, Luther Replogle, sem senn er á förum frá íslandi. Hefur hann eignast marga kunningja og vini i hópi golfmanna, jafnt keppenda sem annarra. Kvaðst hann vilja skilja eftir smá gjöf til islenzkra golfmanna þegar hann færi, er það stór og veglegur silfurbikar, sem keppa á um árlega. Hér tekur Pétur Björnsson við gjöf ambassadorsins. Svo sterk er þessi hreyfing viða ytra, að keppni fer fram milli ein- stakra þjóða. Margir hinna fötl- uðu stunda svo iþróttir aðeins sér til heilsubótar og ánægju, en ekki með keppni fyrir augum. Fyrir hverja Olympiuleika fara fram Olympiuleikar fatlaðra og lamaðra og I ágústmánuði verða þeir haldnir i Heidelberg i Þýzka- landi. Eru hin ýmsu lönd nú að undirbúa lið sin, m.a. má benda á að Norðmenn senda 30 þátttak- endur á leikana, 10 konur og 20 karlmenn. Og hvaða iþróttagreinar eru svo stundaðar af þessu fólki, sem fæstum hér á landi dettUr einu sinni i hug að bendla við Iþrótta- iðkun? Sund, skotfimi með bog- um, borðtennis, ýmsar greinar frjálsra iþrótta, lyftingar, og hraöakstur á hjólastólum svo eitthvaö sé nefnt. Nú hefur tþróttasambandiö sýnt sig i þvi að hafa áhuga á iþróttuin fyrir hinn almenna borgara ekki siður en stórstjörn- una, — og á lof skilið fyrir. Við komum hugmyndinni áfram til ÍSi og þeirra félaga, sem mcst og bezthafa barizt fyrir málum lam- aðra og fatlaðra. E.t.v. geta þau unnið þarft og gott verk með þvi að hjálpa til viö að koma starfsemi sem þessari af stað. JBP- Danir yfir 5 metrana i gær Það er af sem áður var, meðan við vorum ofjarlar Dana I frjálsum . 1 gær stökk fyrsti Daninn yfir 5 metrana i stangar- stökki, Flemming Johansen bætti danska métiö um 5 sentimetra I 5.04.1 Abo i Finnlandi náði Simola góöum árangri I kúluvarpi, varpaði 19,82 metra á móti I gær- kvöldi, en i Tammerfors varpaði Yrjölæ 19,56. 1.45.4 i 800 A-Þjóðverjinn Kieter Fromm náði bezta tima ársins i 800 metra hlaupi i gærkvöldi, hljóp á 1.45.4 á móti i A-Berlin i gærkvöldi. Landi Fromm, Annelise Erhardt. hljóp 100 metra grindahlaup á bezta árstima i heiminum á sama móti, hljóp 12,7 sekúndum Fótboltamenn fangels- aðir Tveir knattspyrnumenn voru dæmdir i 13 og 15 mánaða fangelsi i Aþenu fyrir aö hafa ráðizt á knattspyrnudómara og lögreglu- þjóna á eftir, þegar reynt var að ganga á milli. Leikurinn sem fram fór var milli Aris og Panathinaikos. Norðmenn betri, en... Jú, viö vorum betri, en...Sama sagan hjá Norömönnum og okkur ættingjunum þeirra. Alltaf þetta litla ,,en”. I gær unnu Uruguay- menn þá á Ulleval-leikvanginum meö l:0enda þótt Norömenn ættu skinandi leik og væru betri áðilinn. Markið kom þegar 3 min voru til leiksloka. UNGMENNABÚÐIR ÍÞRÓTTIR OG LEIKIR Foreldrar athugið: Vegna mikillar eftirspurnar héfur verið ákveðið að efna til auka námskeiðs fyrir 8 til 11 ára börn að Varmá i Mosfellssveit i júli 1972. Kenndar verða íþróttir og leikir, farið i gönguferðir og kvöldvökur haldnar af þátttakendum. 14 til 19 júli fyrir 8 til 11 ára. 24 til 29 júli fyrir 8 til 11 ára. Námskeiðisgjald er krónur 1950. Tekið á móti pöntunum og nánari upp- lýsingar gefnar i sima 16016 og á skrif- stofu UMSK Klapparst. 16. Ungmennasamband Kjalarnesþ. Ungmennafélagið Afturelding

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.