Vísir - 15.06.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 15.06.1972, Blaðsíða 2
2 VISIR. Fimmtudagur 15. júni 1972. vfeœsm: Hvert ætliö þér aö fara í sumarfriinu? Iljiirdis Bjiirnsdóttir, húsmóðir: Ég hei' nú ekkert ákveöið þaö enn- þá. Mig langar nú að fara norður i land, hringinn vestur, og svo norður i land og til Akureyrar. Kristinn (íuðmundsson, stöðu- maöavörður: bað er nú alveg óákveðið. Maður hefur svo sem margt að gera heima l'yrir og litinn tima lil að ferðast. Kg get ekkert sagt með vissu hvert ég ætla eða hvað ég geri, en íriið tek ég einhvern tima i júli. I>órarinn Vigfússon, innheimtu- maður: Ja, ég veit það nú ekki ennþá. l>að er þá hel/.t að maður hregði sér auslur i Skaftafells- sýslur og þá siðari hluta júli. V alborg (í uðm undsdóttir, sjúkraliði: Kg hef hara ekki hugsa út i þá. . I>ó er ég spennt fyrir að fara i hálendislerðir með einhverju ferðafélagi, og jalnvel vestur á llornstrandir. Sveinn llelgason. fulltrúi: Það hef ég ekki ákveðið. Kg hef mestan hug á að lara vestur i land, ég hef bara ekki tekið það löngsumarfri undanfarin árað ég geti íerðast mikið. Pétur Andrésson.kaupmaður: Kg ætla að fara til Hornafjarðar og keyra þaðan til Laxár i Þing- eyjarsýslu,á leið um norðurland, og siðan suður. Ætli ég fari ekki svona um miðjan júli. Mundi rúðleggja ððrum lista- mönnum að setjast hér að segir píanósnillingurinn Vladimir Ashkenazý þeir vilja ekki hleypa föður þinum úr landi, eða einhver sér- stök ástæða?" ,,Ég er mjög ánægöur með að búa hér og að hafa fengið islenzkan ríkis- borgararétt. Ég myndi ráð- leggja öðrum erlendum listamönnum að flytjast hingað, ef þeir spyrðu mig. Ég vildi bara að faðir minn gæti fengið að koma hingað en þrátt fyrir til raunir íslenzkra yfirvalda til þess að fá leyfi fyrir hann, fær hann ekki að koma". Það er pianósnillingurinn Vladimir Ashkenazky sem svo mælir, er við heimsóttum hann á heimili hans i gær. Hann er einn af listamönnunum, sem koma fram á Listahátiðinni, sem nú stendur yfir i Reykjavik, en strax á sunnudag flýgur hann til London, þar sem hann mun spila á tónleikum. „Ilver er ástæðan fyrir þvi að þið hjónin ákváðuð aö setjast að á tslandi?” ,,Fyrst og fremst sú, að hér hef ég l'riö og ró.” „Það eru þá ekki skattarnir, eins og margir halda? „Nei, alls ekki enda eru fjölda- mörg lönd i Evrópu, sem hafa miklu lægri skatta. Skattarnir hér eru að visu lægri en t.d. á Norður- löndunum og i Bretlandi, en þar eru þeir óhemju háir”. „Þið eruð að byggja nýtt hús hér, Hvenær helduröu að þið getið flutt inn i það?” „Mér er sagt að þaö verði til- búið i janúar n.k. Þar hef ég eigið vinnuherbergi, sem er nauð- synlegt, þar sem ég æfi mig á hverjum degi. Við eigum eftir að selja þetta hús, sem við búum núna i, en ég býzt við að nýja húsið verði helmingi dýrara.” „Kemur þú til með að dveljast lengur hér ár hvert,eftir að þið flytjið i nýja húsið?” Nei, það breytir engu. Eg er hér aldrei nema i mesta lagi sam- tals 3 mánuði á ári.” „Konan þin ferðast mikið með þér, er það ekki?” „Jú, hún fer alltaf með mér, nema sérstaklega standi á. Kg held um það bil 100 tónleika á ári út um allan heim, og við erum þvi sifellt á þeytingi. Við reynum að hafa börnin eins mikið með og hægt er, en þau tvö eldri eru komin i skóla. Yngsti sonurinn Dimitri Þór, fer hinsvegar nær alltaf með okkur.” „Kg sé að hér er mikið af flug- vélalikönum i stofunni. Hefur þú sérstakan áhuga á flugi?” „Nei, mér finnst gaman að hafa þær i kringum mig, þær eru fallegar. Við erum jú alltaf að fljúga. Kg hef annars ákaflega litinn tima fyrir önnur hugðar- efni en tónlistina.” „Átt þú von á þvi að faðir þinn komi og heimsækji þig?” „Það virðistekki útlit fyrir það. Islenzki utanrikisráðherrann hefur reynt allt sem hann getur til þess að hjálpa okkur, en Rúss- arnir neita stöðugt. Þeir hafa enga sjálfsvirðingu, með þessu brjóta þeir sin eigin lög, sem segja að fólk megi ferðast einu sinni á ári til þess að heimsækja ættingja erlendis. Þeir hundsa þessi lög þegar þeim sýnist svo”. „Heldurðu að það sé tilviljun að „Kg býzt fastlega við að þetta stafi af þvi að ég hef leyft mér að gagnrýna Sovétrikin eins og mér sýnist”. „Saknarðu Rússlands?” „Nei, aðeins fólksins sem ég þekkti þar. Þegar maður les t.d. Solzhenitsyn þá sér maður að það er ekki mikils að sakna.” „Að lokum, ertu ánægður með islenzka áheyrendur?” „Já, þeir eru stórkostlegir. Þeir eru eins og islenzk náttúra, eins og eldgos, þegar þeir láta hrifningu sina i ljós, en þess á milli þöglir eins og jöklanir”. Og nú megum við ekki tefja Ashkenazy lengur, og þökkum fyrir spjallið og kveðjum. þs Vladimir Ashkenazy og fjölskyldan. Börnin heita Dimitri Þór sá yngsti, Nadia Lisa og Vladimir Stefán, en á milli þeirra er kona Ashkenazys Þórunn. LESENDUR /HHAFA /ÁM orðið Listahátíðin er ekki bara fyrir snobbara R. Tryggvason hringdi: „Það hafa verið uppi um það raddir hjá nokkrum nöldurseggj- um að Listahátiðin sé aðeins fyrir einhverja snobbara og hafi ekki aðrir af henni neitt gagn. Svona nöldur finnst mér fáranlegt. Aðgöngumiðar að þeim atriðum, sem flutt eru á hátiðinni, kosta sáralitið i flestum tilfellum og i öllum tilfellum mun minna en gerast myndi i öðrum löndum. Þar fyrir utan held ég að all flestir þeir erlendu listamenn, sem hingað hafa komið, hafi verið ánægðir með komuna og hefur það stórkostlegt auglýsingagildi fyrir landið. Blaðasnápar eru stöðugt á eftir þessum mönnum hvar sem þeir eru staddir á hnett- inum. Getur þvi hátiðin gert mik- ið til að laða hingað ferðamenn. Einnig kynnast hinir erlendu gestir þvi sem islenzkir listamenn hafa fram að færa og held ég að við þurfum siður en svo að skammast okkar fyrir þeirra frammistöðu á hátiðinni. Það er þvi engin ástæða til að nöldra út af Listahátiðinni”. vekja athygli á. Það er þátturinn fréttaspegill, sem er stjórnað af Gunnari Eyþórssyni fréttamanni. Það er hreint ótrúlegt hvað hon- um tekst að komast yfir mikið efni á ekki lengri tima og gera þvi tæmandiskil. Þetta minnir mann á svipaða þætti i BBC, sem eru geysivinsælir. Enda leggur Gunn- ar áherzlu á að fá alltaf einhverja menn, sem hafa kynnt sér vel þau mál, sem tekin eru fyrir hverju sinni og þeir flytja stutt og laggóð yfirlit. Þessir þættir mættu gjarnan vera oftar en tvisvar i viku, en þó er þetta stór framför i fréttaflutn- ingi útvarpsins og vil ég koma á framfæri þakklæti minu vegna þess arna”. Hvað skeður í skattamálunum Mig langar til að spyrja um skattskrána. Það er marg búið að tilkynna það hvenær við fáum hana i hendurnar. En við hverju á að búast eða hvaða skattar munu hækka og hvað þeir munu hækka mikið o.s.frv. hef ég aldrei heyrt neitt um. Skattgreiðendur eiga heimtingu á að fá nánari upp- lýsingar varðandi svo mikilvæg mál sem skattlagning er. Óánægður skattgreiðandi. Skilnaðarkveðja til Austurbœjarbíó Fréttaspegill hermd þú mér . . . Útvarpshlustandi skrifar: „Það er einn ágætur þáttur, sem hefur hafið göngu sina i út- varpinu og mér þykir rétt að G.P. skrifar: „Þá fór nú fólk úr minni fjöl- skyldu siðustu ferðina okkar i Austurbæjarbió og það var i gær. Fái ég einhverju ráðið. þá verða þær ekki fleiri. Þótt við verðum með þvi að bregðast nær þritug- um trúnaði við bióið. Það byrjaði með þvi, að það var ekki hleypt inn, fyrr en klukkan var orðin þrjú. Mikil þröng haföi myndast, og samt voru ekki opn- aðar nema einar mjóár dyr. Troðningurinn varð mikill, en þó ekki ferlegur, þvi að fullorðið fólk og krakkar héldu furðu vel still- ingu, þótt búast mætti við þvi að sýning væri aö hefjast. — Svona troðningur er þó fjári óþægilegur, ef ekki beinlinis hættulegur, og hefði auðveldlega mátt komast hjá honum, ef einhver húsráð- enda hefði kært sig um. Einfald- leg með þvi að hleypa inn i húsið um fleiri dyr, þvi að nóg var svo sem starfsfólkið til að rifa af mið- unum. — En nei, menn létu sér slik óþægindi sýningargesta i lettu rúmi liggja. Enda reyndist starfsfólkið hafa önnur verk að vinna. Það kom i ljós, þegar inn var komið. Það stóð á verði við tröppurnar inn i sýningarsalinn, og varnaði öllum inngöngu, sem voru með popp- korn. „Það má ekkert popp fara inn, þvi að það eiga að verða tónleikar á eftir”. Skýr fyrirmæli og skorinorð, sem þarna voru lögð á borðið — EFTIR að fólkið hafði keypt mið- ana, og EFTIR að það var komið inn og búið að rifa af miðunum. Nú vita aliir að hjá mörgum er popp og þrjú bió jafn áaðskiljan- legur hlutur eins og baunasúpan er með saltkjötinu hjá öðrum. — Allir voru með báðar hendur full- ar af poppi, sem þeir höfðu keypt af litlum efnum og voru hreint ekki á þvi að kasta i ruslafötuna. Hver maður gat séð, að ekki var mikiil timi til þess að koma þvi i örugga geymslu, þegar klukkan var orðin vel þrjú. Þarna myndaðist þvi önnur þvaga og meira en litil vandræði. Kg hafði lofað að bjóða upp á gott i bióinu og hafði álpast til að kaupa poppkorn. Eg fann nú augu dóttur minnar og 4ra ára vinkonu hennar hvila á mér, næstum hálf ásakandi en þó um leið full af trausti. Min ábyrgð var ægileg. (Auðvitað hefðu þau lifað sýning- una af, popplausa, en á minu heimili verða loforð fullorðna fólksins að standa eins og stafur á bók, þvi að hverju má þá treysta, ef þau reynast hljómið eitt?) Enginn timi var til þess að stilla sér upp i ösina við sælgætissöl- una, og ég greip til örþrifaráðs: Setti upp snúð og arkaði beint inn (og hef vist ekki verið árennileg- ur á svipinn, þvi að allt hrökk undan). Þá var auðvitað komið kolniða- myrkur i salnum, og fyrsta teiknimyndin eða önnur eða þriðja — eða hver veit hve marg- ar voru búnar á þessum tima — 0, ég segi ekki, að þetta komi til með að eitra allt mitt lif og minn ar fjölskyldu. En við finnum, hvar við erum ekki velkomin og erum þá ekkert að troða okkur þar. Auðvitað er það ekki popp- bannið, sem fælir okkur frá eftir- leiðis. Það er viðmótið, sem speglast i þvi að hugsa ekkert um óþægindi okkar af troðningnum, þegar smávegis tilvik hefði hjálp- að mikið. Tillitsleysið að hefja sýninguna strax, þótt fólkinu væri ekki hleypt inn fyrr en eftir tafir. Og svo loks nánast sú fyrirlitning á þessum viðskiptavinum, sem birtist i þvi að ætlast til þess, að þeir geri sér að góðu að hlýða hvaða duttlungum, sem húsráð- endum kann að koma i hug á sið- ustu stundu”. Ps. Vottast að rétt er með farið hjá pabba! Stina 5 ára

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.