Vísir - 15.06.1972, Blaðsíða 20

Vísir - 15.06.1972, Blaðsíða 20
Fimmtudagur 1S. júnl 1972. góð tíð í Evrópu" w Ok undir vörubílspoll Harður árekstur varð á Kringlumýrarbraut um ki. 13.40 I gærdag, þegar jeppabifreið var ekið aftur undir pall á kyrrstæð- um vörubfl á kaflanum milli Miklubrautar og Háaleitisbraut- ar. Vörubillinn hafði numið staöar, þar sem ökumaöurinn ætlaði aö hleypa út farþega slnum. — Jeppaekillinn, sem átti ekki von á þvi, aö billinn á undan honum næmi staðar, var annars hugar við aksturinn. Var hann að hagræða skjölum hjá sér i sætinu, og veitti ekki eftirtekt hraðabreytingunni hjá vörubilnum. Hann lenti aftan á honum án þess að ná þvi að draga úr hraðanum. Engan sakaði i vörubilnum, en hinsvegar meiddist ökumaöur jeppans mikið i andliti, en var þó ekki talinn alvarlega meiddur. - GP. Joseph Luns rœðir Joseph Luns, fram- kvæmdastjóri Nato, kom i morgun kl. 10 til fundar við Ólaf Jóhannesson og Einar Ágústsson i Stjórnar- ráðinu. Visir náði stuttlega tali af Luns, áður en hann gekk inn til viðræðnanna við þá Einar og Ólaf, og sagði Luns, að hann gæti ekki annað en verið i góðu skapi: „Yndisleg vætutið hér á íslandi til viðbótar við góða veðrið I Evrópu, og ég hlakka til að eiga viðræður við ráð-. herrana ykkar”. — Hvað finnst yöur um horfur við íslenzka ráðherra i málefnum Evrópu núna? „Þær verða að teljast betri nú en oft áður...og ykkar dásam- lega eyja virðist hafa gert það að reglu að taka vel á móti mér. Ég kom hingað 1965 og 1966. Þá var veðrið lika svona frá- bært..kannski Evrópa sé að læra af ykkur”. Luns kom til fundarins I Stjórnarráðinu með fríðu föru- neyti. Lögreglumenn óku fyrir og á eftir og öryggisverðir voru til beggja handa honum. Hér á landi dvelst hann fram á laugardag, er hann heldur brott, en á morgun, föstudag, veröur fundur með blaðamönn- um, þar sem væntanlega verður skýrt frá viðræðum Nato-fram- kvæmdastjórans við islenzka ráðherra. -GG Bœrinn hefur líklego lent í jökulhlaupi segir Sigurður Þórarinsson, jarðfr, um miðaldabœinn, sem fannst í Alftaveri „Það bendir allt til þess, að bærinn hafi lent I jökulhlaupi, sem er samfara gosi. Nákvæma timasetningu getum við ekki sett strax, cn bærinn er greinilega mjög gamall.” sagði Siguröur Þórarinsson, jarðfræðingur I við- tali við blaðið, en hann kom til Keykjavikur i gærkvöldi austan af Mýrdalssandi, þar sem hann var að rannsaka rústirnar i Alfta- vcri. Allt bendir til þess að bærinn sem þarna stóö, skammt neðan við Þykkvabæjarklaustur, hafi verið miðaldarbær, en engar heimildir hafa fundizt um hann. Gisli Gestson, safnvörður stjórn- ar uppgreftrinum, sem byrjað var á fyrir skömmu. „Við fórum þarna saman, ég og Einar bóndi á Skammadalshóli og litum á þetta. Einar er mjög fróð- ur um öskulög og við höfum áður rannsakað saman öskulög þarna nokkru vestar. Það er geysilega erfitt verk að greina öskulögin, og þarf að rannsaka öskuna á rann- sóknastofu hér fyrir sunnan áður en hægt er að draga nokkra álykt- un. Ég býst við að fara þarna austur aftur i sumar og rannsaka jarðlögin nána^þetta er á algjöru byrjunarstigi ennþá”, sagði Sigurður Þórarinsson. þs Joseph Luns, framkvæmdastjóri Nató, gengur til fundar við isl. ráðherra I Stjórnarráðshúsinu I morgun. Margir koma á einkavélum Ráðstefna Scania- Vabis og Saab hér „Hér eru stöðugt að lenda cinkavélar, með alls kyns fólk innanborös, forstjóra, höföingja, og oliukónga. Stundum liða svo dagar að engin einkaþota lendir hér, cn svo koma aðrir dagar, þegar þær lenda margar, og i gær komu t.d. tvær einkavélar.” Svo segja þeir i Flugturninum og i móttöku Loftleiða hótelsins. Og það ætti svo sem ekki að þurfa að væsa um þá höfðingjana, þvi þegar þeir lenda á Reykjavikur- flugvelli, þurfa þeir ekki nema rétt að tylla fæti sinum á flug- brautina, og svo eru þeir komnir inn á Hótel Loftleiðir. Tvær slikar vélar komu i gær. Með annarri kom finnski forstjór- inn Casimir Rydman, en hann er forstjóri Scania-Vabes Saab i Finnlandi. Visismenn lögðu leið sina út á flugvöll, og ræddu stuttlega við Rydman. Tilefni ferðar hans til Islands er ráðstefna, sem haldin er hjá öll- um Saab fyrirtækjum á Norður- löndum, og að þessu sinni er hún haldin hér á landi, en slikar ráð- ' stefnur eru haldnar árlega. Hér á landi eru þvi staddir 14 fulltrúar fyrirtækjanna frá Norðurlöndum, ásamt fjölskyldum sinum. Þetta er fyrsta ferð Rydmans til íslands, og virtist honum litast vel á það sem fyrir augu bar. Hann mun dvelja hér á landi þar til þann 20. en þá mun ráðstefn- unni ljúka. Þess má svo geta að lokum, að hann er sá eini af þeim er sitja ráðstefnuna, sem flýgur með einkavél til landsins. —EA Casimir Rytfman og fjölskylda ásamt barnfóstrum við komuna til Reykjavlkur I gær. Kona lézt í bílslysi Dauðaslys varð á gatnamótum Miklubrautar og Réttarholtsveg- ar i gærkvöldi, þegar Daf-bifreið var ekið inn á Miklubrautina i veg fyrir Fiat, sem var á leið vestur Miklubraut Fiatinn skall i hægri hlið Dafs- ins, og köstuðust þeir báðir á þriðja bilinn, Datsun, sem beið tækifæris til að komast yfir gatna- mótin. Við það valt Dafinn, en i honum voru þrjár konur, sem all- ar köstuðust út við áreksturinn. ’ Konurnar þrjár voru fluttar á slysadeild Borgarspitalans, en ein þeirra lézt skömmu eftir að hún var þangað komin. Hinar tvær voru ekki taldar i hættu, þótt báðar hefðu meiðst alvarlega. — ökumaður Fiatsins hlaut áverka á höfuð og var einnig lagður inn á sjúkrahúsið. GP Tölva dregur út vinninga Loksins fær tölva háskólans að draga i happdrætti en yfirleitt hefur henni ekki verið treyst fyrir svo „vandasömu” verkefni. Undanfarið hafa stærðfræðingar unniðað þvi aö formúlera tölvuna með þetta fyrir augum, og hún siöan reynd, og virtist ekki draga siður en þótt notuð væri gamla aöfcrðin. Þaö er happdrættislán rikissjóðs, sem mun nota tölvuna i framtiðinni til þessara nota og er drátturinn i dag hinn fyrsti I þessu happdrættisláni. Einhverjir sem verða millar i dag, munu án efa hugsa hlýlega til tölvunnar. —JBP Siglfiröingum fækkar enn Bæjarbúum fækkaði um 87 á siðasta ári á Siglufirði. Þeir eru nú 2088 talsins, — á velmegunar- árum kaupstaðarins voru þeir 3300 talsins. Ollum skáksamningum lokið Fréttamyndir af einvíginu sýndar sólarhrings gamlar erlendis „Við erum búnir að ganga frá öllum samningum varðandi ein- vigið,” sagði Guömundur G. Þórarinsson, eftir New York ferðina i morgun. „Það er búiö að semja um ljósmyndum, út- vörpun, og sjónvörpun, útgáfu bókar eftir einvigiö, scni kemur til með að afla okkur mikilla tekna. Skáksambandið hefur einka- rétt á öllum kvikmyndum sem verða seldar út um allan heim. Chester Fox Co. Corporation tekur síöan filmur okkar á leigu og við skiptum i sameiningu hagnaðinum. Kvikmynd sem tekin yrði t.d. á fyrstu einvigis- skák, færi morguninn eftir til Glasgow, þaðan til London til framköllunar, og um kvöldið væri hún komin til sýningar hvaðanæva i heiminum. Isl. sjónvarpið fær tækifæri til aö leigja myndir af einviginu fyrir það verð sem það kostar að kópiera þær. Ymsir aðilar i Evrópu og Ameriku hafa þegar sýnt áhuga á að fá myndir. World wide sport hefur keypt af okkur rétt á að vera með þátt i USA (67000$). Eurovision vill einnig kaupa rétt til að flytja myndir og þætti i Evrópu. Samningar okkar við Chester Fox Co. Corporation hljóða upp á 160.000$. Skáksamband íslands er framleiðandi alls myndaefnis héðan, en Chester Fox eru okkar verktakar og það er þeirra aö sjá um vinnu og dreifingu á efninu. Samningurinn nær til 99 ára og leiguféð kemur til með að renna i okkar vasa i fjölda ára en eftir þessi 99 ár verður öll framleiðslan eign Skáksam- bandsins. Skáksambandið tekur enga ábyrgð fjárhagslega i samningunum við Chester Fox. Til að ekki sé hægt aö baksækja okkur, þyrfti að stofna hluta- félag utan við Skáksambandið sem engar eigur ætti og ef til þess kæmi að ganga þyrfti að þessu hlutafélagi þá yrði það gert gjaldþrota.” Annars erum við bjartsýnir á að vel takist” sagði Guömundur að lokum, en auðvitað er timinn naumur.” GF

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.