Vísir - 15.06.1972, Síða 12

Vísir - 15.06.1972, Síða 12
12 VtSIH. Fimmtudagur 15. júni 1972. y I Lundúnum var i fyrrakvöld verið að opna nýjan og glæsilegan nætur- klúbb undir nafninu„La Valbonne”. Sá hefur innan veggja fjóra vinbari, nokkra notalega Tahiti-kofa, vatnsfall, smávöruverzlun og innanhúslaug. 1 þeirri laug eiga topplausar go-go stúlkur að dansa og busla á annan hátt á hverri nóttu. Tvær þeirra topplausu sjáum við einmitt á myndinni hér fyrir neðan. — Skyldu Loftleiðir kannski taka upp á þvi, að færa sér sundlaugina i hóteli sinu i nyt á sama hátt þau kvöld, sem danssalir eru opnir??!!'^' — Er það flugvöllurinn? — Já. — Hversu lengi er flugvél að fljúga til Akureyrar? — Augnablik... — Þökk fyrir,...verið þér sælar! — Veslingurinn litil, svo móðir þin er látin. Hvaða lækni höfðuð þið? — Engan. Mamma dó alveg hjálparlaust! Kvenfólk hlær þrisvar að sama brandaranum: Þegar það heyrir hann. Þegar það segir öðrum brandarann. Og loks þegar það fattar hann. — Elskarðu mig eins heitt og þú segir, Kristin? — Auðvitað, Jón. — ÉG HEITI MAGNÚS! — Æ, hvernig læt, ég. Mér hefur fundizt vera föstudagur i allan dag... — Þrúður! Þú verður að fara að koma þér af stað. Við eigum að vera mætt klukkan sjö — og nú hefur þú verið inni á baði i meira en klukkutfma! — Hve oft þarf ég að segja þér, að ég verð tilbúin eftir tiu minútur! Likgrafararnir Óttar og Felix voru aö niðurlotum komnir við störl' sin i kirkju- farðinum vegna sólarhitans. 'eir tylitu sér þvi niður hvor á sina gröfina. Gömul kona sem átti leið fram hjá kirkjugarðinum, gægðist inn yfir múrana til þeirra og sagði bliðmælt: ,,0 sei, sei rýjurnar minar. Ósköp skil ég það vel, að ykkur hefur langað til að koma upp smá- stund og sleikja blessaða sólina....” Það átti sér vist stað á einni hraðbrautinni, að tveir kappar sátu sama vélhjólið og fóru greitt. Þeim fremri leiddist brátt blásturinn inn i blússu sina, stöðvaði þvi hjólið og snéri henni þannig við, að hneppingin vaFá bakinu. Svo var haldiö af stað á ný, en....svo varð óhappið: Þeir óku i veg fyrir bil, hentust i götuna og misstu meðvitund. Þegar sá sem setið hafði á bögglaberanum hafði rankað úr rotinu, lét hann það verða sitt fyrsta verk, að huga að liðan vinarins. Hann komst að visu ekki að honum vegna mannfjöldans, sem var um- hverfis hann, en fékk þær upp- lýsingar að vininum hefði fremur hrakað heldur en hitt siðan höfði hans var snúið aftur i rétta átt. Það má ef ti! vill til sanns færa, að stúlkur, sem borða hafragraut, fá svona fótleggi 11 Stúlkur sem tiðum eru i úti- reiðatúrum fái svona fótleggi: () Stúlkur, sem fá sér full mikið neðan i þvi, fái svona leggiH En stúlkur sem hugsa sinn gang fái svona leggi: X > ................. Umsjón: Þórarinn Jón Magnússon wmm—^mmmmmK* GEORGE BEST hélt upp á sinn 26. afmælisdag i sólinni á Marbella einni hinna sól- riku baðstranda Spánar. Hann hóf daginn með þvi að tilkynna opinberlega, að hann væri hættur fyrir fullt og allt að sparka i tuðruna. Siðan settist hann til borðs með vinum sinum og át af- mælistertur, og renndi niður kampavini með. Veizlan hefur ef til vill haft einhver áhrif á ákvöröun hans, Best hefur i það minnsta dregið hana til baka aftur.... George og Ringo ó Connes-hátíð Þetta gleraugna-búna fólk er á leiðinni til Frakklands. Þarna eru þeir Beatles- bræður, Georg og Hingó, en erindi þeirra til Frakklands var það, að vera við sýningu kvikmyndar þar frá Bangla- Uesh-hljómleikum þeirra i Ameriku,er hún yrði sýnd á Cannes • kvikmyndahá- tiðinni. Agóðinn af fyrrnefndum hljóm- leikum, sem Bob Dylan tók einnig þátt i, nam um 600 milljónum isl. króna, en þar m’eð er talinn hagnaðurinn af sýningu kvikmyndarinnar frá hljómleikunum. Þá eru plöturnar með hljóðritunum frá hljómleikunum einnig búnar að gefa af sér aðra eins upphæð. Og allir hafa þessir peningar runnið til hinna bágstöddu i Bangla Desh. — O, já þvi má ekki gleyma, stúlkan til vinstri á myndinni er Maureen, eiginkona Starr, en sú til hægri er Patti, kona Harrisons. „Syngjandi” borðlampar — í vinnusölum verksmiðju einnar i borginni við Neva, sem framleiðir augnlækningatæki, má sjá „syngjandi” borðlampa. Sérfræöingar á rannsóknarstofu starfstónlistar, sem komiö var á fót við fyrirtækið ekki alls fyrir löngu, hafa smiðað örsmá transistortæki innbyggð i ljósa- búnað færibandanna i verk- smiðjúnni. I segulbandasafni rannsóknarstofunnar eru til 3500 upptökur. Sex sinnum á dag er útvarpað þaðan tónlist eftir sérstakri timatöflu. Hafa sér- fræðingar rannsóknarstofunnar notið aðstoðar kennara frá tón- listarskólanum i Leningrad. Þeir hafa gert félagslega rann- sókn, sem hefur gert þeim kleift að gera sér hugmynd um tón- listarsmekk verkakvennanna og ákveða eöli og lengd tónlist- artimanna. Það hefur verið sannað með tilraunum, að tónlist auðveldar fólki vinnu, sérstaklega, ef vinnan við framleiðslustörfin er einhæf. Miklar framfarir i Georgiu — „1 samvinnu við og með bróðurlegri hjálp þjóða Sovét- rikjanna hafa orðið miklar framfarir i Georgiu á timabili Sovétskipulagsins”, segir prófessor Ikakli Mikeladze, einn af fremstu hagfræðingum kákasiska lýðveldisins Tiblisi i viðtali við blaðamann. Þetta riki, sem var áður mjög vanþróað landbúnaðarhérað, á nú yfir eitt þúsund iðnfyrirtæki, sem Rússar, Ukrainumenn, Hvit-Rússar og fulltrúar fleiri þjóða landsins hafa tekið þátt i að byggja upp. Fyrir 45 árum var fyrsta vatnsaflrafstööin I Kákasus reist i grennd við Tiblisi fyrir fé, sem lánað var vaxtalaust af stjórn rikjasam- bandsins. Atti stöðin þýðingar- miklu hlutverki að gegna i upp- byggingu iðnaðar i lýðveldinu. Nú eru nokkrar stórar raforku- stöðvar i Georgiu. Innan skamms verður nýtt orkuver með 300.000 kw afkastagetu tek- ið i notkun við Ingurifljótið. Al- hliða samvinna hefur verið byggð upp milli Georgiu og ann- arra lýðvelda Sovétrikjanna. 1 Kákasiu eru eru framleiddar vélar úr málmum frá Ukrainu, vefnaðarvörur úr bómull frá Uzbekistan, efnavörur úr oliu frá Azerbadsjan. í staðinn send- ir Georgia rafmagnslestir, dráttarvélar, byggingarefni og framleiðsluvörur létta- og mat- vælaiðnaðarins til bræðralýð- veldanna. ☆ Læknismeðferð veitt úr þyrlu — Allt i einu birtist þyrla yfir geitahjörð hátt uppi i fjöllunum i Tasjkent. Riffilhvellur heyrð- ist, en ekkert dýr særðist þótt skotið hæfði i mark. Sérstök kúluhylki sprungu um leið og þau hittu skinn dýrsins og sprautaði i það læknislyfi. Þessi aðgerö er notuö við villt dýr, sem erfitt er að handsama, og er notuð gegn sjúkdómi i skinni dýranna. Þessi aðgerð hefur reynzt mjög virk. A siðustu fimm árum hefur fjöldi villi- geita i stærsta lýðveldi Mið-Asiu tvöfaldazt. Fjölgun hefur einnig orðið á villisvinum og ýmsum sjaldgæfum dýrum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.