Vísir - 15.06.1972, Blaðsíða 6
6
VÍSIR. Fimmtudagur 15. júní 1972.
VISIR
Otgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiðsla:
Ritstjórn:
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Valdimar H. Jóhannesson
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Hverfisgötu 32. Simi 86611
Sfbumúla 14. Simi 86611 (5 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakiö.
Blaöaprent hf.
Villigötur íhaldsseminnar
Mörgum finnst, að Islendingar hafi ekki gengið til
góðs götuna fram eftir veg á siðustu áratugum. Þeir
syrgja hið fastmótaða þjóðskipulag, sem þeim
finnst, að hafi rikt hér fyrr á árum, þegar þjóðin var
fátæk og sjálfri sér tiltölulega nóg. Þeir harma
hnignun fornra dyggða og innreið viðskiptalegs og
tæknilegs hugarfars.
Þjóðin hefur staðið i stórræðum i rúmlega þrjátiu
ár eða frá upphafi siðari heimsstyrjaldarinnar. Þá
lentum við skyndilega i hringiðu alþjóðlegra stjórn-
mála og viðskipta. Hernám Breta markaði þessi
timamót. Kreppan hvarf eins og dögg fyrir sólu og
dansinn kringum gullkálfinn hófst. Sá dans hefur
staðið með hléum æ siðan.
Þegar á striðsárunum og á fyrstu árunum eftir
strið tileinkuðum við okkur bandariska tækni og
efldum mjög viðskiptin við Vesturheim. Þessi opn-
un vesturgluggans leiddi skjótlega til mikillar
framleiðni og fjörugs viðskiptalifs, sem skaut ís-
lendingum eins og eldflaug inn i hóp velmegunar-
þjóða heimsins.
Hin rólega bændamenning varð að vikja fyrir al-
þjóðlegri tækni- og auðhyggju. Bóndinn vék fyrir
verkfræðingnum og sölumanninum sem einkennis-
persóna þjóðfélagsins. Þjóðarstoltið tók á sig nýja
og djarfa mynd, byggða á sjálfstrausti þess, sem
gerþekkir umheiminn og er ákveðinn i að halda til
jafns við hvern sem er.
Sumum likar þessi þróun betur og öðrum ver. Hitt
er ljóst, að þjóðin hefur valið þessa braut, ef til vill
ósjálfrátt, og hvorki getur né vill snúa af henni. Um
það eru stærstu hagsmunahóparnir sammála, laun-
þegar, vinnuveitendur og neytendur.
Þeir, sem syrgja það, sem þeir kalla fornar
dyggðir,svipast að sjálfsögðu um eftir sökudólgi, er
ófarnaðurinn sé að kenna. Sumir hafa ekki yfirsýn
yfir hið sögulega samhengi málsins. I þeim hópi eru
menn, sem telja vamarliðið á Keflavikurvelli vera
sökudólginn. Þeir ala þá von i brjósti, að brottför
þess létti möru af þjóðarsálinni og endurlifgi fomar
dyggðir.
Þegar hlustað er á röksemdafærslur hemáms-
andstæðinga um siðferðilega upplausn og sálrænt
farg af völdum varnarliðsins, verður strax ljóst, að
þeir eru ihaldssamir menn, sem harma vissar
breytingar, er orðið hafa i þjóðfélaginu og drepið
var á hér að framan. Þessi ihaldssemi er út af fyrir
sig góðra gjalda verð, þvi að breytingar eru siður en
svo alltaf til bóta.
En þessi ihaldssemi verður fyrst virk, þegar hún
beinist að réttum sökudólgum. Það er þjóðinni
sjálfri að kenna eða þakka, að hún hefur gengið göt-
una fram eftir veg tækni og viðskipta. Það er ekki
að kenna né þakka þeim fáu hermönnum, sem sitja
að mestu innilokaðir á Miðnesheiði. Vera þeirra eða
brottför hefur ekki minnstu áhrif á islenzkt þjóðar-
eðli. Það eðli kemst án þeirra hjálpar áfram eftir
braut hraðra breytinga i átt til óvissrar og hættu-
legrar en spennandi framtiðar og verður enn fjar-
lægara gömlu bændamenningunni en islenzkt þjóð-
areðli er nú.
I.ögreglan i Höföaborg ræöstgegn stúdentum—sem (fjölmiölar innan stjórnar) kalla hunda, ýlfrandi á
blóð.
Syrtir að í Suður-Afríku
— stúdentar kallaðir „hvítir glœpamenn" — settust að í
dómkirkju, reyktu marijúhana og svartir og hvítir leiddust
Stjórn hvita minnihlutans
i Suður-Afriku varð fyrir
nýstárlegri reynslu um
daginn: Stúdentar gerðu
uppreisn. Þeir mótmæltu
apartheit — aöskilnaðar-
stefnu Vorsters. Og
stúdentarnir sem mót-
mæltu voru bæði hvítir og
svartir. Raunar hefur það
komið fyrir að óeirðir hafa
gosið upp i Suður-Afriku —
stúdentaóeirðir. En
lögreglumenn Vorsters,
harðhentir og illir við að
fást/ hafa ævinlega átt
auðvelt með að berja allar
óánægjuöldur niður á
jörðina aftur. Svo var ekki
núna. Mótmælaákafinn og
ákveðni stúdentanna voru
slik, að Vorster varð
hræddur. Lögreglan
fangelsaði raunar stúdenta
i kippum, en enn logar glatt
i glæðunum, að ótrúlegt má
þykja, að ekki blossi upp
aftur bál. Kannski heitara
og hættulegra fyrir Vorster
en það síðasta.
Siðustu árin hefur dálitið borií>
á óánægju stúdenta i S-Afriku, en
i næsta litlum mæli. Þaö var ekki
fyrr en á mánudaginn fyrir lið-
lega viku, að Vorster var kynnt
alvara lifsins. Og þó var upphaf
látanna enn fyrr á ferðinni. Það
var 29. april siðast liðinn, þegar
verið var að brautskrá stúdenta i
„Háskóla Norðursins”, sem er i
Norður Transvaal. Stúdent einn,
fyrrverandi formaður Stúdenta-
ráðsins i skóla þessum hélt
óvenjulega ..þakkarræðu” við
þessa brautskráningarathöfn.
Hann lýsti andúð sinni á
aðskilnaðarstefnu innan skóla-
kerfisins. Hann gagnrýndi einnig
menntakerfið sjálft. Hann var
rekinn frá skólanum — og allir
stúdentarnir við skólann, fimmt-
án hundruð manns, fóru i verk-
fall. Þeir neituðu að sækja tima.
Og i stað stúdenta með náms-
bækur, fylltist háskólinn af
lögreglumönnum með hunda sér
við hönd.
Á mánudaginn fyrir rúmri
viku, var þessi háskóli svo aftur
opnaður stúdentum — öllum
stúdentum nema stúdentinum
Tiro, þeim sem ræðuna hélt. Og
félagar hans úr Stúdentaráðinu,
fengu heldur ekki að halda áfram
námi við skólann. Alls voru 22
stúdentar reknir.
Samúðarverk fall
Þá var það að stúdentar við
„Indian University” mótmæltu
valdi rektors yfir stúdentaráðinu
og i samúðarskyni við
Stúdentaráðið i Transvaal, sóttu
llllllllllll
Umsjón:
Gunnar Gunnarsson
þeirekki tima. Þeir mótmæltu og
„ómanneskjulegum reglum”
skólanna.
Hliöstæð mótmæli eru og
væntanleg, eða liggja i loftinu við
fleiri háskóla, menntaskóla og
kennaraskóla. Raunar eru þeir
stúdentar, sem reknir hafa verið
frá hinum ýmsu skólum, farnir að
skipta hundruðum.
Vorster er hins vegar ekki
þannig gerður, að honum detti i
hug að lita á það sem sérstakt
hættumerki fyrir sig og sina
stefnu, þótt stúdentar mótmæli.
Hann hikar ekki við að setja svo-
leiðis fólk i fangelsi. Og hann litur
þannig á, að lögreglan sé helzt til
þess aö berja niður mótmæla-
hreyfingar og halda leiðindafólki
i fangelsum.
Útlitið er sannarlega svart fyrir
frjálslynda, stúdenta sem aðra,
þar i Suður-Afriku.
Það eru enskir menn, búsettir i
Suður-Afriku, sem helzt verða
fyrir barðinu á Vorster og
lögreglu hans, og þetta fólk
örvæntir nú um frelsi sitt.
Búarnir i Afriku, eða Afrikanarn-
ir, standa hins vegar sem veggur
á bak við Vorster, leiðtoga sinn og
samþykkja hverja hreyfingu
hans i þá átt að tryggja framgang
apartheit.
Fjölmiðlar rikisstjórnarinnar i
Jóhannesarborg eru og ákafir i að
túlka stefnu, Vorsters, og þeir
kalla stúdenta og aðra frjálslynda
ekkert annað en gjammandi
hunda og blóðþyrst villidýr.
Umræður á þingi
Á þingi i Jóhannesarborg urðu i
siðustu viku nokkrar umræður
um stúdenta óeirðirnar. Daan
van der Merwe, þingmaður i
ílokki þjóðernissinna, sagöi m.a.:
,,Ég er ekki viss um að það sé
rétt af lögreglunni að láta eitt yfir
alla ganga, t.d. að berja gamlar
konur....en ég myndi refsa stúlk-
unni minni litlu, ef hún gerði eitt-
hvað rangt. Lögreglan kom fylli-
lega réttlátlega fram gagnvart
óeirðaseggjunum i Dómkirkju
heilags Georgs”.
Sagði þingmaðurinn að það
fólk, sem settist að s.l. föstudag i
Dómkirkjunni, hafi ekki verið
stúdentar, „heldur hópur óþjóð-
legra hvitra glæpamanna”.
Þeir fyrirfundust þó, flokks-
bræður van der Merwe, sem ekki
vildu kalla alla óánægða stúdenta
glæpamenn. Einn þeirra sagði
t.d. að mótmælaaðgerðirnar
hefðu verið eðlileg afleiðing
þröngsýni stjórnmálaflokkanna
gagnvart ungu fólki. Þeir voru þó
fleiri sem töldu að stúdentarnir
hefðu móðgað þjóðina gróflega,
traökað á „fornum, enskum hug-
myndum um lög og reglu”, eins
og frú Helen Suzman, þingmaður
komst að orði.
Eiturlyf janeytendur,
svartir og hvitir héldust í
hendur
Það gerðist s.l. föstudag að
stúdentar i Jóhannesarborg
settust að i Dómkirkju heilags
Georgs. Lögreglan hefur nú gefið
út yfirlýsingu um, að hún vinni
ötullega að þvi að komast að þvi
hverjir þeirra hafi setið inni i
kirkjunni og reykt marijúhana.
Lögreglan hefur og haft spurnir
af þvi, að slangur af stúdentum,
hvitir og svartir, hafi setið á
gólfinu, reykjandi — og það sem
alvarlegra er talið — haldizt i
hendur!
En stúdentar eru ekki þeir einu
sem nú eiga eftir að veröa yfir-
heyrðir af yfirvöldum.
Dómkirkjupresturinn hefur t.d.
farið fram á að lögregluyfirvöld
kanni skoðanir og framkomu
sumra lögreglumanna gagnvart
stúdentum. Schroeder lögreglu-
foringi, sem stjórnaði aöför aö
stúdentum, bæði á mánudaginn
og á föstudaginn, sætir t.d.
ákúrum fyrir að hafa haldið aftur
af mönnum sinum og að hafa ekki
gengið nægilega einarðlega fram.