Vísir - 15.06.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 15.06.1972, Blaðsíða 4
4 ViSIR. Fimmtudagur 15. júni 1972. RADIAL „MICHEUN gerirmuninn“ Hitni hjólbarði við hraðan akstur í lengri tíma, eða vegna aukins álags, eykst hættan á að hann springi. Michelin radial hjólbarðar hitna ekki. Það gerir muninn. Allt á sama stað Laugavegi 118-Sími 22240 EGILL VILHJÁLMSSON HE í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN McGOVERN Á NÆGA PENINGA — en Humphrey er sagður blankur orðinn Þær stóftu hlið við hlið, svona eins og af tilviljun, gamla DC-(> skrúfuvélin og nýja, glæsilega þotan. Og menn bentu a' þær og sögðu að þær væru dæmigerðar fyrir eigendur sina. Hubert Ilumphrey á þá gömlu, eða hefur til afnota i kosningabaráttunni. George McGovern á þá nýju og glæsiiegu. Hubert Ilumphrey hefur litið af peningum. McGovern hefur nóg af þeim. Einn liðsmanna Humphreys hefur meira að segja sagt, að meistari hans sé orðinn blankur — „svampurinn er þurrundinn”, eins og maðurinn orðaði það. öðru máli gegnir um McGovern. Peningar streyma i kosningasjóð hans, enda hefur hann tekið i sina þjónustu unga og vaska peninga- safnara, sem hagnýta sér nýjar aðferðir. Þeir láta póst- þjónustuna vinna fyrir sig, og hafa komið sér upp eins konar föstu kerfi stuðningsmanna, sem vikulega senda þingmanninum 100-1500 krónur. Og það munar um slikt, þegar þessir fjárhags- bakjarlar eru kannski um 300.000 talsins. En nú er allt útlit fyrir að Humphrey sé úr leik, og McGovern verði útnefndur form- lega forsetaefni demókrata á flokksþinginu i júlibyrjun. Eftir það þarf hann ekki að hafa neinar peningaáhyggjur. Flokkurinn, eða hinir fjársterku stuðnings- menn hans, munu sjá til þess að Goggi frá Suður-Dakóta fái alla þá seðla sem hann þarf. Nixon fœr hraðbát Bresjnev mun senda honum bát til minja Ilætt er nú við, aö næstunni fari VVashington-búar að sjá til Nixon s forseta sins þar sem hann brunar á ofsalegum hraða eftir Potomac-f Ijótinu, sem um borgina rennur, á glæstum 28 fcta liingum hraðbáti. Bresjnev flokksmaður i Sovét- rikjunum ætlar nefnilega bráðum að senda Nixon, vini sinum/svo- leiöis bát og er gjöfin til minningar um þann tima sem þeir vinirnir skemmtu sér saman i Leningrad og Moskvu i vor. Þegar Nixon kom til Moskvu, bauð Bresjnev honum i æsandi siglingu eftir Volgu, og að henni lokinni afhenti hann Nixon eftir- likingu af hraðbát, afskaplega litla raunar,en hann sagði for- setanum að nákvæmlega svona bát, bara 28 feta langan, og með aflvél að við Queen Elisabeth 2., fengi hann sendan á eftir sér til Washington. Nixon hefur ekki gefið upplýsingar um hvernig, hvort eða hvenær hann muni nota nókkva þennan. BLAÐAKONUR MOTMÆLA Smurbrauðstofan : BJORNINN Njálsgata 49 Síml 15105 Mold Mold til sölu, heimkeyrð i lóðir. Uppl. i sima 40199. Kvenfólk, sem starfar við mánaðarritið „Readers Digest”, sem útkemuri Bandarikjunum og er siðan þýtt viða i löndum , (nokkuö hliðstætt við Úrval hér) hefur gefið út yfirlýsingu þar sem segir, aöstjórn ritsins komi næsta andstyggilega fram við konur þegar um er að ræða ráðningar i stöður og stöðuhækkanir. INNHEIMTUMAÐUR Dagblaðið Visir óskar að ráða innheimtu- mann. Viðkomandi þarf að hafa rúm- góðan bil til umráða. Umsóknir ásamt greinargóðum upplýsingum um fyrri störf sendist blaðinu fyrir 20. þ.m. merkt „INNHEIMTA” BLOMAHUSIÐ Skipholti 37 simi 83070 Stúdenta- blómaskreytingar Blómum raðað í blómvendi og aðrar skreytingar, af skreytinga- meistara með margra ára starfsreyöslu frá Danmörku, Þýskalandi og Gíró-þjónustuna Engiandi Pantið tímanlega. I Munið AlíGlfNég hvili #■ með gleraugumftú l\fll * Austurstræti 20. Sími 14456; " Islenzk-sænska félagið og Norræna Húsið efna til bókmenntakvölds i Norræna Húsinu 16. júni n.k. kl. 20.30 Sænski bókmenntafræðingurinn Ulf örnkloo talar um nýútkomnar sænskar bækur. Verið velkomin. íslenzk-sænska NORRÆNA félagið. HÚSIÐ Um 3000 manns vinna hjá timar. og af þessum fjölda eru allmargar konur. Segja þær að þær séu langflestar i almennum skrifstofustörfum, vinnandi við óviðunandi aðstæður og á lágu kaupi, og fái sjaldan eða ekki stöðuhækkun. Sögðust konurnar hafa rætt þetta við stjórn timaritsins, en án minnsta árangurs. Talsmaður kvennana sagði að innan Readers Digest störfuðu 23 ritstjórar. Hins vegar eru starfandi aðeins 5 ritstjórar kven- kyns. 14 af 22 aðstoðarritstjórum eru konur, og það er kona sem er aðstoðarmaður formanns blaða- stjórnarinnar. Readers Digest er útbreiddasta timarit i heimi og gefið út af fyrirtækinu „Digest Association”. Jarðskjáifti á Ítalíu 10 þúsund óttasleginna íbúa bæjarins Ancona, sem er á strönd Adriahafsins á ttaliu, flýðu i gær- kveldi burtu úr bænum eftir að tveir kröftugir jarðskjálftakippir höfðu riðið yfir svæðið, þar sem bærinn er.og unnið mikið tjón. Kringum 100.000 manns býr i Ancona og næsta umhverfi, og er nú mikill viðbúnaðar til að flytja fólk burtu, verði meira úr jarð- skjálftum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.