Vísir - 15.06.1972, Blaðsíða 8
8i
VÍSIR. Fimmtudagur 15. júnl 1972.
cTVlenningannál
Fanný Jónmundsdóttir skrifarumlistahátíð:
I sumarskapi
Þaö var ekki að ástæðu-
lausu að gestir Þjóðleik-
hússins komu í spariskap-
inu þangað á laugardals-
kvöld. Reynslan hefur fyrir
löngu kennt íslenzkum
áhorfendum að þegar
danskur ballett er annars
vegar er ekki boðið upp á
þunnar trakteringar.
Þvi var ekki laust við að aula-
legur svipur kæmi á suma við
fyrsta atriðið sem flokkurinn frá
konunglega danska ballettinum
undir stjórn ballettmeistarans
fræga, Flemming Flindts, bauð
upp á: Hvað er þetta eiginlega?
Er danskur ballett dottinn upp
fyrir?
Ljótt er satt er
Ekki svo að skilja að Lifverð-
irnir á Amager hafi verið leiðin-
legur eða illa dansaður ballett.
En mér þótti verkið heldur flat-
neskjulegt og óspennandi. 1 leik-
skránni stóð að visu að þessi
gamli ballett eftir Bournonville
hafi verið endurvakinn i nýrri og
stórkostlegri uppfærslu og sé með
vinsælustu ballettum I Konung-
lega leikhúsinu. Ljótt ef satt er!
Hvorki verkið i heild né einstök
atriði þess, búningar, músik eða
dans, náði að heilla undirritaða.
Um frammistöðu einstakra
dansara i þessu verki er það að
segja, að sjálfur Flemming
Flindt ákvað á siðustu stund að
dansa Edouard, liðsforingja og
tónlistarmann. Flindt var áður
fyrr á meðal frægustu dansara.
Annaðhvort er honum að förlast
eða hann hefur verið illa fyrir-
kallaður á laugardaginn. Miðað
við meðalmenn var hann auðvit-
að afbragð. En miðað við stjörnur
verður einkunnin ekki há.
Ekki dottinn
upp fyrir
i næsta atriði rak Flemming
Flindt heldur betur af sér slyðru-
orðið. Þá voru aftur tekin af öll
„Með Ijómandi fýlusvip"
Eftirfarandi bréf
hefur blaðinu borizt frá
stjórn Starfsmannafé-
lags Sinfóniuhljómsveit-
ar fslands:
„Hr. ritstjóri.
i blaði yðar þann 12. júní s.l.
jskrifar tónlistargagnrýnandi yð-
'ar, stud.theol. Gunnar Björnsson,
kgrein um tónleika S.l. I Laugar-
dalshöllinni þ. 9. júni.
Þykir okkur að i grein þessari
rkomi fram i meira lagi ósmekk-
leg og meiðandi ummæii um /
framkomu hljómsveitarfólks
gagnvart verkefni sinu. Er grein i
þessi — svo og ýmsar undanfar-
andi greinar sama höfundar — j
skrifuð af slikum vanefnum og al,
vöruleysi að okkur finnst full i
ástæða til að bera fram hörð mót-
mæli.
Með fyrirL’am þökk fyrir birt-
inguna.
Stjórn St. F.S.I.
Pétur Þorvaidsson.
Kristján Þ. Stephensen.
Lárus Sveinssnn
tvimæli um það að danski ballett-
inn er enn meðal þess sem hæst
ber i ballett á heimsmælikvarða.
Kennslustundin, ballett eftir
Flindt, byggöur á samnefndu
leikriti eftir Ionesco, er tvimæla
laust með þvi bezta sem boðið
hefur verið fram á listahátið i
Keykjavik. Og koma danska
ballettsins er meðal hápunkta há-
tiðarinnar.
Þessi ballett, sem Flemming
Flindt sýndi fyrst i danska sjón-
varpinu 1963, býður upp á mikla
möguleika i túlkun. Auk dans-
anna er sviösetningin einnig eftir
Flindt og ber hæfileikum hans
ljóst vitni.
fyrir nemandanum. Túlkun dans-
aranna i þessu verki er meðal
þess bezta sem sézt hefur á fjöl-
um Þjóðleikhússins, enda stóð
ekki á áhorfendum að láta i ljósi
ánægju sina.
Stjörnur —
ekki meðalmennska!
Með siðasta atriði sýningarinn-
ar vann Flemming Flindt aftur
umtalsverðan sigur. Sumardans-
ar hans hafa raunar sézt hér i
sjónvarpinu. En það er sitt hvað
að sjá ballett i sjónvarpi og á
sviði. Og sama gildir væntanlega
um flestar listgreinar.
tveggja seinni atriðanna á dag-
skránni, heldur mátti sem hægast
sleppa Lifvörðunum. Tilgangur
þeirra i prógramminu virtist
vera sá einn að fá nóga stigandi i
sýninguna.
Af einstökum dönsurum i Sum-
ardönsum er helzt að geta Evu
Kloborg. Túlkun hennar var bæði
brjálsleg, kimin og mjúk, mimik
með ágætum og taktur og yfir-
bragð ákveðið og létt. Um „mater
familias”, frú Vivi Flindt, er að
segja eins og húsbóndann, að hún
virtistekki alveg með á nótunum.
Nú er aftur tekið mið af stjörnum
— ekki meðalmennsku. Hún virt-
Að dansi loknum i Þjóðleikhúsinu: Flemming Flindt lengst til vinstri,
Tamás Vetö hljómsveitarstjóri fyrir miðju.
Anne Marie Vessel dansaöi
hlutverk nemandans. Hún átti
auðrataða leið að hjörtum leikhús
gesta. Við vorum glöð og áhuga-
söm með henni þegar hún kom i
danstima hjá kennara sinum, að
springa úr eftirvæntingu. Vill fá
að læra allt sem hægt er og hlakk-
ar óskaplega til að reyna sig á tá-
skóm. Danskennarinn, Tommy
Frishöi, og pianóleikarinn, Inge
Sand, voru sömuleiðis áþreifan-
leg i túlkun sinni þó að varla
hafi persónur þeirra fundið rúm i
hjörtum áhorfenda. Átök kennar-
ans og nemandans voru óhugnan-
lega og næstum áþreifanlega lif-
andi sem sifellt sigur á ógæfuhlið
Andstætt við Kennslustundina
er söguþráður næstum enginn i
Sumardönsum. Aðeins gleði gleð-
innar vegna, gleði unglinga yfir
sumrinu — og hefur þvi eflaust átt
vel við skap áhorfenda eftir
undanfarna sólardaga.
Þetta er fyrstu berfætlu-dans
Flindts, en hann sameinar kosti
klassiskrar danshefðar og nú-
tima-dans. Hreyfingar voru allar
mjög rytmiskar og skemmtileg-
ar. Ekki er þess getið i leikskrá
hvenær ballettinn var saminn.
Kannski hefði verið skemmti-
legra að fá nýrra sýnishorn af
dönskum ballett. Það atriði hefði
ekki þurft að vera á kostnað
ist þreytt, skorti úthald til að
túlka hlutverk sitt til fulls. En
kannskrer of mikils krafizt. Það
er þá vegna þess að til dansks
ballettseru miklar kröfur gerðar.
Og þessi sýning minnti okkur á að
slikar kröfur er enn hægt að gera.
Sinfóniuhljómsveit Islands
flutti músikina við ballettana,
flutningurinn allur með hinum
mestu ágætum, undir stjórn
Tamás Vetö. Enda var hljómsveit
og hljómsveitarstjóra klappað lof
i lófa rækilega og vel i lokin, eins
og öðrum flytjendum, þetta
skemmtilega kvöld i Þjóöleikhús-
inu.
HÆTTA AF ERLENDUM ÁHRIFUM?
Geir R. Andersen:
ER ÍSLENDINGUM BÚIN
- Vafosamar varnaraðgerðir — vixl ó viðhorfum
islendingar hafa tiðum eytt
iniklu fé og fyrirhiifn i bollalegg-
ingar um það, hvernig bezt skuli
varðveitt þjóöernið fyrir erlend-
uin áhrifum, og þá ekki sizt mál
landsnianna, talað og ritaö, en
einnig umhverfið, þ.e. landið
sjálft, og jafnvel borgarana, eðli
þcirra og persónu.
Þingnefndir hafa verið skipað-
ar og lög sett til aðhalds á
niannanöfnum islenzkum. til
verndar gegn mengun, til vernd-
ar islenzkum landbúnaðarvörum
og til aöhalds og varnaðar á fleiri
sviðum.
En hvað er það þá, sem tslend-
ingar þurfa helzt að varast til
þess að hverfa ekki I hringiðu
menningarstrauma annarra
þjóða? — Eða er einhver hætta
fyrir hendi, sem i alvöru gæti tor-
timt islenzku þjóðerni og háttum?
Að vel athuguðu máli er engin slik
utanaðkomandi hætta fyrirhcndi,
að undanskilinni þeirri stjórn-
málalegu. Meðal landsmanna
sjálfra leynist þá ávallt ákveðin
tilhneiging til að afleggja ýmsa
siði og athafnir, sem áður var tal-
ið til hins mesta þjóöarsóma og
er, illu heilli, á undanhaldi.
Mannlegu eðli breytir hinsveg-
ar enginn, og er sumt það, sem
heldur innreið sina i landið aðeins
eðlileg afleiðing og fylgja
breyttra viðhorfa. Er t.d. nokkur
sanngirni i núgildandi lögum,
sem heimila erlendum mönnum,
sem vilja setjast hér að, þvi að-
eins islenzkan rikisborgarétt, aö-
þeir láti skira sig upp ef svo má
segja og afsali sér nafni sinu, sem
raunverulega er hluti af persón-
unni sjálfri? Þetta eru hinir
mestu afarkostir og styðja ekki á
nokkurn hátt að islenzkri
menningararfleifð, en hafa gert
mörgum góðum og nýtum borg-
ara, sem flutzt hefur hingað til
lands lifið leitt, i orðsins fyllztu
merkingu. Einhvers staðar kom
fram sú röksemd, að hin ýmsu er-
lendu nöfn tækju ekki islenzkum
beygingarendingum, og þvi væri
hættulegt að leyfa alls kyns
„ókennilegum erlendum nafn-
skrlpum að flæða yfir landið”.
t engu nágrannalandanna er
mönnum settur stóll fyrir dyr
varðandi þá kröfu að breyta um
nafn, og heldur hver þvi nafni,
sem honum var gefið, þótt hann
þar setjist að, og svo ætti einnig
hér að vera. Beygingarsérfræð-
ingar Háskólans fá þó allt að einu
ósk sina uppfyllta meö þvi að fá
eignarfallsendingu á hvaða nafn
sem er. Og þvi má islenzkur rikis-
borgari ekki heita John, Dilling-
er, Jakobowski, Martin, Luther,
King, o.s.frv.? Mörg útlend nöfn
hafa unnið sér hefð i landinu og
hljóma mun betur en hið islenzka
heiti þeirra, dæmi: Gústaf, sem á
islenzku er Gautstafur, Rúrik,
sem á islenzku er Hrærekur, og
ótal mörg fleiri, sem lögum sam-
kvæmt eru raunverulega ólögleg.
Hitt er annað mál, að ekki hæfir
að gefa undanþágu fyrir einn og
einn útlending, sem setjast vill að
hér, en halda lagabókstafinn
vegna annarra. Algjört frelsi er
bezt hér sem i öðrum efnum, sem
varða einkalif fólks. tslendingar
njóta þessa frelsis annars staðar,
látum útlendinga þá, sem á annað
borð er veittur réttur til aðseturs
hér, njóta þess sama, annað er
óraunsæi i viðhorfum.
A morgum öörum sviðum erum
viö sjálfir, vitandi og óafvitandi,
með ýmsum vanhugsuðum var-
úðarráöstöfunum til verndar is-
lenzku þjóðerni og menningarlifi
að stuðla að einangrun þjóðarinn-
ar frá hinum frjálsa vestræna
heimi, báðum megin hafsins. Hér
er m.a. að nefna hin ströngu
ákvæði i vinveitingamálum, öl-
sölumálum, kaup og sölu erlends
gjaldeyris i bönkum. Þetta gerir
þaö að verkum, að hinn almenni
borgari reynir til hins ýtrasta að
fara á bak við lög og reglur, eins
og ávallt, þegar um frelsisskerð-
ingu er að ræða og verður sér úti
um hið forboöna á ólöglegan hátt
og neytir gæðanna óhóflega, eins '
og alltaf verður reyndin um illa
fengna hluti.
1 skólakerfinu, þar sem
menntunin er almennt skammt á
veg komin, er einnig, en ekki
visvitandi, stuðlað að einangrun
og óframfærni i samskiftum við
aðrar þjóöir. Þannig er t.d. enn
ekki byrjað að kenna börnum
ensku, fyrr en á 13. aldursári
viöast hvar, þótí einstaka for-
ráðamenn skóla hafi sjálfir tekið
upp aðra háttu. Enskan er þó eitt
heimsmálanna og algjör forsenda
þess að geta fylgzt meö I ýmsum
greinum tækni og visinda, fram-
fara og framvindu úr hinum
enskumælándi heimi, og siöar
að geta talaö við og haft samstarf
viö þá erlenda aðila, sem starf og
áhugamál höfðar til. Þaö kom
ljóslega fram i einum sjónvarps-
þætti um landhelgismáliö hér á
dögunum,hve geysierfitt mörgum
manninum reynist að tjá sig á
ensku, sem i þessum þætti var
nauðsynlegt, þar sem þátt-
takendur töluöu ensku. Þetta á
ekki siður við um dönsku, sem
reynist flestum Islendingum
óframbærileg, þrátt fyrir allt að
átta ára nám i skóla. — Hvernig
reiöir slikum mönnum af, þegar
þeir erlendis þurfa að leysa ýmis
viðamikil vandamál viðskipta-
legs-eöa annars eðlis? Þvi miður
fer þaö oft svo, að þeir ávextir,
sem hérlendis eru forboðnir tií
neyzlu, nema undir eftirliti. ef svo
má segja, eru i slikum tilfellum
kneifaðir að því marki, að tima-
bært þyki aö ganga til verks og
bera upp erindiö en þá stundum of
stift kneifaö til þess að árangur
náist, enda erlendis margir
hverjir taldir klókir i að sjá sér
leik á borði við þá, sem ekki geta
fylgst vel mefn hvort sem það er
fyrir munngáts- eða málheltu
sakir. Hér á uppeldi og stjórn-
kerfi sökina. Andstæðurnar
hérlendis eru himinhrópandi.
Annars vegar ströng höft og
tortryggni i garð borgaranna, að
þeir geti teygað af brunni
nægtanna hömlulaust, hins vegar
lélegt aðhald á hvers kyns hegðan
á almannafæri, t.d. að nóttu til,
þegar löggæzlumenn hafa ekki
undan viö að stilla til friðar og
verða reyndar oftar en ekki að
hröklast undan óðum múg vegna
mannfæðar og linkindar i refsi-
málum. Hvar ætli sú röksemd sé
uppi höfð nema hérlendis, að ekki
megi birta nafn og mynd þess
manns, sem bariö hefur
saklausan vegfaranda eða rænt
verömætum fyrir hundruð
þúsunda? Jú, landiö er svo
fámennt, og aöstendendur verða
fyrir áfalli! Það þykir ekki til-
tökumál i smæstu bæjum, jafnvel
á Norðurlöndum að láta uppskátt
nafn og oftast mynd meö, þegar
óhugnanleg afbrot hafa verið
framin, þótt ekki sé nema til þess
að geta varast ódæðismanninn.
Hér er öfugt aö farið og óbóta-
menn gangast upp við þögnina.
Hræsnin og yfirdrepsskapurinn
riður ekki við einteyming frekar
en endranær. 1 vetur leið, þegar
brann eitt aðal-fangelsi landsins,
var hneykslast mjög á
ummælum, sem einn fangavarð-
anna viðhafði i viðtali um, að
hann hefði „rekið fangana út i
útihús við fangelsið,”. Aðsend
bréf til blaöa með undirskriftinni
„húsmóðir” var að finna viða i
lesendadálkum og máttu þær vart
vatni halda af geðshræringu yfir
orðalagi fangavarðarins.
Auövitað voru ummæli fanga-
varðarins ekki illa meint þetta er
algengt orðalag I islenzku, t.d.
talað um að „reka krakka út á
leikvöll” i friminútum i skóla
o.s.frv. Hitt er annað mál að fólk
hérlendis gerir varla greinarmun
á manni, sem er að afplána
refsingu fyrir lögbrot eða glæp og
manni, sem er saklaus og gengur
laus. Hins vegar er sama fólki
trúandi til að dæma mann, eftir
að hann hefur tekið út sina
refsingu og vitna i fyrri feril hans.
Hér eru höfð endavixl á
viðhorfum. Maður, sem hefur
framið glæp eða ofbeldisverk, er
sekur og honum á að refsa, — en
þegar hann hefur afplánað
refsingu sina, er hann þar með
skuldlaus og á rétt á að vera
tekinn i samfélagið sem full-
gildur meölimur, án þess aö eiga
á hættu að vera litinn hornauga.
Hann er „kvitt” við þjóðfélagið.
Það má telja eins vist og dagur
kemur eftir nótt, að Islendingum
er engin hætta búin af erlendum
áhrifum, nema siður sé, og er
meira en timabært að opna landið
upp á gátt fyrir hvers konar
áhrifum, sem við teljum okkur
hagnað af, en þó fyrst og fremst
„vesturgluggann”, áður en
„Miöbæjarskólafylkingunni”
tekst að reka járnrimlana fyrir.