Vísir - 15.06.1972, Page 9

Vísir - 15.06.1972, Page 9
VtSIR. Fimmtudagur 15. júni 1972. 9 Umsjón EA og ÞS Einn af þeim sjúkdóm- um, sem konur fá oftast er bólga í þvagfærum, en hún er allt að því 10 sinn- um algengari hjá kven- fólki, en körlum. Jafnvel börn fá alloft snert af blöðrubólgu. Ein helzta hættan við þennan sjúk- dóm er sú, að alvarlegir nýrnasjúkdómar geta fylgt í kjölfarið ef ekki tekst að stöðva sjúkdóm- inn í tíma. Þótt sjúkdóm- urinn sé svona alvarlegur, veit almenningur yfirleitt sáralítið um hann. Algengasta orsökin Bólga i þvarfærum skiptist alallega i þrennt: blöðrubólgu, Hvernig höldum við nýrunum heilbrigðum? — Þvagfœrabólga er allt að þvi 10 sinnum algengari hjó kvenfólki en karlmönnum — 4% af konum gengur með þvagfœrabólgu, ón þess að nokkurra einkenna verði vart. þvarrásarbólgu og bólgu i nýr- um. Algengasta orsökin eru svokallaðar colibakteriur (sem finnast i þörmunum). Köld böð og ónógur klæðnaður er einnig oft orsökin. Hætt er við að þunn nælonundirföt, stuttbuxur eða minipils sé ekki hentugasti klæðnaðurinn fyrir konur, sem vilja komast hjá þvi að fá þenn- an sjúkdóm. Sjúkdómurinn kemur aftur og aftur Læknavisindin þekkja ekki allar orsakir þvarfærabólgu. Smá- vægilegur galli á þvagfærum er ekki óalgengur, en slikt er hægt að sjá á röntgenmynd. Fjölda- margir hafa engan slikan galla, en virðast af einhverjum ástæð- um fá sjúkdóminn aftur og aft- ur. <■ Leitið strax læknis Algengasta einkenni þvagfæra- bólgunnar er að sjúklingnum finnst hann stöðugt þurfa að tæma blöðruna, sviði i þvarrás- inni, krampi eöa verkur. En ein- kenninn eru mjög ólik hjá sjúkl ingum. Stundum eru þau mjög létt, en hjá mörgum konum er sársaukinn meiri en við barns- fæðingu. Verði maður var ein- hverra þessara einkenna, er nauðsynl. að leita strax læknis. Foreldrar ættu lika að gefa nákvæman gaum að börnum sinum, t.d. ef þau hafa þvaglát mjög oft. Ýmisk. vandamál i sambandi við þvaglát barna, svo sem að missa i rúmið, or- sakast einmitt oft af þvagfæra- bólgu. Nái bólgan til nýrnanna fylgir oftast hiti og verkur i baki. Það er oft erfitt að greina nýrnaverk frá verk i eggja- stokkum, eða þreytuverk i baki. Lyfjameðferð nauðsynleg Á siðustu árum hafa komið fram geysimörg lyf til þess að lækna þvagfærabólgu, en mjög er mismunandi hvaða lyf hæfa hverjum. Oft dugar lyfjakúr i 10-14 daga, en komi bólgan aftur og aftur er nauðsynlegt að taka lyfin i fleiri mánuði, og er þá fylgst með þvagi sjúklingsins.. Einnig er ekki óalgengt að bólg- an sé „þögul” eins og kállað er. þ.e. að engin einkenni séu sjáanleg. Talið er að um 4 af hverjum 100 konum gangi með svokallaða ”þögla” bólgu. Jafnvel nýrnabólgan lýsir sér stundum aðeins i þreytu. Væg einkenni gera það oft að verk- um, að fólk gengur með sjúk- dóminn lengi, án þess að vita um hann, og geta nýrun skaðasi óbætanlega við það. Leitið læknis Það er sáralitil fyrirhöfn að láta kanna hvort um þvagfærabólgu er að ræða. Oftast dugar að senda þvagprufu i ræktun, þó að slik rannsókn sé ekki alltaf áreiðanleg. Oft þarf að senda þvag nokkrum sinnum, til þess að hægt sé að reiða sig á niður- stöðuna. Blóðrannsóknar er einnig þörf, eigi að rannsaka nákvæmlega, hvort nýrun starfi rétt og hvort sökk sé óeölilega hátt i blóðinu,en það bendir til bólgu. Rannsókn á blóði og þvagi er nauðsynleg, til þess að kanna hvort um þvagfærabólgu er að ræða. Það er vissulega full ástæða til þess að vera á verði gagnvart þessum sjúkdómi, sem getur valdið miklum óþæg- indum og skaða. ÞS. w w BLUNDUR OG BRODERINGAR.. Skyrtublússur og muss- ur halda stööugt velli sín- um, og þess háttar klæönaður virðist einna mest ríkjandi í sumartízk- unni í ár. Blússurnar og mussurn- ar eru þannig klæðnaður að hægt er að klæðast þeim allt árið um kring, og við næstum hvaða að- stæður sem er. Þessar ungu og hýru stúlkur sem við sjáum á meðfylgjandi myndum sýna það sem nágrannar okkar Svíar bjóða upp á í sínum tízkuheimi. Blúnduefnin eru þar mjög vinsæl, en ekki er þó enn farið að bera mikið á þeim í tízkuverzlunum hérlendis. Ýmiss konar svuntur og litla kjóla utan yfir, peys- ur og buxur bjóða verzl- anir hér þó upp á, mikið í köflóttum efnum. Sniðið, hefur verið vítt, sú víddin sem blekkt hefur fólk og komið hefur kjaftasögum af stað. Spurningin vakn- ar yfir kaffibollunum, en gengur síðan milli manna, þartil hún kemur fram í formi staðreynda. Þess háttar vídd í fatnaði er þó dálitið farin að minnka, enda verið vinsæl um nokkurn tima, en virðist þó ætla að halda velli í sumar. En svo vikið sé aftur að sænsku stúlkunum í blúndunum og bródering- unum, þá má geta þess að flestar eru blússurnar úr léttum bólullarefnum og allar hvítar að lit. Innan undir eru hafðar blússur eða peysurog jafnvel ekki neitt. Fyrsta myndin sýnir blússu með víðum erm- um, hneppta niður og með belti um mittið. Undir er höfð rauð- og hvítköflótt skyrtublússa. Stúlkan við hliðina sýnir blússu með púffermum, og breiðum kraga, en síddin er ekki nema rétt niður í mitti. Rauð ber, sem alls staðar fást hér í tizkuverzlunum eru höfð til skrauts. Blússa eða mussa með rúnnuðu hálsmáli og víð- um ermum kemur þar næst, en undir er köflótt skyrtublússa til þess að gera heildarsvipinn skemmtilegri. í neðri röðinni kemur svo blússa úr bómullar- popplini með sniði, alls ekki nýju af nálinni, en lífgað er upp á með svartri slaufu í hálsinn. Sjómannatízkan svo- kallaða herjar á tízku- heiminn, og við hliðhinn- ar sígildu skyrtu, er blússa með sjómannakraga. Að framan er v-hálsmál og hneppf niður. Að síðustu er svo víð mussa með mjög víðum ermum og rósabrydding- um í hálsmálinu. Allurerþessi klæðnaður þannig, að auðvelt ætti að vera fyrir hvern og einn að setjast niður með blúndu- eða popplinefni, ag sauma og sniða frá eig- in brjósti. — EA

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.