Vísir - 15.06.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 15.06.1972, Blaðsíða 13
VtSIR. Fimmtudagur 15. júni 1972. 13 Þeir á hinum viöfræga grasvelli Oval Cricket Ground, þar sem krikket er i hávegum haft, fengu heimsókn þessa ffls á dögunum. Hann var þegar i staö búinn knjáhlifum og færður krikket- spaði i ranann og siöan var brugöið á leik. Fflnum Toto þótti leikurinn skemmtilegurfyrst framan af, en þegar hann hafði gert sér ljóst, aö hann var ekki eins leikinn og aðrir á vellinum, þeytti hann frá sér spaðanum og hætti. Sennilega er honum margt bet- ur til lista lagt en að leika krikket. Hann heyrir til hinum heims- fræga sirkusi Hoffmanns, en sá sirkus átti einmitt að hefja sumarstarf sitt með sýningu á Oval Ground siðasta sunnudag, þannig að gera má ráð fyrir, að Toto hafi nú gefizt tækifæri til að sýna krikket-mönnunum, vinum sinum, hvað raunverulega i hon- um býr. Fagurlimaðar stúlkur fá misjafnlega vel greitt fyrir að opinbera blaða- lesendum fegurð lima sinna og alls hins. Það hefur fengist upplýst, að Playboy (karlaritið ameriska) greiðir sinum „leikfélögum” sem svarar 250 þúsund Isl. kr. fyrir vikið. PENTHOUSE (enska karlaritið i sömu mynd og i hið fyrrnefnda) lætur allt að 90 þúsund krónur nægja, en hið „glannalega” glanspappírsblað (enska) MEN ONLY kveöst vera reiöubúiö til að greiða réttu stúlkunum svo mikið sem 700 þús- und islenzkar krónur fyrir að varpa klæðum fyrir framan myndavélar blaðsins. (Það er ekki eins vel boðið i skrokkinn á okkur karlmönnun- um.) ÞORSTEINI VIGGÓSSYNI veitingamanni hefur gengið allt I haginn með klúbba sina i Kaup- mannahöfn, þá Pussy Cat, Bona- parte og Leonardo da Vinci. Hann hefur um langt skeið rekið bjórkrá við Jærnbanegade (þar sem tveir fyrst nefndu klúbbarnir eru einnig. Hann var caunar næstum búinn að selja vini sinum einum krána fyrir nokkru, en sá var skyndilega „kallaöur inn” sökum einhvers leiðindamáls. Þorsteinn afréð þá að selja krána ekki, en geröi hana upp, gaf henni heitiö „Tiffanis” og opnaði hana siðan á ný með pomp og pragt um siðustu helgi. Aðalaödráttaraflið: Bjór á 2,50 danskar krónur (búð- arverði) og plötusnúðurinn Christa við fóninn. Hér sjást þau við opnunina þau Þorsteinn og Christa. Reykjavik — Kópavogur — Garðahreppur — Hafnarfjörður. 3ja — 4ja herbergja ibúð óskast til leigu sem fyrst. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Upplýsingar i sima 40819. Gröfumaður Vanur gröfumaður á traktorsgröfu óskast strax. Loftorka s/f, simi 21450. Nýstúdentor Aloska við Miklatorg. Símar 22822 og 19775 Við Hafnarfjarðarveg sími 42260. Jakkinn, sem vekur svo mikla ánægju hjá herrun- um, að jafnvel dömumar læðast í hann, þegar tæki- færi gefst. cy4ndersen Œl> Lauth hf. Álfheimum 74,Vesturgötu 17, Laugavegi 39.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.